Segðu af þér Steingrímur.

 

Strax.  

 

Pólitísk aðför þín að Geir Harde á sér engin fordæmi og þú réttlætir ekki þann skít með því að fela þig á bak við pólitískan dóm meirihluta Landsdóms.

Þú kaust hina röngu leið í valdagræðgi þinni.

Núna þarft þú að horfast í augun á gjörðum þínum.

 

Sé ennþá vottur af manni undir valdafíkninni sem yfirtók þann mæta stjórnmálamann Steingrím Jóhann Sigfússon, þá segir þú af þér. 

Af eigin frumkvæði.

Hinn möguleikinn er að þú verður neyddur til þess. 

 

Þjóðin hefur fengið nóg hráskinsleiknum.

Hún vill breytingar.

Hún vill þig ekki lengur.

 

Feisaðu það, segðu af þér.

Kveðja að austan.


mbl.is Sýnir að málið átti erindi í Landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fegin yrði ég ef hann færi að þessari áskorun.  Farið hefu fé betra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 18:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það væri vonandi Ásthildur.,

En ég verð ekki beint var við þessa kröfu sem fyrstu viðbrögð fólks.  

Og þá er ég að tala um fólk almennt, ekki fyrirsjáanleg viðbrögð Sjálfstæðismanna.

Flestir falla í gryfju tuðsins, um hvort skrifa ætti fundagerð, og þeim finnist hitt og þetta um Hrunið.  Sem okkur finnst öllum.

Og þarf að rannsaka á heiðarlegan og gegnsæan hátt.

En ég kalla þetta tuð því það er ekki málið í dag.

Alþingi var sakfellt af Landsdómi.  Allt sem það ákærði fyrir var annað hvort vísað frá dómi eða Geir sýknaður.

Ef við látum bjóða okkur þetta þá er úti um okkur sem þjóð.  

Og þá mun draumur Hrunverja rætast um að þjóðin skuldsetji sig í evrum (sjá tilllögur Samtaka Atvinnulífsins) fyrir þessum 1.000 milljörðum sem þeir og þeirra fólk vill koma út úr landi. 

Á kostnað þjóðar sinnar sem þýðir um leið endalok hennar.

Og umræða um stjórnarskrá, Landsdóm, kvótaruglið eða hvað eina sem spunameistarar í þjónustu Hrunverja hafa hannað til að dreifa athygli fólks frá hinum raunverulegum markmiðum sínum, mun ekki hindra þessi endalok sjálfstæðis þjóðarinnar og innleiðingu lífstíðar skuldaþrældóms hennar.

Hugsanlega mun Össur gráta út ölmusustyrk frá ESB, en það þýðir aðeins eitt og aðeins eitt.

Endalok þjóðar okkar líkt og gerðist þegar Nýfundnaland þáði ölmusu frá stjórninni í Ottava.

Er tuðið virkilega þeirrar fórnar virði???

Ég segi Nei, og þess vegna krefst ég afsagnar Alþingis.

Og vona að það endi í margradda kór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 18:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal taka undir það með þér Ómar, ég held meira að segja að það gæti verið til góðs fyrir þá alþingismenn sem hafa staðið á sínu og ekki látið populisma ráða för.  Þeir munu verða endurkjörnir af því að fólk treystir þeim.  Hinir mega bara hverfa í fjöldan með skömm.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 18:19

4 identicon

Magnús Sigurðsson:

"Til hamingju Íslendingar, í dag hefur það

endanlega verið staðfest að gamla Ísland hrundi ekki haustið 2008. Það má jafnvel segja að staðan sé orðin 3:0 fyrir gamla Ísland.

Náhirðin sem setti Ísland á hausinn nýtur ævikvöldsins ábyrgðarlaust á fínum eftirlaunum greiddum úr ríkissjóði.

Landsliðið í kúlu vermir bekkina á alþingi og bönkum eftir að hafa afskrifað skuldirnar af sjálfu sér með afrakstur kúlulánanna í verðtryggðu skjóli ríkisins.

Helferðarhyskið sér um þjóðnýta ærlegt fólk til að borga brúsann.

Sannkölluð "happa þrenna"."

Úr Alþýðubók Magnúsar (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 183
  • Sl. sólarhring: 593
  • Sl. viku: 4263
  • Frá upphafi: 1325714

Annað

  • Innlit í dag: 151
  • Innlit sl. viku: 3748
  • Gestir í dag: 149
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband