Fólkið sem studdi ekki þjóð sína.

 

Gegn ICEsave fjárkúgun breta, og barðist í raun til síðasta manns að þeim svikasamningum yrði þvingað uppá þjóðina, það mætti á Austuvöll í dag.

Fólkið, sem studdi 22 virkjanir til að hægt yrði að sjá 3 risaálverum , auk nokkurra smærri stóriðjuvera, fyrir raforku, en þær fjárfestingar voru taldar nauðsynlegar svo þjóðarbúið gæti staðið í skilum við breta vegna ICEsave samningana, það mætti niður á Austurvöll í dag, og mótmælti.

Fólkið, sem vildi loka sjúkrahúsum á landsbyggðinni, fjársvelta Landsspítalann, afskrifa skuldir eignarhaldsfélaga og auðmanna, en hundelta hinn almenna borgara ef hann gat ekki staðið í skilum með sínar stökkbreyttu skuldir, sem studdi ríkisstjórn sem lagði út hundruð milljarða úr almannasjóðum svo hægt væri að endurreisa hið fallna fjármálakerfi sem næst því sem það var fyrir Hrun,  sem ..... .

 

Það mætti á Austurvöll í dag til að mótmæla.

Mótmæla þeim gjörningi að utanríkisráðherra sendi bréf þar um að hann væri ekki lengur að ræða við ESB um aðild að sambandinu, og það sem meira er, að hann teldi að Ísland væri ekki umsóknarríki á meðan núverandi ríkisstjórn færi með völd.

Það mætti til að mótmæla ENGU.

 

Slíkt er einstakur viðburður í Íslandssögunni, og þó víðar væri leitað.

Jafnvel þó leitað væri í hirslum meistara fáránleikafarsans, ítalans Derio Fo.

Gæti samt átt sér samsvörun í súrrealík Jóns Gnarr, en þó einhverju sem er ennþá ósamið.

 

Látum það vera hvað fær þetta fólk loksins til að mótmæla. Og hvað það var sem það mótmælti ekki, heldur studdi í  gegnum þykkt og þunnt.

Látum það vera þó það sæti heima þegar þess eigin ríkisstjórn, sú sem fékk Alþingi til að samþykkja aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, samþykkti að slá þeim viðræðum á frest, án þess að fá til þess formlegt samþykki Alþingis.

Látum það vera að ekkert hefur verið rætt við ESB um aðild frá því snemma árs 2013, og það mun ekki vera gert fyrr en í fyrsta lagi þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Samfylkingarbræðingnum.

 

En að þetta bréf, sem er ekki um neitt, annað en þegar þekktar skoðanir utanríkisráðherra, skuli hreyfa við fólki þannig að leggi út í garrann til að mótmæla á Austurvelli, það er sorglegra en tárum taki.

Því það afhjúpar algjöra hjarðhegðun þar sem engin sjálfstæð hugsun stendur í vegi.

Þetta er verra en nokkur dáleiðsla þar sem einhver skrípahegðun fylgir í kjölfar hljóðmerkis.

Því þetta er algjör hlýðni við kalli vogunarsjóðanna, hins sjúkasta forms hins arðrænandi fjármagns hinna ofurríku.

 

Vitandi vits, án nokkurrar afsökunar.

Er blásið til ólgu og upplausnar, á meðan ráðandi öfl í ríkisstjórn og Seðlabankanum, koma skuldum einkaaðila á almenning.

Tilbúin deila í sinni tærustu mynd.

 

Samsek er ríkisstjórn fjármagnsins.

Samsekir eru fjölmiðlamenn sem éta upp, í stað þess að spyrja.

Samsekir eru allir þeir sem þegja um landsöluna, en gjamma um það sem ekkert er.

 

Því það eru ekki bara hinir aumkunarverðu sem mættu niður á Austurvöll sem eiga að skammast sín.

Heldur líka þeir sem láta glepjast af sýndinni eins og um alvöru atburð sé að ræða.  Að leikararnir  séu alvöru fólk sem takist á um einhvern raunverulegan atburð.

Sem og allir þeir sem þegja á meðan launráð eru brugguð, á meðan framtíð barna okkar er seld.

 

Það á að vera meira í okkur spunnið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Um sjö þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna kemur þú akkúrat með kjarnann og málið í hnotskurn.

Jóhann Elíasson, 15.3.2015 kl. 22:06

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman að heyra mannvitsbrekkur að austan gera lítið úr um 8000 einstaklingum sem mættu niður á Austurvöll. Hugsa reynar að heill hópur af fólki þar hafi verið ósammála því semja um Icesave.  Eins rétt að bena á að Slitabú Landsbankans eru nú búið að borga um 85% af icesave skuldunum. Það á fyrir allri skuldinni og nokkur hundruð milljaraða upp í aðrar kröfur. Þannig þó við hefðum samið um icesave þá hefðum við ekkert þurft að borga því að við hefðum átt kröfur upp á vextina í búið og fengið forgang á þeim. Næ nú ekkert hvað þú ert að tala um virkjanir og stóriðjur! Það eru núverandi stjórnvöld sem vilja taka virkjanakosti úr vernd í nýtingu. Og engin stóriðja hefur verið byggð hér síðustu ár.  Um hitt nenni ég nú ekki að tala! Bara að benda á að á Austurvelli voru fólk út öllum flokkum, fólk sem var með eða á móti Icesave. Fólk sem græddir á að gengislán voru dæmd ólögleg fólk sem græddi á lækkun skulda núna þar sem að við sem ekki áttum rétt á lækkunum vorum látin borga í raun því við faum ekkert að sköttum á fjármálastofnanirnar. Það var þarna fólk úr ýmsum áttum og það sýnir nú dómgreindarbrest að maður á Austurlandi sé að dæma þennan hóp úr fjarlægð! Vitandi ekkert um það

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2015 kl. 23:36

3 identicon

Ef hægt er að sjá hvernig hjarðhegðun virkar, þá var það þarna í dag.

Að svona fjöldi, skuli mæta til að mótmæla engvu, er hreint

út  sagt ótrúlegt. En þetta er fólkið, (meirihlutinn eins og það

segir alltaf sjálft) sem vild i koma þjóðinni á vonarvöl eins

og þú Ómar bendir svo réttilega á.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 23:37

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki ætla ég að gera lítið úr því að 8000 manns hafi mætt á Austurvöll í dag, til að mótmæla einhverju sem mér virðist ekki alveg á hreinu. Mótmælafundurinn komst alla vega ekki að neinni niðurstöðu og tilefnið óljóst, að mestu leyti fyrir utan bréfsnifsi til ESB um að Ísland hafi um annað að hugsa þessa dagana og fram að næstu kosningum alla vegana, en aðild að þessari óværu. Það mega allir mótmæla. Það er bara fínt. 8000 manns eru hins vegar ekki meirihluti þjóðarinnar og þar við situr. Að auki má benda á að menn á Austurlandi mega alveg hafa skoðun á hlutunum, þó þeim henti ekki að mæta á svona samkundur sem blásnar eru á með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Það voru líka gengistryggð lán tekin í þeim landshluta. Slitabú Landsbankans er búið að greiða það sem það er búið að greiða vegna þess að Icesafe dellan var felld, en það skilur sennilega ekki nokkur samfói.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2015 kl. 02:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jóhann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 09:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús Helgi.

Það væri skömm að halda því fram að þú þjáðist að minni fílsins.  Sök sér að þú hafir logið allan tímann um greiðsluskyldu íslensku þjóðarinnar á skuldum íslenskra banka í Bretlandi, og það er einnig sök sér að þú ert ekki læs á skrifaðan texta, og hafi því aldrei skilið hvað fólst í svikasamningi Svavars Gestssonar, eða þeim forsendum sem lágu til grundvallar í því áliti Hagfræðistofnunar HÍ eða Seðlabanka Íslands að þjóðin gæti staðið í skilum með samninginn, þó áætluð greiðslubyrði væri áætluð frá 30-60 milljarða árlega næstu árin eftir undirritun samningsins. 

Jafnvel þó forsendurnar um fjárfestingu í virkjunum og stóriðjuverum hafi verið skrifaðar stórum skýrum stöfum, og markendurteknar, þá veit ég að það dugar ekki til þegar ólæsi er annars vegar.

En að þú skulir vera búinn að gleyma sjónvarpsfréttinni af blaðamannafundi Steingríms og Jóhönnu, nokkrum dögum eftir að Svavarssamningurinn hinn fyrsti var kynntur, þar sem þau skötuhjúin tilkynntu stolt hinar fyrirhuguðu fjárfestingar, uppá sirka 330 milljarðar, sem yrði ráðist í um leið og ICEsave samningurinn yrði samþykktur af þinginu, það er hreinlega eitthvað sem ekki er hægt að fyrirgefa sanntrúuðum.

Menn gleyma ekki svona Magnús, það þarf bara augun og heyrn, til að meðtaka efni úr sjónvarpi, og því engin afsökun í boði.

Uss og svei.

Hins vegar er ég ekki alveg hissa á að þú skulir ekki vaða í því viti að fatta að ef bretar hefðu talið þrotabúið geta staðið í skilum, þá hefðu þeir ekki þvingað fram samninga þar sem íslenskir skattgreiðendur væru í ábyrgð, nema þeir hafi hugsað sér að taka það niður um leið og samningar hefðu verið undirritaðir, líkt og þeir gerðu ólöglega við bresku bankana sem voru í eigu Kaupþings og LÍ.

Hver veit hvað fjárkúgari og mafíutossi hugsar.

En ég er algjörlega óhissa á að þú skulir falla í þann rökpytt að telja upp einhverja einstaklinga sem voru niðri á Austurvelli, og nota það sem rök um að þeir sem ég taldi upp, hafi annað hvort ekki verið þar, eða ekki verið aleinir.

Eins og ég hafi nokkurn tímann haldið slíku fram.

Eða talið mig bera skyldu til að telja alla hina upp líka, ekki bara þá sem ég taldi fyndnast að væru þar.

Það er bara þannig með þig Magnús Helgi, að maður er ekki hissa yfir sumu sem þú lætur útúr þér.

Loks vil ég leiðrétta þann misskilning að ég sé að gera lítið úr þessum 8.000 einstaklingum, ég er að benda á að það sé þátttakendur i alvegum einstökum atburði, sem á sér fáar eða engar samsvaranir, og þá ef þær finnast, séu þær í hugarfylgsnum einhverra farsahöfunda.

Þetta er stórmerkilegt, alveg stórmerkilegt.

Það er ekki logið afrekum uppá okkur Íslendinga.

Og full ástæða til að benda á það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 09:32

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Og vill það enn Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 09:34

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Halldór.

Nei, þeim hjá samfó er ekki ætlað að skilja sumt.

En þeir nenna að mótmæla, það mega þeir eiga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 299
  • Sl. sólarhring: 574
  • Sl. viku: 1360
  • Frá upphafi: 1322123

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 1127
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband