"Fá aðstoð Evrópusambandsins við að ...."

 

Össur Skarphéðinsson mælti þessi orð við Egil Helgason í Silfrinu í gær og afhjúpaði þar með  samsæri fámennar klíku í Samfylkingunni við sjálfstæði lands og þjóðar.

Afhjúpaði aðferðarfræðina við væntanleg  ICEsave svik landráðaklíkunnar sem lágu fyrir þegar Árna Pál Árnasyni var fórnað í ráðherrakaplinum sem kenndur er við Jón "blóraböggul" Bjarnason.   

 

Í athugasemdum hér að neðan ætla ég að linka í pistla mína um hin væntanlegu svik, sem voru eina skýringin á því að ríkisstjórnin fórnaði Jóni Bjarnasyni úr rískisstjórninni.  En víkjum fyrst að hinni opinberu skýringu Össurar fyrir undirlægjuhætti Alþingis gagnvart beinni aðkomu ESB í ICEsave fjárkúgun breta og Hollendinga.  Aftur vil ég vísa í linka í athugasemdarkerfi um hvað sú aðkoma þýðir fyrir sjálfstæða þjóð en gefum Össur orðið.

 

"Ástæðan er sú að þetta styrkir málflutningsstöðu okkar í Icesave-málinu. Þetta gefur okkur kost á því að skila skriflegum vörnum gegn viðhorfum ESB áður en að munnlegi málflutningurinn byrjar,“ sagði Össur og bendir á að skriflegi þáttur málsins er mjög veigamikill og því var tekin sú ákvörðun að mótmæla ekki meðalgöngu Evrópusambandsins."

 

Þessa aðför Evrópusambandsins að fullveldi þjóðarinnar kallar Össur styrkingu á stöðu Íslands í ICEsave deilunni og margur maðurinn hefur glapist til að ræða aðförina á þessum forsendum Össurar.  En uppí Móum situr maður eldri en tvævetra sem ennþá lætur sig þjóðarhag varða og í leiðara sínum afhjúpar hann hvað að baki býr.  Gefum honum orðið.

 

"Nú halda þeir því fram að ekki einasta komi þessi framganga ESB þeim ekkert á óvart heldur sé hún beinlínis fagnaðarefni, svo mjög styrki hún stöðu Íslands í deilunni. Hver metur fyrir sig hversu trúlegt það er að framkvæmdastjórn ESB sækist eftir aðild að málinu til að veikja stöðu breskra og hollenskra stjórnvalda, en það er óneitanlega áhyggjuefni ef þeir sem gæta eiga hagsmuna Íslands telja svo vera. Eða ef þeir telja að framkvæmdastjórnin hafi hlaupið á sig og í barnaskap gert þessi mistök og þannig í ógáti skaðað hagsmuni Breta og Hollendinga.

Þetta er auðvitað ekki boðlegur málflutningur, en hann þarf þó ekki að koma á óvart. Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa hingað til ekki veigrað sér við að beita þeim aðferðum sem þeir hafa talið duga til að selja landið inn í sambandið og hefur engu breytt hversu ógeðfelldar þær hafa verið. "

 

Það er verið að selja landið okkar og Össur afhjúpaði það í viðtalinu við Egil Helgason.

Hin meinta aðstoð sem Össur talar um er að Evrópusambandið fjármagni útstreymi braskarafjármagns, þá eru tvær flugur slegnar, braskararnir, stýrendur þessarar ríkisstjórnar fá sitt og þjóðin bundin ölmusuböndum við Brussel um aldur og ævi.

 

Til að fólk skilji þetta af hverju það er ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum nema með einhverjum dramatískum aðgerðum þá er gott að vitna í grein Lilju Mósesdóttur sem hún skrifaði á Vísi.is nýlega.

"Árni Páll virðist hafa gleymt því að hann samþykkti ásamt þingflokki Samfylkingarinnar að innleiða gjaldeyrishöft í formi boða og banna í árslok 2008, þrátt fyrir að ég hafi margítrekað bent á aðra mun ódýrari leið fyrir þjóðina, þ.e. skattlagningarleiðina. Auk þess virðist Árni Páll vera ómeðvitaður um það markmið Samfylkingarinnar að ganga í ESB og knýja Evrópska seðlabankann til að lána okkur um 1.000 milljarða, þannig að hægt verði að skipta aflandskrónum og eignum kröfuhafa yfir í erlenda gjaldmiðla. Vaxtakostnaður vegna lánsins frá Evrópska seðlabankanum yrði aldrei undir 30 milljörðum á ári.

Tillaga mín um að taka upp annan gjaldmiðil á mismunandi skiptigengi til að leiðrétta verðmæti þessara froðueigna og verja lífskjör í landinu hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim sem óttast að nauðsyn ESB aðildar minnki verði þessi leið farin. Markmið Samfylkingarinnar er að hámarka verðmæti eigna aflandskrónueigenda og kröfuhafa með því að blóðmjólka almenning í gegnum lágt gengi krónunnar og aukna skattheimtu. "

 

Lilja er einn af verndurum þessarar þjóðar og hefur haft rétt fyrir sér frá upphafi um hvernig átti að díla við krónubraskið, hefði þjóðinni borið gæfu til að hlusta á fólk, ekki fífl, þá væri farið að birta til og við ættum von um mannsæmandi framtíð, ekki líf skuldaþrælsins eins og stefna Seðlabankans er eða losna við skuldaþrældóminn gegn því að ESB taki landið uppí skuld.  Líkt og Kanada gerði við Nýfundnaland forðum daga.  

Þjóðin losnar ekki við þetta útstreymi gjaldeyris, þessa 1.000 milljarða, skiptir ekki máli hvort útstreymið er heft af krónunni eða það verði gert auðvelt með því að taka upp nýjan gjaldmiðil.  Þessir peningar fara út og þjóðin á þá ekki til.

Þegar Lilja skrifar þessa grein þá bendir hún á AGS leiðina, að þjóðin skuldsetji sig í gjaldþrot (sjá feitletrað) eða reyni að díla við vandann á þann hátt að hún lifi af.  Að láta eins og hann sé ekki til eins og forysta Sjálfstæðisflokksins talar um, er heimska sem er ekki boðleg í umræðunni, þó Sjálfstæðismenn gleypi við henni.  

 

Þriðja leiðin er hins vegar til og á hana hefur verið imprað reglulega.  Fá aðstoð Evrópusambandsins.  Athugum hvernig fjármálaspekingur Samfylkingarinnar undirbyggir þessa "afhjúpun" Össurar.  

"Þegar svokölluð Maastricht-skilyrði hafa verið uppfyllt, sem getur fyrst orðið tveimur árum eftir inngöngu, er öllum krónum skipt yfir í evrur á því markgengi sem samið var um, í boði ECB. Ekki þarf að kaupa seðla eða mynt sérstaklega. Snjóhengja erlendra krónueigna hverfur sjálfkrafa. Til þess þarf íslenska ríkið ekki að taka evrur að láni, öfugt við það sem Lilja Mósesdóttir heldur fram. " Leiðir úr höftum, Vilhjálmur Þorsteinsson.


Eða eins og Össur Skarphéðinsson segir, að fá aðstoð Evrópusambandsins.

 

Er ekki flott að losna við krónurnar??? Engin óþægindi og flottar evrur í stað sveitakrónunnar okkar.

Og sjálfsagt má færa rök fyrir því að það sé flott, að fá allt fyrir ekki neitt.  

En það þarf mikla trúgirni og sjálfsblekkingu til að trúa að allt fáist fyrir ekkert.

Af hverju ætti Evrópusambandið að rétta Íslandi líflínu þegar það til dæmis í sambærilegum tilvikum Grikklands og Portúgals, skuldsetti ríkissjóði viðkomandi landa fyrir evruprentun sinni???

Af hverju ættu íslensk stjórnvöld að fá það sem aðrar Evrópuþjóðir hafa ekki fengið???

Er eitthvað í fyrri samskiptum þjóðarinnar við Evrópusambandið sem sýnir sérstakan góðvilja Evrópusambandsins við íslensku þjóðina???  Er ICEsave fjárkúgunin sprottin af góðvild????

Eða eru það góðmenni sem eru að eyðileggja innviði samfélaga Suður Evrópu????

 

Sjálfsagt er til svo barnalegur hugur sem trúir þessu en maður rökræðir ekki við börn nema á þeirra forsendum , maður elur þau upp.  Gerir þau að manni.

Það er aðeins eitt sem útskýrir hið meinta boð ECB, og það snýst um völd og áhrif á Íslandi.  Og þeir  sem mæla fyrir þessu boði eru tilbúnir að greiða það gjald.

Og eru þegar byrjaðir.  Að samþykkja meðalgöngu ESB er dæmi um slíkt, áróður ESB gullsins er annað dæmi.  Atlaga Þóru að Bessastöðum er þriðja dæmið og morgundagurinn geymir fjöldamörg önnur sem smán saman munu koma uppá yfirborðið.

Eins og Davíð Oddsson segir réttilega, þá er verið að selja landið okkar.

Á okkar vakt, og eina spurningin er hvað ætlum við að gera???

 

Að mjálma eins og forysta Sjálfstæðiflokksin ætlar sér greinlega eins sjá má á orðum Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem "segist hafa blendnar tilfinningar til málsins, aðspurð hvort skoðun hennar á aðildarviðræðunum hafi breyst í ljósi atburða síðustu daga, og bætir við: „En í grundvallaratriðum hefur það ekki breyst að ég vil að við ljúkum þessum aðildarviðræðum og klárum verkefnið.“"

Það þarf ekki að taka fram að verkefnið sem hún ætlar að klára er landsalan.  

Á einhverjum tímapunkti þarf hinn almenni Sjálfstæðismaður að horfa í augun á staðreyndum lífsins og taka afstöðu hvort hann sé sekur um glæp, eða hafi manndóm til að rísa gegn honum.

Hann gerði það þegar forystan sveik í ICEsave, en gerir hann það núna þegar svikin einu eru annarsvegar.

Svikin sem gera allt annað að hjómi einu.

 

Ég veit það ekki en ég veit að brjóstvörn þjóðarinnar er í Sjálfstæðisflokknum, falli hún þá er landið fallið.

Spurningin eina er hvort land okkar og sjálfstæði sé þess virði að berjast fyrir.  

Telji fólk svo, þá verður það átta sig á að þá baráttu verður að heyja núna, ekki á morgun.

Á morgun verðum við orðin þegnar Brussel.

 

Ég hef svarað þessari spurningu.

Ég skrifaði þessa grein.  

Núna er komið að þér.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Þrýst á um viðræðuslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hér eru tveir pistlar sem útskýra hvað meðalganga ESB í ICEsave deilunni þýðir í raun, og ég set það í samhengi við meint viðbrögð stjórnarandstöðunnar.

Stundum er aðeins ein skýring á máttleysi.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1234216/

 
 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 10:38

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Skrítið Ómar ! hversu fáir (les engvir) ESB sinnar hafa séð ástæðu til a kommenta hér á þetta hjá þér, séð í ljósi Ip tala og hvaða frétt er tengingin, en líklega er þetta of flókið og ýtarlegt, stingur í stúf við "síbilju" lygina um að endrresnin er = ESB aðild.

Undirrituðum líkaði pistillinn, er orðin vanur stílnum þínum, sem kannski hræðir "greyin", ekki gott að segja, en eftir IP tölunum að ræða hafa allnokkrir lesið þetta og eru vonandi að íhuga málið, kominn tími til allavega.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 16.4.2012 kl. 20:05

4 identicon

Góður

Elín Anna hermannsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 20:18

5 identicon

Frábær pistill Ómar!

Og jafnframt góð upprifjun, sem minnir okkur á orðin:

"Hér hefur myndast gjá á milli þings og þjóðar!"

Samtrygging forustaafla fjórflokksins er beinlínis viðurstyggilegur hráskinnungsleikur!  

Þjóðin vill ekki í ESB ... slíta ber aðlögunar-viðræðunum ... vafninga og kögunar-laust!

Einungis 10% þjóðarinnir treystir núverandi alþingi.  Það segir allt sem segja þarf.

Það er lýðræðinu beinlínis lífs-nauðsynlegt að spúlað sé út hrunapakkinu og hyskinu!

Eftir hverju bíða hinir heiðvirðu innan flokkanna????  Það líður að kosningum!

Enn er tími til að iðrast, áður en það verður um seinan!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 20:41

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Eftir hverju bíða hinir heiðvirðu innan flokkanna???? Það líður að kosningum!" SNILLD !! ein setning sem er á við heilann pistil.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 16.4.2012 kl. 20:54

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elín.

Nei, Kristján, þeir eru læsir eins og aðrir greyin.  Það er þeirra vandi þegar þeir koma inná svona pistil, þeir lesa rök og skilja, eru ósammála, en þá er það að tækla það.  Og stundum er ég ekki besti vinur barnanna.

Hins vegar veit ég ekki almennt hvað fólk er að hugsa og eins þætti mér líklegt að fyrri tveir pistlar mínar í morgun, sem voru upphitun fyrir fingurslagið, að þeir skýri einhvern hluta IP talnanna.  

En í svona pistlum er ég ekki að leita að magninu, heldur gæðunum.  Fá hugsandi fólk inn, fólk sem er orðið leitt á tómhyggjunni og ógöngum þeirrar umræðu að láta eins og ekkert hafi gerst haustið 2008 í hinum vestræna heimi.  

Efnhagslífið gekk ekkert of vel fyrir hrun, hikstaði oft, en þá var fjármálakerfið í lagi, og skuldastaða innviða samfélaga viðunandi.  Núna er allt hrunið og þá á allt að ganga, kreppan verði kannski smá skot sem taki 1-2 ár að laga.  

Og svo uppsveifla, sama argþrasið, enginn lærdómur.  

Hugsandi fólk sér þetta og það leitar að hugsun, hjá mér og öðrum sem hana er að finna.  Ég hef það til dæmis frá fyrstu hendi hér úr bænum að fólk les innslög þín um göng og gjaldtöku, bara svo dæmi sé tekið.  

Af hverju kommetera menn ekki???  Veistu að ég man ekki eftir því að fá mörg komment á grunnpistla mína, þegar ég legg á mig vinnu og færi rök fyrir einhverju.  En tek svo eftir að rökin koma í umræðuna, bæði eru svona pistlar uppspretta hinnar ósjálfráðu skriftar minnar þegar pistlar renna frá mér á hraða puttaslaganna, og aðrir hafa líka tekið afstöðu til þeirra.

Núna er ég búinn að undirbyggja pistil þar sem ég set ákveðna umræðu í samhengi landráða, færi rök fyrir að bein landráð eru í uppsiglingu.  Félagi minn í baráttunni, þessi þarna sem er alltaf að skoða myndirnar af Jóhönnu, hann sagði það fullum fetum að stjórnvöld væru að selja landið.  Og enginn kippir sig upp við það.  Ég samdi beinagrindina af þessum pistli áður en ég las leiðara Davíðs og kemst að sömu niðurstöðu.  Minn pistill hnykkir á þessari fullyrðingu og ég set ICEsave í samhengi við þekktar staðreyndir um gjaldeyrismál okkar.

Og bý að því að hafa undirbyggt þetta strax í des 2011 þegar ég nennti ekki að blogga um ráðherrakapalinn á forsendum hins fyrirframgefna tuðs.

Er þetta samhengi mitt rétt, er niðurstaðan rétt???

Ef allt væri normalt í þjóðfélaginu þá væri aðeins örfáar IP tölur og allflestir öskrandi að ég væri klikk, nema brosandi anarkistar sem byðu mig velkominn í hópinn.  En það er ekkert normalt, og fólk leitar skýringa.

Það flanar ekki að ályktunum en það leitar að rökum gegn  mínum.

Því það væri svo skelfilegt ef ég hefði rétt fyrir mér.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 20:57

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur.

Og stundum þurfum við Kristján ekki að eyða löngu máli í að komast að sömu niðurstöðu, bráðræði kallaði Trjáskeggur það.

Snilld.!!

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 20:59

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Ef allt væri normalt í þjóðfélaginu þá væri aðeins örfáar IP tölur og allflestir öskrandi að ég væri klikk, nema brosandi anarkistar sem byðu mig velkominn í hópinn. En það er ekkert normalt, og fólk leitar skýringa." LOVE IT !!

" Ég hef það til dæmis frá fyrstu hendi hér úr bænum að fólk les innslög þín um göng og gjaldtöku, bara svo dæmi sé tekið." ég sé ég fæ heimsóknir, og gangnafólk er velkomið, í ljósi þessa getur vel verið að ég setji inn meir í því sambandi.

Var einmitt að velgja varaformanni í "Venstre" svona borgaralegur umhverfisflokkur, lítill en hávær, flokkurin meina ég, hann klykkti út með að núna þyrfti að draga úr vegaframkvæmdum og nota tilsvarand fé í hjólastíga, lét í því sambandi taka mynd af sér með samanleggjandi reiðhjól, sem hann bölast með í flugvélinni (frá Kristiansamd til Oslo) og hjólaði svo niður í bæ í á landsfundinn.

HÉR er fréttin og svo er kommentið mitt undir, þau hverfa og birtast á víxl á vefsíðunni (??) 

  "

Mikroparti ! kannske ? men dere behøver nå ikke å tenke "mikro" tanker for det, eller ?

"Det at man bygger veier fører i seg selv til at trafikken øker. Skal vi demme opp for bilbruken må vi satse mer på kollektivtilbudene. I en tid med begrensede midler til samferdsel må vi gi klare signaler på at innenfor rammen må vi satse på et bedre kollektivtilbud, sier han."

"At trafikken øker, ved utbedring av Europas dårligeste veinett", ser venstre på som negativt bare sånn uten videre, uten å underbygge påstanden eller utdype hvorfor det egentlig er negativt, den konvensjonelle industrien sliter og flere og flere bedrifter flagger ut grunnet elendig kommunikasjon mellom bygdene, det å investere i god samferdsel er noe av det mest lønnsomme å ikke si livreddende, en nasjon kan gjøre, veier, jernbane, havner og flyplasser er samfunnets blodårer, sykkelstier også, blir de tette eller flyten dårlig, blir samfunnet (kroppen) syk, så vær så vennlig og tenk stort !! etterslepet er enormt og oljen tar slutt en gang, da blir det godt å ha en velfungerende, økonomsik og trygg samferdsel, i et velfungernde samfunn.

"I en tid med begrensede midler !!??" går det an å tenke så snevert ? akkurat nå er det omlag 3400 MILLIARDER på "bok" i utlandet, saltet ned til "kommende" generasjoner, hva med å ta nå en god del av dette til samferdselsutbygging, til både nåværende og ikke minst kommende generasjoner, generasjoner som blir avhengig av tradisjonell industri og arbeidsliv når oljen tar slutt ?

Litt fakta til slutt: i 2004 hadde Norge 213 km firefelts motorvei, mens Sverige hadde 1600km, 6 år senere (2010) har Norge fått til "svimlende" 252km, mens Sverige har 1854km, altså er økninge hos Sverige på 6 år, større en hele motorvei engden i Norge, og det uten bompenger.!!

Så vær så snill, tenk stort, tenk fornuft, tenk sikkerhet for alle veifarende og deres familier, tenk økonomisk og invester i fornuft og framtid, ikke bare dere i venstre, men alle dere andre som har noe vett i igjen i "kollen" trass årtier med bakovertankegang.

"Dermed går han imot det store politiske flertallet på Sørlandet og deler av eget parti."

Kan hende dette er riktig til en viss grad når det gjelder E39 sånn lokalt sett, men han deler desverre det generelle sneversynet, med alt for mange folkevalgte og desverre mange av velgerne også.

Dette sneversynet angående "bilistene" som en unødvendig parasitt i samfunnet som skal "flås"  til ingenting er igjen, sneversynet om dette at det ikke finnes rom for å investere såpass i samferdsel at Norge kommer opp på et Euorpeisk nivå, sneversynet om at dette dreier seg om miljøvern, det å kvele samfunnets blodårer slik situasjonen er nå, verst er kannskje denne "taktikken" å sette opp folk mot hverandre og jage dem i grupper etter og om det skal satses på jernbane, båt, biltransport og som her sykkeltraseer, vi skal selvsagt bygge ut og hente inn etterslepet på altsammen.

Vi kan være enige om at alle store investeringer svir litt på "pungen" akkurat når de blir gjort, (jagerfly til 62 MILLIARDER !!) men vi kan jo også være enige i at, gode og fornuftige investeringer lønner seg, investeringer i samferdsel er nemlig det, så da kan vi være enige om at investere STORT i samferdsel, eller ??

MVH

KH

Kristján Hilmarsson, 16.4.2012 kl. 21:23

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú bara eyðir þessu Ómar ! ef þér finnst þetta feilstaðsett, eða copy/paistar á blað, svo gangnafólkið geti kíkt áþetta og kannski notað eitthvað, hefði átt þíða þetta, en svo er maður líf að lifa líka, líf utan bloggheima

KV

KH

Kristján Hilmarsson, 16.4.2012 kl. 21:34

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hef sent þó nokkrar greinar þínar á facebook gegnum tíðina,man ég hafði orð á því við þig,örugglega fyrir um 1&1/2 ári,þú gerðir lítið úr því,svo ég gekk á lagið. Nýlega sendi ég eina,og skrifaði smá fyrirsögn,sem er vaninn, áður. Fékk allt að því bannfæringu frá fyrrum tengdri,henni var eitthvað misboðið ,er sjálf stöðugt að senda ehv. Skrifa varlega,en hræðist ekki að standa með sannfæringu minni og gott betur, sé það löglegt. Ríkisstjórn Jóhönnu stoppa engin lög í landsölunni,ekkert er heilagt hjá henni nema samband evrópskra bjúrókrata.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2012 kl. 21:50

13 Smámynd: Elle_

Ómar, ég var orðin svo reið af að lesa pistilinn að ég hætti mér næstum ekki inn í hann.  Gæti sagt hluti.  Við verðum að losna við landsölumennina og það núna strax.  Við ætlum ekki að verða eins og vesalings Grikkir.  Það er með ólíkindum hvað menn fá að hanga í stjórn með blekkingum og lygum einum saman. 

Elle_, 16.4.2012 kl. 21:57

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kristján, nei það geri ég ekki.  Á bak við fullyrðingar mínar út og suður, er lestur á staðreyndum og rökum, annars gengi ég dagsdaglega um hauslaus, sökum framsetningar og stíls, sem fer misjafnlega í fólk.

Þegar best lætur út í debat sem draga fram ólík sjónarmið, þegar ekki eins vel fer þá lendir fólk eins og Helga í vandræðum.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 22:12

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Helga, við elskum friðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 22:13

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

En svona er nú þetta bara, en who cares????

Eru ekki bara gúddý umræður á þingi og út í þjóðfélaginu???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 594
  • Sl. sólarhring: 1901
  • Sl. viku: 4070
  • Frá upphafi: 1325156

Annað

  • Innlit í dag: 534
  • Innlit sl. viku: 3579
  • Gestir í dag: 520
  • IP-tölur í dag: 513

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband