Fólkið sem vill öðrum illt.

 

Það má kallast fyrirboði slæmra atburða þegar Læknafélag Íslands hélt ráðstefnu í byrjun árs um þann skelfilega sjúkdóma sem oft er nefndur síþreyta, sem virðist oft koma í kjölfar veirusýkinga.

Til landsins var fenginn prófessor Jim Baraniuk frá Georgetown háskóla, einn fremsti sérfræðingur heims í rannsóknum á síþreytu.  Morgunblaðið, hvað annað, gerði þessari ráðstefnu góð skil, tók viðtal við Baraniuk, auk þess að tala við nokkur fórnarlömb sjúkdómsins.

 

Síþreyta eða "sjúkdómurinn ME/CFS sem ekki hefur verið rannsakaður til hlítar. Einkenni hans eru helst síþreyta, minnisleysi, höfuðverkur, verkir í liðum og vöðvum, svefnvandamál og ofsaþreyta eftir áreynslu.".

Um hann segir prófessor Jim Baraniku í viðtali við Morgunblaðið;

"Það virðist vera að í viss­um hluta til­vika komi hann í kjöl­far sýk­inga og í sum­um til­vik­um birt­ist hann skyndi­lega. Við vit­um í raun ekki hvað veld­ur. Aðrir virðast fá sjúk­dóm­inn hæg­ar og þá áger­ist hann kannski á lengri tíma. Og svo batn­ar þeim ekk­ert.

Eitt aðal­ein­kenni sjúk­dóms­ins er það að fólk þreyt­ist við áreynslu. Þá er ég að meina að ef mann­eskja ger­ir aðeins meira en venju­lega þá ligg­ur hún rúm­föst næstu daga. Hún get­ur ekki farið fram úr, ekki lesið blað, ekki reiknað reikn­ings­dæmi né munað hvað hún var að lesa. Hún er með verki og óþæg­indi. Það er þetta sem ger­ir sjúk­dóm­inn sér­stak­an.

Verk­irn­ir eru alls staðar í lík­am­an­um, frá toppi til táar. Þú veist aldrei hvar verk­irn­ir birt­ast næst og oft­ar en ekki eru þyngsli og verk­ir í öll­um lík­am­an­um.".

 

Og til að lesendur blaðsins átti sig ekki á að þetta eru ekki bara orð, þá er meðal annars tekið viðtal við mann sem hefur glímt við þetta helvíti í 5 ár, versnar alltaf, er smán saman að missa öll tök á lífi sínu;

""Það var í mars árið 2015 að mér sló niður með kraft­­mik­illi vírus­­sýk­ingu í efri önd­un­ar­­fær­um, svo­kallaðri kaldri lungna­bólgu. Ég var mjög veik­ur í um tíu daga og varð mjög slapp­ur eft­ir það. Þótt lungna­bólg­an væri far­in var ég enn mjög veik­ur og fann fyr­ir ýms­um ein­­kenn­um sem ég hafði aldrei fundið fyr­ir áður. Al­­gjöru kraft­­leysi, mér fannst erfitt að koma hugs­un­um í orð, minn­is­­leysi, skertri rým­is­­greind. Ég átti til dæm­is mjög erfitt með að keyra bíl. Ég mundi ekki nöfn, ekki einu sinni hjá mín­um nán­ustu. Ég fékk líka tauga­­verki. Þetta kom í beinu fram­haldi af lungna­bólg­unni; ég varð í raun aldrei góður," seg­ir Sveinn í við­tali við Morgun­blaðið en hann gekk í gegnum langt og strangt greiningar­ferli sem inni­hélt margar rann­sóknir.

Sveinn segist í raun aldrei hafa rætt sjúk­dóminn við annað fólk en hann hafi á­kveðið að opna sig um veikindi sín í við­talinu. "Ég er með ME-tauga­­sjúk­­dóm sem því miður er með ó­skýrt grein­ing­ar­­ferli og eng­in þekkt með­ferð við. Ég er alltaf slæm­ur, bara mis­slæm­ur. Það er ekki víst að manni versni. En því miður finnst mér að mér sé smátt og smátt að versna," seg­ir Sveinn sem sér ekki fram á að geta unnið fullt starf lengur. "Í dag get ég ekki staðið und­ir þeirri á­byrgð sem ætl­ast er til af mér. Fyr­ir 41 árs mann með þrjú börn er það ansi erfiður biti að kyngja," segir hann.".

 

Fimm ár er langur tími en þeir sem þekkja þetta helvíti á eigin skinni vita að þetta á aðeins eftir að versna, starfsþrekið fer smán saman algjörlega, ekkert eftir nema skurnin um það sem einu sinni var.

 

Þetta var illur fyrirboði því heimsfaraldur kóvic veirunnar fellir ekki aðeins fólk eins farsóttir eldri tíma, heldur getur lífið orðið lifandi helvíti fyrir fólk á besta aldrei sem fær veiruna, veikist kannski ekki svo illa af sjálfri veirusýkingunni, en glímir við eftirköst, ekki bara erfiðleika með hjarta eða öndun, heldur líka byrjar það að þróa með sér einkenni þessa hræðilega sjúkdóms sem lýst er hér að ofan.

Hver vill lifa svona lífi svo ég vitni aftur í lýsingar prófessors Jim Baraniuk; "Eitt aðal­ein­kenni sjúk­dóms­ins er það að fólk þreyt­ist við áreynslu. Þá er ég að meina að ef mann­eskja ger­ir aðeins meira en venju­lega þá ligg­ur hún rúm­föst næstu daga. Hún get­ur ekki farið fram úr, ekki lesið blað, ekki reiknað reikn­ings­dæmi né munað hvað hún var að lesa. Hún er með verki og óþæg­indi. Það er þetta sem ger­ir sjúk­dóm­inn sér­stak­an.".

 

Þetta er það sem kóvid sjúklingar um allan heim eru að tala um, og mæta ekki miklu skilningi, fólk hefur einfaldlega ekki ímyndunarafl til að setja sig í þessi spor.

Þessi fáu orð, sem segja svo mikið las ég á þræði hjá Bigga löggu þegar hann tjáði sig um dóm héraðsdóms, frá konu sem hafði fengið veiruna; "Samt ... ég veiktist fyrir ári síðan og var veik fram eftir öllu síðasta ári og glími enn við ... allskonar... eftir á og er bara alveg sátt við að málin séu tekin föstum tökum á meðan að verið er að bólusetja sem flesta.".

Hún glímir enn við allskonar.

 

Til að skilja það betur vil ég minna á viðtal sem Rúv tók við unga bóndakonu í Húnavatnsþingi, innan við þrítugt, hafði verið hraust, kraftmikil, en eftir að hún fékk kóvid í afmælisveislu, og veiktist lítillega, þá hefur hún ekki verið hún sjálf.

Eðli málsins vegna get ég ekki peistað í orð hennar, en hún sagði frá þrekleysi, að hún þyrfti að hvíla sig uppúr þurru, og lífið gengi aðeins ef hún passaði vel uppá að reyna aldrei of mikið á sig, og þá var hún aðeins að vísa í einföldustu dagleg störf.

Lýsing hennar var um mjög svipuð og maðurinn hér að ofan upplifði á fyrstu mánuðum sjúkdómsins, núna 5 árum seinna er hann miklu verri eins og lesa má i viðtalinu her að ofan.

 

Með öðrum orðum, þegar læknar vísa í einhverjar rannsóknir um eftirköst sjúkdómsins, þá er sú rannsókn svipuð eins og að rannsaka krabbamein þegar það er nýgengið, og segja að þetta sé þannig séð ekki alvarlegt og eigi eftir að lagast.

Sem allir vita að er bara rangt, það drepur ef það er ekki meðhöndlað, en málið er með síþreytuna að ekki er vitað um orsökina, hvað það er sem vírusinn gerir orkukerfi líkamans svo enga lækningu er að hafa.

Sem og að margir ná að hamla á móti í mörg mörg ár, passi þeir vel uppa á heilsu sína og að ofgera sig ekki, svo gerist eitthvað, köstin koma æ oftar, oft án nokkurra sýnilegra skýringa, það er menn hafa gætt að sér að öllu leiti.

Það eina sem hægt er að fullyrða að við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, faraldur þessa sjúkdóms liggur í framtíðinni, fjöldinn fer eftir hvað veiran hefur fengið að ganga laus og sýkja.

 

Læknar sem meðhöndla kóvid sjúklinga hafa þegar merkt þessi einkenni, þetta er haft eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni á Landsspítalanum;

"Veiru­sýk­ing­ar eru mis­skæðar; sum­ar mjög skæðar. Eitt af ein­kenn­um veiru­sýk­inga er þreyta en það sem kem­ur kannski á óvart með kór­ónu­veiruna er þessi ofboðslega þreyta sem fólk upp­lif­ir. Fólk verður svo hrylli­lega þreytt,".

Já fólk verður svo hryllilega þreytt.

Líka ungt fólk, líka fólk á besta aldri, það er enginn óhultur meðan þessi farsótt fær að ganga laus.

 

Það er fólk hér á Íslandi sem berst fyrir þessari lausagöngu veirunnar, í sumum flokkum er það jafnvel hetjur og hampað sem slíkum.

Miðað fréttaflutning og tilvísanir þá virðist til dæmis Morgunblaðið telja það merkasta fólkið á Íslandi í dag.

 

Það og fylgismenn þess skella skollaeyrum yfir hvað gerist ef veirunni er leyft að sýkja, og hvaða afleiðingar það hefur fyrir allt mannlíf þegar þjóðin neyðist til að loka öllu.

Í löndum sem hafa þrákallast við þá er fjöldi dauðsfalla frá svona íbúafjölda Hvammstanda til íbúafjölda Eskifjarðar, og því finnst ekkert sjúkt að hvetja til svona mannfalls, í nafni frelsis og meintra mannréttinda.

Það meir að segja gagnrýnir hinar víðtæku samfélagslegu lokanir sem eru í þessum löndum sem tóku ekki sóttvarnir alvarlega í upphafi, segja þær skerða frelsi borgaranna og skaða efnahag.

Fórnarkostnaðurinn sem gæti til dæmis verið íbúafjöld Vestmannaeyja eða jafnvel Akranes, er léttvægur metinn gagnvart þessu frelsi borgaranna að þurfa ekki að sæta opinberum sóttvörnum.

Eða jafnvel Akureyrar þegar heilbrigðiskerfið hrynur.

 

Þetta er hvort sem eldra fólk segja margir, og átta sig ekki á hvað slíkar staðhæfingar segja um þess innri mann.

En eins og ég rakti hér að ofan, þá er það ekki það versta að deyja, það er ekkert skemmtilegt líf til lengdar að vera aðeins skurnin af sjálfum sér, geta ekki séð sér og sínum farboða, vera ómagi á samfélaginu.

Og þetta eru margfalt margfalt fleiri en þeir sem deyja, og mun og miklu yngri.

 

En fólki sem vill öðrum illt, er sama.

Því er ekki aðeins illa við samfélag sitt, að það búi mánuð eftir mánuð við algjörar samfélagslegar lokanir líkt og í mörgum Evrópulöndum i dag, því er líka illa við annað fólk.

Líka sína nánustu því það veit enginn hvern veiran hremmir næst.

 

Síðan eru það nytsömu sakleysingjarnir, sem taka undir mannvonskuna, með þeirri réttlætingu að það afneitar staðreyndum um veirur, hvernig þær sýkjast, og miða alvarleika þeirra við þar sem þær sjúkdómurinn geisar ekki.

Mannfall á Suður skauti er til dæmis 0.

 

Svo eru það málaliðarnir, líklegast skiljanlegastir af öllum vinnumönnum þess í neðra.

Þeir vinna fyrir peninga, fara í mál gegn sóttvarnayfirvöldum, eða kveða upp dóma sem aðeins eitt orð getur lýst.

Glæpsamlegir.

 

Þetta er fólkið sem við þurfum að lifa með.

Gengur laust, er ekki í böndum.

 

Fólkið sem vill öðrum illt.

Og kemst upp með það.

 

En það flýr ekki sinn dóm.

Og það er ekki sá í neðra sem dæmir.

 

En hann þiggur.

Eftir dóminn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fremur sorglegt þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki verja frelsi þjóðarinnar til að ferðast um sitt eigið land, án kvíðboga um smit ættað frá landamærum.

Um hvað snýst frelsi þingmanna Sjálfstæðisflokksins?

Í hverra þágu er frelsi þingmanna Sjálfstæðisflokksins?

Um að erlendir auðmenn fái að kaupa hér upp heilu sveitirnar?

Um að firðir landsins séu fylltir af netahringum í eigu erlendra auðkýfinga og innlendra pilsfaldabraskara?

Um "rétt" þingmanna, núverandi sem og fyrrverandi, til að afsala orkuauðlindum þjóðarinnar til erlendra auðkýfinga og innlendra pilsfaldabraskara?

Um að afsala fæðuöryggi þjóðarinnar, en leyfa lítt heftan innflutning á fjölónæmu bakteríu kjöti?

Um að stimpla reglugerðir ESB dagana út og inn og baða sig í sólinni á Spáni og á Flórída og Cayman eyjum, jafnvel Tortola, þess á milli?

Um hvað snýst eiginlega frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag?

Frelsið, án ábyrgðar?

Frelsi erlendra auðkýfinga, innlendra pilsfaldabraskara og sölumanna landsins og auðlinda þess?  Og rétt ferðamanna til að leka veirum í gegnum landamær okkar?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2021 kl. 11:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega Símon, en það sem mig hryllir mest við er innrætið að baki.

Og því miður held ég að það sé víða skortur á samkennd með því fólki sem glímir við eftirköst veirunnar, og hefur líklegast gengið undir þann skapadóm, að þetta á aðeins eftir að versna.

Hinn skammvinni bati augnabliksins er aðeins mýrarljós.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2021 kl. 11:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefurðu kært dómarann fyrir úrskurðinn sem þú telur vera glæpsamlegan?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2021 kl. 22:45

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, af hverju ætti ég að gera það Guðmundur?

En svo ég leiðrétti þig aðeins, þá tel ég ekkert hann vera glæpsamlegur, hann er glæpsamlegur vegna þeirra afleiðinga sem hann hefur.

Svona líkt og ég tel það ekki hafa verið glæpsamlegt hjá lýbískum yfirvöldum á sínum tíma að láta útsendara sína setja tímastillta sprengju um borð í flugvél Pan Am, það var var glæpsamlegt.

Og engin vörn fólgin í þeim orðum eða fyrirvara, að það hafi ekki verið vitað að sprengjan myndi springa, slíkt væri aldrei öruggt því dæmi væri um að kveikjubúnaður á slíkum sprengjum hefði ekki virkað.

En að kæra??

Kanntu annan?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2021 kl. 23:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afhverju ættirðu að kæra? Einfaldlega vegna þess að ef þú telur á þér vera brotið með glæpsamlegum hætti eru eðlileg viðbrögð að kæra það til viðeigandi aðila.

Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú hefur sett fram og margítrekað. Finnst þér engin ástæða til að fylgja þeim eftir á þann hátt sem samræmist alvarleika þeirra?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2021 kl. 23:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Guðmundur.

Meistari Halldór, vitnaði í nýlegum bloggpistli sínum í annan meistara; "Maður sem er ekki sjálfra sinna, hann er eins og hundlaus maður.".

Þú skynjar þessi sannindi og lætur því hundalógígina fylgja þér, vissulega örugglega betra en ekki neitt, ég á kött og hann er sjálfstæður.

Það að eitthvað sé glæpsamlegt þýðir ekki það sama og viðkomandi eigi hagsmuni í kæru, hins vegar er þetta góður punktur handa öllum þeim sem smitast eða þurfa að fara í sóttkví eftir leka sem kemur upp eftir þennan dóm.  Hvort þeir eigi að fara í einkamál við dómara eða ráðherra skal ég ekki leggja mat á.

Síðan ef út í það er farið þá er það lögregluyfirvalda að rannsaka glæpsamlega hegðun, eða ákvörðun sem veldur öðru tjóni.  Menn vísa í sjálfstæði dómsstóla, og lýbísk stjórnvöld vísuðu í friðhelgi diplómata, bresk lögregluyfirvöld rannsökuðu sprengjutilræðið engu að síður.  Hins vegar skiljanlega rannsökuðu lýbísk lögregluyfirvöld það ekki þrátt fyrir augljóst tilefni.  Ætli það sama gildi ekki fyrir almenning hér, kærir þú ranglátan dómara fyrir ranglátum dómara.  Úrræði hans eru önnur, þekkt og þrautreynd, að losa sig við hinn rangláta dóm.

Síðan skil ég ekki af hverju þú tönglast á að ég tel eitthvað eða þetta eru alvarlegar ásakanir, við vitum báðir ef þú treystir þér fyrir 5 aura, þá myndir þú mæta efnisatriðum málsins, en værir ekki með þessa hundalógík, þó þú viljir vera sjálfstæður í anda skáldsins.

Það er ein frumregla rökræðunnar að átta sig á hvernig svör manns koma upp um vígstöðuna.

Af hverju segir þú ekki það hreint út að þér finnist það í góðu lagi að valda öðru fólki vísvitandi skaða, jafnvel lífsskaða, sem og þú sjáir ekkert athugavert við að landamærin leki og almenningur sitji heima í herkví sóttvarna.

Því þú segir það með rökfærslu hundalógíkur þinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2021 kl. 09:31

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Efni málsins er alveg ljóst, að fjöldi fólks var sviptur frelsi án þess að það væri löglegt. Vissulega var það gert í nafni sóttvarna sem er verðugt markmið, en í slíkum aðgerðum eru stjórnvöld samt alltaf bundin af því að það sem þau gera þarf að samræmast stjórnarskrá og meðalhófi. Svo var ekki í þessu tilviki eins og dómstólar hafa úrskurðað um.

Ég frábið mér það að vera ætlaðar skoðanir, sérstaklega eins öfgakenndar og hér að ofan. Það eru fleiri en stjórnvöld sem ættu e.t.v. að passa upp á meðalhófið.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2021 kl. 13:45

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Sóttvarnir á landamærum eru í samræmi við stjórnarskrá og meðalhóf, þær byggjast á skýrum skyldum stjórnvalda að vernda þjóðina gegn ytri ógn.  Stjórnarskrá okkar var sett á tímum þar sem fólk vissi hvað fólst í ytri ógn, hvort sem það fólst í ásælni erlends valds, náttúrumhamförum eða hættu farsótta sem höfðu þá fylgt manninum frá örófi alda, og 1944 var mannkynið aðeins byrjað að tækla þær með skipulögðum sóttvörnum og uppgötvun  pensilínsins.

Seinni tíma úrkynjun sem lætur svona vitleysu út úr sér, "samræmist stjórnarskrá og meðalhóf" var ekki til staðar þá, þá vissu menn ekki einu sinni um hugtakið Pírati svo dæmi sé tekið.

Það er engin að gera þér upp skoðanir Guðmundur, nema þá þú sjálfur, ég benti þér einfaldlega á hvað fólst í hundalógík þinni, að meir að segja lögfræðingurinn þinn treysti sér ekki til að andmæla að dómur sem fæli í sér beina ógn við lýðheilsu, öryggi landsmanna og eðlilegt daglegt líf, væri glæpsamlegur.

Því á allri vitleysu eru jú takmörk, og þó viljinn vilji, þá er samt erfitt að slökkva á undirliggjandi heilbrigðri skynsemi.

Ég efa samt ekki að þú hafir reynt það Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2021 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 997
  • Frá upphafi: 1321549

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband