Væl og skæl fólks.

 

Sem enginn man, enginn veit hvað heitir, á líf sitt undir neikvæðri athygli fjölmiðla, þess vegna er niðurrif það eina sem heyrist frá því.

Ríkisstjórnin er ekki að gera nóg, um það þarf ekki að deila, en hvort þetta fólk hefði gert eitthvað betur, um það þarf ekki heldur að deila.

Svarið er einfalt.

Nei.

 

Að Miðflokknum undanskildum hefur ekki komið ein tillaga, engin hugmynd, enginn rökstuðningur sem nýtir styrk sjálfstæðs gjaldmiðils og vegur annars vegar kostnað við nauðsynlegar aðgerðir, versus kostnað við að gera þær ekki.

Það voru hagfræðingar útí bæ sem jörðuðu þá heimsku að opna landamærin fyrir smiti, það var hagfræðingur Kviku banka sem jarðaði neikvæð viðhorf Samtaka Atvinnulífsins gagnvart hækkun atvinnuleysisbóta.

Að ekki sé minnst á þau einföldu sannindi að það er fásinna að stæra sig að aðgerðum sem byggjast á skuldsetningu fyrirtækja í nauð, brúarlánin voru úr ranni heimskunnar, endurfjármögnun á hamfaratímum getur aldrei byggst á hugmyndafræði íhaldssamrar fjármálastefnu.

Sem er svona svipað og sjá drukknandi mann í höfninni, en mega ekki henda til hans björgunarhring því regluverkið krefst þess að fyrir liggi undirritað samþykki um þörfina á slíkri hjálp.

 

Ríkisstjórnin er vissulega að reyna margt og mikið en í raun nær hún ekki að tækla vandann, of seint, of lítið, eða þá ekki neitt eins og virðist vera raunin varðandi neyðarástandið í ferðaþjónustunni.

En stjórnarandstaðan er orðlaus, í svo mörg mörg ár hefur hennar eina innlegg verið upphlaup og hávaði, gífuryrði sem ætluð eru að fóðra fjölmiðlun neikvæðinnar.

Hún hefur ekkert að segja, enga hugmyndir, ekkert nema þrotlaus bið eftir tækifærinu til að naga, væla og skæla.

Einskis nýtt fólk sem er skömm allra sem kusu það.

 

Bjargráð þjóðarinnar voru raddir að utan.

Það er utan Alþingis.

Þeim að þakka að aftur var lokað á innflutning á smiti, og það eru þær sem verja þjóðina gegn atlögum sérhagsmunanna sem vinna með dauðanum og djöflinum.

 

Stjórnarandstaðan?

Stjórnarandstaðan!

Já stjórnarandstaðan.

 

Um hana þarf ekki að hafa fleiri orð.

Kveðja að austan.


mbl.is Lög til að mæta áhrifum veirunnar samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Að Miðflokknum undanskildum hefur ekki komið ein tillaga, engin hugmynd, enginn rökstuðningur sem nýtir styrk sjálfstæðs gjaldmiðils og vegur annars vegar kostnað við nauðsynlegar aðgerðir, versus kostnað við að gera þær ekki."

Eins og undirritaður hefur bent hér á áður er íslenska krónan langt frá því að vera "sjálfstæður" gjaldmiðill og hefur sveiflast gríðarlega áratugum saman gagnvart öðrum gjaldmiðlum með tilheyrandi verðbólgu hér á Íslandi, sem langoftast hefur verið sú mesta á Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Og formaður Miðflokksins vildi endilega að kanadískur dollar yrði gjaldmiðill okkar Íslendinga, enda þótt við eigum fyrst og fremst viðskipti og samskipti við Evrópska efnahagssvæðið en ekki Kanada. cool

Þorsteinn Briem, 4.9.2020 kl. 18:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Þekki ekki til þeirra landráða sem þú berð uppá Sigmund Davíð, þarft að rökstyðja mál þitt.

Varðandi fyrri málsgrein þína, þá er vísan þín í fjarlæga fortíð, sem kemur gjaldmiðli okkar ekkert við.

Hófleg verðbólga versus verðhjöðnun, sjaldan heyrt nokkurn mæra 500 ára verðhjöðnun í Evrópu sem kennd er við miðaldir og lauk þegar Spánverjar fóru að kynda undir verðbólgu álfunnar með innflutningi á silfri frá Suður Ameríku.

Þakka þér samt fyrir að minnast ekki á rannsóknarréttinn í þessu samhengi.

En heiðurinn er samt þinn að lesa pistil minn og koma síðan með efnislega athugasemd, eitthvað sem þú ert ekki beint þekktur fyrir, og ég ekki oft alveg vanur.

Það er ekkert bla bla af minni hálfu í dag Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2020 kl. 19:04

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Heyrði ekki betur en stjórnarandstaðan væri með tillögu á Alþinig í dag og hún var að hækka atvinnuleysibæturnar 

ekki að ég skilji hvað sá sannleikur að atvinnuleysibætur séu of lágar hafi með Covid aðgerðir að gera

En ef til vill eru atvinnuleysisbætur eingöngu hugsaðar til reyna af veikum mætti að viðhalda voninni um betri tíð því ef fólk missir vonina þá .............

Grímur Kjartansson, 4.9.2020 kl. 20:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það og margt annað Grímur.

En þetta er dæmi um vælið hjá fólki sem hefur ekkert sjálft til málanna að leggja, hoppar á meintan vinsældarvagn, en hefur ekki hugmynd um af hverju.

Rökin komu hins vegar í síðustu viku frá ungum hagfræðingi Kviku banka, eitthvað sem fólk á þingi átti að vita og skilja fyrir mörgum mánuðum, það er á launum við afla sér upplýsinga, leita eftir þekkingu og hafa rökstudda skoðun.

Það er að hafa eitthvað vitrænt til málanna að leggja.

Annars er það tilgangslaust, í raun sóun á almannafé.

Sem það er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2020 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 1036
  • Sl. viku: 2095
  • Frá upphafi: 1322895

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 1774
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband