Í þágu hverra ályktar Frjálshyggjufélagið??

 

Í þágu hins skítuga fjármagns sem vill koma gervikrónum sínum úr landi á kostnað þjóðarinnar, eða í þágu þjóðarinnar??

Á þessu er grundvallamunur.

Að afnema höftin án aðgerða, og ég hegg eftir því að ekki er minnst á neinar aðgerðir í þessari frétt, er beint tilræði við þjóðina, við almenning, við fyrirtæki almennings.

En gjöf handa hinu skítuga fjármagni.

 

Það er nefnilega til tvennskonar frelsi.

Frelsi einstaklings til að fá að lifa mannsæmandi lífi án ráns og rupls þeirra sem eiga næstum allt, og vilja eiga allt.

Og frelsi þeirra sem eiga næstum allt, og vilja eiga allt.  Frelsi þeirra til að rýja almenning inn að skinni.

 

Saga mannsins er sífelld barátta við þennan sírænandi rumpulýð, þetta 1% lið sem vill eiga 99% af þjóðarauðnum.  

Þessa rumpulýðs sem hefur haldið manninum í fátækt og örbirgð í gegnum aldirnar.

Þurfti að láta undan síga á síðustu öld undan velferðarkerfi Vesturlanda, hefur hafið gagnsókn undir merkjum frjálshyggjunnar.

Markmiðið að veikja ríkisvaldið svo mikið að þau fái frítt spil með arðrán sitt og kúgun.

 

Frelsi ræningja, eða frelsi fólks.

Um þetta snýst stjórnmálabarátta næstu ára.

 

Frjálshyggjufélagið sýndi á sér nýja hlið í ICEsave deilunni, stóð með almenningi gegn auðmönnum.

Stóð með einstaklingnum gegn kúgun fjármagnsins.

 

Þess vegna er ég ekki viss um að þessi ályktun Frjálshyggjufélagsins sé í þágu hins skítuga fjármagns.

Útfærslan á afnámi gjaldeyrishaftanna sker úr um í hvorn dilkinn félagið verður dregið (dilkur er hólf í réttum). 

Standi það með frelsi einstaklingsins, þá tekur það undir hugmyndir Lilju Mósesdóttur um hvernig á að tækla hið skítuga fjármagn.

Ef ekki, þá var ICEsave barátta þeirra aðeins mistök sem auður hinna fárra hefur leiðrétt.

 

Ég bíð spenntur eftir tillögunum, því það er margt til í því sem piltarnir í Frjálshyggjufélaginu benda á.

Beri þeim líka gæfu til að ráðast á verðtrygginguna sem er nútíma Stalínismi, þá er ljóst að þeim er alvara með frelsiskröfu sinni.

Og eiga samleið með fólki í stríðinu mikla við ógnaröflin sem öllu ætla í hel koma.

 

Stríðinu við auð og auðþjófa.

Stríðinu fyrir framtíð mannkyns.

Þar sem mennskan berst við kúgun og áþján.

 

Stríðinu okkar.

Kveðja að austan.


mbl.is „Héldu þjóð í fátækt og spillingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Ómar, þú veist að í skjóli gjaldeyrishafta þá getur fólk sem á erlendan gjaldeyri keypt eignir á Íslandi með 20-40% afslætti?  Þú veist þá líka að þennan afslátt mun almenningur greiða með hærri vöxtum og lakari lífskjörum?

Ég skal viðurkenna að höft eru stundum réttlætanleg en þegar þau eru notuð til að sópa auði í hendur fárra þá skil ég ekki þá sem styðja þau.

Ef auður mun hvort sem er enda hjá fáum útvöldum er þá betra að vera "deifður" í höftum á meðan það á sér stað?

Lúðvík Júlíusson, 21.3.2013 kl. 17:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Ekki er örgrannt að ég hafi frétt af því, en það er ekki sama hvernig þessi höft fara, ekki ef maður kýs frelsi fólks fram yfir frelsi fjármagns.  

Við erum gjaldþrota ef allt rúllar beint út, það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2013 kl. 18:27

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Ómar, þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli hvernig höftin eru útfærð og framkvæmd.  Höft eru ekki bara höft heldur eru til ótal útfærslur.  Með því að notfæra sér óttan þá hefur fólk í áhrifastöðum fengið almenning til að líta fram hjá því hvernig auði er sópað í hendur fárra.  Fáir þora að gagnrýna og þeir sem gagnrýna eru sagðir ógna fjölskyldum og alið er á ótta í stað þess að fara í málefnalega umræðu.

kv. Lúðvík

Lúðvík Júlíusson, 21.3.2013 kl. 20:50

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn geta lært margt af sögunni. Á Íslandi voru gjaldeyris- og innflutningshöft í áratugi. Mikla baráttu þurfti í langan tíma til að afnema þau, en það gerðist ekki af sjálfu sér, og mótmæli heyrðust alveg undir það síðasta. Sett var upp áætlun og henni fylgt.

Sagan kennir okkur að ríkisvaldið mun alltaf fara illa með peningaútgáfuvald sitt. Það vald á að taka af ríkisvaldinu.

Geir Ágústsson, 21.3.2013 kl. 21:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Ég get ekki verið meira sammála þér og tel þig haf fært skýr og málefnaleg rök fyrir þessum sjónarmiðum þínum. Er þá að vísa í pistla á bloggi þínu.

Í raun er þetta eitt form af nýlendustefnu nema núna er fjármagnið, það er hið erlenda, í hlutverki hins arðrænandi nýlenduherra.  

Í mínum huga er þessi réttmæta gagnrýni þín hluti af heildarsamhengi þar sem hagsmunir fjármagns hafa alltaf gengið fyrir hagsmunum almennings, og fyrirtækja í eigu hins almenna manns.  

Um hluta af því heildarsamhengi höfum við verið ósammála Lúðvík, en í öðru lítum við hlutina sömu augum.

Í mínum augum snýst þetta um frelsi einstaklingsins til að fá að vera í friði með sjálfan sig og líf sitt, í friði fyrir ranglátu kerfi, í friði fyrir ryksugusjúgandi fjármagni, í friði sjálftöku hinna ofurríku.  

Ég vil skýrar leikreglur þar sem hagsmunir samfélagsins eru hafðir í fyrirrúmi.  Samfélagið er ekkert annað en einstaklingurinn, fjölskylda hans, og fyrirtæki sem menn reka eða hafa lífsviðurværi sitt af.  

Skýrar leikreglur en síðan á að leyfa athafnaseminni að vaxa og dafna í frjóu og gróskuríku umhverfi.  

Gjaldeyrishöftin vinna gegn heilbrigðu athafnalífi, gegn heilbrigðu samfélagi, en það sama gildir um allt brask, klíkustarfsemi, sjálftöku, sýndarviðskipti. 

Það er mikið af sýndarkrónum í landinu sem reyna að breyta sér í raunkrónur á kostnað samfélagsins.  Þessar krónur þarf að skera niður við trog, alveg eins og var gert við riðufé, og við eigum að hafa kjark til þess.

Aðeins þá rætist draumur þinn um viðskiptaumhverfi þar sem heilbrigð athafnasemi fær notið sín.

Vandinn er ekki aðeins einn, hann er margur, en lausnin er alltaf sú sama. 

Að við stöndum í lappirnar og gerum það sem þarf að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2013 kl. 21:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Við erum ekki alveg sammála með þetta sjónarmið þitt, en ég ætla ekki að gera ágreining um það.

Ef þú varst á þessum fundi Frjálshyggjufélagsins, þá gætir þú kannski upplýst hér hvaða leiðir voru ræddar til að losna við gjaldeyrishöftin.

Þær leiðir segja til um hvorum megin hryggjar frelsisást ykkar liggur.

Og vísa þá í pistil minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2013 kl. 21:46

7 identicon

Svaraðu okkur því Geir Ágústsson; hvaða leiðir voru ræddar á fundi Frjálshyggjufélagsins, til að losna við gjaldeyrishöftin?

Toni (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 10:01

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Ég held að Geir sé að hugsa svarið. 

Og þó það komi ekki hérna, þá mun það koma.

Gleymum aldrei að hann og hans félagar sviku ekki þjóðina í ICEsave, líkt og þeir sem kenna sig við vinstri.

Sviku sín helgustu vé.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 780
  • Sl. sólarhring: 1749
  • Sl. viku: 4256
  • Frá upphafi: 1325342

Annað

  • Innlit í dag: 700
  • Innlit sl. viku: 3745
  • Gestir í dag: 663
  • IP-tölur í dag: 643

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband