Hvað hefur Landsbyggðin eiginlega gert þessu fólki??

 

Hvaðan kemur þetta hatur og þessi óvild???

Mér vitanlega þá var það hagkerfi landsbyggðarinnar sem lifði af Hrunið og bjargaði því sem bjargað varð í efnhagsmálum þjóðarinnar.  Og hver eru viðbrögð þessarar ríkisstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins???

 

Fyrir smápening var reynt að eyðileggja heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar.

Bensínskattar eru í hæstu hæðum, landsbyggðarfólk hoppar ekki uppí strætó til að komast leiðar sinnar.  Og maturinn okkar hann hækkar í takt við hækkandi flutningskostnað.

 

Og núna á að skattleggja atvinnu fólks á landsbyggðinni sérstaklega.  Aukaskattur uppá 18-20 milljarða er settur á kinnroðalaust ofaná allt annað.

Jafnvel gömlu nýlenduveldin arðrændu ekki svona nýlendur sínar, þau vissu að blóðmjólkun mjólkurkýrinngar endar alltaf með algjöru tekjufalli.

En landsbyggðina má blóðmjólka, eyðileggja innviði hennar og arðræna atvinnuvegi hennar.

 

Til hvers???

Hvað býr að baki???

Vorum við of mörg sem sögðum Nei við ICEsave???

Hvað veldur þessum níðingsskap???

 

Hvað veldur????

Kveðja að austan.

 


mbl.is Skili ríkinu 18 til 20 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hvers vegna í ósköpunum eiga þessir peningar heima  í vasa stjórnmálamanna frekar en útgerðarmanna og sjómanna?

Með því að minnka hið opinbera verulega væri hægt að lækka opinberar álögur verulega sem myndi gera fyrirtækjum kleift að hækka laun starfsmanna sinna og ráða annað fólk. Það er til þess að gera auðvelt að eyða atvinnuleysi, það þarf bara að minnka verulega umfang hins opinbera en þessi vitleysa er ekki skref í þá átt.

Enn eitt dæmið um hve slappir núverandi valdhafar eru og hve gagnslaus almenningi þeirra hugmyndafræði er :-(

Helgi (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:19

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarft hafa fleiri spurningarmerki og nokkur upphrópunarmerki í viðbót - þá kannski, en bara kannski, rofar eitthvað til í þínum öfgaþjóðrembingskolli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 17:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni, svona miðað við einarðan stuðning þinn við bresku fjárkúgunina, með tilheyrandi afleiðingum fyrir innviði samfélagsins, og ekki minni stuðning þinn við lokun sjúkrahúsins í heimabyggð þinni, þá kemur meitluð innkoma þín til stuðnings arðráni ekki á óvart.

En ég velti því stundum fyrir mér, hvernig ferðu að því eiginlega að því að feisa samborgara þína????  Þó sérviska sé algeng hér fyrir austan, og við hreykjum okkur að henni á hátíðarstundum, þá er eyðing manns eigin byggðar varla í flimtingum hafandi.

Eða er það??????????????????????

Kannski?????????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 17:45

4 identicon

Segið ykkur úr íslenska ríkinu, það eitt er það sem til þarf til að binda enda á ríkisvaldið.

Siggi (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi, ég myndi nú svona taka á kvótbraskinu til að byrja með.  Svo má ræða annað í kjölfarið.

En það er mikill misskilningur að við landsbyggðarfólk viljum minni umsvif hins opinbera, við viljum þau meiri, það er að stærri hluti skattpeninga okkar fari í þjónustu en minni hluti í kerfið sem er til kerfisins vegna.

En það þarf ekki að rífast um arðrán, það er alltaf og allsstaðar, sjúkt ástand.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 17:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þú meinar Siggi, finnst þér það hafa gagnast svo vel í Sómalíu eða Afganistan???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 17:49

7 identicon

@4: Hvernig gerir maður það?

@5: Hvað er að frjálsum viðskiptum? Annars sé ég ekkert athugavert við að menn sem fá kvóta úthlutað þurfi að veiða a.m.k. hluta hans en seti ekki bara fyrirhafnarlítið selt hann.

Með lækkun opinberra álaga myndi atvinnuástandið lagast alls staðar á landinu. Ræfill eins og ég borga um fjórðung af mínum tekjum í skatta og ég er viss um að margir borga enn hærra hlutfall. Margir vilja það ekki og svindla sjálfsagt á þessu kerfi eins og ég myndi gera ef ég gæti. Fjórðungur minnar vinnu er fyrir opinbera aðila sem þýðir að liðlega 5 daga í mánuði er ég að vinna fyrir hið opinbera. Ég hef aldrei samþykkt þetta. Ég vil ekki vinna svona mikið fyrir hið opinbera en get ekkert gert  í því. Mér finnst þetta vera löglegt þrælahald/þjófnaður enda stór hluti minna tekna tekinn af mér án míns samþykkis.

Annars standa einkaðilar sig alltaf betur en hið opinbera. Hefur nokkur heyrt um biðlista á einkasjúkrahúsum?

Ég er hins vegar sammála þér um að ráðstafa mætti þessum blóðpeningum með öðrum hætti. Væri ekki nær að leggja niður stöður þessara 77 aðstoðarmanna þingmanna og nota þá fjármuni frekar í að greiða niður skuldir, lækka skatta eða setja í heilbrigðiskerfið?

Helgi (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 18:28

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það fer að verða tímabært að láta nafna þinn Kristjánsson vita af því sem málshátturinn segir að oft megi kyrrt liggja, nefnilega það að hann sé hreinræktaður fábjáni.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2012 kl. 18:31

9 identicon

Heill og sæll Ómar minn.

Þetta er geggjuð ríkisstjórn, snar- og snældugeggjuð ríkisstjórn eftir forskrift AGS.  Fjandsamleg öllu heilbrigðu mannlífi til sveita og bæja.  En hvenær lýkur þessu helvíti?  Hvenær springur helferðar-hræið?  Nú sé ég einn moðvolgan hreyfingar-þingmann berja sér á brjóst og mikla sig.  En hvernig eigum við að túlka orðin í klausunni hér fyrir neðan ... "Það styttist í kosningar."

"Nýtingarréttur til tuttugu ára! Hér hefur Samfylkingin gengið algjörlega þvert gegn mikilvægasta kosningaloforði sínu um fyrningu kvótans, svíkur kjósendur sína sem aldrei fyrr og ætlar nú og það með aðstoð þingmanna VG, að afhenda útgerðaraðlinum og útrásarvíkingunum kvótann til tuttugu ára til víðbótar við þau þrjátíu ár sem þegar eru liðin. Að voga sér að afhenda útvöldum þessa auðlind til samtals fimmtíu ára, hálfa öld, sýnir vel hvað Jóhönnu og Steingrími er nákvæmlega sama um allt sem heitir réttlæti, sanngirni og heiðarleiki. Þetta er bæði blaut og svívirðileg tuska í andlit þjóðarinnar. Kjósendur, leggið vel á minnið hverjir er þingmenn þessara flokka. Það styttist í kosningar."

Þetta segir nú Þór Saari í fésbókar-athugasemd við frétt á dv.is þar sem Jóhanna hrósar sjáfri sér og Steingrími.

Hvernig eigum við að túlka orð Þórs Saari, ætlar hann að fela sig í ár undir pilsfaldi Jóhönnu og lepja undanrennu úr Grími, eða ætlar hann að rétta úr sér, kallgreyið?  Mikið er orðið "styttist" teygjanlegt. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 18:32

10 identicon

Hins vegar er enga tæpitungu að finna þar hjá okkar ágæta Magnúsi Sigurðssyni, í feisbókar færslu við sömu frétt:

"Er ríkið nú orðið þjóðin, það hefur farið lítið fyrir því undanfarin ár.

Ríkið og bankakerfið er sem skipulögð glæpastarfsem gagnvart þjóðinni.

En hyskið á jötunni trúir að það séu þjóðin."

Heyr, heyr Magnús!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 18:38

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Öfund hatur og heimska.  Það súmmerar upp allt sem ríkið stendur fyrir.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2012 kl. 19:27

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Það fylgir okkur nöfnum, og það mörgum að við erum ekki eins og fólk er flest.  Og þá hver á sinn hátt. 

Nafni minn Kristjánsson má það eiga að hann þorir að koma fram undir nafni og standa við sínar skoðanir.  

Skoðanir sem endurróma fátt annað en þær sem háskólasamfélagið heldur fram.

Þar held ég að sé meinið, þangað sóttu auðræningjarnir hugmyndafræði sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 19:48

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Það er nú svona með hann Þór Saari, honum verður margt að mat til að kjamsa á.  En ég er nú alltaf skeptískur á sjávarútvegsvisku Þórs eftir að hann missti það út úr sér að hagkvæmasta nýtingu fiskimiðana og sú sem gæfi mestan arð fyrir þjóðarbúið, væri að leigðum út kvótann á evrópska efnhagssvæðinu.

Veistu að ég held að jafnvel Jóhanna sé ekki svona mikið á skjön við mannlífið í landinu.  

En kvótinn hefur margt sér til ágætis, annað ekki.  Og þetta annað hefur komið hart niður á byggðum landsins sem og að arður hans rennur allur í uppihald á landeyðum í flottræflahætti í útlöndum, eitthvað sem var fyrirsjáanlegt og spá þegar óheft framsal var leyft.  

En þú leysir ekki þann vanda með því að útrýma þeim fyrirtækjum sem fyrir eru, ef askan brennur þá er ekki lausn að fara í vítishita eldsins.  

Það er eins og að fólk skilji ekki að frasar leysa engan vanda, en Lilja kann suma að leysa. 

En svo ég spái í svar við spurningu þinni þá tel ég deginum ljósara að Þór láti stjórnina lafa, hann var svo þakklátur fyrir húðstrýkinguna sem Ruv veitti honum að boði vaxtaþjófa. 

Þannig er það nú bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 19:57

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Ásgrímur.  Ríkið menntaði nú mig og veitt barni mínu læknisþjónustu á ögurstundu.

Ég held að við ættum að fara varlega í svona dóma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 19:59

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Helgi, ég vissi ekki að skattur væri svona lágur hér á landi.  Man eftir þeim lúxus þegar staðgreiðslan kom fyrst, þá var prósentan 33%, en það er fjarlægur minning, líkt og bensínlíter á 99 krónur.

Nei, ég hef aldrei heyrt um biðlista á einkasjúkrahúsum, en ég hef oft heyrt um byltingar í löndum sem slíka lausnir bjóða. 

Og þá Helgi, hittir andskotinn fyrst ömmu sína. 

Það sagði Churchil allavega þegar hann útskýrði vankanta einkasjúkrahúsa fyrir lordunum í flokki sínum.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 20:04

16 identicon

Það sem alvarlegra er, að þessi bölvaða ríkisstjórn er ekki bara að nýðast á landsbyggðinni, heldur er hún ógnun við líf og limi sjómanna. Þegar þessir fáráðlingar eru búnir að skattleggja fyrirtækin í drep, verðu engin endurnýjun, engin fjárfesting. Og það kemur niður á öryggi.

Í ofanálag er röflað um að auka nýliðun í greininni. Hvaðan eiga þeir nýliðar að koma? Hvaða nýliði hefur efni á því að kaupa sér skip, og borga svo allan arðinn í embættismannabáknið?

Og erum við bættari að hvaða einasti fáviti geti vaðið út á rúmsjó? Afleiðingin af strandveiðunum er í stórum dráttum þær, að fullt af óhöfum mönnum sækja sjó á sumrin, og koma með hálfónýtan afla að landi. Ekkert er hugsað um það að dreyfa veiðunum yfir allt árið, til að mæta eftirspurn, og tryggja hæsta verð.

Ég er með mun betri lausn. Við getum rekið 50% af embættismönnum landsins, sem eru til óþurftar og kostnaðarauka fyrir þjóðina.

ÞAr með má spara margfalt meira, en það sem ríkisstjórnin ætlar að hirða.

Og hvaðan eiga svo ríkisbubbbarnir að fá launin, þegar búið verður að jarða sjávarútveginn, og allar greinarnar sem styðjast við hann?

Frá ESB?

Hilmar (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 21:26

17 identicon

@16: Flott!!

Hið opinbera hefur ekkert með það að gera að taka fé sem fólk vinnur sér inn í jafn miklu mæli og gert er. Sf er með þennan lýðskrumarafrasa um að þjóðin þurfi að fá rentu af auðlindinni. Þjóðin fær hana auðvitað þó ekki sé allt skattlagt í drep. Svo nefnir þú réttilega óhjákvæmilegar afleiðingar af þessari heimskulegu stefnu stjórnarflokkanna.

Iðulega þegar stjórnmálamenn ætla að redda einhverju eru aukaverkanir af gjörðum þeirra verri en vandinn sem þeir ætluðu að leysa. Ég held að í Sf fyrirfinnist ekki ein einasta sála sem veit nokkuð um efnahagsmál. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar t.d. Helgi Hjörvar byrjar að tjá sig um efnahagsmál, greyið skilur ekki hve illa hann er að sér en virðist alltaf ferlega stoltur af eigin orðum.

Ég styð þína tillögu um að skera útgjöld ríksins niður um 50%! Leggja þarf niður heilu ríkisstofnanirnar. Ef þú ákveður að stofna flokk um þetta stefnumál mitt getur þú stólað á minn stuðning!! Vildi að fleiri héldu þessu fram en bara ég og þú. Stærð og ógirnd hins opinbera er meiriháttar vandamál á Vesturlöndum. Hér vantar okkur ekki ný framboð heldur nýja hugmyndafræði.

Ómar, talan sem ég nefndi er auðvitað með persónuafslætti og svoleiðis. Þeir sem eru með hærri laun en ég borga án efa meira. Ég tók þetta sem dæmi til að sýna fram á hve mikið af því sem fólk gerir rennur í hina opinberu hít þar sem peningum er sóað í alls kyns dellu.

Ómar, þú mátt gjarnan taka dæmi um byltingar frekar en tala svona. Það er bláköld staðreynd að einakaðilar gera hlutina betur en opinberir aðilar. Skoðaðu söguna. Nærtækt dæmi er snilld FME fyrir hrun, bankarnir fengu heilbrigðisvottorð (álagspróf) frá FME 6 vikum fyrir hrun  en samt fór sem fór. Hvað gerðu markaðirnir? Skuldatryggingaálag á íslensku bankana var hátt vegna þess að nógu margir áttuðu sig á slæmri stöðu þeirra. Sama má segja um frammistöðu SÍ og raunar merkilegt að Arnór Sighvatsson hafi verið verlaunaður með stöðuhækkun fyrir sína frammistöðu. Bar hann enga ábyrgð á þessum fáránlega háu stýrivöxtum fyrir hrun sem fölsuðu gengi krónunnar? Hvað gerist þegar einhver atvinnustarfsemi er ríkisvædd?

Ég gef nú ekki mikið fyrir þessa speki Churchill, enda röng en oft var karlinn orðheppinn :-)

Annars langar mig líka að nefna við þig að bensín hefur ekki hækkað en það er algengur misskilningur, ræðum það við tækifæri.

Farðu vel með þig þarna fyrir austan!

Helgi (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 22:11

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Hilmar, þetta er lélgur frasi þetta með strandveiðarnar, sýnir einfaldlega skort þinn á hæfni til að hugsa út fyrir eigin hagsmuni.

En jú, það er metnaður manna og markmið, að lifa á ölmusum frá ESB.

Og ESB engin vorkunn að gefa þær ölmusur eftir að vera búinn að hirða upp arðinn af auðlindum landsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 23:04

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, Churchil var blóðrauður kommi, alveg rétt, spurðu Stalín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 23:04

20 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! Stóryrðin sitja laust hér, enda ekki nema von þegar svona eldrauðri dulu er veifað framan í fólk.

Margir hafa líka gott eitt til málanna að leggja, þó oft sé kryddað með sterkum "klisjum" stundum svart/hvítt og stundum "rautt/blátt" en án þess að fara eiginlega í mat eða manngreinarálit, þá vel ég gjarnan að hengja mig á innlegg "Helga" og þá einna helst útfrá þessari málsgrein hans:

"Ég styð þína tillögu um að skera útgjöld ríksins niður um 50%! Leggja þarf niður heilu ríkisstofnanirnar. Ef þú ákveður að stofna flokk um þetta stefnumál mitt getur þú stólað á minn stuðning!! Vildi að fleiri héldu þessu fram en bara ég og þú. Stærð og ógirnd hins opinbera er meiriháttar vandamál á Vesturlöndum. Hér vantar okkur ekki ný framboð heldur nýja hugmyndafræði. " 

Skera niður um 50% og stærð og stærð (á)girnd hins opinbera er meiriháttar vandamál á vesturlöndum, skil alveg hvað Helgi er að fara og er honum sammála, nema þetta með "vesturlönd" vissulega eru önnur lönd líka að "kikna" undan gríðarlegri miðstýringu og oft stórspilltri þokkabót.

Að leggja á nýja skatta og gjöld til að leysa allann vanda,  er alltaf, hefur alltaf verið og mun alltaf verða lausn duglausra ráðamanna, sérstaklega þeirra á vinstri vængnum, í raunveruleikafyrringu sinni telja þeir sjálfum sér og reyna að telja okkur í trú um að þannig náist aftur til samfélagsins það sem "þeir ríku" eru búnir að raka að sér, sagan segir okkur hvernig það hefur gengið, því eins og Helgi bendir á (með smá kryddi) þá eru flest vestræn ríki (og hin líka) nú þegar skattpínandi þegnana, yfirbyggingin vex óhóflega, mörg lönd á barmi gjaldþrots, meðan við sjáum engin merki um samdrátt á óhófslifnaði "þeirra ríku" frekar hitt.

Auðvitað má örugglega draga úr og jafnvel leggja niður einstakar stofnanir ríkisins (les fólksins) aðrar þarf að efla, við megum ekki missa okkur alveg og gleyma því að skattar og gjöld eru bara greiðslur í sameiginlega sjóði fólksins, eiga svo að notast í það sem við hverju sinni ákveðum (í alvöru lýðræði vel að merkja) notast í það sem er  fólki fyrir bestu, þetta eru gildin sem flest okkar eigum að geta verið sammála um, heilbrigðismál, menntun, almannatryggingar, þak yfir höfuðið eigið eða leigt og atvinnu, hvernig þessum þáttum er svo skift milli opinberra og einkaafskifta, alveg eða deilt, er eins og áður sagði nokkuð sem hver þjóð á að geta valið sjálf, EN !! þegar lýðræðið er í "gíslingu" spillingar, uppgjafar og græðgi örfárra, verðum við bara áhorfendur og fyrir rest þrælar.

Það er hægt að gleyma öllum skattahækkunum, ef tekið yrði á spillingunni eins og á að taka á henni, stöðva "sírennslið" úr sjóðum almennings til pappírstígranna og hvítflibbakrimmana, það er nóg til af athafnafólki sem er til í að skapa "ekta" fyrirtæki, ekki gerfipappírsvirðibólur sem springa svo og almenningur ber skaðann af, aftur og aftur, en til þess þarf að breyta umhverfinu gersamlega, og/eða hugmyndafræðinni eins og Helgi orðar það, það er sýnt að þeir sem eru með tögl og halgdir í þjóðfélaginu núna, eru ekki með "balls enough" til að gera það, svo annaðvort verður að skifta þeim út eða kenna þeim og minna á fyrir hvern og til hvers þau voru valin.

Að ég bý í Noregi breytir engu um þessar skoðanir mínar, hér varð ekki bankahrun 2008, (smáhrun 3 banka 1992) og hér virðist allt fljóta í mjólk og hunangi, en "sírennslið" til hvíflibbakrimmana er til staðar hér líka, kannski hlutfallsslega minna en víða annarsstaðar, veit ekki ?, en hitt er staðreynd að sömu lausnirnar eru notaðar við skaffa meira í ríkiskassann, auknir skattar og gjöld og á almenning, meðan þeir sem virkilega ættu að skila í kassann sleppa, en hér eins og á Íslandi eru dugmiklir athafnamenn sem skapa raunverðmæti, aðrir hafa gefist upp, og ATHUGIÐ !! ekki vegna þess að norska krónan sé svo ómöguleg né hennar umhverfi, heldur hafa eilífar skatta og gjaldahækkanir gert það að verkum að allur kostnaður í samfélaginu, þar á meðal laun, hafa gert mörg fyrirtæki ósamkeppnishæf á mörkuðunum.

Athyglisvert, vegna þess hvernig krónunni íslensku er kennt um flótta (og/eða hótanir um flótta) frá landinu, NEI ! stöðvum sírennslið til braskarana sem skapa ekkert nema gerfiverðmæti og fleyta alltaf "rjómann" af bólunum til sjálfs síns, eflum heldur raunverulegann og heilbrigðann atvinnurekstur með hóflegri skattlagningu, allt það sem "tapast" þannig, kemur margfalt tilbaka í aukinni vinnu og verðmætasköpun, ekta verðmætasköpun.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 27.3.2012 kl. 11:14

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Flottur Kristján.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2012 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1484
  • Sl. sólarhring: 1599
  • Sl. viku: 3497
  • Frá upphafi: 1324297

Annað

  • Innlit í dag: 1359
  • Innlit sl. viku: 3062
  • Gestir í dag: 1218
  • IP-tölur í dag: 1172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband