Skynsöm kona Lilja og hefur oft kveðið Lilju sem margir vildu kveðið hafa.

 

En á því tímabili sem Geir Harde var ákærður fyrir aðgerðarleysi var aðeins eitt hægt að gera og það var að undirbúa neyðarlög sem brugðust við því ástandi sem yrði þegar bankarnir færu á hliðina.

Við megum ekki gleyma því að EES reglurnar gáfu bönkunum frítt spil og ef ríkisstjórnin ætlaði að snúa þá niður þá þurfti hún fyrst að segja upp EES samningnum og láta uppsögnina vera afturvirka.

Allar aðgerðir sem stönguðust á við EES hefðu skapað stjórnvöldum skaðabótaábyrgð sem þýðir á mannamáli að auk afleiðinga bankahrunsins (sem hefði óhjákvæmilega orðið ef stjórnvöld hefðu gripið til aðgerða) þá hefðu hluthafar bankanna og kröfuhafar  getað hengt fall þeirra á herðar skattgreiðanda og fengið tjón sitt bætt þar til síðasta króna væri horfin úr ríkissjóði og þjóðin algjörlega gjaldþrota.

 

Ríkisstjórn Geirs Harde gerði það sem þurfti að gera, hún undirbjó neyðarlögin og lagði ekki almananafé í vonlausar björgunartilraunir.

Hún uppfyllti skyldur sínar, hún brást þeim ekki.

Vandinn átti sér dýpri rætur, lengra aftur í tímann.

 

Vandinn hét EES.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Varpar ljósi á hegðun margra Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tryggvi Þór Herbertsson vitnaði að hann teldi að það hefðu verið mistök að yfirtaka Glitni, og allir bankarnir rúlluðu. Þetta er maðurinn sem er með 127 m.kr veð á sinni eign sem er  60 m.kr. að fasteignamati. Hver heilvita maður getur ímyndað sér hvað orðið hefði um lýðveldið Ísland ef yfirtakan hefði ekki orðið. Þeir sjallar sem hafa almenna skynsemi, strika yfir TÞH í næstu kosningum.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 10:43

2 identicon

Nákvæmlega!!!!! Eg er ekki flokksbundin en ég hef aldrei getað skilið þennann ofsa gagnvart Geir því það er svo augljóst að hann bjargaði þjóðinni með neyðarlögunum! Á ögurstundu gerði hann það eina rétta sem hægt var að gera í stöðunni.

anna (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 10:46

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrútur.

Vissurðu að þið Tryggvi eruð nafnar???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 12:02

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála anna.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 12:02

5 identicon

Það hljómar C í loftinu Ómar minn og full ástæða til,

enda hefur Lilja verið fullkomlega heilsteypt og einörð í baráttu sinni fyrir okkur hina óbreyttu og venjulegu.   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 23:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hver veit Pétur, hver veit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 900
  • Sl. sólarhring: 1345
  • Sl. viku: 4376
  • Frá upphafi: 1325462

Annað

  • Innlit í dag: 800
  • Innlit sl. viku: 3845
  • Gestir í dag: 742
  • IP-tölur í dag: 720

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband