Við erum búin að bjarga Íslandi.

 

Segja stjórnvöld, núna hefst uppbyggingin, vinsamlegast hættið því að grýta eggjum í okkur.

Og vissulega hefur ríkisstjórnin bjargað mörgum.

Bara til dæmis Sparijóður Keflavíkur fékk eingreiðslu sem er hærri en fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu næstu 10 árin.

Auðmenn og stórfyrirtæki hafa fengið milljarða á milljarða ofan í afskriftir.

Og lúxuslífið er hafið, dýrar neysluvörur eru auglýstar, fréttir berast af kokkteilum og hönum í fínum húsum í útlöndum.

Sem sagt, þeir sem eiga peninga eru nokkuð vel ánægðir með ríkisstjórn sína.

 

En vanskil aukast, og flóðbylgja þeirra er framundan.

Atvinnulífið er dautt, ný hrina uppsagna er hafin.

Og allt uppbyggingartal byggist á stóriðjudraumum sem eru hlálegir í upphafi heimskreppunnar miklu.

 

En það sem verst er, fólk er borið út á gaddinn þó nóg sé húsnæðið.

Og  fólk sveltur í landi matarins, hjá þjóð sem lifir á að framleiða matvæli.

Því stjórnvöldum er nákvæmlega sama um fórnarlömb auðránsins, um fórnarlömb hamfaranna kennda við Hrunið haustið 2008.

 

Og stjórnvöldum mun alveg vera sama, alveg þar til þjóðin ber að dyrum, afhendir Rauða spjaldið, og segir, "nú er komið nóg".

Og það mun gerast í kvöld, í kvöld er tækifærið til að lýsa fyrirlitningu okkar á enn einni lygastefnuræðunni og umræðu um hana sem lýsir algjörum skorti á veruleikatengingu alþingismanna.

Þar mun enginn leggja til að svangt fólk fái að borða, að fólk í vanskilum haldi húsnæði sínu.

Enginn mun leggja til mennsku og mannúð líkt og gert er eftir hamfarir  náttúrunnar.

Enginn mun í raun standa með þjóð sinni og ganga á dyr undir lygaræðum ráðherra.

 

En við getum breytt þessu með Rauða spjaldinu.

Mætum í kvöld og mótmælum.

 

Við eigum öll líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.


mbl.is 26 þúsund í alvarlegum vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er sannleikurinn sagður skorinort hafðu þökk fyrir.  Segjum ríkisstjórninni og alþingi öllu upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 12:47

2 identicon

Nákvæmlega sem ég vildi sagt hafa, nema ég get ekki hvatt aðra til að mótmæla þar sem ég druslast ekki sjálfur.

En þeir sem fara og mótmæla eiga virðingu mína skilda (og þeim sem kasta eggjum sýni ég skilning þó ég sé á móti ofbeldi.)  Mér kæmi ekki á óvart þó nokkur egg eða tómatar færu að lenda á fréttamönnum svo lélegir sem þeir eru í að flytja raunsannar fréttir af atburðum.

Stórgóða ræðu Vilhjálms verkalýðsleiðtoga hef ég t.d. eingöngu náð að sjá eftir krókaleiðum netsins. 

Kanski verður þetta kallað eggjabyltingin ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 13:18

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi og hafðu þökk fyrir þessa góðu drápu.

Ég mun mæta í kvöld ásamt fleira fólki af Suðurlandi ef bakið leyfir, það verður bara að koma í ljós hvort heiftin eða skynsemin hefur vinninginn. 

Kveðja í Austfirska haustið.

Umrenningur, 3.10.2011 kl. 13:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Já, það er uppsagnarbréfið Ásthildur.

Bjarni, sendu karmað, það geri ég og virkaði ágætlega á laugardaginn, það er afstaðan, að taka stöðu með þjóðinni gegn ræningjum sem skiptir mestu.  

Um fréttaflutning þarf ekki að fjölyrða, Jón Ásgeir á auðmiðlana og DV er í verktöku gegn þjóðinni, og Ruv blessunin er of vitgrönn til að skilja hvað er að gerast.  Þar er aðeins einn nothæfur blaðamaður, og hann er því miður í vinnu hjá bretum.

Sæll félagi Umrenningur, skynsemin er ekki notuð ofaná brauð, það er smjer.  Segi ég, aldrei verið eins sprækur í bakinu og núna, þökk sé Ólafi kraftaverkalækni.

Annars góðar kveðjur til allar sem þú hittir á vegferðum þínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2011 kl. 14:35

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Við erum búin að bjarga Íslandi" er fyrirsögnin hjá þér núna félagi Ómar ! eina "nanosekúndu" gældi ég við það, að þú ættir við sjálfann þig og aðra ötula penna, sem hafa haldið lúnum lesendum við efnið, því það er enginn vafi á því að þó hægt virðist ganga þá "holar dropinn steininn" það sem einmitt á skortir er að virkja það sem flestir eiga sameiginlegt, semsagt óánæguna, í það sjá HVAÐ það er sem er hið virkilega vandamál, þar hefur þú verið manna ötulastur við að upplýsa okkur.

Það er athyglisvert að sjá og heyra í viðtölum við mómælendur, hvernig fleiri og fleiri hverfa frá "hefndar" hugsuninni og benda heldur á lausnir, synd að eyrun inni á þingi skulu vera svo stappfull af "fjármagnseigendaskít" að þau heyra ekki raddir skynsemi og réttlætis.

Og vonandi tókuð þið eftir hverju mómælendur við "Wall Street"  voru að mómæla um helgina, þetta kemur sig smátt og smátt.

Takk fyrir skýrt og skorinort innlegg Ómar. Kveðja að utan en alltaf með "heima" KH 

Kristján Hilmarsson, 3.10.2011 kl. 15:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, gaman að heyra í ykkur þarna út í Norge.  Maður hélt að þið væruð svo sælir með nýju olíulindina að þið væruð búnir að gleyma strögglinu á skerinu.

En þetta er svona, það er alltaf von á meðan einhver lætur sig dreyma um betri tíð.

En heimskreppan kemur áður en við sjáum einhverjar breytingar, því miður er ég hræddur um það.  Eina óvissan er hvers eðlis hún verður, ekki átta ég mig á því.

Nostradamus hafði ákveðnar skoðanir, og hefur svo sem hitt naglann betur en margur stjórnmálamaðurinn sem er alltaf að spá batnandi tíð en ég er ekki viss um svo verði.  Hef frekar trú á kínversku greiningarspánni þar sem var spáð gjaldmiðlastríði í kjölfar þess að ESB og USA prenti sig út úr vanda fjármálageirans, en hvað það þýðir hef ég ekki hugmynd um.

Mun allt ganga eðlilega með ströggli í bland, eða endar þetta í allsherjar upplausn og ringulreið??

Ekki vantar yfirlýsingarnar þegar menn reyna að þjappa ESB saman í samanbandsríki til að bjarga evrunni, maður skyldi ætla að menn væru ekki bara að ljúga, þó þeir geri það nú svo sem oftast, eða þá viti hreinlega ekki betur.

Allavega þá upplifi ég að tímaglasið sé að renna út og þar með smátt og smátt leiðin, en hef ekki græna glóru um framhaldið.   Sagan þarf jú ekki alltaf að endurtaka sig, á því eru undantekningar eins og annað.

Til dæmis tók unglingalandsliðið Danina helv. flott, á þann leik á spólu og horfi oft á hann með strákunum.

Eigum við ekki bara að vona að fótboltinn sameini mannkynið frá mestu vitleysunni.

Og að ríkisstjórnin haldi áfram að fá rauða spjaldið.

Hitt verður svo einhvern veginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2011 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 1012
  • Frá upphafi: 1321564

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 842
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband