Eftirávitrir sjálfstæðismenn hundskamma Steingrím.

 

Að hann skuli hafa vogað sér að hafa endurreist þetta höfuðvígi Sjálfstæðisspillingarinnar á Suðurnesjum.

Steingrímur segist hafa verið plataður, hann hafi aðeins séð toppinn af spillingu flokkseigandafélags Suðurnesja.

Eftir stendur að það er ekki klókt að leggja höfuð sitt að veði við að þrífa annarra flokka skít.

 

En Steingrím er viss huggun, hann er pólitískt höfuðlaus.

Fékk sitt pólitíska tækifæri og seldi það fyrir völd og klapp auðstéttarinnar á bakið.

 

Hann verður því ekki höggvinn í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Vildu ekki tapa meiri peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann hætti vitaskuld ekki með þessu að vera pólitískur og heldur ekki að vera nepotískur.

Var tilgangurinn kannski sá að búa til fordæmi til að bjarga með sama hætti Sparisjóði Þórhafnar, þar sem hans frændgarður hans og vinir áttu stóran hluta stofnfjárbréfanna?

Jón Valur Jensson, 3.5.2016 kl. 18:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Ég held að allavega fyrstu misseri Steingríms, og líklegast þau flest, hugsanlega öll, þá hafi Steingrímur gert það sem honum var sagt að gera.

Dyggari þjónn AGS er vandfundinn.

Hann spilaði með valdinu allan tímann og á sér enga afsökun.

Þess getur hann ekki ort Höfuðlausn hina nýju, ólíkt Agli Skallagrímssyni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2016 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1277
  • Sl. sólarhring: 1491
  • Sl. viku: 3290
  • Frá upphafi: 1324090

Annað

  • Innlit í dag: 1173
  • Innlit sl. viku: 2876
  • Gestir í dag: 1065
  • IP-tölur í dag: 1027

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband