Sjálfstæðir menn í Sjálfstæðisflokki.

 

Eru ekki ráðherraefni flokksins, svo einfalt er það á meðan Engey ehf stjórnar flokknum.

Og það er ekki illa meint, Bjarni er læs drengur, og hefur sannarlega lesið eina bók um ævina, Furstann, eftir mætan ítalskan rithöfund sem skrifaði kennslubók um völd og valdatafl svo gott sem snemma á 16. öld.

 

Og þar er sagt skýrum stöfum að Páll eigi ekki að vera ráðherra.

Hann er of sjálfstæður, telur sig jafnvel eiga sig sjálfan.

Þurfi því ekki að kaupa sér húfu til að taka ofan og sýna þannig auðmýkt þess sem aðeins þjónar.

Hefur ekkert með Suðurkjördæmi að gera, nema þá kannski þannig að flokksmönnum þar er ekki treystandi fyrir frjálsu vali í prófkjörum.

 

En Páll er stór og sterkur, og hefur svo sem á sinni lífsleið upplifað marga höfnunina.

Alltaf komið til baka.

Og á kannski eftir að koma til baka.

 

Fer eftir gengi þessarar ríkisstjórnar.

Hvort hún starfi farsællega út kjörtímabilið, eða hvort Bjarni hrökklist enn einu sinni með skömm úr stjórn.

 

Því líffræðilega hljóta tárakirtlar hans að tæmast, þegar þeir eru stanslaust hans eina vörn gegn ásókn grimmilegra örlaga sem una honum ekki farsælan stjórnmálaferil.

Frá því að frjálshyggjuöfl flokksins sendu nemanda Hannesar honum til höfuðs, og eitt lítið tár í beinni útsendingu varð honum til bjargar á Ögurstundu, þá hefur Bjarni notað þá ótt og títt, núna síðast þegar dyggur taglhnýtingur flokksins setti lögbann á umfjöllun Stundarinnar um allt gruggið kringum björgunina einu þegar Engeyingar náðu á 14. stundu að koma fjármunum sínum í öruggt skjól áður en öll spilaborgin hrundi haustið 2008.

Og skynsamur maður eins og Bjarni mun því ekki láta reyna á enn eitt tárið, því ef einhver á meira undir en Katrín Jakobsdóttir að þessi ríkisstjórn verði starfhæf, þá er það Bjarni Ben, framkvæmdarstjóri Engeyjar ehf, og formaður Sjálfstæðisflokksins.

 

Mistakist honum, þá mun tím Páls renna upp, því þó ráherradvergarnir í kringum Bjarna kaupi sér stígvél með extra háum sólum, líkt og Elton John forðum daga, þá munu fáir veita þeim athygli, nema þá kannski helst mæður þeirra.  Þó ekki víst.

Þetta veit Páll, þess vegna verður hann tryggast stuðningsmaður  ríkisstjórnarinnar, vitandi eins og er, að fall hennar veður að koma að utan, því verði hann á einhvern hátt bendlaður við það fall, þá er frami hans innan flokksins fyrir bí, því það er aðeins eitt sem sjálfstæðismenn fyrirgefa aldrei, og það eru drottinssvik.

Þess vegna vilja þeir miklu frekar starfa með VG en Viðreisn, aðeins kjarkleysi Katrínar kom í veg fyrir það samstarf síðasta haust.

Kjarkleysi sem var næstum því búið að koma þjóðinni á heljarþröm, því stefna viðskiptaráðs, stefna Hrunverjanna í viðskiptaráði var stefna síðustu síðustu ríkisstjórnar, og þegar var byrjað að naga niður allt niður, sem ennþá var ónagað í samtryggingu okkar og samhygð.

 

Örlögin gripu inní, og björguð þjóðinni frá mestu viðrinisríkisstjórn sem stjórnmálasaga okkar kann frá að greina.

Ríkisstjórn lyga, svika og blekkinga.

Drifin áfram af hugmyndafræði frjálshyggjunnar.

 

Páll var utangátt í þeirri ríkisstjórn, enda ekki frjálshyggjumaður.

Hann er utangátta í dag, því hann er sjálfstæður maður.

Með persónuleika og persónutöfra, eitthvað sem verður ekki sagt um núverandi og fyrrverandi ráðherra flokksins, sem reyndar er sama fólkið fyrir utan Jón greyið Gunnarsson, sem var fórnað til að sýna VG liðum fram á að einkavæðing og einkavinavæðing og einkavinaeinkaframkvæmd væri ekki áhersluatriði hjá núverandi ráðherrum flokksins.

 

Páll er leiðtogi.

Ekki dvergur.

 

Og á því ekki séns á meðan Bjarni er formaður.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Páll styður ekki ráðherralista Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kalla þig góðan Ómar minn að telja þig hafa fundið einn, ég sagði einn,

sjálfstæðan mann í þingflokki "Sjálfstæðis"flokksins. 

Held reyndar að þú sért þar full rausnarlegur í talningunni.

Í Valhöll var kosningin kremlísk þó einn vældi undan að fá ekki ráðherradóm.

Nei, Ómar minn, þar fyrirfinnst enginn sjálfstæður maður, allt saman sem værum við að horfa á mynd af Engeyjar Brésjneff og og rest.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 16:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ég var nú reyndar að slá rykið úr puttum mínum því ég á erindi í dag, en er svo skelfilega rykugur, enda lítt hugsað um þessi mál í marga, marga mánuði.

En eitthvað hefur þú misskilið upphitun mína, orðið sjálfstæður á fleiri merkingar en þær hvort menn séu slíkir með tilvísun í eldri stefnu flokksins.

Til dæmis þá, sem lesa má um í orðbókum, og segir að menn séu ekki öðrum háðir.  Svipuð merking og Laxness lagði í orðið þegar hann skrifaði Sjálfstætt fólk, annað af hans höfuðritum.

Og já, Páll er sjálfstæður gagnvart Engey ehf.

Af hverju heldur þú að hann sé hafður í frystinum??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2017 kl. 16:53

3 identicon

Skildi orðið sjálfstæður á sama hátt og þú Ómar minn.

Leyfði mér hins vegar að draga það í efann að þar fyndist nokkur sjálfstæður maður, allt jötuliðar til áratuga svo næstum jafnast á við Steingrím J. á 35 ári, enda virðist hann nú vera orðinn hjáguð Engeyjar ehf., brátt mun myndin af honum hanga á tilbeiðsluveggnum í Valhöll.

Og slíkt orsakar það að æ færri sjá ástæðu til að styðja þann flokk.  Þar er enga sjálfstæða menn í þingflokknum að finna.

En endilega bentu mér á hugmyndafræðilegan ágreining milli Palla og Bjarna ef þú telur þig vita hver hann er.

Mbkv., Pétur

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 17:12

4 identicon

Smá viðbót:

Að vilja völd og ráðherradóm er alls ekki það sama og að vera sjálfstæður maður, alls ekki.

Sjálfstæðir menn þora að standa og falla með sjálfum sér. 

Þeir væla ekki um ráðherradóm, en styðja svo mesta moð kjaftæðis stjórnarsáttmála sem nokkru sinni hefur verið skrifaður hér á landi.

Slíkir eru jafn hallærislegir og Andrés Ingi og Rósa Björk sem komu "heim" eftir að hafa þóst vera villikettir í hálfan dag.

Þú heyrir Ómar minn að ég er svartsýnn á bjartsýnina í dag.

Mbkv., Pétur

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 17:22

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Eigi held ég það Pétur, langt í frá.  Og andsvar þitt hnykkti á þeim skilningi þínum sem er misskilningur miðað við skýr efnistök pistils míns. 

Sjálfstæði Páls felst í því að hann skríður ekki fyrir Bjarna, gerði sig ekki sjálfviljugan að dverg.  Vísa þar í nokkra pistla mína sem fjölluðu um dverga og undirlægjur, það er eftir að Bjarni sótti sér ráðherra á sjúkrastofu í Sviss, fyrrum þingmann sem átti alla sína upphefð Bjarna að þakka.

Var þá nú reyndar mest að gera grín að Guðlaugi, fall hans var hátt, en brestir reyndar ekki miklir.  Sem hafði reyndar með pólitíska þyngd hans að gera.  En öllu gamni fylgir alvara, í raun er illa komið fyrir flokki þar sem formaður hans grefur skipulega undan hugsanlegum mótframbjóðendum.  Eins og hann hafi ekkert lært af borgarstjórnartíð Davíðs.

Og Páll hefur ekki bara persónuleika og persónutöfra, hann hefur líka forystuhæfileika, líkt og hann hefur sýnt og sannað í fyrri störfum sínum.

Og hann sækir ekki upphefð sína til Engeyjar ehf.

Og slíkt sjálfstæði er ekki liðið.

Ekki innan Sjálfstæðisflokksins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2017 kl. 17:25

6 identicon

Það skal viðurkennt að sá á nokkurt hrós skilið sem gerir sig ekki sjálfviljugan að dverg.

Mbkv., Pétur

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 17:41

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2017 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 1071
  • Frá upphafi: 1321834

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband