Forystukreppa Sjálfstæðisflokksins skýrir margt í dag.

 

Til dæmis að þjóðin situr uppi með handónýta ríkisstjórn sem rúin er trausti og er flokkum sínum til algjörar háðungar.

Og skýrir af hverju Alþingi er algjörlega óstarfhæft í dag.  

 

Það er sama hvað ríkisstjórnin leggst lágt, hvort sem það er hinn algjöri undirlægjuháttur gagnvart Evrópusambandinu eða tilraunin til að koma þjóðinni á vonarvol þjóðnýtingarinnar eins og kvótaskrýmslið er.  Alltaf, alltaf kemst hún upp með afglöp sín.

Það segir eiginlega allt sem segja þarf að aðeins einn mætur Sjálfstæðismaður reynir að leggja út af orðum formanns síns í bloggpistli við þessa frétt.  Og seint bíta þau vopn sem formaðurinn færði honum til brúks.

"Brýnt að ræða stöðu viðræðna".

 

Miðað við alvarlega atburði dagsins er aðeins eitt orð sem er ekki annaðhvort sorglegt eða þá grátbroslegt.  Og það er hið hlutlausa atviksorð, "að".  

Gleymum því ekki að ESB tekur þátt í beinni atlögu að sjálfræði Alþingis til lagasetningar.  Að skýr íslensk lög þurfi að víkja vegna eftiráskýringar mörgum árum eftir að þau voru sett.  Eftiráskýringar sem vísar ekki í neinn lagatexta um hið meinta brot íslensku laganna á evrópskri regluverki og án þess að vísa í réttarheimild ESB um að setja lönd í óbeina ábyrgð á störfum einkaaðila.  EES þjóðirnar eru fullvalda ríki og löggjafarþing þeirra taka ákvarðanir um einstakar ábyrgðir, ekki regluverk ESB. 

ESB hefur ekkert boðvald yfir fjármálum EES ríkja, öll fjárútlát til sambandsins eru ákveðin fyrirfram í skýrt orðuðum samningum og öðlast ekki gildi nema þau séu samþykkt að löggjafarþingum viðkomandi þjóða.  

Meira að segja Rússar höfðu ekki þetta boðvald yfir leppríkjum sínum í Austur Evrópu.  Formið krafðist að leppþjóðþingin samþykktu fyrirmælin frá Moskvu.  Meira að segja þegar skriðdrekar hertóku Búdapest þá varð að hagræða þingmeirihluta svo hægt væri að setja ríkisstjórn Imre Nagy af.  Það var ungverska þjóðþingið sem gerði það, ekki sovéskir skriðdrekar þó nærvera þeirra tryggðu rétta niðurstöðu.

En ESB vogar sér að taka þátt í málsókn gegn sjálfstæðu ríki þar sem skýr lagasetning þess er sögð samningsbrot á EES samningnum.

 

Gegn slíku ofríki á að bregðast af fullri hörku.  Það er "brýnt" en ekki að "ræða", heldur að gera, og það sem þú gerir, snýst um að stöðva, ekki "skoða", það sem er ekki "viðræður" heldur aðlögunarferli Íslands af ESB.

Það er ótrúlegt að koma ekki orði frá sér í réttu samhengi í svona alvarlegu máli.  Við erum að ræða aðför að sjálfstæði þjóðarinnar.  Mun alvarlegri aðför en þegar Bretar réðust með herskip sín inní landhelgi þjóðarinnar í þorskastríðinu.

Þá var stjórnmálasambandi við Bretaland slitið, og það af foringja, foringja Sjálstæðisflokksins, þáverandi forsætisráðherra, Geir Hallgrímssyni.  Það var gert í kjölfar manndrápsárásar breskrar freigátu á varðskipið Þór.  

Þá var ekki sagt, "það er brýnt að ræða stöðu stríðsins".   Heldur var brugðist við af þeirri hörku sem hinn alvarlegi atburður krafðist.

 

Það má vel vera að Bjarni Benediktsson sé ekki með þann skilning hvað það þýðir fyrir sjálfstæða þjóð að skriffinnar Evrópusambandsins reyna að brjóta aftur löggjafarvald hennar og svipta hana fjárhagslegu forræði.  Og þá er ekki einu sinni verið að vísa í þá staðreynd að innlend öfl láta múta sér til stuðnings við þessa atlögu að sjálfstæði hennar.  

Bara alvarleiki atburðarins, óháð stuðning Samfylkingarinnar og ríkisfjölmiðils þjóðarinnar, er þannig að hafi menn ekki kjark til grípa til varnar, þá þegja menn frekar.  Láta eins og þeir séu uppá fjöllum eins þegar Steingrímur hafði ekki kjark til að verja eftirlaunafrumvarp Davíðs Oddssonar.

En menn muldra ekki, jafnvel þó þeir séu ekki foringjar.  Ekki ef þeir eru formenn stærsta stjórnarandstöðuflokksins sem þar að auki stefnir í að vera stærsti flokkur þjóðarinnar eftir næstu kosningar.

 

Flokkshollir Sjálfstæðismenn reyna að breiða yfir aumkunaverða stöðu flokksins með því að gefa í árásir sínar á þau Steingrím og Jóhönnu.  

En öll sú gagnrýni er án sannfæringar því innst inni þá vita þeir að þeirra menn eru ekki að standa sig.

Ríkisstjórnin er svo aum, henni tekst að gera risaklúður úr öllum sínum stefnumálum, hún ræðst á undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, hún er dæmdur vaxtaþjófur, hún sveik þjóð sína í ICEsave, og skreið fyrir Óberum AGS, hefur svikið öll sín helstu vé eins og einn bitur VG maður orðaði það.  En lifir samt, í algjörri smán og niðurlægingu.

Og mun gera það á meðan hinn almenni Sjálfstæðismaður feisar ekki sitt eigið fólk og frammistöðu þess.

 

Það er eins og innst inni þá vilji þeir að landið sitt glati sjálfstæði sínu og reisn.

Því ef enginn snýst á móti ásælni ESB, þá er úti um þjóð okkar.  

 

Ljótt en satt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Brýnt að ræða stöðu viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þó ég sé hollur Sjálfstæðismaður þá veit ég ekki hvar Forista flokksins er. Bjarni Ben er hand ónítur til allra verka og þessi óstjórn sem situr í Rikisstjórn er látin í friði því engin er Stjórnarandstaða fyrir hendi..

Vilhjálmur Stefánsson, 13.4.2012 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, það myndi margt breytast á Íslandi Vilhjálmur ef menn litu sér nær.  Gerðu kröfur í stað þess að fylgja.

En ef ríkisstjórnin kemst upp með þetta, án þess að slíta sambandinu við ESB, þá er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er rangnefndur.  

Og ekki í stjórnarandstöðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 23:42

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég tek heilshugar undir þessi orð þín.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 23:59

4 Smámynd: Björn Emilsson

Skrif þín bera af Ómar, eru hnitmiðuð og beinskeitt. En orðin tóm eru ekki nóg. Það þarf aðgerðir. Ætla menn að bíða þess að Össur stingi enn einu bréfi frá ESB undir stól? Hér er verið að eiga við harðsvíruð Evrópuríki, sem kalla ekki allt ömmu sína. Þessi ríki, sem hafa lifað við og stundað styrjaldir og ógnir, gyðingaofsóknir og nýlendukúgun um aldir. Þeim mun reynast létt að innlima þetta litla eyland í norðri, og ná þar með mikilvægri aðstöðu á norðurslóðum. Stjórnvöld Islands eru með útrétta arma að bjóða þá velkoman, rétt eins og þýsk götu-gleðikona.

Björn Emilsson, 14.4.2012 kl. 02:08

5 Smámynd: Björn Emilsson

Svo skrifar þjóðskáldið

En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Laxness (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus

Björn Emilsson, 14.4.2012 kl. 02:13

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágætt mál hjá þér Ómar Geirsson, og ég tek undir með þér að Bjarni B. Hefur ekki sýnt af sér neitt annað en undirlægjuhátt síðan hann tók við.  Sá undirlægju háttur snýr ekki bara að Jógrímu heldur og líka Samfylkingar fólkinu í hans eigi þingflokki og ekki að undra því hann sjálfur hafði forustu með sitt Ískalda mat sem hann gat svo aldrei rökstutt. 

Sá röklausi vingulsháttur sló hann endanlega útafborðinu hjá mér og reyndar fleiri.  Það vantaði eitthvað í landbyggðarsamstöðuna  á síðasta landsfundi og það var slæmt að stelpan skyldi ekki ná að ýta honum til hliðar.  Hún hefur þó talfæri og er óhrædd við að nota þau. 

Svo taldi Bjarni B.  Að hann hafi unnið glæsilegan sigur, þegar að hann sitjandi formaður rétt  slefaði frammúr stelpu sem var ekki einu sinni á þingi.  Þetta er slæmt því okkur vantar eitthvað traust til að taka við af hinni rugluðu öfgatrúuðu Jóhönnu fláráðnum Steingrími sem með atkvæða þjófnaði hefur tafið okkur í þrjú ár.     

Hrólfur Þ Hraundal, 14.4.2012 kl. 08:12

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrólfur.

Fyrst vil ég þakka þér fyrir mjög góða grein um göngin okkar góðu.  Þörf lesning fyrir alla þá sem telja skammtímagróða spillingarinnar æðri æru og hinum dýpri hagsmunum byggðanna.  Vonandi hafa Akureyringar lesið hana og skilið hverjir tapa mest á sundraðri landsbyggð.

Mig langar að segja þér frá því þegar ég fór til Pálma tannlæknis Stebba Pálmasonar í sirka feb 2009.  Pálmi er eins og þú veist af rótgrónum Sjálfstæðisættum í föðurlegg og hann spurði mig einhvern veginn svona "þetta er ljótt með landsmálin, maður veit ekki hvað maður á að kjósa.", vitandi að ég er Ekki Sjálfstæðismaður og átti örugglega von á lestri um ríkisstjórnin, Geir og Davíð.  Eða ég reikna með því.

"Það er ekki vandi fyrir þig Pálmi" svaraði ég, "þú kýst náttúrulega flokk þinn eins og þú hefur alltaf gert.  Sértu ósáttur þá tekur þú undir kröfu um uppgjör við þau vinnubrögð og hugsunarhátt sem leiddi til Hrunsins en Sjálfstæðisflokkurinn er flokkurinn þinn og þú ferð ekki að yfirgefa hann".   Og bætti svo við að Hrunið væri ekki Davíð að kenna, ef ske kynni að hann hefði tekið mark á Barbabrellu Samfylkingarinnar. 

Þetta held ég að sé kjarni málsins Hrólfur, lífsskoðanir okkar og upplag ráða hvort við höllum okkur til vinstri, hægri eða á miðju en þar fyrir utan eigum við að gera kröfu á flokka okkar, og reyna að hafa þau áhrif að þeir þjóni flokksmönnum en ekki öfugt.  

Og á svona tímum ber okkur skylda til að krefja þá um sterka forystu.  Fólk sem þorir að taka ákvarðanir og stjórna, en ekki flýtur með og lætur hagsmunaöfl móta stefnu og í raun taka ákvarðanir eins og er í mörgum tilvikum.  

Og á svona tímum nær skynsamt fólk í öllum flokkum saman um grunngildi sem þarf að verja og ef þjóðinni er ógnað, að standa vörð um hana, líf hennar og velferð.

Menn rífast ekki á hættutímum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:16

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn. 

Það er rétt að ekki er nóg að skrifa, en skrif eru til alls fyrst.  Ég get ekki að því gert að mér fannst dálítið mjálm í gangi og síðan virtust menn ekki fókusa á hvað það er alvarlegt að ESB blandi sér í málið.  Fram að þessu voru þetta aðeins vesalingar við skrifborð sem héldu að þeir yrðu stórir með því að leggja fram ranga kæru á saklausa smáþjóð.  

En þegar ESB blandar sig í málið, þá er þetta tilraun til valdaráns.  Eða hvað á að kalla atlögu að löggjafarvaldi þjóðarinnar???

Hafi ég náð að vekja athygli á því, þá er það vel.  Annað get ég ekki því ég er ekki það mikið kynntur enda markhópur minn ekki stór.  

En það þarf ekki marga til að taka undir svona skrif til að þau öðlist vægi og vald.  Þar er boltinn Björn, hann er ekki hjá mér. 

Hann er þarna úti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:32

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Anna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:32

10 Smámynd: Elle_

Bjarni Ben er ótrúverðugur og slappur.  Já, nú á að RÆÐA og SKOÐA.  RÆÐA og SKOÐA hvað??  Nákvæmlega eins og hann var í lögleysunni ICESAVE.  Hann getur ekki staðið fastur gegn yfirgangi frekar en stjórnarflokkarnir.  Það eru hæfari menn innan Sjálfstæðisflokksins en hann.

Skil ekki fylgið sem flokkurinn fær með hann í beinum stjórnmálum.  Læt nú formannsheitið vera - það ætti að leggja niður formennsku og foringja stjórnmálaflokka.

Elle_, 14.4.2012 kl. 17:40

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Elle en þetta gæti verið verra.  Ruv er með yfir 70% traust hjá þjóðinni.  Þó vann enginn innlendur aðili eins ötullega með lygum og blekkingum að koma ICEsave klafanum á þjóðina.

Þetta er eins og gyðingar hefðu rænt Mengele til þess eins að gera hann að ráðherra heilbrigðismála  í Ísrael.

Eða borgarstjóri Harlem væri meðlimur í Ku Klux Klan.

Vitleysan er ekki lengur þessa heims.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 602
  • Sl. sólarhring: 1897
  • Sl. viku: 4078
  • Frá upphafi: 1325164

Annað

  • Innlit í dag: 542
  • Innlit sl. viku: 3587
  • Gestir í dag: 525
  • IP-tölur í dag: 518

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband