"Út­göngu­bann neyðarúr­ræði sem aðeins á að grípa til sé komið í óefni."

 

Þá vitum við það, Óefni þarf til að lýst verði yfir allsherjarstríði við veiruna og henni útrýmt úr íslensku samfélagi.

Og rökin eru skýr;

" Slíkt væri tjón fyr­ir sam­fé­lagið og valda gríðarlegu tjóni. „Það yrði mikið sam­fé­lags­legt tjón af út­göngu­banni. Meðan við telj­um það ekki skila sér­stök­um ár­angri þá er eng­in ástæða til að skemma sam­fé­lagið frek­ar,“ sagði Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og bætti við að nú­gild­andi sam­komu­bann hefði þegar haft gríðarleg áhrif á sam­fé­lagið.".

Útgöngubann myndi valda gífurlegum skaða bætir Þórólfur sóttvarnarlæknir við.

 

Gott og vel, höggið fyrir kínverskt samfélag var gríðarlegt þegar allt mannlíf var stöðvað í Hubei héraði, en það vill gleymast að þrátt fyrir stífar sóttvarnir með allskonar bönnum þá hélt framleiðsla áfram annars staðar í landinu.

Hefði sóttvarnarlæknir ekki viljandi hleypt veirunni inní landið þá værum við í sömu stöðu og Kína fyrir utan Hubei, fyrir utan ferðamannaiðnaðinn þá gengi mannlífið nokkurn veginn eðlilega, hefði allavega gert það fyrstu vikurnar þó veiran hefði samt sýjast inní landið og ýmsar hömlur væru komnar líkt og í löndum Austur Asíu sem skáru á smitleiðir strax í upphafi en eru auðvitað í stöðugu stríði við þennan vágest.

Sóttvarnarlæknir fékk síðan annað tækifæri til að grípa inní þegar hann gat gripið til hertra ráðstafana vikuna eftir að ljóst var að veiran væri komin í dreifingu, jafnframt lokað á sýkt svæði, þá hefði höfuðborgarsvæðið verið okkar Hubei.  Þar hefði mannlíf verið háð stífum takmörkum eins og í dag, en á landsbyggðinni snérist allt um að koma í veg fyrir smit, en lífið gengi annar sinn vanagang.

 

En þetta var ekki gert, þá skipti hið samfélagslega tjón litlu miðað við að ekki mætti hefta ferðafrelsi fólks eða rétt þess til að haga sér eins og fífl á tímum drepsóttarinnar.

Vissulega liðið en við þurfum að átta okkur á hvernig ný og ný rök dúkka upp þegar tekist er á við afleiðingar fyrri afglapa.

Núna má ekki skemma samfélagið meira en þegar er búið að skemma það vegna þess að réttar ákvarðanir voru ekki teknar í tíma.

Nema þegar allt er komið í óefni.

 

Við þetta er tvennt að athuga og tökum það léttvægara fyrst.

Það var allt lokað í Hubei í átta vikur en núna er mannlífið að seytla í eðlilegan farveg.

Okkur er sagt að það versta verði búið uppúr miðjum apríl, en bíddu við, hvað hefur breyst þá??  Er veiran búin að tilkynna brottför sína úr landi??, eða halda menn að þá verði ósmitað fólk komið með vottorð frá guði um því sé óhætt að heilsa upp á náungann og veiruna??

Auðvitað ekki, ef ekki er komin lækning, eða veirunni útrýmt, þá blossar hún upp að nýju, og þá er annaðhvort tekin önnur hringekja með tilheyrandi samfélagslegu tjóni, eða hún verði þá bara látin drepa að vild, sem reyndar var hin óopinber stefna sóttvarnaryfirvalda á Norðurlöndum en aðeins Svíar halda ennþá fast við.

Svo stóra spurningin, hvernig endar þetta, hvert verður hið endanlega tjón þegar dæmið er gert upp. 

Tveir mánuðir í algjört stopp (þó er lítið mál að skipuleggja grunnatvinnuvegi þannig að þeir héldust gangandi, þetta væri bara eins og að fara á vertíð í gamla daga), eða margir mánuðir í limbó þar sem samfélagið er hvorki lifandi eða dautt.

 

En stóra málið, það sem skiptir öllu var einu sinni orðað þannig.

Mannslíf er ekki metið til fjár.

Og þó það sé reynt að draga úr mennsku þeirra sem eru í lífshættu eða þegar dánir með þeim orðum að um undirliggjandi sjúkdóma sé að ræða, eða svo ég vitni í hroðann eða ómennskuna sem felst í þessari lýsingu; " Sex eru á gjör­gæslu Land­spít­al­ans og all­ir í önd­un­ar­vél og eru sjúk­ling­arn­ir all­ir um og yfir sjö­tugt.", þá er þetta samt mannslíf.

Og allavega þegar ég var ungur og lærði þessa grunnhugsun mennskunnar, þá var mér sagt; Mannslíf eru ekki metin til fjár.  Og aldrei var minnst á þá undantekningu "nema um aldraða eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé að ræða, þá má meta það".

 

Við erum í dag á hnífsegg, smit eru að berast inná stofnanir okkar sem hýsa aldraða, og smit dreifast um heilbrigðiskerfið okkar.

Því drepsótt er ekki hægt að stýra, sama hvað hinir hrokafullu segja.

Og þá kemur óefnið, þá á alltí einu verið hægt að grípa til hina eina ráðs sem dugar á drepsótt, að drepa hana áður hún drepur okkur.

Sem er útgöngubann á meðan lækning er ekki til.

 

Samt finnst Hjarðhegðun heimskunnar þetta vera spurning.

En ég get svo svarið, að ef fólk á Ítalíu eða Spáni, hvort það hefði viljað fara í útgöngubann 3 vikum fyrr en það var gert, fengi það til þess annað tækifæri, þá veit ég hvert svar þess yrði.

Fengi það tækifæri til þess, þá myndi það ekki bíða eftir Óefninu.

Því sú bið er ekki mannslífa virði.

 

Því virðing fyrir mannslífum er forsenda mennskunnar.

Kjarni siðmenningar okkar.

 

Við verndum mannslíf.

Öll.

Alltaf.

 

Þar er ekkert val.

Það er skylda.

 

Skylda okkar allra.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki búist við harðari aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Það er ekki laust við að manni gangi nokkuð illa að skilja boðskap hinnar svokallaðrar framvarðarsveitar.  Talað er um að veiran sé svo skæð að ekki má bera hönd að andliti, en á sama tíma er sagt að við eigum að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Sagt er að veiran geti lifað utan líkamans um nokkuð langan tíma, hversu langan er ekki vitað, en á sama tíma er leik- og barnaskólum ætlað að starfa. Rökin eru að börn sýkist síður en fullorðnir. Strax í upphafi urðu skilaboðin tvíræð, þegar allir Íslendingar sem komu frá ákveðnum svæðum erlendis voru settir í sóttkví meðan erlendir ferðamenn fengu að koma inn í landi óáreittir.

Vitað er að fólk sem smitast getur verið án einkenna í einhverja daga áður en veikin gerir vart við sig. Því er þessi boðskapur nokkuð undarlegur. Gefum okkur þá undarlegu forsendu að börn smitist síður, þá er ljóst að í leik- og grunnskólum starfar fullorðið fólk. Það gæti verið smitað um einhverja daga, innan um börnin og þau síðan smitað sína foreldra. Hvergi er nánd milli fólks meiri en einmitt í þessum stofnunum og allir foreldrar eru í mikilli nánd við sín börn. Erlendur ferðamaður getur komið smitaður án einkenna inn í landið og smitað alla þá sem koma honum nálægt.  Þarf ekki annað en að opna hurð sem hinn sýkti hefur opnað.

Verst er þó að hlusta á þetta fólk halda því fram að sem flestir verði að veikjast, til að mynda mótefni gegn veirunni. Fyrir þann sem er í tvöfaldri áhættu, kominn á efri ár og með undirliggjandi sjúkdóm, eru þessi orð óskiljanleg með öllu.

Þegar farið er að blanda saman lífi og limum fólks við efnahagslegar afleiðingar erum við komin á hættulegan stað. Enginn þarf að efast um að efnahagslegu afleiðingar verða miklar og á því er hægt að taka, sér í lagi ef okkur auðnast að hafa stjórnvöld sem taka á því máli af skynsemi, verji landið og þjóðina en ekki bara bankakerfið. Upphaf aðgerða núverandi stjórnvalda benda þó ekki til að svo verði.

Líf og limir landsmanna verða alltaf að ganga fyrir og starf landlæknis á eingöngu að snúast um það.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 28.3.2020 kl. 20:12

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það voru vissulega mikil mistök þegar Sóttólfur kom upp loftbrúnni til sýktasta svæðis Evrópu. Og furðu sætir að hann og félagar hans skuli ekki fá bágt fyrir: Þetta fólk kom sýkingunni af stað hér með þekkingarleysi og ábyrgðarleysi sínu. Það mun hins vegar allt fá fálkaorður hjá garðálfinum á Bessastöðum, sjáið bara til!

En afleiðingar útgöngubanns á líf og heilsu fólks eru ekkert grín. Slíkt verður að forðast í lengstu lög.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2020 kl. 21:31

3 identicon

Nú þegar vitringarnir þrír eru orðnir berrassaðir og standa gjörstrípaðir þá lyktar allt af almannatengla frösum á borð við "Hlýðum Víði"

og ekki kæmi mér það á óvart ef í ljós kæmi að sú smættun og sefjun þeim frasa er ætlað að vekja komi úr smiðju almannatengils og kosningastjóra  "garðálfsins" á Bessastöðum og fyrrum aðstoðarmanns Bjarna Ben.  Slík er froðan.

Og almúginn kaupir tálbeitu og sefjunar frasann.

Forheimskunin hefur nú náð botni lágkúrunnar. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 22:03

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spái því að þess sé ekki langt að bíða að fólk átti sig á að það sem þessir vitringar færa er ekki gull, reykelsi og myrra heldur bull, svekkelsi og firra.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2020 kl. 23:10

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þeir se:m hér að ofan rita vilja semsagt fara að dæmi þeirra í Danmörku. Missa algerlega stjórn og yfirsýn á ástandinu.

 Gáfulegt, eða hitt þó heldur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.3.2020 kl. 23:22

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þær einu tölur sem er að marka til að teikna upp varnir gegn þessum vágesti, hljóta að þurfa að byggja á upplýsingum. Án upplýsinga er trauðla hægt að draga neinar niðurstöður um það hvernig díla eigi við óræðan faraldur.

 Það er minna en ekki neitt að marka upplýsingar frá Kína. Kínverski kommúnistaflokkurinn skimaði nánast ekkert fyrir veirunni. Hann lokaði bara alla inni, að viðlagðri dauðarefsingu. Á tveimur mánuðum lokuðu þeir einfaldlega alla inni. Brenndu þá sem létust í kyrrþey og eru nú að leyfa þeim sem lifðu þetta af, að koma út í dagsljósið.

 Hversu margar sálir fórust í Kína úr þessum óþverra, mun sennilega aldrei koma í ljós. Veröldin tekur ekki eftir því hvort fækkar um einhverjar milljónir í Kína. 

 Þeir sem vilja loka öllu, skerma landið af og síðan sjá til og bíða, geta varla verið með öllu ráði. Veiran fer ekkert, en með vel stýrðri útbreiðslu hennar er hægt að hemja skaðann. 

 Það er engin leið að komast undan þessum vágesti. Ef hægt er að hemja hann og tefja, svo heilbrigðiskerfið hafi tök á að sinna þeim sem lenda í pyttinum, er ekki nokkur ástæða til að vera endalaust að tönglast á því sem betur hefði mátt gera. Allra síst af þeim, sem ávallt gaspra um hvað var gert, en bjóða ekki neinar launir betri en þær, sem nu þegar hefur verið gripið til.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.3.2020 kl. 23:47

7 Smámynd: Ágúst Kárason

Þetta er alveg rétt hjá þér Ómar, forgagngs framkvæmdir til þessa til varnar veirunni sýnast hafa verið gerðar til björgunar á efnahagslegum verðmætum en ekki til björgunar mannslífa. Mannslíf virðast vart koma þarna inn. Þetta hefur verið glannaleg aðferðarfræði. Núna þegar þeir sem þurfa á öndunarvélum að halda í veikindunum dekka þær í þrjár vikur þá líður ekki á löngu þar til engar verða eftir fyrir fárveika og fólk þarf að velja eða hafna og þá fara tölurnar að breytast ískyggilega. Þetta er það sem hefur verið að gerast í öllum þeim löndum þar sem veiran kemst á skrið. Kerfið kiknar undan álaginu og fólk deyr. Konan sem dó fékk alla þá hjálp sem kerfið bauð uppá, hvernig verður það þegar þessi hjálp er orðin heft vegna álags og skorts á nauðsynjum?

Ágúst Kárason, 29.3.2020 kl. 07:07

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Þú orðar vel það sem knýr áfram skrif mín gegn Hjarðhegðun heimskunnar, ósamkvæmnin í málflutningi og aðgerðum, og síðan rann upp fyrir mér sá illi grunur að það sé talið ásættanlegt að hluti samborgara okkar deyi drottni sínum því þetta sé hvort sem er hópar sem megi missa sig.

Væri smitun samfélagsins og hjarðónæmið sem á að mynda í kjölfarið, talið ásættanlegt ef áhættuhópurinn væri fólk á aldrinum 35-45 sem klæddist teinóttum jakkafötum og drögtum??

Eða væri ungir heilalausir karlmenn á aldrinum 25-55  svona ísý ef rannsóknir sýndu að veiran teldi heilafrumur áður en léti til skara skríða, og hún teldi það skyldu sína að gera mannkyninu greiða með því að fækka þeim??

Svo ég týni til hópinn sem tók ákvörðun um hjarðónæmið og hópinn sem styður hana.

Sveitungi minn einn er í doktorsnámi í Svíþjóð í líffræði og henni ofbýður kuldinn og mannfyrirlitningin hjá þarlendum sóttvarnaryfirvöldum sem njóta fulls stuðnings sænsku kratanna.  Það var hún sem vakti athygli mína á greininni í Nature sem afhjúpar fullyrðingar um að börn séu ekki líklegir smitberar sem bull og bábilju.

Á feisbóksíðu hennar sýndi hún mynd hvar sænskt þjóðfélag væri statt á Ítalíukúrfunni og eins ofbauð henni ræða sænska forsætisráðherrans þegar hann greindi þjóð sinni frá stefnunni um hjarðónæmið, hann mátti þó eiga að hann hafði kjarkinn sem Katrín hefur ekki.

Við það síðarnefnda las ég þennan status;

"Call me hysteric but I honestly feel that I’m watching the Chernobyl series all over again, but now I’m part of it, as one of the people that is told to shut up, stay calm and trust the government.

I’m so glad that experts in epidemiology in Sweden are standing up and show no fear of criticizing the authorities.
And what is the PM saying by this: “Everyone must do their part, I understand it’s frustrating … But right now it is necessary.”
Is he’s actually telling us that it’s understandable that we are frustrated over that 40-60.000 of Swedes need to die for saving the Swedish economy? Is he saying that this sacrifice is necessary?".

Og í umræðu í kjölfar Ítalíukúrfunnar sagði hún þetta;

" This is so fucking crazy and stupid. There are 10 million people living in Sweden. To get herd immunity they believe it need 60% of the population to get infected (btw this 60% number is just something that is they speculate about). According to WHO, 20% have severe symptoms (thats 1.2 millions) that might need to be hospitalized where of 25% need intensive care (300 000), and might need ventilators). People need normally to use ventilator for 11-21 day (sometimes longer). If they don't use these ventilators, they will die.
So just think about Swedish healthcare capacity, it's impossible to take care of all this people, even though you divide all those people on many months, even years.
".

Þetta er stefnan þar sem Kári klári segir að stjórnmálamenn séu ekki að flækja fyrir, þetta er stefnan sem áti að framfylgja um allt Evrópusambandið en hvert stórríkið á fætur öðru gafst upp á.  Svo ég vitni í Kára klára, ekki vegna ráðlegginga færustu sérfræðinga heldur vegna þess að stjórnmálamenn gripu inní og breyttu kúrsinum.

Og í þessum undirliggjandi hryllingi liggur sú hugsun að það sé engin von, það sé engin lækning, mannsandinn eigi ekkert svar á 21. öldinni þó fáir séu reyndar það heimskir að benda á Svarta dauða sem sönnun þess.  Sem reyndar er til lækning við, þó hún hafi ekki legið fyrir á 14. og 15. öld.

Og ríkin sem fóru aðra leið, sem settu manngildið ofar öllu, þau eru rægð af þessum besservissum dauðans, þau smitist hvort sem er eða þau þurfa að loka sig inni um aldur og ævi.

Á sama tíma fáum við fréttir af því að læknar átti sig með hverri mínútunni betur og betur á eðli þessa sjúkdóms og þrói aðferðir sínar í baráttu við hann.  Þetta er eins og HIV veiran sem drap miskunnarlaust þá sem sýktust, en gerir ekki í dag þó hún sem slík sé ennþá í umferð. Þá var slegist og smitleiðir skornar, mannslífum bjargarð, enginn talaði um að mynda hjarðónæmi.

Ekki sambærilegir sjúkdómar út af smitleiðum, en lærdómurinn sá sami.

Mannsandinn finnur lausnir fyrr eða síðar, það þarf að þrauka fram að því.

Menn þurfa bara að skilja þetta.

"Líf og limir landsmanna verða alltaf að ganga fyrir og starf landlæknis á eingöngu að snúast um það.".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 10:06

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Útgöngubann er vissulega ekkert grín, en það er í raun ekkert val, það er ef menn ætla sér að knésetja veiruna.

Limbóið sem við lifum í dag er heldur ekkert grín, það veit enginn hvenær það tekur endir og fólk getur þess vegna aftur og aftur þurft að fara í sóttkví, og á stöðugt á hættu að sýkjast.  Og líkindi segja að fyrr eða síðar smitist fólk sem sinnir sjúkum og öldruðum, og smitar skjólstæðinga sína óafvitandi.  Hafi einhver efast um að þessi veira væri bráðsmitandi hlýtur sá og hinn sami skipt um skoðun þegar menn sáu smithlutfallið í skíðagönguhópnum þar sem 20 af 24 smitaðist.

Það sem ég er að benda á að það er betra að gera þetta í tíma, áður en allt er komið í óefni. 

"Sú stefna sem menn enda með í svona bardaga er stefnan sem átti að taka í upphafi.".

Það sem á milli ber er alvarlega veikt fólk og jafnvel mannslíf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 10:16

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Hnífurinn í kúnni stendur í þeim ásetningi að smita þjóðina og mynda hjarðónæmi, stefna sem menn hættu við að orða vegna viðbragða samfélagsins, en stefna engu að síður.

Nema að hjarðónæmi myndast ekki nema að stór hluti þjóðarinnar hafi sýkst og myndað ónæmi, ónæmi sem svo enginn veit hvað heldur lengi því ef menn gefa sér þá forsendu að hún gangi aftur eins og Glámur forðum, það er hagi sér eins og inflúensan, og að lækning sé ekki möguleg, þá er hlálegt að tala um hjarðónæmi.

Þá er eina ráðið að útrýma henni úr samfélaginu líkt og gert er með aðra lífshættulega smitsjúkdóma og hafa síðan engin samskipti við sýkt lönd nema í gegnum sóttkvíar.

Af hverju viðurkenna menn þá ekki bara þessu stefnu og afleiðingar hennar??

Taka bara sænska forsætisráðherrann á þetta.

Eða afneita henni og setja á útgöngubann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 10:23

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór fimmti.

Þessi athugasemd þín er með öllu óskiljanleg, dönsk stjórnvöld leyfðu þjóð sinni vissulega að sýkjast að ráði þarlendra sóttvarnaryfirvalda sem vildu fara sænsku leiðina.

Síðan veit ég ekki annað en þau séu svipuð boð og bönn og við, og svipuð tilmæli til fólks.

Hvaða stjórnleysi er í því?

Ertu að segja að þau séu nauðbeygð að fara alla leið og setja á útgöngubann??

Eða taka Svíana á þetta og dýrið gengur laust??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 10:26

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór sjötti.

Þessar dánartölur frá Whuan og nágrenni sem þú telur ekkert að marka voru samt forsenda þess að norrænir sóttvarnarlæknar ákváðu að leyfa veirunni að dreifast óhindrað en reyna svo eltast við skottið á henni með sóttkvíum þeirra sem voru hugsanlega smitaðir.  Nema Svíarnir tóku strax ákvörðun að elta ekki skottið heldur leyfa þessu að ganga yfir á sem skemmstum tíma.

Hér á þessari síðu var ítrekað vitnað í erlenda sérfræðinga sem vöruðu við að nota þessa kínversku tölfræði því hún væri ekki rétt, tilefni mitt var hið fræga mat sóttvarnarlæknis sem kvað á um 300 smit það er ef ekkert yrði gert.

Aðgerðirnar sem kínversk stjórnvöld gripu til þegar í Óefni var komið er hins vegar ekkert sem þau fundu uppá, þetta er þrautreynd leið í sóttvörnum, notuð með góðum árangri um aldir, að einangra smitsvæði frá ósýktum svæðum, og halda öllu mannlífi á hinu sýkta svæði í lágmarki á meðan sóttin gengur yfir.  Þetta dugar á sóttkveikjur sem þurfa mannlegan hýsil til að smita.

Hvort kínversk stjórnvöld hafi opnað Whuan of fljótt á eftir að koma í ljós, þau geta ekki leynt því.  Hins vegar ljúga þau ekki þegar þau fullyrða að það hafi tekist að hemja sóttina, það er það mikill fjöldi útlendinga í stærstu borgunum eins og Peking eða Shanghai sem staðfesta þessar fullyrðingar, ásamt því að lofmyndir sýna mannlíf á öðrum iðnaðarsvæðum Kína, sem og þeir framleiða vörur og svo framvegis.

Fullyrðingar þínar byggjast því á röngum hræðsluáróðri manna sem tóku ranga ákvörðun í upphafi og geta ekki feisað hana.

Þú segir; "Þeir sem vilja loka öllu, skerma landið af og síðan sjá til og bíða, geta varla verið með öllu ráði.".  Þetta er það sem við höfum verið að gera meira eða minna, nema eftir á.  Flugferðir eru að leggjast af til landsins vegna þess að það er engin eftirspurn eftir þeim, fólk sem sýkist eða er grunað að vera sýkt, er tekið úr umferð, stofnanir þar sem smit hefur komið upp, er lokað.  Allt mannlíf er frosið og ekki vitað hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða.

Vafinn lýtur að þessari fullyrðingu þinni; "Veiran fer ekkert, en með vel stýrðri útbreiðslu hennar er hægt að hemja skaðann".  Staðreyndir segja að henni sé haldið í skefjum í nokkrum ríkjum, önnur staðreynd segir að hún hafi gefið eftir þar sem algjöru útgöngubanni var beitt.  Það er svo aftur skýring þess að ríki þar sem veiran er stjórnlaus grípa til útgöngubanns.

Því veiran fer ef hún fær ekki nýjan hýsil.  Og hver dagur, hver vika, hver mánuður þar sem henni er ekki leyft að drepa, færir okkur nær betri meðferð og jafnvel lækningu.

Orð um annað breyta ekki þessum staðreyndum, sama hvað þau eru oft endurtekin.

Hins vegar Halldór er ég að verða þreyttur á síendurteknum aðdráttunum þínum um gaspur og að "bjóða ekki neinar launir betri en þær, sem nu þegar hefur verið gripið til".  Eitt er að trúa rangfærslum og hræðsluáróðri sóttvarnaryfirvalda, annað er að ljúga.

Ég er bara venjulegur maður með venjulega dómgreind, en ég kveikti á perunni þegar kommúnistastjórnin í Kína gerði það sem ég hélt að myndi aldrei gerast, tók mannslíf fram yfir efnahag, sóttin hlaut að vera miklu alvarlegri en gefið var í skyn, bæði þar sem og hér á Vesturlöndum.

Þá strax pistlaði ég um að það væri ábyrgðarlaust að hleypa fólki í ferðalög til smitaðra landa, sem þá voru Kína, Íran og Ítalía. Án þess að ég hefði þá hugmynd um það þá, þá deildi ég skoðunum með sóttvarnaryfirvöldum í ríkjum Austur Asíu sem lokuðu strax á ferðalög til smitsvæða.

Þetta var síðan gert hérna en of seint.

Ég gagnrýndi síðan að ferðamönnum frá smitsvæðum væri hleypt inní landið.  Þau lönd sem náðu árangri stoppuðu slíkt strax það er létu þá fara í 14 daga sóttkví við komu.  Smit hafa verið rakin til ferðamanna, rannsóknir sína að smit fari ekki eftir þjóðerni, heldur eftir smiti.

Mér fannst einhlítt að það þyrfti að grípa til strangari ráðstafana en þær að elta skottið á smituðum, það var gert, og margt til fyrirmyndar hvað það varðar hjá fyrirtækjum og almenningi.  Mörkin á samgöngubanninu eru hins vegar fáránleg, ef Þjóðverjar vilja ekki fleiri en 2, þá ættum við, miklu fámennari þjóð að geta gert sömu kröfu.

Síðan þegar ég áttaði mig á því hvað veiran væri stjórnlaus og banvæn á Ítalíu, ásamt því að lesa greinina sem ég er margbúinn að vitna í "Why you must act now", þá vissi ég að eina ráðið væri að setja á útgöngubann, það væri eina lækningin sem dygði ef það þá á annað borð eitthvað gerði það.

Því drepsóttum er ekki stjórnað.

Og ég sé ekki ástæðu til að bíða eftir Óefninu, að fólk sé dáið eða margir í lífshættu líkt og er í dag, til þess að gripið sé til þeirra ráða.

Þar er í raun eini ágreiningurinn minn við sóttvarnaryfirvöld, þau eiga að nýta sér þá staðreynd að ennþá hefur tekist að hamla veirunni og halda henni frá áhættuhópum. 

Nýta sér hið góða verk til að taka rétta ákvörðun sem bjargar mannslífum, tugum eða hundraða ef allt fer á versta veg.

Ég er ekki svo skyni skroppinn að ég skilji ekki hvað felst í þessum orðum Nicholas A. Christakis, prófessor við Yale háskóla í Bandaríkjunum þegar hann spyr "Af hverju heldur Ísland að það sé eitthvað öðruvísi en Ítalía, svo dæmi sé tekið?".

Veiran gaf sér tíma til að springa út í Kína og síðan á Ítalíu, sá tími er ekki liðinn hérna, og mér finnst fáránlegt að taka áhættuna á að hún hagi sér eitthvað öðruvísi hér.

Og ég skil líka af hverju greinarhöfundur Nature komst að þessari niðurstöðu; "They call for closing schools, cancelling public gatherings and generally keeping people at home and out of public spaces. ".

Þess vegna vara ég við Óefninu, við mannlegum hörmungum líkt og bíða sænsku þjóðarinnar, og það byggist á ákveðnum gildismati um mennsku og virði mannslífa.

Það er ekki gaspur Halldór, og ég fer ekki rangt með.

Því miður getur sóttvarnarlæknir ekki sagt það sama.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 11:14

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er nákvæmlega hár-hár-hárrétt hjá þér Ágúst.

Og ákaflega sorglegt að Hjarðhegðun heimskunnar skuli ekki átta sig á þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 11:16

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Úr frétt Mbl.is þar sem rætt er við íslenskan lækni í Osló.

"„Fólk er mjög upp­tekið af dán­artíðninni, sem eðli­legt er, en minna hef­ur verið talað um annað; það er að helm­ing­ur þeirra sem fá ARDS eða brátt andnauðar­heil­kenni fær fylgi­kvilla eft­ir veik­ind­in og kem­ur til með að búa við skert lífs­gæði. Það er slá­andi,“ seg­ir Karl Krist­ins­son, svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­ir við Rík­is­spít­al­ann í Ósló, um fólk sem veikist al­var­lega af kór­ónu­veirunni.".

Þetta er svo meinlaust eða hitt þó heldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 12:21

15 identicon

Það er athyglisvert sem Símon Pétur segir að slagorðið "ég hlýði Víði" sé búið til af almannatengli. Það er ekki síður athyglisvert hvernig reynt hefur verið að búa til "áhuga" almennings á einkalífi þeirra þriggja sem daglega sitja fyrir svörum vegna faraldursins.

Orðleppar og það að segja öðrum að fá "áhuga" eiga að hringja viðvörunarbjöllum.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 29.3.2020 kl. 12:29

16 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég er með myndband hér, sem sýnir að fjöldagrafir voru grafnar í Wuah, þvi að brennsluofnarnir gátu ekki náð að brenna öll líkin. Þetta þrátt fyrir að 20 færanelgir brennsluofnar voru fluttir til Wuhan til að standa að "brennslu á russlinu". Þessir ofnar gátu brennt allt að 5 tonnum af kjöti á dag.

Þið getið reiknað út, hversu margir dóu á svæðinu.

Kommúnistar í Kína, og á Íslandi vilja að við gleymum þeim dauðu og fögnum því að við sjálf lifum. Þeim finnst sjálfsagt að fórna mannslífum svo að fjöldin geti lifað.

Ég segi, til hvers erum við að eyða miljörðum árlega í menntun lækna og vísindamanna, ef þessar krónur gefa aldrei nokkurn tíman eitthvað í aðra hönd. Við erum að þessum til að auika þekkingu og möguleika á að berjast við slíkar veirur. En í staðin fyrir að berjast fyrir lífi einstaklingsins, eru þessir svokölluðu vísindamenn að berjast fyrir að auðga sjálfan sig og byggja vopn fyrir kínverksa kommúnista.

Þetta er skömm, svo að ekki er hægt að líkja því við neinu.

21 miljónir kínverja hafa horfið af símnetinu ... eigum við, Evrópubúar að hundsa þessa fórn ... af því að við sjálf lifum. Eigum við, að vera eins og fylgjendur nasista í þýskalandi sem þótti bara ágætt að aðhyllast flokkin, til að bjarga eigin skinni. Eða eigum við að þora að stand upp, fyrir fólkið sem lét lífið í hörmungunum. Eigum við að leifa WHO að hylma yfir Kína, fyir þeirra afglöp ... eigum við að gleyma þeim dauðu, af því við sjálf lifðum af. Eigum við að leyfa fjöldamörðingjum að hreinsa mannorð sitt, af því að við liftum af hörmungarnar og gleyma fórnarlömbunum.

Örn Einar Hansen, 29.3.2020 kl. 13:17

17 identicon

Heill og sæll Ómar. Ég vil þakka þér þína góðu pistla, ég er þér hjartanlega sammála og gæti ekki orðað þetta betur.

Inga Sæland (IP-tala skráð) 29.3.2020 kl. 13:34

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Oft er það þannig að leiðir okkar liggja ekki alltaf saman hvað skoðanir og viðhorf til mála varðar, en þær skarast stundum, jafnvel oftar en það.

Þessi athugasemd þín er skörp, þetta á já að hringja aðvörunarbjöllum.

Hins vegar efast ég ekki í mínútu um heilindi þessa fólks, en eins og einn prófessorinn benti á, sem og Haraldur veðurfræðingur, að þegar andsvar sérfræðinga er "ég veit betur" þá er í það minnsta eitthvað undirliggjandi óöryggi með stefnuna.

Svo þegar trix froðunnar og sýndarinnar poppa upp, þá eru einhverjar krumlur nálægt sem ættu fyrir löngu vera búið að skrúbba uppúr lút og setja í sóttkví, til eilífðar ef ekki lengur.

Vonandi verður það gert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 13:43

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarne.

Veistu, ég held þú sért farinn yfir um, kominn með kínverska komma á heilann, svona eins og þráðorm sem étur allt að innan.

Þess vegna held ég að það sé tilgangslaust að segja þér það einu sinni enn.

Þetta snýst ekki um Kínakomma, þeir fundu ekki uppi sóttvarnir.

Ekki frekar en bílinn eða símann þó slík tæki séu brúkuð þar austur frá.

Síðan áttu að átta þig á, að þó ekki nema 10% af því sem þú segir sé rétt, þá er þeim mun meiri ástæða að grípa til þess eina ráðs sem mannkynið hefur í dag, að útrýma veirunni með því að skera á smitleiðir.

Ekki öfugt, að láta hana smita og drepa.

Ekki nema náttúrulega að þú eigir hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir líkbrennsluofna.

Þá skil ég þig betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 13:49

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Inga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 13:49

21 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þessir vestrænu- og/eða mainstream media (MSM) fjölmiðlar hérna eru alltaf að ljúga að okkur, þannig að ég er hættur að kaupa allan þennan hræðsluáróður með svona myndum og tölum osfrv. Það er eins og það sé bara alltaf passað svo vel uppá að minnast ekki á aldur og/eða undirliggjandi sjúkdóma látinna einstaklinga í þessu sambandi, nú og það er eins og menn séu  að skálda upp og/eða klína þessari lygi á þá sem eru látnir.       

 No photo description available. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.3.2020 kl. 15:39

22 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: one or more people and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.3.2020 kl. 15:40

23 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.3.2020 kl. 15:41

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Ég bað þig fallega um að halda umræðunni á sama þræði, því annars fer þetta alltaf meir og meir að lykta af illa lyktandi spami.

Síðast þegar ég skildi við þig þá ætlaðir þú að sanna mál þitt með því að útskýra fyrir mér hvað leikarnir hétu sem tóku að sér að leika sjúklinga og lækna sem og annað heilbrigðisstarfsfólk í þeim fréttamyndböndum sem þú kallar feik eða lygar.  En svoleiðis verður aldrei til af sjálfu sér, og því hlýtur einhver að framleiða, það er vera kostunaraðili, sem og einhver hlýtur að leika og leikstýra.

Þetta er svo einfalt mál Þorsteinn, bara að færa rök fyrir máli sínu og síðan sönnunarfærsla.

Hinn möguleikinn er náttúrulega að upplýsa mig hvað þú færð borgað fyrir að bulla svona, það gæti alveg verið að við bláfátæklingarnir hefðum áhuga að djóna hinu myrku öflum sem sjá gróða og aur í mannlegum hörmungum og upplausn samfélaga.

Svo Þorsteinn minn, stattu þig núna, jörðin verður hvorki flöt eða miðlæg, hvað þá 4.000 ára gömul þó þú getir peistað linka á nógu margar rugludalla í Bandaríkjunum sem halda því fram, jafnvel þó þeir skreyti sig með doktorsnafnbót, háskólagráðum eða beinum heimildum að ofan.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2020 kl. 18:28

26 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Ómar, 

Þú ættir endilega að horfa á kvikmyndina "Furious" sem að gerð var reyndar 2017, til sjá þessa sömu myndaramma og þeir eru að nota núna í dag aftur, já og til koma inn þessum hræðsluáróðri og allri þessari lygi á framfæri, nú og til að kom inn með þetta "útgöngubann neyðarúrræði..". En hérna þú getur sjálfur séð í Credit-listanum hvað leikarar hétu. Það þykir líka mjög eðlilegt að ljúga svona að fólki aftur og aftur með nota gamlar myndir af öðrum fréttaatburðum er áttu sér stað í október 2014. Nú og/eða myndir af atburðum er áttu sér stað í New York, sem þeir ljúga, og segja að séu beint frá Ítalíu og/eða allt til að magna upp meiri hræðslu. Hvernig er það heldur þú að svona hræðsluáróður eins og þessi virki ekki til koma á útgöngubanni? Ekki fæ ég greitt fyrir þetta, en hérna Ómar hver skildi nú vilja styrkja mig? EKKI lyfja -og bóluefnafyrirtækin og/eða ekki hin myrku öfl, en hver Ómar? Nú og hver er styrkja þig Ómar? Ég hef aldrei haldið því fram að Jörðin væri flöt, eða hvað þá 4.000 ára gömul, þú?  

KV.       

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 30.3.2020 kl. 17:13

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Þorsteinn, fyrst að þú sverð að þér greiðslu fyrir þá sem sjá aur í upplausn samfélaga, þá ert þú að segja mér að þú sért nytsamlegur sakleysingi, og eiginlega veit ég ekki hvort er verra, það er þó viss viska í því að þiggja sponsið.

Ég var ekki að segja að þú héldir því fram að jörðin væri flöt, ég var að benda þér á að rugludallafræðin eru þau sömu, og ef þú ætlar ekki að vera fastur í þeim, þá þarftu að gera það sem ég benti þér á.

Færa sönnur á mál þitt í stað þess að ástunda rugludallafræði.

Þetta er ákaflega einfalt, nöfn á leikurum, leikstjóra og kostunaraðila, þegar fyrstu 10 myndskeiðin eru frá, þá skulum við ræða þau næstu.

Spáðu í það, þú gætir endað með Pulitzer verðlaunin.

En kannski eru þau of borgaraleg fyrir þig.

Sjáðu þá fyrir þig hyllingu fjöldans eftir afhjúpun þína

Ekki málið Þorsteinn, ég er alveg tilbúinn að meta sannanir þínar en ég er ekki tilbúinn að leyfa þér að breyta síðu minni í spam fyrir siðblindingja sem hafa mannlegar hörmungar í flimtingum.

Mér eiginlega býður við því.

Spáðu í það aftur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2020 kl. 18:26

28 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér skrifin þín Ómar Geirsson. Þau hafa mikil áhrif sýnist mér. Við minnispámennirnir lærum af þér, og reynum að láta ljós okkar skína. Stundum erum við ekki alveg á línunni, og brest bogalistin, Þá má ekki taka of hart á okkur, svo að við reynum að hætta að hugsa sjálfir. Þú hefur sýnt, að þú hefur mikla ritsnilli. Við þökkum fyrir leiðbeiningar þínar, en vertu ekki of harður, svo að við hættum að reyna að hugsa sjálfstætt, og þorum ekki að skrifa. Vertu svolítið þolinmóður við okkur. Þakka þér kennsluna.  

Egilsstaðir, 05.04.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.4.2020 kl. 13:52

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Þú veist að ég er að megninu til ljúfari en lambið en það breytir samt ekki þeirri frumforsendu átakablogga að það þarf að verja skrifin og þar gildir sú einfalda regla að uppskeran er í samræmi við sáninguna.

Eins eru mörk á kurteisinni gagnvart spami sem annað hvort veltir sér uppúr mannlegum hörmungum, eða það sem verra er, afneitar þeim, hvort sem um er að kenna óeðli náriðilsins eða menn ganga erinda svartra afla á þessum myrku tímum.

Það þarf einbeittan vilja til að reka sig á veggi þessa takmarkana Jónas, skerðir hvorki sjálfstæða hugsun eða þá viðleitni að vilja tjá sig hér á þessum vettvangi.  Í raun held ég að það sé leitun af húsum þar sem færri reglur eru eða minni kröfur gerðar til gesta.

Hvort þau séu hins vegar færri en þar sem engar reglur gilda eða engar kröfur gerðar, er ekki mitt að meta.  Ég ber ábyrgð á mínu, ekki annarra, og ræð engu um hvort menn kjósi að kíkja við eður ei.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2020 kl. 08:03

30 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gaman að sjá dagsetninguna, 06.04.2020. Þú ert þá sæmilega hraustur, hef ekki séð þig frá, 28.3.2020

Þakka þér. 

Baráttan er á milli hlutabréfa og mannfólksins.

Einkabanka eigandinn á ekki að fá krónu, þótt einhver kreppa setji allt á hausinn.

Bankinn lánar ekkert, skrifar aðeins bókhald. 

Þá er engin vandamál að setja allt í gang aftur. 

Ríkið á að fá allar tölurnar.

Framhaldið verðum við að hugsa.

Marg blessaður í gömlu merkingunni.

Egilsstaðir, 07.04.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 7.4.2020 kl. 15:54

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Það vantar ekki rebellinn í mig, en það breytir ekki grunnstaðreynd þess að í raunveruleikanum ræður raunveruleikinn.

Hvað sem mun gerast,þá rífast ekki hugmyndir okkar eða hugsjón við hann.

Fjármálakerfið er.

Framtíðin verður.

Frá einu til annars er ekkert gap.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2020 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1075
  • Frá upphafi: 1321838

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 893
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband