Það kostar 200 milljarða að ....

 

Heyrði ég þul Ruv þylja eftir að einhver hjá Hagfræðistofnun Háskólans vann sér inn fyrir nýjum LandCruiser með því að bulla fyrir einhvern sem vill ekki rétta samborgunum sínum í neyð Hrunskuldanna aðstoð.

Því það er þannig að þó Jón Jónsson, sem er búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár gæti komist að þessari niðurstöðu eftir ítarlega skoðun á orði götunnar, að þá lætur menntaður hagfræðingur ekki svona vitleysu frá sér nema fyrir mjög góðan pening.

 

Þetta er svipuð vitleysa og að slá því fram að kostnaður samfélagsins  vegna vetrarríkisins hafi verið 800 milljónir og vísa þá í umframkostnað vegagerðarinnar vegna snjómoksturs.

Snjómoksturinn er bara hluti af kostnaðinum, vinnutap, aukinn fjöldi árekstra, hálkuslys, minni framleiðni, og svo framvegis er líka kostnaður þó hann sé hvergi tekinn saman á einn bókhaldlykil.

Og það sem meira er, snjómoksturinn er ekki kostnaður, hann er nauðsynleg útgjöld til að ríkið fái tekjur að vinnu fólks og framleiðslu.  Ef það væri enginn snjómokstur þá myndi tekjur ríkisins dragast saman um miklu hærri upphæð.  Kostnaður við snjómokstur fer ekki að telja fyrri en viðbótarkróna í mokstur skilar minni en krónu til baka.

 

Vissulega verður að taka fram að það þarf ekki að múta öllum hagfræðingum til að búa til skýrslu eins og þá sem málaliðar peningaaflanna í vinnu hjá Ruv lásu svo yfir landslíð til að drepa réttlátum kröfum heimilanna á dreif. 

Sumir hagfræðingar eru hreinlega það vitlausir að þeir fatta ekki hugsunina á bak við fórnarkostnað og eru því ekki nothæfir í annað en að sinna bókhaldi.  Nærtækt dæmi úr mínu nærumhverfi eru hálfvitarnir sem lögðu nafn sitt við þann níðingsskap að það væri svo og svo mikill sparnaður að loka sjúkrahúsum landsbyggðarinnar og lásu þá niðurstöðutölu af einum bókhaldslykli en spáðu ekki í aukningu annarra.   

Annað dæmi sem kannski er aðeins dýpra á því margt nýja framboðið sem telur sig skynsamara en fjórflokkinn flaskar á því, er þegar menn tala um kostnað og kjördæmapot þegar menn tala um jarðgöngin miklu á MiðAusturlandi.  Nauðsynlegar samgöngubætur á svæði sem aflar um 30% af útflutningi landsmanna er ekki kostnaður heldur forsendur tekna.

Allir sem hafa heyrt sönnu söguna um bóndann sem tímdi ekki að kaupa útsæðið og dó svo úr hungri um veturinn vita það.

 

Kostnaður samfélagsins við að leiðrétta ekki skuldir heimilanna er margfalt meiri en sú upphæð sem ríkissjóður þarf að skrifa á skuldabréfið sem hann afhendir fjármálastofnunum svo þau bíði ekki skaða af vegna þess að höfuðstóll lána er færður til 1-1 2008.  

Fyrir þessum kostnaði má færa mörg rök sem ég ætla ekki að telja hér en gerði áður fyrr á meðan ég trúði að einhver ærleg taug væri í stjórnmálamönnum okkar og það væri aðeins tímabundin lokun á heilbrigðri skynsemi sem léti þá ekki sjá hið augljósa.  Ég trúði því hreinlega ekki að mannvonska mútuþegans lægi að baki.

En það má benda á þekkt dæmi um kostnað fyrir valdhafa að vanmeta samfélagsóróleika vegna skuldakreppu, aftökusveitina sem batt enda á stjórnartíð síðasta kommúnistaeinræðisherra Rúmeníu.  

Eins má benda á að sagan kann engin dæmi um að samfélög í skuldakreppu hafi blómstrað.

 

En eitt er að blekkja, annað er að ljúga.

Það er röng nálgun að tala um 200 milljarða kostnað, en það er hrein lygi sem jafnvel mútur uppá heilan Landcruiser geta ekki réttlætt, þegar Hagfræðistofnun slær þessari tölu fram eins og að hún falli til í dag og á morgun.

Verðtryggðu lánin eru til langs tíma og því er ekki um háar árlegar upphæðir að ræða sem féllu á undirdeild ríkissjóðs sem kallast peningaprentun.  Hagkerfið í dag yrði ekki var við þessa 10-15 milljarða, þetta er margfalt lægri tölur en ein heimskuleg vaxtahækkun Seðlabankans kallar fram í aukna peningaprentun.

 

En ríkinu  munar mjög um að fá ekki tekjur af heilbrigðu hagkerfi og samfélaginu öllu munar um friðinn og sáttina. 

Fyrir þá sem hafa ekki siðferði til að skilja að þeim beri að koma náunga sínum í neyð til aðstoðar og geta ekkert gott gert nema þeir persónulega græði á því, má benda að samfélagsleg ólga er beinn kostnaður fyrir hagkerfi, það dregur úr hagvexti, og svo framvegis.

Eins má benda á að samtrygging, þó hún kosti, er talin nauðsynleg svo samfélög leysist ekki upp innan frá.   Hvernig halda menn að ástandið hafi verið eftir Vestmannaeyjagosið ef íbúar þar hefðu enga hjálp fengið frá samfélaginu???  Látnir éta það sem úti frýs eins og stjórnmálamenn okkar ætla þeim sem voru svo óheppnir að kaupa húsnæði á þensluárunum fyrir Hrun.

Hvaða óöld hefði sprottið upp í kjölfarið???

Þess vegna leggja menn útí kostnað við að hjálpa, það er allra hagur.  Bæði veit enginn hver er næstur, og síðan veist þú ekkert hvað hungraður múgur gerir til að bjarga sér og sínum.

 

En það á ekki að þurfa að tína þessi aurarök til, siðuð manneskja veit að hún á að hjálpa náunga sínum í neyð.

Og það kostar, öll hjálp kostar.

Það dregur tímabundið úr lífsgæðum allra en til lengri tíma aukast þau á ný.  

Því sameinað samfélag nær alltaf betri árangri í lífsbaráttunni en sundrað.

 

Það kostar enga 200 milljarða að hjálpa, það kostar hins vegar mörg hundruð milljarða að gera það ekki.

Og það er tímabært að þjóðin átti sig á þessu.  Við erum ekki fífl og við erum ekki aumingjar.

Við megum ekki láta mannaumingjana á fjölmiðlum landsins sem þiggja fé beint eða óbeint frá auðmönnum, villa okkur sýn.

Hættum að láta ljúga í okkur.

Gerum það sem rétt er.  

 

Endurreisn án réttlætis er alltaf dæmd til að mistakast.

Og þá verða allir fórnarlömb.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Við erum ekki fífl og við erum ekki aumingjar."

Þarna er þú líklega að ræða um alla aðra en þá sem eru við stjórn landsins. 

Orð í tíma töluð og ég vona að viðtökur fólks á þessum pistli verði hvati til einhverra aðgerða gegn óréttlætinu. 

Eggert Guðmundsson, 9.2.2012 kl. 15:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ef svo er Eggert þá er engin von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2012 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 4175
  • Frá upphafi: 1338874

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3742
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband