Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli.

 

Eins og aðrir verðtryggingarflokkar.

Fólk er búið að fá nóg af þessu þjófatæki, fólk vill ekki skuldaánauð og þrældóm.

Vandséð er hvernig vogunarsjóðirnir ná að snúa þessari þróun við.

Þeirra eina von er að fólk kjósi flokka í þeirra eigu, sem þykjast vera á móti verðtryggingunni, en eru lífæð hennar.

 

Hvort fólk láti platast er annað mál en nú er lag fyrir heiðarlegt sameiginlegt framboð andófsflokka sem fókusa á að fella hið gjörspillta vald fjármagnsins yfir stjórnkerfinu.

Takist að mynda slíkt sameiginlegt framboð, þá verða hinar stökkbreyttu skuldir leiðréttar eftir kosningar, vogunarsjóðunum hent úr landi, og þjóðin tekur ný stjórn landsins í sínar hendur.

 

Það er von, nýtum hana.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Framsókn bætir enn við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég vona að þetta sé rétt hjá þér "Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli". virðist vera orðinn "uber" hægri sinnaður

Rafn Guðmundsson, 26.2.2013 kl. 17:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverjunvar ekki hávær krafa uppi um afnám verðtryggingar þegar við höfðum svigrúm og efni til að afnema hana? Hún hefur verið í gildi hér í 35 ár og var sett á af ástæðu en ekki í einhverju bríaríi. Neyðarráðstöfun sem flestar þjóðir heimsins leyfa.

Nú þegar við römbum á barmi gjaldþrots, dúkkar upp krafan um afnám hennar. Eru menn tilbúnir að taka afleiðingar? Veist þú hverjar þær verða?

Ég er ekki að mæla henni bót hér, en oft hefur verið betra og raunhæfara lag að afnema hana en nú. Tala nú ekki um ef menn ætla að gera það samhliða því að afnema gjaldeyrishöft. Er einhverskonar deathwish í gangi? Halda menn að þeir geti fengið 2007 aftur með sterakrónu og alles?

Hvernig getur þú gleypt við þessum spuna? Hann er allur úr herbúðum ESB trúboðsins. Þeir vilja leggja allt í rúst hér svo við eigum enga aðra úrkosti en að ganga í sambandið. Lágt gengi, verðtrygging, gjaldeyrishöft. Áttu eitthvað abrakadabra núna til að láta þetta hverfa?

Þetta er svo gengdarlaust bull i núverandi stöðu að mann setur hljóðan.

Ertu orðinn svona stækur ESB sinni? Er krataspuninn orðin heilög ritning fyrir þér?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2013 kl. 18:05

3 identicon

Jón Steinar,

Setja þarf verðtryggingu á laun og þá sjáum við raunmyndina...

Í framhaldi þyrfti að fara að kíkja á hvernig vísitala er reiknuð hér á landi.  Er hún reiknuð hér eins og í öðrum löndum?

itg (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 19:02

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ertu ekki með á þvi kvenær þetta er gert!!!!!fyrir Landsfund !!!!!!Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 26.2.2013 kl. 19:04

5 identicon

Ætlaðir þú að setja þetta inn á eitthvað annað blogg Jón Steinar?  Ég fæ ekkert samhengi í þetta. Ertu að meina að það sé skynsamlegt að afnema höftin með verðtrygginguna á?

Annars var þessi könnun gerð fyrir landsfund sjallana.  Það kæmi mér ekki á óvart ef að framsókn myndi mælast stærri en sjallarnir í hér í framhaldinu. 

Seiken (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 19:04

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Itg, í upphafi var verðtrygging á launum líka og það olli stjórnlausri víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og verðbólgu, sem var bara toppuð í bananalýðveldum suður ameríku.

Er ekki rétt að kynna sér sögu þessa fyrirbrygðis og hvers vegna það var sett á og hvernig áður en menn koma með patentlausnir, sem því miður skortir rökstuðning fyrir hjá spekingum moggabloggsins.

Á meðan menn geta ekki sett fram raunhæfar tillögur um hvernig þeir vilja gera þetta í stað þess að fjasa og þusa út í loftið í takt við spunamaskínu samfylkingarinnar, þá myndi ég bara láta það vera að tjá sig um þetta.

Hér er hrópað burt með verðtryggingu, burt með gjaldeyrishöft og burt með krónuna og burt með skuldir heimilanna. Er einhver tilbúinn að teikna upp þá leikmynd sem yrði hér ef þetta yrði gert? Halda menn virkilega að þessir hlutir séu svona af einskærri mannvonsku? Halda menn að skuldir heimilanna í landinu, sem heimtað er að verði felldar niður séu ekki á ábyrgð eða ábyrgðarleysi téðra heimila?

Hvernig í ósköpunum fá menn það það út að þeir geti bæði haldið og sleppt hérna?

Bankar eru krafðir um ábyrgð og aðhald, en svo er heimtað að glæfragangur einstaklinga verði undanskilinn ábyrgð.

Þetta er alveg orðin súrrealísk umræða.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2013 kl. 19:18

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru engin fórnarlömb, bara gerendur. Þjóðin er öll ábyrg og á að bíta úr nálinni með það ef hún hefur sýnt ábyrgðarleysi. Ef sjómaður skuldsetur sig til 40 ára takandi mið af greiðslugetu sem miðast við besta túrinn t.d. Þá er ég ekki tilbúinn til að taka á mig skítinn hans í gegnum skattpíningu þegar viðskiptamódelið hans hrynur. Capiche?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2013 kl. 19:25

8 identicon

Jón Steinar,

Ég man vel hvenær verðtrygging launa var felld niður.  Var 21 árs þegar þetta var gert. Ef þú ætlar að nota verðtryggingu verður víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og verðbólga.  Það er verðtrygging!!

Ef þú heldur að verðtrygging gangi í þjóðfélagi án þess að laun séu verðtryggð þá skilur þú ekki verðtryggingu.  Verðtrygging er trygging verðmæta í allri sinni mynd og þar með talið launa.  Ef þú tryggir ekki  verðmæti launa gengur hún ekki upp.Þetta var marg bent á þegar hún var felld af launum.  Ef þú skilur þetta ekki tel ég betra fyrir þig að tjá ekki um þetta.

itg (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 19:37

9 identicon

Þú ert nú þegar að borga fyrir þetta Jón Steinar.

Það er búið að leggja íbúðalánasjóði til ca. 50 milljarða fram að þessu og stefnir í að menn þurfi að moka í hann 100-150 milljörðum í viðbót, nema að menn séu tilbúnir að setja sjóðinn í þrot (sem sennilega er eina raunhæfa leiðin út úr þessu).

Af öllum mönnum, verandi eindreginn stuðningsmaður verðtryggingar, ættir þú að vera glaður að fá að leggja sjóðnum lið.  Hann byggði jú viðskiptamódel sitt alfarið á verðtryggingu. Ef þú vilt halda henni þá verður þú að vera tilbúinn að borga kostnaðinn. Capiche?

Seiken (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 19:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.

Rafn,  ég hélt að ICEsave dómurinn hefði endalega sannfært þig um að ég hef alltaf rétt fyrir mér, þá það sé innan gæsalappa.

Haraldur, þess vegna heitir fyrirsögnin, í frjálsu falli, margir trúðu ekki að landsfundurinn myndi láta forystuna valta yfir sig með svik sín við heimilin.  Að hún yrði látin bakka með þetta eins og ESB tillöguna á sínum tíma.  En landsfundurinn gróf gröf flokksins og hann er þegar byrjaður að detta ofaní hana.

Seiken, það er öruggt.

Takk fyrir innlitið itg, og þínar góðu röksemdir.

Jón Steinar, það er sama skýring og þegar Fukushima kjarnorkuverinu var lokað, eftir að það hafði ollið sínu mikla tjóni.  Það hefði átt að loka því fyrr, því fór sem fór.  En þegar það sprakk í loft upp, þá var ekki um annað að ræða.

Verðtryggingin er spurningin í loft upp, hún innheimtir vexti og verðbætur langt umfram fjármunamyndun í þjóðfélaginu, hún er svona nútíma Stalínismi, rænir réttmæta eigendur eigna, millifærir til sníkjudýra hækkanir sem eru langt umfram raunverðbólgu.

Þú spyrð um kostnaðinn.  

Ef Fukushima verinu hefði verið lokað fyrir flóðbylgjuna miklu, þá hefði það haft ákveðinn kostnað í för með sér fyrir japanskt þjóðfélag, en aðeins brot að þeim sem féll til eftir flóðbylgjuna.

Það er rétt, það kostar að skrúfa fyrir verðtrygginguna, en kostnaðurinn sem fellur til ef það er ekki gert, er margfaldur.

Þetta er einföld hagfræði, einföld skynsemi.

Og valdastéttin á ekki að þurfa að láta lemja það inní hausinn á sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2013 kl. 19:50

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Á hverju áttu menn von?

Það er ekkert fararsnið á Bjarna, Gulla Þór eða Illuga.  

Viggó Jörgensson, 26.2.2013 kl. 21:50

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú getur tekið verðryggt lán í næsta banka.

Vogunarsjóðir?

Landsbankinn og Íbúðarlánasjóður eru í eigu allra landsmanna.

Er almenningur starfandi í einhverskonar vogunarsjóði?

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2013 kl. 23:10

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já það viðkennist að þetta er mér og flestum ekki að skapi,þetta verður að laga !!!!ef maður á að kjosa flokkin minn!!!!Hvað annað er í stöðunni???Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 27.2.2013 kl. 00:11

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Það er ögurstund þjóðarinnar, ef við bregðumst ekki við núna, þá taka ógnartímar við, deilur, sundrung, innviðirnir hrynja, grímulaust erlent fjármagn stjórnar þjóðinni.

Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur, ekki frekar en hinir flokkarnir, er ekki gerandi í þessum hörmungum, heldur eru þær afleiðingar stefnu hans.  

Þetta er svona svipað eins og að hafa hundsað viðhald á gömlum eikarbát, það gengur lengi, og lengi flýtur hann þó allt leki. En ekki ef það er farið að fúna út frá stefninu, þá slær hann borðunum út, og sekkur á svipstundu.

Það sama gildir þegar hefðbundin hugsun er látin takast á við óhefðbundin vandamál.  Fjármálakerfið hefur lifað svo lengi sjálfstæðu lífi og búið til óhemju pappírsverðmæti sem engin raunverðmæti eru að baki.  Bara á einu mánuði hækkaði verðtryggingin vexti (verðbætur eru bara vextir) sem nam heildartekjunum af loðnuverðtíðinni.  Þá á eftir að draga allan kostnað frá.

Fjármálakerfið breytir þessum pappírsverðmætum í raunverðmæti með því að sjúga allt fé úr fyrirtækjum og heimilum, þetta er svipað eðlis og þjóðnýting Stalíns á sínum tíma.  

Hvorki heimlin eða fyrirtæki munu láta bjóða sér þetta, það sýður allt upp úr.  

Og það eru öfl sem hag af slíku, græða á sundrunginni.  

Þeim er alveg sama hvort þú fáir heilbrigðisþjónustu í ellinni eða börnin mín fái menntun, þeim er alveg sama um allt nema sinn eigin gróða.

Þess vegna kalla ég þetta ógnaröfl Haraldur, því þau leiða heiminn út í átök eins og við sjáum í Sýrlandi í dag, Líbýu í gær, Balkanskagi fyrir 25 árum, Evrópu fyrir 70 árum.

Eina vonin er að ólíkt fólk, sem á það sameiginlegt að vera gott fólk, standi saman, myndi samstöðu um lífið.  

Með því eina markmiði að bjarga börnunum okkar.

Allt annað er ávísun á hörmungar.

En þú spyrð hvað þú átt að kjósa, ég veit það ekki.  Hægri grænir er valkostur, en leysir ekkert því þeir hafa ekki kraftinn til þess.  Framsóknarflokkurinn er eini hefðbundni flokkurinn sem virðist eitthvað skilja hvað þarf að gera.  

Og svo má ekki gleyma að mjög margir sjálfstæðismenn sjá vandann en hafa ekki náð að sameinast gegn flokksforystunni.  

Samstaða um lífið er eina svarið, en á meðan fólk getur ekki hugsað eina sjálfstæða hugsun það er að gera það sem þarf að gera til að bjarga sér og sínum, þá er aðeins eitt sem skiptir öllu máli.

Að láta ekki ljúga í sig.

Og það er forysta Sjálfstæðisflokksins að gera kjósendum sínum í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 09:48

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sleggja mín.

Hvað get ég sagt, "I love you".

Þú hefur einstaka hæfileika að velja þér glataðan málstað og fylgja honum til enda.

Þar sem þú ert vel gefinn náungi þá er ótrúlegt að þú skulir ekki sjá hvað er að gerast.  Að þú skulir ekki skoða rökstuðning þinn á hverju ári, í hverju máli fyrir sig, og sjá að þú hafðir aldrei rétt fyrir þér. 

Hið hefðbundna hefur aldrei náð að tækla vandann, og hann er alltaf að aukast. 

Skoðaðu spjall okkar frá síðla árs 2009 eða byrjun árs 2010, hvað rættist af þínum orðum og hvað rættist af mínum??

Hvað hefur evran gert fyrir þjóðir í efnahagsvanda??

Hver er kostnaðurinn við aðgerðarleysi í skuldamálum heimilanna??

Hver er fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja í dag??

Hvernig gengur að hleypa meiri gjaldeyri úr landinu en þjóðin aflar??

Hver er fjárfestingin sem er forsenda hagsældar???

Lýsti Alþjóða Rauði Krossinn Evrópu sem sælusvæði eða neyðarsvæði???

Hvernig gengur með heilbrigðiskerfið og aðra innviði, eru þeir eins og vegirnir eða eins og Harpa??

Hvernig var að hafa rangt fyrir sér í öllum atriðum í ICESave???

Væri ekki kominn tími til að opna augun Sleggja mín, og sjá raunveruleikann eins og hann er??

Þú hlýtur allavega að eiga kött sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 10:01

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef aldrei haft rangt fyrir mér.

Evran hefur verið stöðug og veitir lága vexti sem er gott fyrir þjóðir í efnahagsvanda. Auk þess hefur Evran styrkst mikið á árinu miðað við dollar og við það eykst kaupmáttur launafólks á Evrusvæðinu.

Það veit enginn hver kostnaðurinn er í "aðgerðarleysi" í skuldamálum heimilana. En ég veit hinsvegar að utanlandsferðir og snjallsímakaup jukust verulega eftir gengislánaleiðréttinguna.... ætli þetta verði ekki svipað með afskriftir af verðtryggðu lánunum.

Fjárhagstaða heimila og fyrirtækja er ekkert verri en sú að þau tóku ákveðna upphæð að láni og þurfa að borga í samræmi við það. Ef þau geta það ekki þá hefði þeir kannski þurft að taka aðeins minni lán, minni áhættu.

Fjárfestingin er í klóm VG.

Heilbrigðiskerfið þarf að laga. Hef aldrei haldið öðru fram.

Svo hef ég alltaf haft rétt fyrir mér í Icesave. Þú og aðrir NEI sinnar sögðu að enginn mundi þora að fara í mál við okkur. En ég sagði ávalt að það væri hætta á því að ESA mundi fara í mál við okkur. ... enda var það nákvæmelga sem gerðist.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2013 kl. 13:18

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sleggja.

Efnislega ertu eiginlega að staðfesta að þú átt ekki kött, og átt þar að leiðandi ekkert sem þarf að vernda.

Þú nærð líka að slá afneitun Halldórs út þegar hann á brautarstöðinni í Kharkov skrifaði í dagbók sína að þar sylti enginn maður, svona í ljósi þess að hann þurfti að klofast yfir líkin.  Lágir vextir er ekki svar við vanda Evrópu í dag, ef svo væri þá væri ekki kreppa þar.  En þín höfuðrökvilla er að þú berð saman ímyndun við raunveruleika, það fóru lönd á evrusvæðinu illa út úr fjármálakreppunni, þar er ástandið mjööööög slæmt.  Samt var vandi þessa þjóð aðeins brot af okkar vanda, þar átti fjármálakerfi í erfiðleikum, hér hrundi það.

Kostnaðurinn vegna aðgerðarleysisins er þegar sýnilegur, íbúðalánasjóður er á framfæri ríkisins.  Krafan um óraunhæfa kjarasamningar er annar angi hans, og svo koll af kolli.  

Sá mesti, yfirvofandi samfélagslegt hrun er svo lokakostnaðurinn.  

Vörn þín fyrir ósómanum er ennþá jafn aum, fólk á að borga lánin sín til baka.  Fólk gerir það, en sjálfvirk hækkun lána með rangri verðbólgumælingu hækkar lánin langt um fram þá upphæð sem tekin var af láni.  

En rökvillan er sú, að þó öll hækkunin væri réttmæt, þá eru verðmætin á bak við hækkunina ekki til staðar, hin sjálfvirka hækkun eykur líkur á afföllum, og öðru kerfishruni, þar sem miklu hærri upphæðir verða þvingaðar í afskrift en nokkurn tímann sú tala sem rætt er um í endurræsingu kerfisins.  

Önnur rökvilla þar sem ímyndun rífst við raunveruleikann.

Frasinn um VG segir einfaldlega að þú ert trúgjarn, ef hann væri sannur, að lítill minnihluti geti haldið aftur af efnahagslífinu, þá hefur meirihlutinn algjörlega brugðist skyldu sinni með því að grípa ekki inní.

Þú vísar til meintrar stíflu á virkjunarframkvæmdum, en raunveruleikinn er sá að orkufyrirtækin okkar voru sum gjaldþrota, önnur í greiðsluerfiðleikum, þau þurftu að endurfjármagna skuldir sínar, slík staða býður ekki uppá miklar nýframkvæmdir.

Samt hefur Landsvirkjun getað útvegað orku handa þeim sem vilja kaupa.  Alcan fékk orku í stækkunina í Straumsvík þegar þess þurfti.

Álfyrirtæki eiga í erfiðleikum og eru ekki að fara í stórfjárfestingar eins og staðan er í dag.  En það er auðvelt að fela sig á bak við frasa, svo menn þurfa ekki að feisa raunveruleikann.

Staðreyndin er sú að hér sama stöðnunin og annars staðar þar sem óráð AGS hafa verið reynd, á þetta var bent í upphafi, og það gekk allt eftir.  Það er ekki til neitt sem heita séríslenskar skýringar, VG skýrir ekki krafta sem takast á í efnahagslífi.   Gengisfellingin hleypti lífi í nokkrar atvinnugreinar, vann gegn öðrum.  En alltof hátt vaxtastig í skuldakreppu, hefur alltaf sömu áhrifin.

Stöðnun.

Og að lokum þetta Sleggja, finnst þér þetta vera raunsönn lýsing á ICEsave málflutningi þínum??? 

"Svo hef ég alltaf haft rétt fyrir mér í Icesave. Þú og aðrir NEI sinnar sögðu að enginn mundi þora að fara í mál við okkur. En ég sagði ávalt að það væri hætta á því að ESA mundi fara í mál við okkur. ... enda var það nákvæmelga sem gerðist."

Finnst þér þú ekki gera dálítið lítið úr sjálfum þér með þessu???

En hafðu gott Sleggja mín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 15:23

18 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnmálaflokka ef "Verðtrygging húsnæðislána" verður dæmd ólögleg.

Hvernig ætla þeir að fara þá að því að "milda" áhrif þessara lána, ef þau verða dæmd ólögleg.

Ætla stjórnmálaflokkar ekki að framfylgja lögum?

Ég yrði ekki hissa á því að fylgi allra flokka mun hrynja niður, ef flokksfólk þeirra mun reyna að sniðganga dómsniðurstöðu.

Eggert Guðmundsson, 27.2.2013 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 881
  • Sl. sólarhring: 1405
  • Sl. viku: 4357
  • Frá upphafi: 1325443

Annað

  • Innlit í dag: 781
  • Innlit sl. viku: 3826
  • Gestir í dag: 727
  • IP-tölur í dag: 706

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband