Hlutverk Bessastaða.

 

Er ekki að taka í hendurnar á fólki, brosa og segja létta brandara.

Slíkt er uppfylling á skyldum forsetans þegar hann hefur ekkert annað að gera.

 

Hlutverkið er að standa vörð um lýðveldið og lýðræðið.

Vera öryggisventill og grípa inní ef meirihluti Alþingis gengur gegn vilja þjóðarinnar í grundvallarmálum, eða ljóst er að annarlegir hagsmunir eins og fjármagn eða pólitísk fylgispekt við erlend öfl eða ríki stjórna ákvörðunum Alþingis.

 

Ef forseti Austurríkis hefði áttað sig á þessu á sínum tíma, þá hefði hann vikið frá kanslaranum sem hringdi til Berlínar og bað Hitler um að koma og taka yfir stjórn landsins, og boðað til kosninga.  Sjálfsvirðing Austurríkismanna væri þá kannski önnur og betri í dag.

Þetta vissi hins vegar forseti Tékkóslóvakíu hin örlagaríku ár eftir seinna stríð meðan lýðræðið var ennþá virkt í landinu, og þetta vissu kommúnistar að hann vissi. Þess vegna byrjuðu þeir valdarán sitt á því að henda honum út um gluggann og sögðu í anda hlutleysis Fréttablaðsins, að hann hefði gripið skyndilegt þunglyndi og því ákveðið að fara í flugferð.

 

Guðni forseti er í þessari stöðu í dag.

Að gera ekkert og verða sjálfum sér til ævarandi skammar og hneisu, eða grípa inní atburðarrásina og neita að undirrita landsöluna sem kennd er við orkupakka 3.

Eigandi þá á hættu flugferð út um gluggann í óeiginlegri merkingu, að allir níðsneplar og níðpennar landsins sem hagsmunirnir fjármagna, myndu beina öllum sínum spjótum að honum.

Líkt og þeir gerðu við Ólaf Ragnar um árið, en Ólafur tók á móti af karlmennsku eins og Skarphéðinn forðum, greip öll níðspjót á lofti og sendi þau til baka svo undan sveið.

Eins er hætt við því að almannatengillinn sem kom honum á Bessastaði myndi ekki bjóða honum góðan daginn næstu árin.

 

Völin og kvölin býður þessa góða drengs.

Það er einhvern veginn svo augljóst að hann geri ekki neitt.

En maður veit aldrei.

 

Þjóðin gæti átt skjöld í Guðna.

Kveðja að austan.


mbl.is Guðna tilkynnt um 7.643 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Forsetinn sem rökstyddi ICESAFE klyfjarnar á þjóðina með nokkrum greinargerðum

er ekki forseti sem mun veita þjóðinni þann rétt að fá að kjósa um þetta mál.

Þetta plott með að ná eignum og eignarhaldi á okkkar náttúruauðlindum mistókst

í kjölfar hrunsins, þó svo bankarnir hafi fengið frítt skotleyfi á almenning og þeirra eigur,

þá þurftu ESB sinnar að ná inn sínum forseta svo plottið myndi ganga upp.

Tók 10 ár og nú hafa þeir sinn forseta sem mun ekki hika við að skrifa undir

vegna undirlægjuháttar og sleikjuskapar við ESB.

Að íslendigar skyldu hafið kosið hann sem forseta er alveg með eindæmum miðað

við hans fyrri sögu.

Ekki minn forseti.

Svo einfallt er það.

M.b.k.v

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.9.2019 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þú orðar vel vissan ótta sem ég ber í brjósti, sem og að ég hygg að þó Guðni sé mörgum kostum búinn, þá sé kjarkur ekki einn af þeim.

Hins vegar nýtur hann vafans þar til annað kemur í ljós.

Kveðja að austan.

PS, Lífið er fótbolti svo ég er fjarri netheimum næstu daga.

Ómar Geirsson, 5.9.2019 kl. 14:58

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður 'Omar og Sgurður!

Mig langar að koma með það sem eg heirði á einhverri stöð er Guðni var í kostningaslag,

Hann var spurður hvað með landhelgisstríðið var það ekki hagfellt fyrir okkur'

Guðni svaraði, SKIPTIR ENGU M'ALI.

Kv af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 5.9.2019 kl. 15:28

4 identicon

Og kannski neitar biskup að blessa plaggið. Guðni fær ekkert til undirritunnar. Forseti getur skotið lögum í þjóðaratkvæði með neitun undirritunar. Þetta er ekki lagasetning, þetta er þingsályktunartillaga og því þarf enga undirskrift frá forseta og enga blessun frá biskupi. ESB umsóknin var einnig þingsályktun og fór aldrei fyrir forseta til undirskriftar, aðeins Alþingi getur afturkallað þingsályktanir Alþingis og þess vegna er hún enn í gildi.

Hlutverk það og skyldur sem þú leggur á forsetaembættið eiga sér enga stoð í stjórnarskrá eða lögum, reyndar ekki neinstaðar í raunheimum. Þú gætir eins sagt að hlutverk hans sé að koma með kaffi til þín í rúmið á morgnanna.

Vagn (IP-tala skráð) 6.9.2019 kl. 00:51

5 identicon

Vandinn er sá að þingið fór ekkert gegn meirihluta þjóðarinnar, það sýndi sig þegar undirskriftirnar voru afhentar því þær náðu ekki einu sinni fimmtíuþúsund.Íslendingar eru rúmlega 350 þúsund. Þetta er óskaplega auðvelt reikningsdæmi og það þarf að vera mjög treggáfaður til að geta ekki reiknað það.

Helgi (IP-tala skráð) 7.9.2019 kl. 05:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, þó seint sé.

Guðni er einn af þeim sem barðist fram yfir rauðan dauðann að selja þjóð sína, og var lengi fúll á eftir þegar það tókst ekki.

Breytir samt ekki því, að jafnvel hálfþroskað fólk, þroskast, og þroskast jafnvel til manns.

Guðni fékk sitt tækifæri, og brást.

Og það átti enginn von á öðru.

En ég tek það skýrt fram að hann er nokkuð lunkinn við að segja brandara sem oft á tíðum kæmust ekki í fimmaurabrandarafélagið, því þeir eru betri en það.

Hins vegar sá ég aldrei flötinn á neitun hans, en það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 00:30

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn minn, þó ennþá seinna sé.

Góð hugmynd þetta með biskupinn, hélt jafnvel augnablik, ja svo ég segi hreint út, eitt lítið blik sem er mun minna en augnablik, samt stærra en örblik, að þú hefðir fengið vitund og skilning, og þó þú værir ekki þessa heims, þá uppfylltir þú samt margar af þeim forsendum að kallast mennskur.

Svo skeistu bara á þig, og þá fór ég að efast.

Ekki um þig heldur mat mitt.

En þvílíkur er máttur tímans, að ég fattaði að ég þegar ég sló inn að þú skeist á þig, að þá fattaði ég að vitvél skýtur ekki á sig.  Hvað þá reikniforrit.

Afhjúpaði mína eigin mótsögn.

Fátt til varnar, en stend samt við það að lífið sé fótbolti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 00:38

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Long time, long seen.

Veistu samt, ég hélt að þú værir Íslendingur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 00:39

9 identicon

Það er ég reyndar og á móti orkupökkunum öllum. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að undirskriftirnar voru afskaplega fáar og því verður maður að kyngja því að þingið var ekki að fara á móti meirihluta þjóðarinnar.

Helgi (IP-tala skráð) 8.9.2019 kl. 17:56

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég segi nú bara hjúh, gott að þú staðfestir þá vissu mína að þú værir Íslendingur.

En svona undirskriftasafnanir mæla hitann, en skoðanakannanir hins vegar viljann.

Þar er munurinn afgerandi.

Varðandi undirskriftirnar þá megum við ekki gleyma að það er verið að ná til hógværa hluta þjóðarinnar, hins þögla meirihluta sem er mjög spar á að upplýsa hug sinn til mála.  Brjálaða fólkið og fólkið á móti, það er hlynnt landsölu, líkt og í ICEsave.

Ég man þetta ekki nákvæmlega, en mig minnir að langt fram á haustið 2009, jafnvel í byrjun desember það ár voru undirskriftirnar ekki svo margar, þó var ICEsave miklu meira hitamál.

Þannig að ég veit það ekki, ég hefði aldrei skipulagt undirskriftarsöfnun, tel það ekki taktískt sniðugt að auglýsa fámennið, en svona er þetta bara.

Íslendingar standa í lappirnar og verja land sitt, með öllum tiltækum ráðum, og láta andstæðinginn um úrtölurnar.

Það er nú svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 2547
  • Frá upphafi: 1438574

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2029
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband