Þá ætti hann að segja af sér.

Og hleypa hæfari manni að . 

Árni Páll er sá ráðherra sem minnst erindi á í ríkisstjórnina.  Hans eina lausn á öllum vanda er að sækja um aðild að ESB.

Það leysir til dæmis gjaldeyriskreppuna að hans sögn.  Hann virðist halda að önnur lögmál gildi um þjóðarheimilið en önnur heimili.  

En ef enginn vill lána  þá eyðir þjóðarheimilið ekki meira en það aflar.  Ef gjaldmiðilinn er í evrum þá yrði hér strax mikill skortur á evrum því þjóðin er það skuldug.  Árni vill borga bretum hundruð milljarða því þeir sögðu honum það.  En þeir milljarðar verða teknir af væntanlegri evrueign landsmanna og aðeins evrutekjur af útflutningi koma í staðinn.   Slíkt myndi leiða til gjaldeyrisskorts og hefta öll viðskipti í landinu, jafnvel tími vöruskipta myndi renna upp.

Eins er það með niðurskurðinn til að styrkja atvinnuleysisjóð.  Árni vill leysa vanda atvinnuleysistryggingasjóðs með því að  gera fólk atvinnulaust.  Miklar gáfur það.

Ef hann vill minnka vanda atvinnuleysistryggingasjóða þá krefst hann tafarlausrar afsagnar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir því óráð hennar og aðgerðarleysi eru að stórauka atvinnuleysið.

Það þarf fólk til starfa sem skilur einföldustu lögmál efnahagslífsins.  Til dæmis valda háir vextir atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum með tilheyrandi tekjutapi ríkissjóðs.  Sú leið að hækka skatta í þessu árferði gerir ekki neitt annað en að auka á vandann.  Skattar ásamt okurvöxtum draga úr neyslu almennings og skrúfa alveg fyrir fjárfestingar fyrirtækja.  

Hönd dauðans leggst á atvinnulífið.  

Og þá fyrst eru vandamálin óleysanleg.

Þannig að Árni er maður orða sinna og staðráðinn að bjarga Atvinnuleysistryggingasjóði, þá segir hann af sér, strax á morgun.

Kveðja  að austan.

 

 

 


mbl.is Árni staðráðinn í að bjarga Atvinnuleysistryggingasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 3640
  • Frá upphafi: 1338910

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 3255
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband