Pólitísk skilaboð.

 

Varaforseti Bandaríkjanna er mættur til að tilkynna okkur að svo gæti farið að Bandaríkjamenn kynnu að opna herstöðina á nýjan leik, þó fyrst í stað verður það undir yfirskriftinni "aukin umsvif".

Og fjölmiðlar velta sér upp úr hvort hvítur klæðnaður sé skilaboð.

 

Varaforseti Bandríkjanna kom til að skammast yfir samskiptum okkar við Kína líkt og hann sé að vara okkur við auka þau samskipti.  Eins og komið sé að þeirri stund að núna þurfi vinaþjóðir Bandaríkjanna að velja hvorn vininn þau kjósi.

Og fjölmiðlar tala um regnbogaarmbandið hans Guðna.

 

Sýnd og sjóv.

Froða án innihalds.

 

Mogginn má þó eiga að hann tók gott viðtal við Baldur stjórnmálafræðing um Kína hliðina.

En ítarleg umfjöllun um aukin umsvif varnarliðsins vantar.

Hvað þá að spurningar séu spurðar hvort við höfum eitthvað um þetta að segja.

 

Hver er staða Íslands í dag?

Erum við aðeins sjálfstæð að nafninu til??

 

Orkupakkinn bendir til þess.

Og nú þessi heimsókn Pence sem er einskonar silkiklæði um þau skilaboð að við erum komnir aftur, og vildum fyrir kurteisisakir láta ykkur vita.

 

En þetta er jú alþjóðasamvinna.

Er það ekki annars??

Kveðja að austan.


mbl.is Sendi Eliza pólitísk skilaboð með dragtinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband