Eurokratinn er kynníðingur.

 

Ofaná allt annað.

Hann lætur sér ekki nægja að eyða innviðum samfélaga sem lent hafa í efnahagserfiðleikum, hann ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur.

Hann ræðst á forsendur lífsins, ungar konur og stúlkur.

Í fílabeinsturni sínum sem veggfóðraður er með ótal reglugerðum, þá horfir hann á hörmungar evrunnar og hlær.

Svartari sál hefur Evrópa ekki upplifað frá þeim myrkum dögum þegar ráðist var á samfélög fólks og þjóðir til að arðræna og kúga.

Þessi svarta sál gengur aftur í dag.

 

Og velur sér fórnarlömb við sitt hæfi.

Ungar konur og stúlkur.

Kveðja að austan.


mbl.is Kreppan bitnar harðast á ungum konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það sem verra er að ungt fólk í Evrópu eignast helst ekki börn því það sér ekkert annað en svartnætti framundan: engin vinna, háir skattar og pólitík meirihlutans gefur þeim engan gaum.

Evrópa eins og við þekkjum hana er búin að vera: 1) Opinberi geirinn er alltof stór 2) Atvinnuástandið er slæmt og ekkert sem bendir til að ástandið muni batna  3) Mikil opinber afskipti af öllu með tilheyrandi afleiðingum 4) Aldurssamsetning álfunnar 5) Það sem ekki má ræða en er tifandi tímasprengja í Evrópu, Svíar verða fyrsta fórnarlamdið, sennilega um árið 2049 og skömmu síðar Hollendingar.

Jafnaðarmenn hljóta að vera ánægðir, þeir eru búnir að gera það sem tvær heimssyrjaldir gátu ekki gert Evrópu!

Helgi (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ágæt samantekt Helgi en þú breytir aðeins einni staðreynd, ESB er skilgetið afkvæmi evrópskra hægri flokka., þeir réðu Evrópu fyrst eftir kosningar.

De Gaulle og Adenauer.

Eurokrati er útleggining á bjúrókrata, ekki sósjalkrata, skrifræðið fann upp skriftina, og það var löngu fyrir daga Marx.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 09:24

3 identicon

Sæll.

ESB í dag er ekki sama fyrirbærið og kola- og stálsambandið.

Hnignun Evrópu hófst ekki þegar kola- og stálsambandið var stofnað heldur er þetta tiltölulega nýlegt fyrirbæri, kannski 30-40 ára síðan hún hófst.

Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 21:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

ESB er afleiðing kola og stálsambandsins, rökrétt framhald. 

En ég er sammála þér um tímasetningu hnignunarinnar, hún er bein afleiðing þegar hin kostaða ásókn auðmanna hófst að efnahag álfunnar.  

En seinvirkt eitur frjálshyggjunnar var lengi að virka og áhrifin eru ekki augljós fyrr en um 1990.

Eftir það hefur leiðin verið bein, niður á við, meira tjón en Stalín gat nokkurn tímann látið sig dreyma um að valda með öllum sínum skriðdrekum.

Frjálshyggjunni tókst það sem kommúnistum tókst ekki, að gera útaf við Vesturlönd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 22:40

5 identicon

Sæll.

Hvernig myndir þú skilgreina frjálshyggju? Þú notast ekki við þá skilgreiningu sem yfirleitt er notuð.

Allt það sem tengist þessari fjármálakreppu er afleiðing af sósíalisma og jafnaðarmennsku. Hið opinbera skiptir sér að nánast öllu.

Hvað er frjálshyggja? Hvaða eitur frjálshyggjunnar fór ekki að verða augljóst fyrr en um 1990?

Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 07:20

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Frjálshyggja er hugmyndafræði þess í neðra í sinnu tærustu mynd Helgi, hún segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns, og þú megir allt ef þú aðeins græðir á því, samt þarftu að passa þig á að kaupa fyrst lagasetningu sem leyfir gróðabrask þitt.

Frjálshyggja er andkristni.  Og ógnar framtíð mannsins líkt og mætir menn spáðu fyrir um.

En þetta er ekki sú klassíska, frjálshyggja er þau hagtrúarbrögð sem ganga út frá óskeikulleika vélræns mekaníska sem þau kalla markað, og markmið hennar er að auka frelsi í viðskiptum á sem flestum sviðum og láta sem fæst vera á forræði ríkisins.  Eins eiga viðskipti á markaði að vera mælikvarði á gildi hluta, verðmæti þeirra og notagildi.  

Frjálshyggjan var fyrst tekin upp af hægri flokkum en breiddist síðan yfir til krata flokka og mengar í dag flesta flokka í stjórnmálum Vesturlanda.

Eiginlegir frjálshyggjuflokkar eru hins vegar fáir því þau öfl sem kosta frjálshyggjuna, og eru í bissness, þau sjá ekki tilganginn í flokkum sem hvarflar ekki að nokkrum manni að kjósa.   Útbreiðsla hennar er því í gegnum hefðbundna flokka, ásamt akademíunni sem er menguð af kennisetningum hennar.

Eitrið er tvennskonar.

Það fyrra er afnáms reglna á fjármálamarkaði sem tókust á við sýndarviðskipti og voru sett í kjölfar lærdóms af kreppunni miklu.

Það seinna er alþjóðavæðingin sem er rányrkja stórfyrirtækja utan um eina meginkennisetningu frjálshyggjunnar, samnefnara hins lægsta.   Áður blómlegt atvinnulíf Vesturlanda er nú rústir ein þó klárinn hökti ennþá.  

Og Helgi, ekkert vitiborið fólk lætur það út sér að fjármálakreppan sé afleiðing af sósíalisma eða jafnaðarmennsku.  Hvorki sósíalistar eða jafnaðarmenn voru gerendur á fjármálamarkaði, og tími kratismans var löngu liðinn undir lok þegar óveðurský fjármálakreppunnar hlóðust upp.  

Þess rökfærsla er sama eðlis og þegar nýnasistar kenna gyðingum um allt sem miður fer eða þegar þessir örfáu kommúnistar sem ennþá lifa kenna Stalín við hægri mennsku.

Rökfærsla sem byggist á trú en ekki staðreyndum.'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 596
  • Sl. viku: 4111
  • Frá upphafi: 1333485

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 3482
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband