Upphaf þess sem koma skal.

 

Aðeins eitt útskýrir að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 20% fylgi og hún er sú að það er engin samkeppni á hægri væng stjórnmálanna, enginn þjóðlegur íhaldsflokkur sem höfðar til eldra fólks.

Aðrir kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn að óbreyttu, nema þá kannski örfáir pabbakrakkar.

 

Það eru þrír frjálshyggjuflokkar sem berjast um fylgi ungs fólks sem er þannig lynt, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn.

Og þessir þrír flokkar eru líka flokkar Evrópusinna.

Viðreisn er síðan flokkur viðskiptaráðs, enda eru viðskiptamógúlar dagsins í dag ekkert fyrir þjóðlega íhaldsstefnu.

 

Þess vegna er það ákaflega óvarlegt hjá Sjálfstæðisflokknum að fara gegn gamla fólkinu með stuðningi sínum við helsta baráttumál Viðreisnar og Samfylkingarinnar, orkupakka 3, því í þeim pakka er ekkert sem gamla fólkinu hugnast.

Foreldrar þessa fólks barðist fyrir lögformlegu sjálfstæði landsins, það hins vegar gerði það sjálfstæði að möguleika með uppbyggingu innviða og atvinnu.  Því sjálfstæði er ekki yfirlýsing, sjálfstæði er aðgerðir, að til staðar sé allt sem geri þjóðir sjálfstæðar.

Orkupakkinn er ógn við alla þessa hugsun, hann færir forræði auðlindar yfir til stofnanna Evrópusambandsins þó formlega beri kvislingurinn innlent nafn, Orkustofnun.  Og hann flytur atvinnu úr landi, atvinnu sem tók áratugi að byggja upp í skjóli ódýrrar innlendrar orku.

 

Og hann stelur eignarhaldinu frá þjóðinni, yfir í vasa fjárfesta.

Það er það sem felst í markaðsvæðingu orkunnar á samevrópskum samkeppnismarkaði.

Að halda öðru fram er í besta falli hrein blekking.

 

Þessi skoðanakönnun var gerð áður en afhjúpað var að þair ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem með málið hafa að gera, þau Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún, blekktu þegar þau héldu því fram að fræðimönnum bæru saman um einhliða fyrirvara þeirra héldu.

Á fundi utanríkismálanefndar kom skýrt fram að svo er ekki, fræðimenn benda á að um það séu engin þekkt dæmi, en ótal um að einhliða fyrirvarar haldi ekki.

Sem og að vísvitandi er verið að brjóta stjórnarskrána.

 

Vandi Sjálfstæðisflokksins er að gamla fólki fylgist með fréttum, og því er ekki hægt að fela blekkingarnar og rangfærslurnar. 

Það er nefnilega ekki eins og unga fólkið sem veit ekkert í sinn haus, og ætti ekki að hafa kosningarétt fyrr en fyrsta lagi uppúr þrítugt.  Svona miðað við það andvaraleysi þess gagnvart þeim öflum sem ógna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, velmegun hennar og velferð.

Það var fólk sem var komið á miðjan aldur og eldra sem reis uppí ICEsave, og það er líka að rísa upp núna gegn orkutilskipunum Evrópusambandsins.

Og mikið af þessu fólki kýs Sjálfstæðisflokkinn.

 

Í dag berst það innan flokksins við landsölufólkið, en hvað gerir það ef vilji þorrans verður undir vegna þess að flokksforystan er taglhnýtingur Brussel.

Ver hvorki land eða þjóð þegar að er sótt á óbilgjarnan hátt.

Þar er efinn.

 

Ég myndi ekki treysta á efann í sporum formanns flokksins.

Það hlýtur að vera til leið að sætta hin ólíku sjónarmið.

Til dæmis sú sem Stefán Már Stefánsson og Friðrik Hirst benda á;

 

""Þá séu eng­in ákvæði í EES-samn­ingn­um sem gefa ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir­vara um að inn­leiða ákveðin atriði samn­ings­ins, eins og ríki ESB hafa. Það myndi þarfn­ast yf­ir­legu að semja laga­leg­an fyr­ir­fara um ákvæði þriðja orkupakk­ans. Það að senda málið aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar gæfi tæki­færi til þess að fara fram á lög­form­lega fyr­ir­vara eða und­anþágur."."

Skynsamt fólk grípur þessa líflínu.

 

Ekki nema það vilji skemmta skrattanum í Viðreisn.

Á rústum flokks síns.

Kveðja að austan.


mbl.is Fimmtungur styður Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 94
  • Sl. sólarhring: 1765
  • Sl. viku: 3570
  • Frá upphafi: 1324656

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 3126
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband