Landamærin leka.

 

Það er staðreynd, með afleiðingum sem við þekkjum öll á eigin skinni.

Börnin okkar voru send heim úr skólanum, öll íþróttaiðkun var stöðvuð, líkamsræktarstöðvum, sundlaugum lokað.  Fermingar vori slegnar af, fólki var meinað að kveðja samferðafólk sitt nema í gegnum alnetið, leikshús og kvikmyndahúsum lokað, fjöldatakmarkanir í verslunum, veislur mannfagnaðir, skíðasvæði, allt sem gefur hversdeginum lit var stöðvað.

 

Vegna þess að landamærin láku.

Vegna ferðalaga fólks sem getur ekki haldið sig heima hjá sér á meðan heimsfaraldur kóvid gengur yfir.

Gefur skít og drullu í náungann, samfélag sitt, samferðafólk, líkt og við sáum einn þingmann Sjálfstæðisflokksins gera glottandi góðglaður í algjörlega siðlausri fréttafrásögn Mbl.is.

 

Ókey, okkur er sagt að sum þessa ferðalaga yfir landamærin séu nauðsynleg, og það er vissulega rétt, fólk er að koma heim eftir dvöl erlendis, þarf að ferðast vegna atvinnu sinnar, og svo framvegis.

Má vel vera og er örugglega rétt, en á þá nauðsyn er aðeins einn mælikvarði, og það er hvort viðkomandi sé tilbúinn að fara í örugga sóttkví við landamærin, og haldi ekki út í samfélagið fyrr en hann er öruggur um að smita ekki.

Ef ekki þá er ferðalag hans ekki brýnt, þá er hann eins og hvert annað skoffín sem á ekkert erindi hingað, það er hans að dæma og meta, sé hann ekki tilbúinn í sóttkvína á að senda hann tafarlaust til baka.

 

Alvaran er staðfest, það er ekki hægt að gera sér upp vanþekkingu hvað það varðar;

"Þrjár stór­ar hóp­sýk­ing­ar bera uppi þessi 97 smit. Ein hóp­sýk­ing sam­an­stóð af einni veiru­teg­und sem ekki hef­ur tek­ist að staðsetja. 48 smituðust út frá henni og á annað þúsund fóru í sótt­kví. Önnur hóp­sýk­ing­in sam­an­stóð af tólf manns. Hún var rak­in til ferðamanns sem ekki hélt sótt­kví og þurftu á fjórða hundrað manns að fara í sótt­kví. Þriðja hóp­sýk­ing­in tel­ur 11 manns og er einnig rak­in til ein­stak­lingas sem ekki hélt sótt­kví. Aðrar sýk­ing­ar í minni hóp­um má einnig rekja til landa­mær­anna.".

Þess má geta að yf­ir­maður smitrakn­ing­ar­t­eym­is Al­manna­varna sagði í fréttum í dag að sú hópsýking sem ekki hefur verið rakin komi örugglega frá landamærunum, líklegast frá einstaklingi sem hafi bæði komið og farið, áður en hann var einangraður, en skyldi eftir smitið, samfélagslegu lokanirnar og sóttkví á annað þúsunda manna.

 

Þetta er raunveruleikinn og það er skylda stjórnvalda að bregðast við, geri þau það ekki, þá ber þeim að víkja með góðu, eða illu ef þau vilja ekki fara.

Það vald er hjá forseta Íslands, hann er öryggisventill stjórnarskráarinnar þegar óhæft fólk stjórnar landinu, óhæft fólk sem viljandi vísvitandi stefnir almenningi í hættu með vanhæfni sinni og aðgerðaleysi.

 

Hvernig er á nokkurn hátt að hina nýju reglugerð heilbrigðisráðherra við sóttvarnir sem stöðva lekann á landamærunum??

Vissulega er margt þarft í henni sem gerir vist fólks, sérstaklega barnafólks, manneskjulegri í sóttkvínni, en hún tekur á engan hátt á lekanum.

Allir segja, ég held sóttkví, eins og fólk játi fyrirfram brot sín, þá væri nú lítið fyrir lögregluna að gera.  En ef ekki, hvað þá?? Á að treysta öllum??

 

Ókei, þeir sem það segja, myndu þeir taka uppá því að skilja hús sín eftir ólæst þegar þeir fara í ferðalög, því auðvitað segjast allir ekki vera þjófar, og myndu ekki gera sig heimkomna og fjarlægja verðmæti.  Sem er örugglega rétt í tilvikum allflestra, en ekki allra.

Þess vegna læsir fólk húsum sínum því þjófnaðir eru staðreynd, sá sem segist skilja hús sín eftir opin, hann lýgur eins langt og nef hans nær.

 

Brot á sóttkví eru sama eðlis.

Þau eru undantekning, en grafalvarleg, og ógna fjöldanum, ógna samfélaginu.

 

Fjöldinn á ekkert val, hann býr hérna, það er hann sem tekur þá ákvörðun að ferðast ekki erlendis, það er hann sem virðir allar sóttvarnareglur.

En sá sem ferðast á alltaf val, hvort hann fari eða verði, og ef hann fer, þá þarf hann að virða reglur um sóttkví á landamærum í fjölda landa og getur alveg virt þær hérna líka þegar hann kemur til baka.

Fólk sem býr erlendis, getur dvalist erlendis ef það getur ekki virt rétt okkar hinna um frelsi frá veirunni.

 

Þetta veit allt siðað hugsandi fólk og þykir sjálfsagt að hlýða.

Það er undantekningin, viðrinin og skoffínin sem hafa yfirtekið umræðuna, og undir kynda gírugir sérhagsmunir sem frá fyrsta degi hafa barist gegn sóttvörnum á landamærunum.

Glæpurinn sem kenndur er við héraðsdóm er aðeins síðasta atlagan af mörgum sem hefur dunið á þjóðinni, haldið henni meir eða minna í fjötrum sóttkvíar frá því að heimsfaraldurinn barst til landsins í lok febrúar 2020.

 

En þetta veit ekki ríkisstjórn Íslands.

Hún lúffar fyrir hinum tilbúna kostaða stormi vatnsglassins, ver ekki þjóð sína, kemur með sýndartillögur sem eru aðeins ávísun á eitt.

Áframhaldandi samfélagslegar lokanir, sífelldan ótta við nýja bylgju, ekkert öryggi, ekkert frelsi.

Við erum eyja með um 300 þúsund íbúa, Taiwan er eyja með 28 milljónir, og þar er ekkert virkt smit, allt mannlíf gengur sinn eðlilegan gang.

 

Landamærin leka.

Stjórnvöld heykjast á að þétta þau.

Líklegast vegna andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins, hann er klofinn í herðar niður, svo mikil eru ítök hinna fjársterku sérhagsmuna.

 

Hvað er þá til ráða?

Guðni er enginn Ólafur, enginn skörungur, hann mun ekki verja þjóð sína og víkja hinni óstjórnhæfu ríkisstjórn frá.

Froðusnakk stjórnmálanna í bland við viðrinishátt þeirra sem stilla upp helgum rétti fólks að skaða aðra, mun einkenna umræðuna næstu daga.

 

Á meðan mun veiran malla.

Nýta sér lekann, gera það sem hún var sköpuð til að gera, útbreiða erfðaefni sitt út í samfélagið.

 

Ekkert mun breytast því hinn þögli meirihluti, er einmitt kenndur við þögn, því hann lætur allt yfir sig ganga.

Allar þær starfsstéttir sem eru sífellt sendar heim, munu þegja og þegja og þegja.

Allir þegja og láta því viðrinin yfirgnæfa umræðuna.

Glottandi aurinn að baki, hefur náð sínum markmiðum.

 

Og ég greyið hélt að það væri eitthvað spunnið í þetta fólk sem stjórnaði okkur, að það væri skárri kostur en vitleysingabandalagið.

Og ég hélt að Þórólfur myndi standa ístaðið, uppfylla skyldur sínar gagnvart landi og þjóð.

En væri ekki leppur eða strengjabrúða misvitra stjórnmálamanna.

 

Jæja, maður hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, það eitt er víst.

En þetta er jafn ömurlegt fyrir það.

 

Auðvitað vonar maður það besta, en engin ástæða önnur en að óttast hið versta.

Sviðin jörð Evrópu sannar að orð sigra ekki veiruna, aðeins markvissar aðgerðir.

 

Allavega er þessi reglugerð ekki dæmi um slíka aðgerð.

Þá huggar maður sig bara við Kára;

"Allir eiga að fara í sóttkví."

 

Hitt er nefnilega ekki val hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Veiran lítur nefnilega sínum eigin lögmálum, hún berst á milli fólks nema skorið sé á smitleiðir hennar.

 

Það er bara svo.

Allir eiga að fara í sóttkví.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ný reglugerð: Ekkert gjald fyrir dvöl í farsóttarhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar. Já og svo skrapp bara Brynjar Níelsson í ESB landið Spán. Kári snillingur Stefánsson var lítt hrifinn sem og 90% þjóðarinnar sem hefur haldið sig á skerinu til að verjast veirunni og hlýða sóttvarnayfirvöldum. En ekki Brynjar...neiiii..yfir hann gilda almennt önnur siðferðislög að hans áliti sem og fleiri í hans flokki. En bestu kveðjur og kannski kemur Brynjar inn með veiruna ..........það yrði nú saga til næstu bæja coolsealed  P.S. Brynjar Trump Níelsson.laughing

Ragna Birgisdóttir, 8.4.2021 kl. 22:24

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Kjarnyrðum gæddur er gráni,

glettinn og alls enginn kjáni.

Í kastlýstri skák

hann kúskaði strák

sem spókar sig rogginn á Spáni.

cool

(BEB)

Ragna Birgisdóttir, 8.4.2021 kl. 22:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna og takk fyrir vísuna.

Já mér fannst gott að heyra þegar ég hlustaði á viðtalið við Kára, að fleiri en ég tók eftir siðblindunni.

Þetta voru mín orð; "Gefur skít og drullu í náungann, samfélag sitt, samferðafólk, líkt og við sáum einn þingmann Sjálfstæðisflokksins gera glottandi góðglaður í algjörlega siðlausri fréttafrásögn Mbl.is.", og þá blöskraði mér ekki síður blaðamennskan sem upphefur svona viðrinishátt.

Kári sagði að Brynjar hefði gefið sóttvarnarlækni fingurinn, og lét hann heyra svo eftir var tekið.

Hins vegar hefði ég kosið að Kári hefði líka talað íslensku þegar hann fjallaði um reglugerð kvöldsins.

Hún fer langt með að duga sagði hann, en það er sama og hún dugi ekki.

Þarna samsinnar Kári sig vitleysunni.

Eins og fólkið í landinu geti endalaust verið í viðjum sóttvarna, ekki vegna manna seins og Brynjars, heldur vegna fólks sem bregst ekki rétt við yfirvofandi ógn.

Brynjar og hans líkar eru hvorki örsök eða skýring, hann er scapegoat.

Ábyrgðin er hins vegar þeirra sem ábyrgðina bera.

Og ég er orðinn þreyttur á að hlusta á Kára mæra slíkt fólk.

Menn eiga að hafa manndóminn að segja satt, á mannamáli.

Annars verður sífellt hjakkað í sama farinu.

Hins vegar vona ég Brynjars vegna að hann fái ekki veiruna, og þar verði ekki smitberi.

Óska reyndar engum þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2021 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband