Krókódílatár Starfsgreinasambandsins.

 

Allir vita sem eitthvað hafa komið nálægt verkalýðsbaráttu, sem og reyndar allir sem hafa heilbrigða skynsemi til að bera, jafnvel dugar að vera bara ekki mjög vitlaus, vita að inngrip Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er bein aðför að eina vopni verkalýðshreyfingarinnar.

Verkfallsréttinum.

Rétti, sem tók bláfátækt verkafólk síðustu alda áratugi með jafnvel blóðugri baráttu í sumum löndum, að öðlast.

 

Verkalýðshreyfingin gefur þann rétt ekki eftir baráttulaust, ekki nema hún sé ofurliði borin af skriðdrekum og vélbyssum vopnaðra hermanna.

Ætli menn að vega að þessum rétti með krókaleið laganna, þá á verkalýðshreyfingin að mæta þeim ólögum af fullum þunga.

Lýsa því yfir að sátt sé rofin, og hún verði ekki aftur nema að leikreglunnar séu virtar.

 

Sjaldan hef ég skrifað færslu með eins djúpum trega eins og um þessi krókódílatár Starfsgreinasambandsins.

Þetta fólk veit ekki lengur í hvaða liði það er.

Kveðja að austan.


mbl.is Dómstólar skeri úr um lögmæti tillögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála þér Ómar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.1.2023 kl. 16:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Sigurður.

Met það mikils.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2023 kl. 16:32

3 identicon

Kjaftæði.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 16:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Vagn minn góður, ég sem var farinn að halda að það hafi aðeins verið misminni að rafeind riði hér röftum á Moggablogginu.

Kannski hefur einhver bjáni komist í tölvu þína, og ærumeiðir þig svona.

Ef svo er, þá votta ég þér samúð mína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2023 kl. 17:25

5 identicon

Verkalýðurinn er ekki eign foruzstumanna félagsins.  Hann á að hafa eigin rödd en ekki að vera verkfæri í egótrippi forustumann félaganna.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 19:10

6 identicon

Hvað kallar þú það að neita félagsmönnum um að fá að kjósa um samning áður en rokið er í verkföll?

Hvað kallar þú það að láta aðeins lítinn sérvalinn hluta félagsmanna kjósa um verkföll og neita miklum meirihluta um bæði að kjósa um samning og verkföll?

Hvað kallar þú það að eiga milljarða í sjóð sem stækkar við hverja greiðslu félagsgjalda en láta sér ekki koma til hugar að lækka gjöldin hjá þeim sem sagt er að lifi ekki af því sem eftir stendur? Lækkun félagsgjalda væru nokkrar máltíðir fyrir þetta sveltandi fólk.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 19:15

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar.

Það er nú varla að maður þori að leggja orð í belg, svo illa er maður komin út af sakramentinu á leiðinni upp afdalinn og jafnvel alveg orðinn út úr kú í skoðunum.

Þetta sem við erum að verða vitni að þessi árin finnst mér vera það sem Guðjón Hreinberg heimspekibloggari kallar hrun siðmenningar og Rúnar Kristinsson húsasmiður undir borginni talar um siðleysi samstöðuleysisins í sínum pistli á blogginu.

Gengi íslensku krónunnar er nú að nálgast hrungengið, -sælla minninga. Og talandi um 2007, þá voru svipaðar dægurflugur suðandi á milli eyrnanna almúganum þá og nú, þeir sem fóru með sannleikan var þotuliðið, -eða hver man ekki Geysir geen energy sem hefur reyndar breyst í orkugarða og vindorkuver þessa dagana.

Nú birtast lærðar greinar með súluritum í fjölmiðlum, um að fólkið sem hefur keypt húsnæði með verðtryggðu 50 milljóna húsnæðisláni þurfi að borga það 14 falt til baka. Stjórnvöld eru ekki rukkuð um svo mikið sem eitt pennastrik til varnar af verkalýðshreyfingunni og þótti nú nóg að borga húsnæðislánin sín 5 falt fyrir hið "svokallað hrun", -sælla minninga.

Sólveig skal slegin af með öllu tiltækum ráðum og sakleysingjarnir syngja með, rétt eins og  SALEK Gylfa Arnbjörnssonar sé afturgengið. Allir taka þátt í að verja sjálftökuliðið í nafni samstöðunnar. Og fremstir fara þeir landsbyggðmennirnir Vilhjálmur og Aðalsteinn en Ragnar í borg óttans grjótheldur kjafti og kellingar garmurinn, sem ég man ekki hvað hét, er hætt að narta í hælana. 

Annars amen úr efri afdalnum.

Magnús Sigurðsson, 28.1.2023 kl. 07:56

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Ég held að þú sért svo út á túni að aka að þér dugar ekki einu sinni gamlan Willys til að komast aftur uppá veg.  Ég get svo sem alveg rætt þessa skoðun þína á fulltrúalýðræðinu en sé ekki alveg hvernig hún á heima í athugasemd um krókódílatár þeirra félaga. Villa og Alla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2023 kl. 08:20

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Vagn, eða á ég kannski að segja komrad Vagn??

Ég ætla kannski að segja að þú hafir ekki brugðist, og þú mátt eiga að þú ert sérstaklega fyndinn þegar þú fannst það út að lækkun félagsgjalda dygðu fyrir nokkrum súpudiskum.

En ég átti samt von á að þú myndir þefa uppi akkilesarhæl þessa pistils, allavega benda mér kurteislega á að fylgjast betur með fréttum.

En þegar menn eru í leyni komradar, þá finna menn kannski fyrir dularþráðum á milli sín og opinbera komrada og höggvi ekki.

En hvað veit ég greyið svo sem?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2023 kl. 08:28

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Magnús.

Amen.

Með frómri ósk að það megi rigna á ykkur í efra seinna í dag því strákarnir mínir eru að fara yfir öræfin til að hitta Fjallabúa í Boganum.

Sól er reyndar líka fín, en mér sýnist að hún sé ekki í veðurkortunum.

Meira svona líkt og hraglandinn sem dynur þessa dagana á Sólveigu Önnu frá meintum samherjum hennar innan Salek sem ekki varð.  Hún hristir þetta af sér, það þarf meira til að fella Valkyrju.

Kveðja úr neðra.

Ómar Geirsson, 28.1.2023 kl. 08:34

11 identicon

Við þurfum ekki að ræða það í þaula, bæði Lenin og Stalin voru talsmenn öreiga en við vitum hverju þeir skiluðu.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.1.2023 kl. 18:55

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Sóooó???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2023 kl. 19:34

13 identicon

Sóoo?

Fólk er það sem það er en ekki það sem það segist vera.  Þarf að berja þig í hausin með hmri til að þú skiljir það?

Bjarni (IP-tala skráð) 30.1.2023 kl. 09:03

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Ég mæli frekar með tómri kókflösku, það er plastflösku, það er mun þægilegra fyrir mig, sérstaklega ef fleiri sem telja sér misboðið af athugasemdum mínum við athugasemdum þeirra, tæki uppá því að lemja skilning í mig gegnum höfuðið.

En kæri Bjarni, hvað átti ég að segja annað??, þú hlýtur sjálfur að sjá að þessi athugasemd þín myndi sóma sér betur út á túni með kúm á beit, en sem innlegg við pistil minn eða þá umræðu sem var hér í athugasemdarkerfinu.

Ef hins vegar þú sem sérstakur áhugamaður um marxísk fræði vilt troða þeim inní alla umræðu nútímans, þá þér að segja þá er ég það gamall að ég náði í skottið á meintum fræðimönnum sem gátu ekki opnað munninn um eitt eða neitt, hvort sem það var saga, félagsfræði, almenn samskipti fólks eða þjóðfélagsmál, án þess að koma að marxískri greiningu eða marxískri hugmyndafræði og ég fékk alveg uppí kok af þeim félögum svo dugar mér ævilangt, og líklegast nokkur líf þar á eftir.

Ég ætlast ekki til að þú fylgist með umræðu mínum við félaga Vagn, sem í augnablikinu er vildarvinur minn en ekki pirrandi rafeind á alnetinu, en einhvern veginn tókst mér með rökvísi sem mér einum er lagið, að komast að því að hann væri í raun ekki félagi heldur Komrad, og þá tjáði ég skoðun mína á þeim félögum sem þér er svo tíðrætt um. 

Og ég skal alveg endurtaka þau orð mín, svona ef ske kynni að þú keyptir aðeins hálfs lítra kók í stað tveggja lítra.  En þetta voru orð mín; "Marxískum útleggingum þínum sem eiga að réttláta þetta meinta arðrán og misskiptingu, ætla ég ekki að svara, ég var rétt rúmlega 14 ára þegar ég fattaði falsið á bak við kenningar Marx og ég er löngu hættur að nenna að rífast við þá vitleysingahjörð."

Svo þegar þessi vitleysingahjörð er löngu þögnuð, þá byrjið þið þarna frjálshyggju eitthvað að fá þá félaga á heilann.

Ef þetta er ekki draugagangur, hvað er þá Sandvíkur-Glæsir??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 195
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 1189
  • Frá upphafi: 1321741

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 973
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband