Hvað héldu menn að stefna AGS leiddi til uppgangs og velmegunar???

 

Í hvað heimi lifum við Íslendingar eiginlega????

Þekkjum við ekki staðreyndir nútíma sögu um samdrátt, kreppu, fjöldagjaldþrot, ásamt því að eignir þjóða hafa verið hirtar á hrakvirði af fjárúlfum hins alþjóðlega fjármagns???

Sagan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í hnotskurn frá um 1980.

Af hverju á þetta að vera eitthvað öðruvísi hérna???

Vissulega gat mögnuð andstaða þjóðarinnar hindrað verstu óráðin, í bili, því sjóðurinn veit eins og er að laxinum er ekki landað fyrr en hann hefur endanlega bitið öngulinn.

Og það verður þegar við höfum sóað lánum sjóðsins í krónubraskara og getum ekki endurgreitt þau á gjalddaga.

Þá mun úlfurinn kasta af sér sauðgærunni og annaðhvort rís þjóðin þá upp í blóðugri borgarastyrjöld eða verður rænd og smáð um alla eilíf.

 

Það er ekki þannig að ekki hafi sést glitta í vígtennur úlfsins.,

Þegar upp komst um strákinn Tuma og hann þurfti að viðurkenna að Ofanflóðasjóður ætti næga fjármuni til að halda áfram með byggingu snjóflóðagarða, þá missti hann út sér að AGS teldi slíkar framkvæmdir auka þenslu.

Strákurinn Tumi missti það líka út sér þegar hrina gjaldþrota hófst síðastliðið haust að núna væri fresturinn sem AGS hefði gefið til að fresta þeim liðinn.

Sú ákvörðun var endurskoðuð í kjölfar mótmælanna á Austurvelli, en aðeins frestað.

 

Og það er kjarni málsins, hér þrýfst ennþá mannlíf því gjaldþrotum og fyrirtækja hefur verið frestað.  Margir sleppa með því að gangast undir lífstíðar skuldaþrældóm, en stór fjöldi verður höggin. 

En smátt og smátt, svo verða ekki óeirðir.

Og fjárúlfarnir hirða eigur fólks á hrakvirði.

 

7.

 

Vissulega eru til peningar.

Í fyrsta lagi eiga þeir peninga sem rændu okkur.

Í öðru lagi náði margir til að selja bréf og kvóta á meðan verðvitleysan var í hámarki og þetta fólk er með fulla vasa fjár á kostnað okkar hinna.  Á kostnað okkar hinna því það var aldrei innstæða fyrir þessum verðum og allt keypt upp á skuld.  Skuldum sem núna hafa fallið á þjóðina.

Og í þriðja lagi þá er peningur í sjávarútveginum í dag og sjómenn baða sig í gulli í stað loðnu áður.  En þetta er tímabundið ástand, heimskreppan mun klippa á gullflæðið á næstu misserum.

 

En lungað í þjóðfélaginu er að falla saman, og þá fellur allt annað líka.

Öll stöðnunin, allur samdrátturinn, þessu  var öllu spáð.

Það má vitna í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, það má vitna í Michael Hudson, það má vitna í Lilju Mósesdóttur.

Og það má vitna í söguna.

 

En fólk sem kann ekki sögu, fólk sem hlustaði ekki á aðvaranirnar, það kennir ljótum vinstri mönnum um.

Líklegast fyrir að framkvæma stefnu AGS sem fyrri ríkisstjórn samdi um og Jóhanna Sigurðardóttir lýsti strax yfir að yrði hornsteinn efnahagsstefnu hennar.

Efnahagsstefna sem má kenna við kyrkislöngu, hún er hægfara kyrking efnhagslífsins.

 

Vissulega er gott að kenna öðrum um sín eigin afglöp en meðan menn læra ekki af staðreyndum lífsins, skilja hvorki eða skynja að það sem gerðist hér, hefur gerst um allan heim, og er að gerast núna í löndum eins og Grikklandi, Írlandi og víðar, þá mun ekkert breytast.

Slæm er þessi ríkisstjórn, ennþá verri verður stjórn leidd af flokki sem er stoltur af aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og telur það gæfu þjóðarinnar að stjórnvöld þurftu að lúta efnahagslegu forræði hans.

Því þeir sem komu okkur í skítinn, skammast sín ekkert fyrir og hafa ekkert lært, og eru staðráðnir að auka eymdina þegar þeir komast til valda, þeir eru það versta sem þjóðin fær.

 

Og því megum við aldrei gleyma.

Mótmælin í dag þurfa að skila raunverulegum breytingum.

Fólk á að kalla eftir fólki.

Tíma hinna er liðinn.

 

Við eigum öll líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Lykilstarfsmenn á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Það er ekki hægt að orða þetta betur og það eina sem getur bjargað þessu landi er að losna við þetta 4flokka hyski og fá að kjósa einstaklinga, því þá fyrst myndum við fá loksins hæft fólk á þetta blessaða þing.

Kv.Sigurður

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 09:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég held að þetta sé aðeins flóknara en þetta.

Ef við kjósum fólk, þá mun 90% af því fólki vera kostað af auðmönnum og auðhagsmunahópum, ekki flóknara en það, þar eru fjármunir til að útbúa öll hugsanleg leiktjöld.

Nýjir flokkar versus fjórflokkurinn, þar er efinn.

Ég er einn af þeim sem batt vonir við Borgarahreyfinguna, hún lifði samt ekki út mánuðinn.  Og fyrir nokkrum dögum var stuðningsmaður bresku fjárkúgarinnar kosinn formaður.

Ég studdi sem sagt fólk sem vildi eyða íslensku samfélagi.

Það sama gildir um Besta flokkinn, hann gerði út á andóf gegn fjórflokknum, en hann vill líka eyða samfélagi sínu.

Örugglega allt saman ágætisfólk en það þekkir ekki muninn á réttu og röngu, og það skynjar ekki ógnina þegar hún blasir við, heldur að það sé nóg að bla bla, sem getur verið nóg á tímum velmegunar og leiðinda, en ekki á svona tímum.

Fjórflokkurinn, hann er eins og hann er.

En í honum er gott fólk, í andófinu er gott fólk, eiginlega er gott fólk út um allt.

En það skynjar ekki hættuna og þar að leiðandi sameinast það ekki um varnirnar.

Og við því á ég engin svör.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 1038
  • Sl. viku: 2095
  • Frá upphafi: 1322895

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 1774
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband