Sagan gengur aftur.

 

Eins og Móri sem seint er kveðinn í kútinn.

 

Það eru ekki mörg ár síðan að þáverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fullyrti í ræðustól að í ICEsave deilunni væru uppi fullyrðingar sem stæðust enga skoðun.  Vísaði hún þar á meðal í lögfræðiálit lagaprófessorsins Stefán Más Stefánssonar sem og svipuð álit sem höfð voru eftir norskum lagaprófessor.

En reyndar kvartaði hún ekki yfir óeðlilegum afskipum Norðmanna af ICEsave deilunni.

Allir þekkja endalokin, EFTA dómurinn kvað á um að Jóhanna hefði bullað og logið, en þeir sem héldu uppi vörnum fyrir þjóðina, höfðu rétt fyrir sér.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson er með svipaðan málflutning í dag.

Í ekki siður alvarlegu máli, orkupakka þrjú, þar sem forræði orkuauðlinda þjóðarinnar fer til Brussel, og í kjölfarið munu þær verða markaðsvæddar, breytast úr auðlind í markaðsvöru í einkaeigu.

Hann fullyrðir eins og Jóhann, og alveg eins og hún, færir hann engin rök fyrir sínu máli.

Stefán og norski prófessorinn hafi bara rangt fyrir sér, hann rétt.

Þó rökstyðja þeir, hann fullyrðir.

 

Og í húfi eru hagsmunir lands og þjóðar.

Hann vill selja, þeir vilja vernda.

Þá var það Samfylkingin, núna er það Sjálfstæðisflokkurinn.

Að öðru leiti algjör endurtekning.

 

Og þó sagan gangi aftur, þá verður niðurstaðan sú sama.

Grasrótin mun gera uppreisn, og landsölufólkið tapa.

Það var aðeins í Spaugstofunni þar sem boltinn í vítaspyrnunni lá inni í endurtekningunni.

 

Af hverju læra menn ekkert.

Af hverju ljúga menn svona.

 

Hvað gengur þessu fólki til??

Kveðja að austan.

 
 

mbl.is Fyrirvarinn ekki í yfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum svo sannarlega vona það Ómar, að grasrótin geri þá uppreisn sem dugi og landsölufólkið tapi.  En mundu að græðgi og illska landsöluhyskisins hefur vaxið eftir að Bjarni Ben bar fé á þingmenn og æðstu stjórnsýslu.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.4.2019 kl. 19:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Auðvitað tapar landsölufólkið Símon, við skulum vona það þeirra vegna.

Engum vil ég svo illt að þurfa að gista Hraunið vegna sögulegra landráða.

Hins vegar held ég að Bjarni Ben sé ekki gerandi í þessu máli.

Í þessu máli fer saman landlægur undirlægjuháttur Evrópusinna í Samfylkingunni og Pírötum, viljinn til að halda völdum sem skýrir 98% afstöðu Framsóknar og VG, og hagsmunir auðsins, sem er hið stóra hreyfiafl í málinu öllu saman. 

Í því samhengi er Bjarni bara peð, en nytsamur vinnumaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2019 kl. 20:09

3 identicon

Kynntu þér hverjir keyptu virkjanaréttinn af Ratcliffe.  Segðu mér svo að Engeyingar séu "bara peð í málinu".

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.4.2019 kl. 20:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú hugsar smátt Símon minn, verðmæti orkuauðlinda okkar eru margfaldar þær upphæðir sem Engeyingar ráða yfir.  Það er Landsvirkjun sem er undir, ekki einhver virkjunarréttur einhvers Ratcliffe, sem gæti mín vegna verið persóna í teiknimynd frá Disney.

Þú sérð vinnumennina, og þú hefur séð þá áður.

Þá þjónuðu þeir hrægömmum, þeir þjóna þeim ennþá.

Reynslunni ríkari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2019 kl. 22:34

5 identicon

Auðvitað er niðurbútun Landsvirkjunar markmiðið.  Heldurðu virkilegs að ég viti það ekki?

Fyrst sölsrðu undir þig nokkrar smávirkjanir og krefst þess svo að Landsvirkjun verði bútuð niður vegna "markaðsráðandi" stöðu hennar.  Því næst kaupirðu bútana í gegnum net af kennitölum og kemur því í skjól á aflandseyjum.  Nú mátt þú taka við og lýsa því sem svo gerist.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.4.2019 kl. 22:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þess vegna höldum við okkur við aðalatriðin Símon, ekki aukaatriðin, hvað þá að persónugera þessa ógn í einum manni eða einum flokki.

Slíkt skemmtir aðeins skrattanum, og við ættum alveg að láta hinn meinta ESB andstæðing Björn Bjarnason um þá deild.

Þú fylkir ekki sjálfstæðisfólk gegn þessari landsölu með því að skattyrðast útí forystufólk flokksins, þú færð ekki landsmenn til að átta sig á hinni raunverulegu ógn sem er hið alþjóðlega fjármagn með því að hamra á innlendum sílum.

Þetta er alvaran Símon.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 07:44

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar

Ég er farinn að trúa því að margir Alþingismenn séu ekki læsir.

Ef og eða þegar sæstrengur verður lagður þá færist allt ákvörðunarvald yfir til ESB, Á þetta hefur verið bent á ítrekað.Því skil ég ekkert í Ráðherra að vera að leggja þennan Orkupakka fram með þessum agnúum.

Setja þarf á í skyndi lestrarnámskeið fyrir Alþingismenn svo þeir geti lesið sér til gagns varðandi þessa tilskipun svo þeir fremji ekki Landráð.

Ég vona að þingmenn sjái að sér og hafni þessum Orkupakka 3 og sendi hann til baka.

Ekki er framkominn neinn rökstuðningur um ágæti þessarar tilskipunar til handa okkur íslendingum í ljósi þess að að hér sé enginn rafmagnssnúr til Evrópu.

Eggert Guðmundsson, 9.4.2019 kl. 08:44

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Þjóðin snýst að öllu afli gegn EES samningnum, þegar hún áttar sig á því að stjórnmálamenn notfæra sér hann til að innlima okkur smám saman inn í ESB í stað þess að nýta sameiginlegu EES nefndina til að fá verðskuldaðar og réttar undanþágur. Stjórnmál embætismannana, ekki stjórnmál kjósenda.

Júlíus Valsson, 9.4.2019 kl. 08:59

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Ég er sammála þér um að það eru sterkari öfl að baki en Engeyjarættin. Hún mun þó vissulega þiggja mola af veisluborðinu og kannski skýrir það þögn BB.

Hitt verður erfiðara að trúa, eftir því sem á málið líður, að þjóðin fái einhverju ráðið. Utanríkisráðherra leggur málið fram sem þingsályktun og kemst þannig framhjá forsetavaldinu. Ef forsetinn hefur síðan kjark til að vísa lögum tengdum tilskipuninni, til þjóðarinnar, mun málið ekki lengur snúast um orkumálabálk EES samningsins, heldur um allan samninginn eins og hann leggur sig. Sjálfur myndi ég fagna slíku, hef aldrei verið hlynntur aðild okkar að EES. En hætt er við að þetta muni standa verulega í forsetanum, að hann hafi ekki kjark til að leggja EES samninginn að veði, þó hugsanlega hefði verið hægt að fá hann til að fórna orkuákvæðum þess samnings.

Það verður því fátt til hjálpar. Vissulega mun andstaða verða fyrir hendi en ég fæ ekki séð hvernig hægt verður að beisla hana til réttra verka.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2019 kl. 10:39

10 identicon

Hættulegastir eru lepparnir.  Trójuhestarnir.

Þingið er fullt af þeim.  Þriðji orkupakkinn verður samþykktur og þar með halda engin lagaleg rök til mótbára.  Nei, ég skal ekki gagnrýna þingmenn sem samþykkja pakkann, því það má ekki persónugera vandann.  Ertu að grínast Ómar?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 11:37

11 identicon

Stríðið er núna. 

Það þýðir ekki að koma eftir að pakkinn er samþykktur á þingi og segja þá að við skulum kæra, kæra hvern og hvað? Þingið? Og fyrir hvaða dómstóli ætti það eiginlega að vera?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 11:52

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon minn.

Einn pistill minn mun fjalla um Trójuhesta og þá með tilvísun í Björn Bjarnason, en þú komst með ágætan flöt sem er Trójuhestar umræðunnar.

Rök mín eru skýr, þú mátt alveg kjósa að gera þér upp skilningsleysi.

Spurning hverju það þjónar.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 12:48

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Ég hef heyrt því fleygt að harðir ESB andstæðingar óski þess að orkupakkinn verði samþykktur, þannig að eina vörn þjóðarinnar sé að segja upp EES samningnum.

Það má vel vera að það endi svo.

En það er ljóst að ef meirihluti er á þingi að samþykkja skýr brot gegn stjórnarskránni, og ef ríkislögreglustjóri kýs að hundsa hvað veldur, þá mun koma fram stjórnmálaafl sem mun láta reyna á lög og reglur þjóðarinnar.

Því lög gilda, og það voru lög sem jörðuðu síðust landráð.

Þó atkvæðin hafi farið eftir kosningarnar 2013 til flokka sem í hjarta sínu voru sammála gjörðum Jóhönnu og Steingríms, og því voru landráðin órefsuð, þá er ekki um slíkt að ræða í dag.

Úlfurinn kom undan sauðargærunni, og þó gæran hafi haft á sér ýmsa flokksliti, þá blekkir úlfurinn engan.

Það mun reyna á lögin, og þau eru skýr hvað varðar aðför að stjórnarskránni.

Aðeins spurning hvort plássið á Hrauninu dugi??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 12:55

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Það er enginn efi að þingmenn séu læsir, en dollaralæsi þeirra er bara sterkara.

Gleymum því ekki að það var áætlað að hátt á þriðja hundruð landráðafólks, sérfræðingar á sviði almannatengsla, hagfræði og lögfræði, hafi gengið erinda hinna erlendu hrægamma, og þeir höfðu fullnaðarsigur.

Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli Bjarna, og kengbeygðs Sigmundar fólst aðeins í að það var ekki flutt úr landi sem ekki var hægt að skipta í erlendan gjaldmiðil.

Þetta fólk er ennþá að störfum, til dæmis las ég umræðu um að næsta skref þess væri að yfirtaka orkufyrirtæki þjóðarinnar svona fyrir sirka 2-3 árum síðan, skyldi hana ekki alveg enda ekki paranaud, en ég hafði rangt fyrir mér, ég skil þetta mæta vel í dag.

Við vorum ekki svikin Eggert, við vorum seld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 13:01

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er nú það, fátt til varnar, eða þannig.

Sammála rökfærslu þinni um molana sem knýr hið íslenska ættarauðvald áfram, en bendi á að slík rök skýra ekki til dæmis afstöðu Pírata eða VG, eða Framsóknar.

Þess vegna vil ég ekki að við gerum andstæðingum okkar þann greiða að minimala hvatirnar, það er aðeins vísan á beinan ósigur.

Varðandi Guðna, þá er það bara þannig að hann mun ekki geta stöðvað landsöluna, þó hann vildi.

En við getum það.

Lögin eru okkar, og það er ekki hægt að skauta fram hjá þeim.

Jafnvel þó Trójuhestar umræðunnar munu gera sitt besta að kasta öllu á dreif.

Þeir eru bara svo fáir, við hin svo fjölmenn, og við mun stilla saman strengi okkar.

Þess vegna er umræðuvettvangurinn, þar sem margskonar sjónarmið koma fram, svo mikilvægur.

En að lokum verðum við sameinuð, á því er enginn efi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 13:08

16 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Ómar og takk fyrir góða pistla sem endranær.

Þegar ráðherra segir að ekkert þurfi að óttast,

þá þarf maður einmitt að óttast.

Það er nefnilega alltaf eitthvað annað sem hangir

á endanum sem við fáum ekki að sjá.

Við höfum horft uppá þennan skrípaleik áður og

alveg merkilegt að þingheimur ætlar ekkert að

læra af sögunni.

Þetta lið er kosið í ólýðræðislegum kosningum á

þing og einmitt vegna þess er alþingi eins og það er

í dag. Haugur af ónytjungum sem komust þangað

í nafni lýðræðis, sem er fótum troðið í svokölluðum

prófkjörum, sem eru stillt ávallt upp þannig að

lúserinn, yfirleitt fyrsta sæti, fer inná þing með

fáránlegum minnihluta. Það er ekki sá sem fær

flest atkvæðin sem fer inn, heldur sá sem forystan

stillir uppí sætin og svo má enginn bjóða sig

í efsta sætið til að tryggja að  gullkálfur flokksins

fari inn.

Nægir að benda á SJS sem fór inn á 199 atkvæðum forðum.

Meðan svona er, er ekki furða að alþingi er eins

og það er. Samsuða af fólki sem er ekki að vinna fyrir

land og þjóð. Heldur hagsmuni allra annarra.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.4.2019 kl. 17:59

17 identicon

Tek undir orð Sigurðar um pistlana þína Ómar. 

Og einnig að þá fyrst þurfum við að óttast,þegar sendiherra ESB og Guðlaugur Þór segja að ekkert sé að óttast.

Ég er bara einn af þessum 82% af þjóðinni, sem treysta ekki þinginu fyrir horn í þessu máli.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 18:14

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit þitt Sigurður.

Ég er kannski ekki alveg sammála því að kosningar hér séu ólýðræðislegar, vissulega mannanna verk, og það er eðli forystu að vilja deila og drottna.

En í sjálfu sér veit ég ekki til þess að neitt annað mannanna verk sé betra, þó vissulega megi bæta allt og betra.

En þú ert með kjarnann;"Þegar ráðherra segir að ekkert þurfi að óttast, þá þarf maður einmitt að óttast."

Og það er stórfurðulegt að þeir sem þjóna almenningi og eiga að gæta að laga og réttar, skuli ekki hefja opinbera rannsókn á hvað hangir á spýtunni.

Þó maður fengi þó bara að vita hvaðan fjármagnið sem fóðrar er ættað.  Er það kínverskt, rússneskt mafíufé í þvotti, arabískir olíupeningar, eða gömlu góðu hrægammarnir?

Það bullar allavega enginn svona ófullur án ástæðu, og síðast þegar ég vissi hafa menn verið edrú á þingi eftir Klaustrið.

Það selur enginn þjóð sína á þann hátt sem gert er í þessu máli, nema eitthvað mikið komið í staðinn.

Nema kannski Píratar, þeir halda kannski að þetta sé tölvuleikur, og málið snúist um að komast á næsta borð.

En hinir eru allavega í raunheimi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 20:50

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Pétur.

Og það má bæta við að Guðlaugur sagði að forgangsmálið væri að gæta hagsmuna þjóðarinnar í einhverri tilkynningunni í aðdragandanum.

Eins og hann sé að reyna að slá út Æra Tobba í öfugmælum.

Allavega, úlfurinn er búinn að kasta sauðargærunni.

Kveðja  að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 730
  • Sl. sólarhring: 1408
  • Sl. viku: 2743
  • Frá upphafi: 1323543

Annað

  • Innlit í dag: 688
  • Innlit sl. viku: 2391
  • Gestir í dag: 672
  • IP-tölur í dag: 654

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband