Gott hjá Pétri en Árni er búinn að gleyma til hvers hann var kosinn á þing.

Pétur Blöndal var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hélt uppi andófi gegn kúgun Evrópusambandsins í ICEsave uppgjöfinni.  Og hann hafði manndóm í sér til  að benda á heimsku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í vaxtastefnu hans.

Því er Pétur í fullum rétti til að skamma Seðlabankann og ríkisstjórnina vegna gjöreyðingarstefnu vaxtastefnunnar gegn íslensku efnahagslífi.

Árni Þór er aumur þegar hann afsakar hryðjuverkastefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gegn íslenskum almenningi og fyrirtækjum.  Svona orðbull er sæmandi frjálshyggjumanni sem vill veg auðmanna og fjármagnseiganda sem mestan.  En svona talar enginn sósíalisti.

Fólk kýs þá til þess að lemja á auðvaldinu og útsendurum þess.  Ekki til að afsaka illar gjörðir þess.

Árni ætti að lesa ræður stjórnaandstöðuleiðtogans Steingríms J Sigfússonar frá því í desember á síðasta ári.   Eftir þann lestur ætti hann að vita allt um hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að gera íslenskum almenningi. 

Að gera okkur gjaldþrota og koma öllum eigum almennings undir stjórn erlendra auðmanna.  Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fær að fara sínum fram nokkur misseri í viðbót mun sá hrollkaldi raunveruleiki, sem kom fram í sjónvarpinu í þýsku heimildarmyndinni um  ránsleiðangra alþjóðlegs fjármagns um eigur almennings  í fátækari löndum, vera sá veruleiki sem íslenskur almenningur mun standa fyrir. 

Ekkert vatn eða rafmagn án fyrirframgreiðslu.  Og þungvopnaðar óeirðarsveitir til að halda fátækum almenningi í skefjum.

Árni Þór og hans flokkur var kosinn til að hindra þessi ósköp.  Ekki styðja.  Ekki gera þau að veruleika.  Fólk var ekki að kjósa hann til að ræða um syndir Sjálfstæðisflokksins.  Þær eru þekktar.  Fólk var að kjósa hann vegna þess að það treysti ekki Sjálfstæðisflokknum til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. 

Fólk vill ekki frjálshyggjuna og lygar auðvaldsins.  Fólk vill frelsi frá vaxtaokri og einkavæðingu auðmagnsins.

Og þetta skilur Pétur Blöndal.  En ekki Árni Þór.  

Þeir ættu kannski að skipta um flokk.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 60
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 5377
  • Frá upphafi: 1338835

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 4735
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband