Sam­drátt­ur­inn án for­dæma

 

Á tímum sem eiga sér engin fordæmi í nútímasögu.

Veirufaraldur sem við ráðum ekki við með nútímatækni og eina vörnin felst í að skera á smitleiðir með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir.

Ferðalög, mannfagnaðir, samkomur, íþróttaviðburðir, voru fyrstu fórnarlömb sóttvarna.

Höggið gríðarlegt en aðgerðir stjórnvalda hjálpuðu fólki og fyrirtækjum að komast yfir mestu erfiðleikana.

 

Núna þegar við glímum við seinni bylgjuna og sóttvarnir íþyngja, þá er eins og stjórnvöld hafi gleymt að gjörðum fylgir ábyrgð, engar aðgerðir voru tilkynntar þegar sóttvarnir á landamærum voru hertar.

Og umræðan öll svo skrýtin að hún farin að hverfast um fjárlagahalla og meintar skuldir við Seðlabankann.

Svona svipuð speki og maður taki lán hjá peningaveski sínu í hvert skipti sem maður fer útí búð og kaupi sér í matinn.

 

Þetta er ekki boðleg stjórnsýsla, íþyngjandi sóttvarnir kalla á viðbrögð samfélagsins, tilviljun á aldrei að ráða að einn sitji í súpunni á meðan aðrir sleppa.

Byrðum þarf að dreifa.

Óvissu þarf að eyða.

 

Annað er ábyrgðarleysi án fordæma.

Kveðja að austan.


mbl.is Hamfarir í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 597
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 6181
  • Frá upphafi: 1400120

Annað

  • Innlit í dag: 542
  • Innlit sl. viku: 5306
  • Gestir í dag: 517
  • IP-tölur í dag: 507

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband