Árni Páll hefur rétt fyrir sér.

 

Aldrei þessu vant.

Sýnir að hann getur þetta á meðan hann heldur sig frá evrunni, ESB og nytsemi þess að skera niður og eyða ef menn ætla sér að byggja upp vöxt og velmegun.

 

Vissulega voru skammir Sigmundar Davíðs hluti af þeirri valdabaráttu sem núna á sér stað í ríkisstjórninni, milli efnda og svika.

Og þar með er upp talið hið rétta í máli Árna Páls.

 

Ekki nokkur lifandi sála, fyrir utan formenn S-flokkanna, hefur haldið því fram að leiðrétting á forsendubresti heimilanna eigi að fjármagnast af ríkissjóði.

Hlutverk ríkissjóðs er að fjármagna samneysluna í landinu, ekki endurfjármagna bankakerfið eða leiðrétta afglöp þess.

Slíkt er hlutverk Seðlabanka.

Og gert hjá öllum siðuðum þjóðum nema þeim sem lúta stjórn manna sem játast Friedmanisma, það er að hagstjórn eigi að miðast við að halda lífi í gjaldmiðli þjóða en ekki þjóðunum sjálfum.

S-formennirnir þykjast ekki vita betur, eða eru þannig gerðir að þeir vita ekki betur.

 

Þegar þeir ráðast síðan á sína tilbúnu röksemd, um hina meintu fjármögnun ríkissjóðs, þá horfa þeir fram hjá þeirri bitru staðreynd að aðgerðarleysi í skuldamálum heimilanna kostar ríkissjóð árlega stórfé, bæði í minni skatttekjum sem og auknum kostnaði við ýmiskonar velferðarþjónustu vegna brotins fólks og brotinna heimila. 

Það eru ekki rök  í málinu að Friedmanisminn sem þeir játa sem sín hagtrúarbrögð, að hann mælist til þess að ríkið dragi sig út úr öllum velferðarútgjöldum, líkt og var á draumaskeiði þeirra á Englandi á fyrri hluta 19. aldar.

Engin velferð, engin útgjöld, gaman, gaman.

Það eru ekki rök því þeir hafa ekki ennþá innleitt þennan hluta siðleysisins þó þeir hafi náð að láta ríkissjóð endurfjármagna  fjármálakerfið og neitað almenningi um réttlæti í skuldamálum sínum.

 

Árni Páll, þegar hann náði að álykta einu sinni rétt, afhjúpaði brúna sem liggur milli þessara tveggja flokka, það er hinn einbeitta vilja að láta fólk éta það sem úti frýs á meðan erlendir vogunarsjóðir maka krókinn.

Að ekki sé minnst á alla vildarvinina sem hafa fengið allt sitt afskrifaða, eða þá sem náðu að stinga fé sínu undan í tíma.

Og hann náði líka að benda á þversögnina í málflutningi Bjarna, því þegar Bjarni sagði  "að hann vildi ekki grípa til aðgerða sem væru til þess fallnar að auka skuldir ríkisins;", þá afskrifaði hann um leið skattaleið Sjálfstæðisflokksins.

 

Því skattaleið Sjálfstæðisflokksins eykur skuldir ríkisins, því ekki nota menn sama peninginn tvisvar.

Augljóst mál þó sjálfstæðismenn ginu við þessu, en ágætt að Bjarni sjálfur tæki hina arfavitlausu kosningastefnu sína af lífi í beinni.

 

Árni Páll má hafa þökk fyrir að vekja athygli á þessum orðum Bjarna.

Og hann á þökk skilið að benda á baráttuna milli svika og efnda innan ríkisstjórnarinnar.

 

En hann á ekki þökk fyrir stefnu sína í málefnum heimilanna.

Hún er honum og flokk hans til skammar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Telur skammirnar hafa beinst að Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er orðið hvellskýrt að Palli Vill er enn heimskari en Árni Páll. 

Palli Vill og Már Guðmundsson eru nú orðnir hið nýja tvíhöfða par og vilja almúgann og Simma feigan. 

Þannig sýna þeir sitt eðli og hverjir borga þeim á bakvið tjöldin.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 16:13

2 identicon

Hvað Bjarna varðar þá vita allir hverra erinda puntudúkkur hans ganga.  Icesave III sýndi það. 

Það er engin furða að fylgið reitist af þeim flokki sem þorir ekki að losa sig við puntudúkkurnar.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 16:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni þú Dýpisins maður að þú hafir lesið nýjasta pistil Páls Vilhjálmssonar þar sem hann segir meðal annars þetta;

Hinn kosturinn er að kveikja í þjóðarheimilinu með tillögum um að moka ótöldum milljörðum til óreiðufólks sem keypti sér 500 fermetra hús á 100 prósent láni. Slíkar hugmyndir skapa ólgu í samfélaginu, pólitíska vanstillingu og eru ávísun á efnahagslega kollsteypu.

En þetta er samt það sem Páll hefur alltaf sagt, þó kannski sé orðun hans sterk í dag.

Það er húmorinn við ESB umsóknina, hún fær fólk til að rífast um það sem ekki er, á meðan fjármagnið fær frið til að ræna.

Og því miður er nöturleiki Páls sannur, það eru liðin 6 ár, skuldaleiðréttingin fer að verða viðfangsefni sagnfræðinga.

En á meðan menn standa ekki saman, og láta sundra sér með tilbúnum málum, þá er raunveruleikinn eins og hann er.

Fólk styður ekki þá sem berjast fyrir leiðréttingu skulda, það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 16:57

4 identicon

"Það er húmorinn við ESB umsóknina, hún fær fólk til að rífast um það sem ekki er, á meðan fjármagnið fær frið til að ræna."

Þetta er kjarni málsins Ómar og með sama áframhaldi verður Palli Vill yfirsagnfræðingur í Brussel. 

Hann hefur þjónað ræningjunum svo vel að þeir munu tryggja honum stöðu yfirsagnfræðings í Brussel.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 17:10

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar-

Ég er búinn að lesa þína pistla  sl. 4 -5 ár og verið þér mikið sammála í þeim flestum en þó ekki öllum.

En sjaldan hef ég séð 2 eða 3 málsgreinar í athugasemdum  í sama pistli sem segja það sem þú ert búinn að vera  að segja þjóðinni mörgum sinnum  í öllum þinum pistlum án mikililla andmæla.

"Og því miður er nöturleiki Páls sannur, það eru liðin 6 ár, skuldaleiðréttingin fer að verða viðfangsefni sagnfræðinga."

"En á meðan menn standa ekki saman, og láta sundra sér með tilbúnum málum, þá er raunveruleikinn eins og hann er."

þá vil ég benda á þá 3 málsgrein sem kemur fram í svari þínu, "En á meðan menn standa ekki saman, og láta sundra sér með tilbúnum málum, þá er raunveruleikinn eins og hann er ."

En ég er þér algerlega sammála á heilabúi Árna Páls - eða tilviljanlegt samband, þegar hann hristir hausinn. 

Það á etv. við marga okkar þá bestu.

Eggert Guðmundsson, 19.11.2013 kl. 22:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hræddur um það þú sem í Djúpinu dvelur.

Hann á sína stöðu vísa.

Því fátt fær menn frekar til að fylgja sér um evruna, en einmitt svona málflutningur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 23:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Ekki veit ég um andmælin, það er af hverju þögnin stafar.

En það er rétt, ég pistla yfirleitt um það sama, og með sama árangri.

Skil eiginlega ekki af hverju ég er að þessu.

En í dag langaði mig í 1.000 ip tölur, fyrst ég slysaðist óvart á hlaupunum í morgun til að henda inn pistli við fréttina um kaldranaleik kerfisins.

Þá fékk ég yfir 500 Ip tölur á smá tíma.

Og þá ákvað ég að klára dæmi, restin hlyti að nást.

En að öllu jöfnu þarf allt að vera brjálað til að lesturinn nái þessum himinhæðum hins óþekkta.

Núna verð ég að fara að róa þetta, áður en konan lætur mig fara að sofa fram á gangi.

Það er ekkert eiginlega að gerast sem réttlætir þennan tímaþjóf, og tilgangsleysið er algjört eins og þú bendir réttilega á.

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér með Bjarna og Sigmund Eggert.

Það er allavega engin von í þjóðinni, hún lætur sundrast, hún lætur fé sundra sér.

Það þýðir lítt að rífast við raunveruleikann, eins og ég er alltaf að reyna að útskýra fyrir þeim mæta baráttumanni frjálshyggjunnar, Helga.

En ég kem aftur þegar hvessir Eggert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 23:37

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.- ég gleymdi að segja í lokaorðum -eða hvað.!

Ég vil gjarnan heyra í "penna" eins og þér að koma með rétt lýsingingarorð yfir þá sjórnarherra okkar sem hafa stýrt okkar málum sl. 5 ár.

Sumir hafa haft þörf á því að skrifa sína sýn á hvað gerðist hérna og þeirra upplifun á því viðfangsefni að koma þjóð sinni til bjargar,sem var aðal viðfangsefni þeirra, eða þeirra  sem við kusum til þeirra starfa.

Allir þessir aðilar sem við kusum til þess að bjarga okkur frá þessu hruni á frjálsu falli rangra ákvarðanna, bæði fyrir 1993 - 2010 , og ég tel enn í dag.

Við höfum verið eins flestir stjórnendur okkar, að við höfum "hrist hausinn"  og hrist hann aftur og aftur, en við höfum ekki enn fengið  ekki samband. 

Ég tel að lýsing á  alvarleika  ástands  sé ekki gæfuríkt til árangus, því það er lýsining á raunveruleika  á alvarleika hvers og eins, eða amk. flestra.  Lýsing á alvarlegu ástandi er ekki tekið alvarlega , því það er búið að margtyggja þá "staðreynd" að allt sé í lagi-

Sú tugga er búinn að vera frá því að við upplifðum árið 2009-og þá sérstaklega afþeim sem við höfum kosið til að leiða okkur- og þeir eru búnir að samþykkja þann boðskap.

Við erum að sjá fréttir af "hrósyrðum" margra okkar forustumanna, um góðan árangur.-

Sumir hrósa sér fyrir skynsemi á

ákvörðun íslensku þjóðarinnar  - þeirri  skynsemi, þegar hún tók völdin af þeim völdu. -þeir ríkja enn.

Sumir hrósa sér þegar þeir settu "neyðarlögin" 'í þágu varnar þjóðarinnar !

-sem reyndist vera nálægt 2%  inneignaraðila í bankakerfi ÍSLANDS.

Já Ómar minn. Hrósið á sér margar uppsprettur og ég við gefa þér mitt hrós. Ég lifi mína baráttu í gegnum þig, þe. baráttu fyrir betra lífi barna minna og barnabarna. 

Þetta er barátta sem ég er tilbúinn að taka þátt í.

Börn og barnabörn okkar eiga betra skilið en lýgi og svik þeirra sem við völdum til forystu- og þvi stend ég með þér í því stríði sem þú stendur í með því að skrifa þína pistla  og andsvör við athugasemdir við þeim.

Það sem skiptir máli nú í dag er að koma okkar samfélagi í gang aftur með öllum þeim ráðum sem við kunnum- þá skiptir ekki máli aðferðafræðin eða e-h -ismi eða hægri eða vinstri  ráða ríkjum.

Það sem skiptir máli er að skynsemin ráði  ríkjum, skynsemi sem ríkir á meðal þjóðarinnar, þá skiptir að menn  velji leið þjóðarinnar  til vegsældarsem hún kýs sér.

Valkostunum þarf að stilla upp fyrir þjóðinni.

Valkostur sem valinn verður, skal vera valinn þannig að þjóðin geti slegið sér á brjóst.

 Ef þjóðin vær valið,  þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þeim sem hrista hausinn og fá ekki samband - nema við og við.

Eggert Guðmundsson, 19.11.2013 kl. 23:46

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar aftur 

Ég vænti þess að þú lesir þetta í morgunsárið. Ég hef greinilega verið að skrifa þegar þú svaraðir mér og hafðu þakkir fyrir það svar.

Ég kann vel við svarið um skákina og einnig þá samlíkinu sem þú  settir fram í öðrum pistli. 

Það hefur sýnt sig að  íslenska þjóðin kann mannganginn og veit þegar henni er skákað.

Reynsla mín er sú, síðustu 5 ár er sú að okkar þjóð lætur ekki setja sig í þá stöðu að verða mát.

(ég verð að nefna Icesave,Kúpa Norðursins,álit matsfyrirtækja og okkar "sér íslensku sérfræðinga" og ráherra í vali kjörinna, lýsingar þeirra á stöðu Íslands til stuðnings á mátinu, við átttum að leggja niður kónginn)

Ég vil trúa því að þeir treysti þjóð sinni, og því munu þeir leika skákina varlega, þó jafnvel þeir kunni hana ekki,  og vilji þessvegna skila skákinni í jafntefli

- ég vil ekki trúa á pattstöðu í skák  þessara pilta gegn þjóðinni.

Þessa sögutölu vita okkar stjórnarherrar og þeir vita einnig um sín takmörk og sína getu.

Þetta er  2 ungir "forustumenn sem náðu trausti þjóðarinnar í kosningu- menn sem við völdum, því við trúðum og treystum þeim. 

Eigum við  ekki að gefa þeim tækifæri að klára skákina sem þeir hófu við okkur.

Það er eitt sem ég vona þegar þeir ljúka skákinn með "jafntefli" þá uppgötvi þeir leikinn sem þeir hófu- báðir tveir.

Kannski sjáum við lausnir sem verða góðar  -    í kjölfarið

Í mínu tilfelli þá vil ég sjá kjöfarslausn vera nýja Íkr eða sjá Íslenskan Ríkisdal að nýju , þá í jafnvægi við stöðugan galdmiðil sem mælir  verðmæti okkar á líkan hátt og við gerum og endurspeglar sig sig í  þeim nýja gjaldmiðli sameigilegra verðmæta sem við munum vilja miða okkur við.

Eggert Guðmundsson, 20.11.2013 kl. 00:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Var að lesa númer 8, og ætla að staldra við.  

Þetta er það síðasta sem ég ætla að skrifa í bili á bloggið, nema ég á hina pósta þína eftir, og síðan á ég eftir að segja Caho við vini mína á veruleikafirrta þræðinum.

Þetta er flott færsla hjá þér, djúp og fær mann til að skipta yfir í enn eitt sjónarhornið.

Það er vonlaust að pistla svona, því það les það enginn, og það sem verra er, dregur úr lestri á þeim pistlum sem þurfa að vera lesnir ef andófið á að virka.

En gæfa margra pistla minna, sem allflestir eru samdir jafnóðum á þeim tíma sem ég hamra þá inn, er að ég hef í kjölfarið fengið umræður sem bæta þekkingu mína og varpa nýju ljósi eða sjónarhorni eða hvernig sem á að orða þetta, á það viðfangsefni sem maður er að spá í.

Það er ekki þannig, og þú veist það, að ég átti mig ekki á mörgum hliðum málsins, þó það henti ekki tilgang bloggsins að ræða þessar hliðar, það er í pistlum og andmælum við þá þegar það þarf að verja sjónarmiðin sem þar koma fram.  

Þegar  maður er á ystu nöf ögrana, og reynir ef eitthvað er að fara fram af, þá getur maður ekki gefið afslátt á rökfærslunni, því þá springur allt framan í mann.

Ég held að flestir sem þekkja til séu hættir að taka hvessu mína nærri sér, ef þeir lenda í henni, allavega sæi ég þá ekki aftur og aftur.

Og ég hef þetta langa mál í inngang til að útskýra viðbrögð mín við því sem þú segir hér; "Ég vil gjarnan heyra í "penna" eins og þér að koma með rétt lýsingarorð yfir þá stjórnarherra okkar sem hafa stýrt okkar málum sl. 5 ár.".

Þetta er meira en að segja það, en rétt greining ef hún er þá nokkurn tímann til, hjálpar manni bæði við vígaferlin, sem er meginhlutverk mitt, og við að íhuga lausnirnar, og þá á þeim forsendum sem þú útskýrir svo vel hér að ofan.

Það var svo sem ekki að ástæðulausu að ég lagði lag mitt við Lilju Mósesdóttur, ég sá hjá henni skýran hug sem reyndi að finna lausnir sem gengu upp.  Ég útskýri þetta betur í lokaspjalli mínu við Bjarna í veruleikafirrta þræðinum, og vísa í þau orð.  

Það var heldur ekki að ástæðulausu sem ég lagði það á mig að móta samhliða þessu andófsbloggi, mínar hugmyndir að lausn, það er lausn mannsins sem vil aðeins fá að lifa í friði og í sátt við náungann, og að ala börn sín upp í lífvænlegu samfélagi.

Er ég þá að tala um Samstöðuna um lífið, hagfræðina, aðferðafræðina og galdurinn sem ég tengdi við hið sama líf.

Mér fannst að ég þyrfti að gera þetta, og við slíka tilfinningu er ekki rifist.  

En ég varð strand, og sé ekki leiðina til lands.

Ég á ekki svör við núverandi ástandi, þekki ekki leiðina sem virkar í raunheimi.  Hef því lítinn rétt til að gagnrýna þá sem reyna.

Og ég veit það Eggert, en ég gagnrýni til að halda þeim við efnið.  

Því ég óttast náttúrulega svik, ekki vegna þess að menn vilji svíkja, heldur vegna þess að tregðan kemur málum í þann farveg.

Þessir menn verða að upplifa lífsháskann, að völd þeirra séu í húfi, ef þeir reyna ekki.

Það að reyna skiptir öllu, og svo verða menn að takast á við það sem uppá kemur.  Hin rétta lausn finnst alltaf á leiðinni að markinu, og því skiptir svo miklu máli að menn setji sér rétt markmið, og skelli sér svo útí storminn. 

Ég geri mér grein fyrir þessu Eggert, og ég geri mér líka grein fyrir að Jóhanna og Steingrímur voru að reyna eftir sinni bestu samvisku það sem hið hefðbundna sagði þeim að gera.

Það er ekki þannig að ekki sé verið að pína almenning í öðrum kreppulöndum.

Gæfa þjóðarinnar var sú að þau voru svo klaufsk, svo vonlaus, enda hófu þau vegferðina með sviknu loforðum, og einbeittum vilja að skapa ófrið, en ekki frið, að þeim mistókst að setja þjóðina í óleysanleg bönd skuldaánauðarinnar, og þess vegna er ennþá von.

Í raun var þetta ógæfufólk gæfufólk og fyrir það ber að þakka.

En ég get ekki notað annað orð en ógæfufólk yfir þau, því það sem þau gerðu var siðferðislega rangt.

Eitthvað sem siðað fólk gerir ekki náunganum, þó tilgangurinn eigi að heita göfugur það er ná tökum á efnahagsástandinu, eða hindra algjört hrun eins og Steingrímur segir svo oft. 

Stjórnmálamenn verða átta sig á að þeir eru ekki guðir, þeir mega ekki grípa til aðgerða sem sannarlega valda öðrum skaða, sem valda örbirgð og fátækt hluta þjóðarinnar.

Það er ekki lausn á hungri um borð í björgunarbát að henda hinum veikburða í sjóinn, þannig er það bara, og allt siðað fólk skilur það.

Og þar með er ég kominn að orðinu sem ég vill nota um þessa stjórnendur okkar.

Þeir eru ósiðaðir, og gripu þess vegna til rangra aðgerða.

Varðandi orð þín sem á eftir komu Eggert, þá er ég þakklátur fyrir þau.

Þetta er það sem ég hef verið að reyna, að skapa samhljóm, um lífið sem við sórum að vernda.  Og það snertir mig djúpt að annar einstaklingur skuli orða þennan tilgang minn, sjá kjarnann á bak við allan galgopaháttinn.

Börn og barnabörn okkar eiga betra skilið en lygi og svik þeirra sem við völdum til forystu.

Það sem skiptir máli nú í dag er að koma okkar samfélagi í gang aftur með öllum þeim ráðum sem við kunnum- þá skiptir ekki máli aðferðafræðin eða e-h -ismi eða hægri eða vinstri  ráða ríkjum.

Það sem skiptir máli er að skynsemin ráði  ríkjum, skynsemi sem ríkir á meðal þjóðarinnar, þá skiptir að menn  velji leið þjóðarinnar  til velsældar sem hún kýs sér.

Það er að tengja þessi orð við það sem ég er að reyna, eða tilgang minn.

En eins og ég segi þá er ég á vissan hátt strand með þetta blogg mitt, og þó miklar hræringar séu í gangi, þá ætla ég að hvíla það aðeins.

Ef ég kem inn á næstunni, þá verður það eitthvað sem ég vil miðla, það er tilvísun í eitthvað efni sem ég tel skynsamlegt, upplýsandi eða eitthvað sem vekur mann til umhugsunar.

Það er mikið af viti og skynsemi þarna úti, og mér er sama hvað hver segir, fólk er í eðli sínu gott og vill vel.  

Svona allflestir allavega.  

En það hefur bara ekki náð saman einhverra hluta vegna.

Umræðan er lífsnauðsynleg, hún þarf að fljóta, eins og ég segi, það er ekkert réttast, nema að sjálfsögðu sú nálgun sem felst í hagfræði lífsins, en hún er á astralsviðinu.  

Það hefur enginn komið fram sem hefur styrk til að raunheima hana.

Umræða býr til valkosti, ef menn hafa kjark til að taka hana.  

Ég vona að hún verði tekin, ég sé bara ekki hvernig því það vantar vettvanginn.  

Að mínum dómi er Ögurstundin þegar ríkisstjórnin birtir tillögur sínar til lausnar skuldavanda heimilanna, og svo í framhaldi að hún útskýri hvernig hún ætlar að hreinsa út sýndarkrónurnar, hvort sem það eru þrotabúin eða aflandskrónurnar.

Ef hún vísar á Seðlabankann, þá er hið hefðbundna endanlega gjaldþrota.  

Þá var vonin villuljós.

En ég vil ekki trúa því Eggert, of margt gott fólk kemur nærri umræðunni.  Til dæmis eru þetta fínir strákar sem Sigmundur skipaði í nefndina um afnám gjaldeyrishafta.  

Þeir þekkja alveg til Lilju og hugmynda hennar.

Stundum verður maður bara að bíða og sjá til, vona og það sem ég er að reyna læra núna í skóla lífsins, að trúa.

Trúa að það góða geti gerst.  

Að það geti ræst úr, ef reynt er að leysa með jákvæðum huga.

Annað get ég ekki sagt.  Ég hef ekki svarið.

En ég trúi að orð séu ekki til einskis, og ég er stoltur af því að blogg mitt skuli hafa vakið þessi viðbrögð hjá þér, og átt þátt í að móta þær hugsanir sem þú setur hér á blað.  

Það er svo mikilvægt að vita að við erum ekki alone.

Miklu mikilvægara en flesta grunar.

Kveðja í bili að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 5354
  • Frá upphafi: 1338812

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4712
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband