Ísland, Kúba norðursins!!

 

Mætti maður halda að haft væri eftir Má Guðmundssyni seðlabankastjóra.

Hann tók þátt í þeim grátkór fyrir fyrra þjóðaratkvæðið um ICEsave og hafði alvarlegar áhyggjur fyrir þá seinni.  

Áhyggjur um að við yrðum áfram inní kuldanum.  Í frosti hins alþjóðlega hagkerfis.

 

Þetta gekk ekki eftir, og þeir sem unnu að því að viðhalda því frosti með því að leggja óbærilega skuldaklafa á þjóð sína, þeir berja sér á barm og þakka sér góðærið í útflutningi þjóðarinnar.

Þakka sér hagvöxtinn, þakka sér það að landið varð ekki gjaldþrota.

 

Vissulega má þakka þessu fólki fyrir að vera algjörir lúserar, tap þeirra í ICEsave stríðinu er afrek sem ætti heima í heimsmetabók Guinnes því þeir réðu ríkisfjölmiðlunum, Baugmiðlum, sorpritinu, ásamt því að njóta stuðnings háskólasamfélagsins, "öldunga" þjóðarinnar, kjaftagjafanna, verkalýðshreyfingarinnar, allra sem hugsanlega hefðu getað skipulagt andóf gegn Valdinu.

Og það má þakka þeim fyrir að hafa verið lengi að fatta að góðærið hafi verið útflutninginum að þakka, þess vegna réðust þau ekki á sjávarútveginn og ferðaiðnaðinn fyrr en núna í vor og sumar, og afleiðingarnar af þeim árásum eru ekki ennþá komnar fram.

Heimska þeirra hefur verið gæfa þjóðarinnar.

 

En þar með er upp talið það sem hægt er að þakka þessu fólki.

Krónan útskýrir viðsnúninginn í íslensku efnahagslífi.  Hún stendur keik þrátt fyrir sífelldar atlögur ICEsave lúserana að henni.

Gjaldeyrishöftin skapa fölsk lífskjör almennings, hann hefur náð að lifa með verðtryggingunni á meðan krónunni er haldið uppi með handafli.  En raunvandinn eykst með hverjum deginum því aflandskrónurnar dafna eins og púkinn á fjósabitanum í hávaxtastefnu lúserana, og ekkert fær hindrað að hann mun að lokum springa framan í þjóðina  með skelfilegum afleiðingum.

 

Í raun er ástandið hjá þjóðinni eins og fanganum á dauðadeildinnni sem nýtur vellíðun síðustu máltíðarinnar, en næsta ganga verður sú síðasta.  

Til aftökunar.

Þannig er það með aflandskrónurnar, þegar þær verða látnar falla á þjóðina, þá er allt búið.

Þá er úti um efnahag hennar, úti um lífskjör hennar.

 

Þjóðin lifir í dag rænd og svívirt, en samt þokkalegu lífi.  Akrar hennar voru ekki eyðilagðir, það kom ný uppskera, og fái hún henni haldið, þá má vinna sig út úr erfiðleikunum, byggja upp nýja eign, og leggja drög að farsælu mannlífi.

En ræningjalýðurinn er þarna úti, óáreittur og hann hefur hið formlega vald til ákvarðana.  Honum er það jafnvel ekki á móti skapi að sjá vöxtinn og viðganginn, því ræningi veit að rán borga sig ekki ef hinn rændi á engin verðmæti.

Fyrst að honum  tókst ekki að leggja undir sig akrana, þá vofir hann yfir, reiðubúinn, bíðandi eftir rétta tækifærinu að láta aflandskrónurnar sjúga öll verðmæti út úr efnahagslífinu.

 

Og þegar hann lætur til skara skríða, þá hirðir hann akrana líka.  Kvótinn, raforkan, mun lenda í vasa hins alþjóðlega fjármagns.  Restin er svo þekkt, almenningur mun ekki afla nauðsynlegra tekna til að borga af skuldum sínum, hvort sem það er af skuldum heimila, fyrirtækja eða samfélagsins.

Þjóðin verður gerð upp, eins og svo margar aðrar sem lent hafa í dauðgreipum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Alþjóðlegt fjármagn sígurarðinn úr auðlindunum.  Fámenn yfirstétt fær að hirða mola sem til falla, en almenningur er ekki með.  Hann er þarna til að vinna, og ef hann vill ekki vinna, flytur burt, þá er nóg til að fátæktarlýð sem í örbirgðargettóum heimsins sem glaður myndi koma og fylla skarð hinna burtfluttu.

 

Grikkir voru fyrstir þjóða í Evrópu til að lenda í þessari kvörn AGS. 

Þeir tóku þann sess af okkur eftir ICEsave uppreisnina.

En við erum ekki sloppin, við erum ekki komin inn úr kuldanum.

Við erum í bið.

 

Biðsal AGS, biðsal dauðans.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Ísland inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Já, satt segir þú Ómar. Heimska stjórnvalda getur hafa verið gæfa okkar í byrjun endurreisnarinnar (Icesave). 

En það var ekki heimska þegar bankar voru afhentir erlendum vogunarsjóðum á 30% virði. Það var ekki heimska að láta stýrivexti vera hér í hæstu hæðum, til þess að greiða út hæstu mögulegu vexti til eiganda krónubréfa. Bréfaeiganda em gömbluðu á okkar Krónu.

Þessir bréfaeigendur hafa fengið greidda út vexti  úr gjaldeyrisforða okkar sl. 4 ár. Hversu stór upphæð hefur farið til þeirra þori ég ekki spá í, en hún er gífurleg.

Þessar aðgerðir eru ekki unnar með heimsku í fararbroddi, heldur eru þær kaldrifjaðar landráðsaðgerðir til að knésetja okkar samfélag. 

Það er kominn tími á að Már Guðmundsson komi með skýringar á sinni vaxtastefnu og upplýsi hversu stórar upphæðir hafa verið greiddar til þeirra sem reyndu að koma efnahagskerfi okkar í kaf.

Eggert Guðmundsson, 23.9.2012 kl. 10:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Við vitum báðir að eini tilgangurinn með veru AGS var að koma tekjuflæði íslenskra auðlinda í vasa kröfuhafa útrásarinnar.

Þjóðin á meintri heimsku þjóna AGS að þakka að hún á ennþá von, að það versta hefur ekki þegar gengið eftir.

En þeir eru að læra, íhaldið hefur til dæmis gjörbreytt sinni taktík, jafnvel farið að tala gegn ESB.  En af hverju skyldi Valdið hafa skipt Illuga inn fyrir Ragnheiði???

Af hverju er svona flott umgjörð um ICEsave málaferlin???

Mín ályktun er að þeim langar ekki til að vera eilífðarlúserar.

Og ég óttast að það gangi eftir, með endalokum þjóðar okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.9.2012 kl. 10:51

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er athyglisverð spurning sem Eggert leggur hérna fram og ekki vittlaust að kalla eftir svari við henni frá Seðlabankastjóra....

Svari þar sem Már Guðmundsson útskýri vaxtarstefnu sína um leið og hann upplýsir okkur Íslendinga um hversu háar upphæðir hafi verið greiddar til þeirra sem komu efnahagskerfinu okkar í þessa stöðu sem er...

Nöfn þessara einstaklinga þyrftu að koma fram með upplýsingunum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.9.2012 kl. 12:16

4 identicon

Það var ekki bara Már

Það var öll hersingin, það var öll samFylkingin sem tók undir þrælastef Gylfa Magnússonar.

Það drundi og gelti yfir okkur í öllum fréttamiðlum ríkis og útrásar-sjefferanna

Það var öll samFylkingin sem drundi þungri þrælapískararöddu:  Þið verðið Kúba Norðursins.

Nánast eins og það væri draumsýn allrar samFylkingarinnar að við yrðum það, með Icesave þrælaklafa

hinna samFylktu með vafningana og þrælahlekkina, silfurlitaða beint úr birgðastöð auðdrottnanna.

Nei, við gleymum því aldrei hverra erinda hinir samFylktu gengu ... og ganga enn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 14:02

5 identicon

Og svo komu hvolparnir úr "Sjálfstæðis"flokknum og geltu með, í bakgrunninum.

Og umræðustjóri fasista-ríkisins vissi ekki í hvern fótinn hann átti að stíga,

vaggandi um hóla, holt og hæðir - kallkvölin með silfur sitt - tvöfalt.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 15:29

6 identicon

Ein grannvaxin kona á þingi, með hreina og fallega sál, sagði allan tímann Nei og aftur Nei og aftur Nei

við þrælaklöfum á íslensku þjóðina og einnig aftur og aftur Nei við mútu- og aðlögunarfé ESB í formi IPA.

Sú heiðarlega og hreinskiptna kona heitir Lilja Mósesdóttir og hún hefur verið hædd og spottuð og sjeffer hundar

og hvolpar hafa gelt að henni og berað vígtennurnar.

Ég dáist að óbugandi baráttuþreki Lilju fyrir hönd íslensks almennings, fyrir hönd íslenskrar þjóðar.

Mikið væri það óskandi að 62 smámenni á þingi hefðu þann dug sem hún hefur margsýnt að hún hefur, fyrir hönd

okkar, hinna venjulegu Jón og Gunnu. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 18:49

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Ef fólk legðist á eitt, þá ættum við að geta fengið þessar upplýsingar.

En það er mjög dularfullt, að allar fréttir um stöðu peningakerfisins eru á véfréttarstíl.  Það er bara sagt að það þurfi að hafa gjaldeyrishöft en ekki vegna hvers. 

Fólk útí bæ er að spúklera í þessar tölur, en Seðlabankinn hefur aldrei metið stöðuna og kveðið úr um um hvaða upphæðir er að ræða, og hvernig þær hafa vaxið í takt við ofurvexti bankans.  

Það er til dæmis augljóst, að ef hagkerfið þoldi ekki útstreymi þessa gjaldeyris eftir Hrun, að þá þolir það þetta útstreymi ennþá síður þegar vextir og  vaxtavextir bætast ofaná.  

Það er eins og það sé verið að svæfa þjóðina og hún eigi að vakna upp sem skuldarþræll einn daginn.  Án þess að vera upplýst, án þess að vera spurð.

Þögnin er svo æpandi að henni hlýtur að vera stýrt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2012 kl. 11:13

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Núna erum við Hriflungar sammála þér Pétur.

"Ég dáist að óbugandi baráttuþreki Lilju fyrir hönd íslensks almennings, fyrir hönd íslenskrar þjóðar.

Mikið væri það óskandi að 62 smámenni á þingi hefðu þann dug sem hún hefur margsýnt að hún hefur, fyrir hönd".

Ég dáist líka að Lilju og augljóst er að hún er eina manneskjan sem valdið óttast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2012 kl. 11:15

9 identicon

Já, hún er eina manneskjan á þingi, sem Valdið óttast, enda berst Lilja

fyrir hönd:

okkar, hinna venjulegu Jóns og Gunnu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 68
  • Sl. sólarhring: 1763
  • Sl. viku: 3544
  • Frá upphafi: 1324630

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 3104
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband