Að gera fólk að fífli.

 

Er sú lýsing sem verður notað um þá aðför að stjórnarskrá lýðveldisins sem kennd er við stjórnarskráarmálið.

Ekki veit ég hvort það hafi verið upphaflega ætlun ráðgjafa Jóhönnu, tel líklegra að það hafi verið eitt af mörgu sem hafi verið lagt til eftir ósigurinn stóra í ICEsave, þar sem ljóst var að það gat verið hindrun á Bessastöðum við að koma þjóðinni í ESB án vilja hennar.  Eins þurfti að styrkja undirstöður ríkisstjórnarinnar þegar ljóst var að Ögmundur Jónasson hafði nægjanlegan styrk til að stöðva mál ef honum bauð svo.

Dýpra hafi ekki verið hugsað.

 

En klúðrið sem ríkisstjórnin sérhæfir sig í gaf óvænt nýtt tækifæri eftir dóm Hæstaréttar þar sem stjórnlagakosningarnar voru dæmdar ólöglegar.

Alltíeinu var komið ómál sem hægt var að nýta til að hafa stöðugt í umræðunni, skapa deilur og illindi, og á sama tíma sjá til þess að raunveruleikinn væri ekki ræddur.

Niðurstaða stjórnarskráarmálsins skiptir valdklíkuna sem gerir út ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur engu máli.  Ekki þannig þegar þarf að velja milli þess og stóru málanna.  Ef hjörðinni sem lét plata sig í stjórnlagaráð tækist að klambra saman frumvarpi þar sem tryggt væri að ekki þyrfti að greiða atkvæði um ICEsave framtíðar, og að það væri hægt að komast bakdyramegin inní ESB, þá var það plúss, það er ef það tækist síðan að fífla þjóðina til að samþykkja klambrið.

En slíkt skipti það ekki máli.

 

Það sem skiptir klíkuna á bak við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir máli, er að landið sé innlimað í ESB. 

Og ESB vill ekki taka við landinu nema að fjármálastofnanir séu ánægðar með uppgjörið eftir Hrunið. Þær fái það sem hægt er að fá uppí skuldir bankanna.

Einsleitni er hornsteinn ESB og fyrst að þegar er búið að kreista lífsneistann úr Írum, Spánverjum, Grikkjum og Portúgölum, þá þýðir ekki að einhver þjóð komist upp með að segja fjármálastofnunum að axla ábyrgð á sínu eigin braski.

Þess vegna var gengisdómurinn áfall, og þess vegna má ekki hrófla við verðtryggingunni.

 

Verðtryggingin er eign, eign sem vogunarsjóðirnir hafa fjárfest í.

Og þeir vilja þessa eign sína.

Og þeir sem vilja landið inní ESB gera sér mæta vel grein fyrir því.  

Þannig þekkir maður alvöru ESB sinna, þá sem vilja viðhalda verðtryggingunni, þó leikritið krefji þá um að þykjast vera á móti svo hjörð Nei-sinna fari ekki að gera neinar gloríur, eins og til dæmis að vinna gegn innlimuninni í sambandið.

 

Ríkisstjórnin hefur í raun aðeins unnið að tveimur málum allt kjörtímabilið.

Hægfara innlim í ESB þar sem lög og reglugerðir eru samhæfðar, stofnanir aðlagaðar og innviðum stjórnkerfisins mútað með styrkjum. 

Og hún hefur slegið skjaldborg um verðtrygginguna.

Annað hefur hún ekki gert, ekki í raun.

 

Ómálin halda svo umræðunni í heljargreipum tilgangsleysisins, og á meðan grotnar þjóðin, heimilin og innviðir samfélagsins.

Að takast þetta er afrek, mikið afrek.

Það verður ekki af þeim Jóhönnu og Steingrími skafið.

Þeim tókst ætlunarverk sitt, svona að mestu, aðeins inngrip dómsstóla eyðilagði fyrir þeim mál.  

 

Eftir stendur hnípin þjóð.

Sem lét fífla sig.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Mismunandi túlkun á Feneyjaáliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góð greining.

Eggert Guðmundsson, 12.2.2013 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 1112
  • Frá upphafi: 1321875

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 925
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband