Samfélag í herkví!

 

Hver axlar ábyrgðina??

 

Við vorum veirulaust land og fólk gat farið að lifa eðlilegu lífi.

Hið innlenda hagkerfi þar sem afþreying og þjónusta er mikilvægur hluti hafði tekið við sér, atvinnuleysi fór minnkandi, allar forsendur voru fyrir að sækja fram og aðlaga bæði mannlíf og hagkerfi að hinni breyttri heimsmynd covid veirunnar.

 

En þá var tekin ákvörðun um að opna landið fyrir smiti á nýjan leik.

Með þekktum og núna staðfestum afleiðingum.

Frysting mannlífs, herkví fólks.

Þvert gegn aðvörun sérfræðinga og hagfræðinga.

 

Slíkt getur aldrei verið án ábyrgðar.

Svo ég spyr aftur.

 

Hver mun axla ábyrgð?

Kveðja að austan.


mbl.is Samkomumörk í 100 og tveggja metra reglan skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þú getur verið viss um það Ómar að þeir sem taka ákvarðanir, stjórnvöld, munu ekki taka á sig neina ábyrgð, það hafa þau aldrei gert.

Þessi hertu viðbrögð koma ekki á óvart, þetta er löngu ákveðið jafnvel áður en kórónufaraldurinn kom upp. Þetta allt er hluti af því að eyðileggja efnahag heimsbyggðarinnar, brjóta niður lítil og meðalstór fyrirtæki, rústa efnahag heimilanna og gera alla háða ríkinu eða á ég heldur að segja stórabróður. Nú mun Bill Gates þrýsta enn frekar á að allir heimsbúar verði bólusettir, en hann og hans fólk verður undanskilið.

Þetta snýst allt um stjórnun, fólk er búið að sýna að það hlýðir og auðvelt er að fá fólk til að beygja sig undir vilja þess sem öllu ræður bak við tjöldin. Við erum bara að horfa uppá byrjunina af New World Order.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.7.2020 kl. 12:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar stórt er spurt er fátt um svör.  Við gamlingjar þolum innilokun, svona almennt, en ég hef áhyggjur af unga fólkinu.  Skólum þeirra var lokað í vor og það sent heim, félagslífið fór fyrir lítið og íþróttaiðkunin nær engin.  Loksins þegar var að rofa til kemur þetta nú - krakkarnir eru jú aðeins +/- 18 ára einu sinni.  

Kolbrún Hilmars, 30.7.2020 kl. 12:18

3 identicon

Við vorum ekki veirulaust land þó einstaka dagar hafi komið þar sem ekkert nýtt smit greindist. Það var ekki tekin ákvörðun um að opna landi, það var aldrei lokað. Og flest smit síðan skimun á landamærum hófst má rekja til Íslendinga og annarra búsetta hér. Íþróttamót og aðrar samkomur hópa sem hluti af eðlilegu lífi er megin ástæða bakslagsins en ekki komur ferðamanna. Eðlilegt líf stóð ekki til boða nema sú áhætta væri tekin. Það var vitað að ef hið aukna frelsi yrði misnotað þá þyrfti aftur að setja á strangar umgengnisreglur og takmarkanir. Ætlast var til að fólk sýndi skynsemi og stundaði áfram persónulegar sóttvarnir og forðaðist hópa. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem hættu að stunda þær varnir sem okkur höfðu verið kenndar, hjá þeim sem fóru að haga sér eins og ekkert smit væri í landinu...og þeim hálfvitum sem héldu því ranglega fram að landið væri veirulaust.

Vagn (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 13:08

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þrýstihópar hafa óeðlileg áhrif á stjórnmálamenn á Íslandi. Stóriðjan, SFS (áður LÍÚ) og núna ferðaþjónustan. Og alltaf láta stjórnmálamennirnir eftir. Þetta er aðeins hægt að laga í kostningum.

Sigurður I B Guðmundsson, 30.7.2020 kl. 13:11

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver ber ábyrgð á veirunni?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2020 kl. 15:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Tómas.

Margt til í þessu en ég vísa í þróun vestrænnar stjórnskipunar sem kveður á um að frumskylda stjórnvalda er að vernda ríkið, almenning, og alla þá starfsemi sem eru innan landamæra þess.

Veiran væri dauð víðast hvar um hinn vestræna heim ef menn föttuðu þessa einföldu staðreynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 15:32

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Smá persónulegt, ég var að jarða tengdapabba minn í gær, við hjónin ræddum um í bílnum í gærkveldi (frá ESK til NESK) hvað við í raun hefðum verið heppin að fá banalegu ásamt útför, á milli bylgju eitt og tvö.

Hvað þá að tengdapabbi hefði ekki þurft að þola aðra einangrun á síðustu ævidögum hans.

Orð þín eru réttmæt, en það er ekkert sem réttlætir herkvína gegn öldruðum, fólki í áhættuhópum, fólksins sem lífsviljinn knýr í einangrun.

Aðeins þetta er nóg til að skömm þessa fólks er algjör.

Frysting samfélagsins er aðeins viðbót við það sem aldrei átti að gerast.

Þeir sem ábyrgðina bera verða dæmdir.

Það flýr enginn sinn dóm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 15:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn minn.

Á Reycup var hugsanlega val um eldri bíómyndir eða fara snemma í háttinn. Sonurinn minn sagði við bróðir sinn að þeir ættu kannski að fara á Matrix, en í kjölfarið spurði bróðir hans af hverju ég hefði ekki sýnt þeim þær myndir.  Fátt um svör, því Matrix eru góðar myndir, en ég vildi ekki viðurkenna að ég sýndi aldrei neitt þar sem mennskan léti undan fyrir vélum.

Þinn tími kemur kannski Vagn, en hann er ekki kominn strax.

Sorrý.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 15:44

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Á þessu eru vissar skýringar, hryggjarstykki atvinnulífsins eru jú hryggjarstykki.

Þú þarft allavega fá eitthvað nýtt áður en þú drepur það sem þú hefur.

En ef rökin fyrir afglöpunum voru hagsmunir ferðaþjónusturnar, þá var þessi feigðarför aðeins nagli í líkkistu hennar.

Og varla var það meiningin??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 15:47

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Svona almennt séð held ég að það sé náttúran, eða ef þú vilt persónugera hana, almættið sjálft.

Hins vegar á Íslandi í dag er ábyrgðin alfarið stjórnvalda.

Ég veit að blaðamenn eru almennt að rífast um hvort þeir séu illa gefnir, heimskir eða undir hæl eiganda sinna, en skiptir ekki máli, ekkert af þessu fær breytt almennri þekkingu, hvað þá þeirri þekkingu að líf sprettur ekki uppúr engu.

Það kviknaði vissulega lif í skyrtu í tilraun á seinni hluta 18. aldar, en afglöpin voru sú að fatta ekki áhrif örvera sem skýrðu lífið í kassanum sem skyrtan var geymd í.

Eftir þá tilraun er ekki til sá fávit sem heldur að líf kvikni að engu.

Veirunni hafði verið útrýmt í samfélagi okkar.

Og afglapar fluttu hana inn.

Ekkert flókið við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 15:54

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Náttúran? Með nútímatækni er auðvelt að búa til veirur á tilraunastofum.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2020 kl. 16:06

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Þannig séð átti ég erfitt með að ímynda mér að þú festist í netmöskvum hins heimska hægris.

Kannski er þetta feill, en það sem tilraunastofan býr til, getur önnur stofa rekið.

Ekkert verður til úr neinu, ekki einu sinni hið heimska hægri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 17:26

13 identicon

Innilegar samúðarkveðjur, kæri Ómar,

vegna fráfalls tengdaföður þíns.

Með hugheilum kveðjum til þín og fjölskyldu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 18:00

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur.

Ekki alveg meiningin að fjalla um persónulega hluti á þessari áreitissíðu minni.

En; "Orð þín eru réttmæt, en það er ekkert sem réttlætir herkvína gegn öldruðum, fólki í áhættuhópum, fólksins sem lífsviljinn knýr í einangrun.".

Eldra fólk lúffar líkt og Kolbrún bendir réttilega á, en aðförin að því er jafn forkastanleg fyrir því.

Og íhugum eitt Pétur, hátt í þriðjung þjóðarinnar er þannig séð í áhættuhóp er undirliggjandi er tekið með.'

Miklu algengara en nokkurn fær grunað, nema sá sem heldur utan um tölfræði landlæknis.

Sem enn og aftur skýrir snörp viðbrögð heilbrigðisyfirvalda um allan heim, viðbrögð sem vanvitar á valdastól reyna sitt besta til að útþynna.

Að ekki sé minnst á heimska hægrið.

En það var lán að fá að deyja á milli kóvid.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 19:07

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Engar áhyggjur Ómar. Ég er ekki fastur í neinum netmöskvum. Hvorki einhvers "heimska hægris" (hvað svo sem það nú er) né kínverska kommúnistaflokksins.

Það er ekki stjórnmálaskoðun eða lífsviðhorf að með nútímatækni sé hægt að búa til veirur á tilraunastofum, heldur er það vísindaleg staðreynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2020 kl. 19:28

16 identicon

Ég get ekki annað en tekið undir með Emmsjé Gauta;  „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

Veirunni hafði ekki verið útrýmt í samfélagi okkar þegar smitandi afglapar hófu að dreifa henni á íþróttamótum, viljandi eða óviljandi af kvikindisskap eða fávisku.

Ekkert flókið við það.

Vagn (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 19:57

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Rétt Guðmundur, en slíkt krefst þekkingar, af rót sömu þekkingar og þeirrar sem getur rakið uppruna veirunnar.

Þar á meðal til mannsins, ef hún er manngerð.

Einföld staðreynd sem heimska hægrið áttar sig ekki á, og þess vegna spurði ég.

Engin dýpri hugsun þar að baki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 23:27

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Vagn minn, Vagn minn, þú ert að verða eins og afturganga eða draugur á skermi.

Þér að segja þá var slíkur draugagangur algengur í minni æsku, var kenndur við Gagnheiði.

En líklegast var rót hans tengdur bylgjum og lélegum útsendingarskilyrðum, spurning hvort ég sé að vísa í eitthvað sem var til fyrir daga rafeindarinnar, eða örbylgjunnar.

Skortir þekkingu til að skera úr, þú kannski peistar einhverju á mig þar um.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 39
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 1100
  • Frá upphafi: 1321863

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 914
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband