Rökrétt ákvörðun.

 

Hjá konu sem tekur sjálfa sig alvarleg en vill ekki vera dráttarklár karlanna sem alltaf vinna, jafnvel þó enginn þekkir til þeirra.

Hve mörg góð konan hefur ekki fengið starfið sem hún hefur unnið sig uppí vegna þess að karlaveldið reddaði á síðustu stundu einum úr sínum röðum sem þeir gátu treyst.  Og hið meinta traust byggðist á þeim eina hæfileika sem konur hafa ekki, þær geta ekki pissað í kross þegar glösum er lyft  og vínið sígur í.

Þær konur eru fleiri en margar en lítt færri en sá fjöldi sem ekki er hægt að telja.

 

Ef konur vilja láta taka sig alvarlega, þá verða þær sjálfar að taka sig alvarlega.

Það er engin puntudúkka gegn vilja sínum.

 

Sjálfstæðiskarlarnir geta setið uppi með sinn karl.

Hann lætur flugvöllinn í friði, hann þarf að nota hann þegar hann flýgur heim til sín á kvöldin.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þorbjörg Helga tekur ekki sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halldór er orðin reykvíkingur, svo hann þarf ekki að fljúga "heim".  Hann var ísfirðingur meðan hann var hér, grindvíkingur þegar hann var þar, og reykvíkingur í dag, þetta tilkynnti hann sjálfur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2013 kl. 13:05

2 Smámynd: Benedikta E

Ásthildur - Hvernig bæjarstjóri var Halldór á Ísafirði ?

Benedikta E, 19.11.2013 kl. 13:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta var nú bara háð Ásthildur, einhvern veginn verð ég að enda pistlana.

Sjálfstæðismenn í borginni skilja háðið.

Og borgarfulltrúarnir rassskellinguna sem af því hlaust að Ísfirðingur skrapp í bæinn og tók þá í nefið.

En ég nennti bara ekki að segja það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 14:03

4 identicon

Skil stelpuskottið ósköp vel. Henni var hafnað. Og hvað gerir maður þegar manni er hafnað? Jú, þá finnur maður sér eitthvað annað að gera.

Rebbi (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 17:52

5 identicon

Ég held að Þorbjörgu Helgu hafi aldrei ætlað að vera nein puntudúkka Ómar.

Hún hefur bara ekki það sem þarf og hefur líka sýnt fremur ómerkilegan

karakter sem mörgum mislíkar.

Finnst hún koma út sem fýlupúki að taka ekki sætið sem hún var kosin til. En allt í lagi með

það, þá flyst m.a. konan Áslaug María Friðriksdóttir bara ofar sumum til gleði.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 20:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú spyrð mig Benedikta.  Ég vann sem undirmaður hans alla hans bæjarstjórnartíð.  Hann var viðræðugóður, hann er ljúfmenni sem vill engan styggja, sennilega er það bæði hans besta hlið og versta.  Þú getur ekki verið allra vinur og talað eins og vindurinn blæs hverju sinni.  Hann vill vel það er alveg ljóst, en einhvernveginn fannst mér alltaf að það vantaði sannfæringu og að fylgja henni.  Við skulum sjá hvernig það gengur í henni Reykjavík.  Starfið gekki afar nærri honum á Ísafirði, svo ég er raunar undrandi á að hann leggi í Reykjavík.  Þetta segi ég frá hjartans innstu rótum, því mér líkaði alltaf vel við hann sem yfirmann. Alla tíð hans á Ísafirði var hann valdaður af meirihluta sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  Hann var því í raun aldrei ópólitískur bæjarstjóri eins og hann hefur sagt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2013 kl. 21:10

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigrún.

Það er þín skoðun, en ekki allra.

En hún var samt efst af konunum á listanum, og ákvað að horfa framan í þann raunveruleika að henni var hafnað.

Rök þín ættu aðeins við ef aðrar konur hefðu náð ofar á listanum.

En þær gerðu það ekki, þess vegna eru viðbrögð Þorbjargar rétt, nema ef hún áliti sig puntudúkku.

En flokkurinn er vel haldinn ef teboðskona telur sig nógu fína til að vera uppá punt, hún getur alltaf skenkt te.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 23:26

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Augljóst mál Rebbi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 749
  • Sl. viku: 5271
  • Frá upphafi: 1328084

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 4730
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband