Vel mælt hjá ASÍ.

 

Af sem áður var þegar sambandið studdi hrægamma í aðför að heimilum landsins.

Að ekki sé minnst á beinan stuðning við fjárkúgun breta kennda við ICEsave.

 

Á Ítalíu hefði ASÍ þá verið skilgreint sem glæpasamtök og lagt niður ásamt Samfylkingunni, líkt og flokkarnir sem höfðu stjórnað Ítalíu frá stríðslokum, kristilegir demókratar og sósíaldemókratar.

Sbr. að sá sem vinnur fyrir glæpasamtök á ekki tilverurétt í lýðræðisþjóðfélagi.

 

Þess vegna ber að fagna þessum orðum ASÍ.

"... að stjórn­völd beiti rík­is­fjár­mál­um í þágu al­manna­hags­muna og tryggi með aðgerðum sín­um að krepp­an af völd­um Covid-19 skerði ekki af­komu- og hús­næðis­ör­yggi al­menn­ings. Dregið verði úr at­vinnu­leysi og komið í veg fyr­ir lang­tíma­at­vinnu­leysi.

Þing ASÍ krefst þess jafn­framt að grunn­atvinnu­leys­is­bæt­ur verði hækkaðar þegar í stað til sam­ræm­is við þróun lægstu launa og að þak vegna tekju­teng­ing­ar lág- og milli­tekju­fólks verði hækkað. Þá verði bóta­tíma­bilið lengt úr 30 í 36 mánuði.

Sam­hliða verði tryggt að þau heim­ili sem lenda í tekju­sam­drætti vegna lækk­un­ar tekna eða at­vinnu­leys­is kom­ist í greiðslu­skjól og þannig komið í veg fyr­ir skulda­vanda til fram­búðar.

Þing ASÍ árétt­ar að ákv­arðanir sem tekn­ar eru á kreppu­tím­um geta haft úr­slita­áhrif til framtíðar. Þær geta sagt til um af­komu- og skulda­vanda til ára og jafn­vel ára­tuga; þær geta auka ójöfnuð en þær geta einnig, ef rétt er á haldið, dregið úr ójöfnuði. ".

 

En um leið ítreka að ASÍ þegir um það sem öllu máli skiptir gagnvart heimilum landsins sem og smáfyrirtækjum sem eru á ábyrgð okkar hinna almennu, venjulegu borgara þessa lands.

Sem er óeðlið að verðtryggingin mælir verðbreytingar vegna heimsfaraldurs vírusar sem hefur ekkert með verðbólgu að gera.

 

Af hverju þegir ASÍ um þetta lykilatriði sem snertir öll þau markmið sem talin eru upp í ályktun sambandsins.

Hvaða goð eru stærri en heimili landsins??

 

Sú spurning krefst svars.

Kveðja að austan.


mbl.is Kreppan skerði ekki afkomu- og húsnæðisöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til þess að átta þig á afstöðu ASÍ til verðtryggingar þarft þú fyrst að átta þig á tengslum ASÍ og VG.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2020 kl. 19:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég er ágætlega áttaður, í minni heimabyggð eru bara tvær áttir, inn fjörðinn, og út fjörðinn.

Eigum við ekki að segja að það sé viss sýra í hrósi mínu, því svona orð súrna fljótt ef ekki ert tekist á við höfuðbölið.

Hins vegar hygg ég vandinn sé dýpri en sá að hann megi skýra með fólkinu sem seldi sálu sína, tengsl við Samfylkinguna, evrutrú og rótgróna íhaldssemi þeirra sem ennþá kíkja við í Valhöll, en ekki hvað síst.

Skræfuskapur.

Hinn lítt menntaði verkalýðsforingi þorir ekki gegn hagfræðielítunni.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2020 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 117
  • Sl. sólarhring: 394
  • Sl. viku: 1178
  • Frá upphafi: 1321941

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 980
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband