Leiðréttum hinar stökkbreyttu skuldir.

 

Sá þingmaður sem talar um það dag og nótt verður kosinn.

Sá flokkur sem talar um það dag og nótt, verður kosinn.

Þorvaldur talar um stjórnarskrána, og verður ekki kosinn.  

Svo einfalt er það.

 

Skil svo sem gremju hans þegar hann uppgötvaði að hann hefði verið hafður að ginningarfífli.

Að hann var nytsamur bjáni sem hélt að ICEsave fjárkúgurunum hefði verið einhver alvara með stjórnarskráarbreytingunum.

Man einhver eftir því þegar heimili landsins risu upp haustið 2010?  Og frömdu næstum því valdarán, ríkisstjórn verðtryggingarinnar átti ekki nema nokkra daga eftir, rúin fylgi, naut einskis trausts.

Þá  var alltí einu boðið uppí dans með stjórnarskrána.  Og smátt og smátt sat sundrað fólk uppi með sínar stökkbreyttu skuldir því stjórnarskráin tók yfir alla umræðu, það er þegar ekki var verið að selja bretum landið, eða Kastljós hafði undir höndum gögn.  

Valdaelítan vissi alveg hvað hún var að gera, og henni tókst ætlunarverk sitt.

 

Núna á síðustu metrunum fyrir kosningar er ennþá verið að tala um stjórnarskrána.

Fólk á víst að borga lán sín með þessari nýju stjórnarskrá, eða búa í henni þegar verðtryggingareigendur bera það út af heimilum sínum.

Núna fá ginningarfíflin allt pláss heimsins í fjölmiðlum, fjármagnið sem gerir þá út, þarf ekki að óttast um eign sína í verðtryggingunni á meðan.

 

En þó menn séu ginningarfífl, þá eiga menn að fara rétt með algeng orð, eins og valdarán.

Núverandi ríkisstjórn situr ennþá, sæl og glöð, hefur unnið vel fyrir kaupi sínu við að ræna landsmenn í þágu fjármagnsins.  Henni hefur ekki verið steypt, hún situr sem fastast.  

Það hefur ekki annað gerst en það sem átti að gerast allan tímann.  Eftir hinn óvænta EFTA dóm, óvæntur því ríkisstjórninni hafði verið sagt annað, þurfti ekki lengur að breyta stjórnarskránni.  Það þarf ekki að kjósa aftur um ICEsave.

Eftir það máttu ginningarfíflin eiga sig.  Nema þau eru nýtt til að láta umræðuna ekki snúast um neyð heimilanna.

 

Eina sem er óljóst í málinu er þessi klassíska spurning áhugamanna um nútíma stjórnmál.

Hvað skyldi eitt stykki ginningarfífl kosta í dag???

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta heitir valdarán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 08:37

2 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Þrír þingmenn Hreyfingarinnar hafa haldið lífi í ríkisstjórninni nú bráðum í heilt ár. Látu þeir gabba sig til þess með innantómum loforðum um nýja stjórnarskrá sem tálbeitu? Eða voru það þeirra eigin hagsmunir að halda lífi í ríkisstjórninni og hanga þannig á góðum launum einu ári lengur?

Jörundur Þórðarson, 7.3.2013 kl. 13:42

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta eru allt saman réttmætar spurningar Jörundur.

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 1764
  • Sl. viku: 3541
  • Frá upphafi: 1324627

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 3101
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband