Börnin eru úti á túni.

 

Og ekki nema gott um það að segja.

Því einkenni barna er jú barnaskapur.

 

Hins vegar afsakar ekkert eldra fólk sem ver ekki framtíð barna sinna.

Núna þegar grímulaus hagsmunaöfl ýta undir ólgu og upplausn í þjóðfélaginu.

 

Svo vitni í kennslubók sögunnar, þá sigruðu falangistar ekki borgarastríðið á Spáni vegna hersnildar Franco, því sá ágæti maður kunni fátt annað en að binda bindishnút, og pússa skóna sína.

Þeir unnu vegna þess að hið íhaldsama fjármagn bar fé á hreyfingu anarkista, gerðu hana gildandi, og þar með var feigð hin unga lýðveldis ekki forðað.

 

Kennslubók sögunnar segir líka að sagan endurtaki sig.

Hver er vörn þjóðarinnar gegn auðræði sem vinnur gegn lýðræðislegum rétti launafólks með hótun um að verðtryggingin éti upp alla kjarbætur launþega?

Hver er vörn þjóðarinnar gegn Tortillakerfinu sem leyfir eignarhaldi að gufa upp í  skúffum skattapardísa og skattgreiðslum einhvers staðar á leiðinni þangað?

Hver er vörn þjóðarinnar gegn ásælni vogunarsjóða í skattfé landsmanna??

 

Eða svo ég dragi þetta saman; Hver er vörn þjóðarinnar gegn auðkerfinu sem setti okkur á hausinn haustið 2008, og náði eftir fjármálahrunið að stýra endurreisn efnahagskerfisins í sama farveg??

Anarkistar og bullukollar sem tala um bréf utanríkisráðherra sem aðför að þingræðinu??

 

Hvað hafa Píratar lagt til málanna, núna í dag, í gær, eða dagana þar á undan??

Eitt orð.

Ekkert.

 

Já, sagan endurtekur sig.

Kennslubók sögunnar lýgur ekki.

Því miður.

 

Því við fullorðna fólkið kunnum ekki að verja samfélag okkar, nútíð okkar eða framtíð.

Lifum í fortíðinni, tuði, röfli.

Verjum ekki lífið sem við sórum að vernda.

 

Því miður.

Kveðja að austan.

 


mbl.is 38% ungs fólks myndi kjósa Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Píratar eru óttalegt djók og þar er Helgi Hrafn þingflokksformaður fremstur meðal jafningja.

Maðurinn telur sig vera mikla mannvitsbrekku en á því eru tvær hliðar.

Helgi (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 23:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég vildi að það væri rétt að Píratar væru djók, en því miður er þeir mun verra en það.

Varðandi nafna þinn þá held ég að um hann gildi eins og um mig og þig, hann er eins og hann er með sínum kostum og göllum.

Sem og ég held að hann sé að reyna sitt besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 09:50

3 identicon

@2:

Helgi Hrafn er ábyggilega að gera sitt besta en stundum er það ekki nóg. Ég rakst á þetta myndband fyrir nokkru síðan.  Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta vegna framgöngu Helga Hrafns þarna:

https://www.youtube.com/watch?v=HFhkfEobdNs

Ég hef ekki séð manninn í sama ljósi og áður eftir að hafa horft á þetta myndband. Ég skil ekki hvernig nokkur maður sem er jafngreinilega svakalega illa að sér um efnið og raun ber vitni skuli telja sig umkominn þess að gerast frummælandi um þetta umræðuefnis em hann veit greinilega ekkert um :-(

Helgi (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 12:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Mér dugði nú alveg sú fullyrðing nafna þíns að klaufabréf Gunnars Braga væri aðför að þingræðinu.  Og ég skal játa að mér brá dálítið þegar í ljós kom að allir hlógu sig ekki máttlausa, heldur var málið rætt á þessum forsendum.

En  það er illa gert að velta sér of mikið upp úr þessu myndbandi, Helgi Hrafn veður þarna á þekkt mið tómhyggjunnar að vita ekkert um hvað þeir eru að segja.

Mætari stjórnmálamenn en hann bulla meira um málið.

Ég kalla smitberann pólitískan rétttrúnað og skemmti mér við nokkur greinarskrif þar sem ég tengdi hann við ógnina af Íslamistum, sem nota bene eru múslimar, en allir múslimar eru ekki Íslamistar.

Það datt nokkrum í hug að pirra sig út af því og kalla mig ýmsum ávirðingum, eins og til dæmis þeim að ég væði ekki í vitinu.

Og eitthvað minnir mig að ýmsir skoðanabræður þínir leggi á sig langan krók til að segja mér hvað ég er vitlaus.

Samt finnst mér ég vera alveg óvitlaus.

Sem kannski ætti að leiða að þeirri niðurstöðu, að það sem einum finnst, finnst kannski alveg öllum öðrum.

Og ég held að það gildi um nafna þinn líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 74
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 5358
  • Frá upphafi: 1326904

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 4758
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband