Tveir alvöru frambjóðendur?

 

Ef Sigríður Inga hefði verið alvöru frambjóðandi þá hefði hún ekki ráðist gegn Árna Pál með þeim hætti sem hún gerði.

Ef hún hefði verið alvöru frambjóðandi þá hefði notað önnur rök en þau sem hún notaði í útvarpsviðtali að hún hefði ákveðið að grípa tækifærið þegar það gæfist.  Svona tala egóistar sem í raun velja stjórnmálaflokk eftir framamöguleikum en ekki lífsskoðunum.

Ef hún hefði verið alvöru frambjóðandi þá hefði hún ekki stamað út sér þegar hún var spurð um hvort einhver málefnaágreiningur væri til staðar, að hún vildi skerpa áherslur í velferðarmálum. Hún hafði ekki hugsað svarið því hugur hennar var allur við stóra tækifærið sem henni var lofað.  Ef hún hefði verið búin að hugsa svarið, þá hefði hún ekki fallið í þá gildru að svara einhverju sem vel undirbúinn fréttamaður hefði getað afhjúpað með næstu spurningu; "Hvar sjást merki un hinn meinta málefnaágreining?, hvar sjást merki um að þú hafir barist fyrir hinum meintu skerpingum, og mætt andstöðu núverandi formanns?".

 

Málið er að það var bara einn alvöru frambjóðandi, mótframboðið var á vegum grímulausra hagsmunaafla, sem vildu refsa Árna Páli fyrir að vera ekki nógu leiðitamur.

Og í framboð var fengin dúkkulísa, sem átti að brosa og vera sæt.

Eftir stendur klofinn flokkur, eyðilagður formaður.

 

Og svipan sem allir óttast.

Kveðja að austan.


mbl.is Kaus ekki sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1138
  • Sl. sólarhring: 1268
  • Sl. viku: 6612
  • Frá upphafi: 1337312

Annað

  • Innlit í dag: 1031
  • Innlit sl. viku: 5759
  • Gestir í dag: 958
  • IP-tölur í dag: 920

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband