Aðeins meðvirkir taka undir þessi orð.

 

Meðvirkir með misskiptingu, láglaunastefnu, og því þjóðfélagskerfi sem gerir Örfáum kleyft að flytja þjóðarauðinn úr landi á leynireikninga í skattaskjólum.

Á einhverjum tímapunkti þarf að stöðva þessa meðvirkni og henda út því fólki í verkalýðshreyfingunni sem tekur undir þessi orð Samtaka atvinnulífsins.

Það þarf að gera þetta áður ekkert lengur verður til skiptanna, að allt verði runnið í vasa fjármagnsins og þjóna þeirra hjá Samtökum atvinnulífsins, áður en kemur að ákveða kaup og kjör almennings.

 

Topparnir eru búnir að gefa tóninn,.

Hann er langt í frá skynsamlegur, hann er verðbólguhvetjandi, en hann er þeirra tónn.

Hann er þau viðmið sem þeir telja atvinnulífið og ríkissjóð geta borgað.

Annars væru þeir ekki að greiða sjálfum sér þessi laun.

Annars væru þeir ekki að hækka launin svona langt umfram almenna launaþróun.

 

Krafa verkalýðshreyfingarinnar á því að vera toppalaun á alla.

Konur og karla, háa sem lága.

 

Og þeir sem draga lappirnar, þeir eiga að víkja.

Eða verða reknir ella.

Þeir ráða.

 

Tími meðvirkninnar er lokið.

Kveðja að austan.


mbl.is Engar forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 3844
  • Frá upphafi: 1329375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3370
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband