Þegar smáatriðið er frétt.

 

Lögmenn ræða sín á milli hvort einhver pappír sé löglegur vegna leturgerðar eða skort á pennaförum.

Þeir ræða ekki sín á milli um hvort það sé yfir höfuð löglegt að ábyrgjast gagnvart breska ríkinu það sem uppá kynni vanta í þrotabúið.

Á hvað lagagrunni hvílir sú krafa???

Geti menn ekki nefnt hana heldur vísa eins og Lagastofnun HÍ í að bretar "telji" að Íslendingar eigi að ábyrgjast það, að þá eiga lögmenn, það er að segja ef þetta eru lögmenn en ekki með skírteini úr kornflekkspakka, að benda á að um þvingun sé að ræða, og eigi í öllum tilvikum að kærast til lögreglu.

Eins geta lögmenn rætt hvort það sé beinn þjófnaður eða óbeinn þjófnaður þegar bretar eru tvírukka fyrir ICEsave, fyrst hjá breskum fjármálafyrirtækjum vegna löglegrar tryggingar LÍ í London, og síðan hjá íslenskum almenningi.

 

En allt þetta snerti kjarna málsins sem þolir ekki að um hann sé rætt.

Þá ræða menn um hvort allt sé merkt í bak og fyrir, eins og það skipti einhvern mann yfir höfuð nokkru máli.

Það er hægt að ljúga með lyginni, en það er líka hægt að ljúga með því að tala um allt annað en á að tala um.

Og það er skammlaust gert í þessari frétt, skammlaust.

 

En um tryggingarskírteini Landbankans í London, "FSA No.207250" ræðir Mogginn ekki.

Hvað óttast hann????

Sannleikann??

Eða er breskur kafbátur lónandi í Faxaflóanum með Hádegismóana í sigtinu???

Maður er farinn svona að spá í það.

 

Eitthvað hlýtur að skýra þöggunina.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Greinir á um lögmæti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðan daginn Ómar, geturðu skírt í stuttu máli  hvað tryggingarskírteini "FAS No.207250" þýðir eða gert tengil á nánari útlistun.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2011 kl. 08:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Magnús, þú hefur þá greinilega ekki verið einn af þessum átjánhundruð sem kíktir við í gær og last greinina um þetta ágæta tryggingakírteini.

Linkurinn á hana er hér, og hún útskýrir sig ágætlega entry/1156654/blog.is/blog/omargeirsson/entry/1156654/

Frekari umræðu má lesa á þessum link hér http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1156139/

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 08:17

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir Ómar, nei var tímalaus í gær.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1156139

Magnús Sigurðsson, 7.4.2011 kl. 08:49

4 Smámynd: Jón Lárusson

Ég man ekki til þess að ég hafi verið ósammál þér áður, en einhvern tíman er jú allt fyrst. Þessi frétt inniheldur ákveðin atriði sem mjög vert er að benda á.

Eitt af því sem vísað hefur verið til, hjá Já sinnum, er að það sé tekið fram að EKKI sé hægt að ganga að auðlindum landsins. En eins og kemur fram í fréttinni, þá er ákvæðið sem visað er til handskrifað inn á plagg sem Bretar og Hollendingar hafa ekki skrifað uppá, enn síður að þeir hafi skrifað uppá viðbæturnar. Þegar svo litið er til þess að þetta er handskrifað í flýti svo til á leiðinni heim, þá sýnir það að Bretar hafa viljað hanga á þessu fram í rauðan dauðann. Er ekki undarlegt að halda svona í eitthvað sem ekki á að nota?

Svo er annað, þeir hafa ekki kvittað á þessar breytingar og þar með staðfest að þeir séu tilbúnir að samþykkja þær. Þegar þetta er skoðað og svo tilvitnun Lárusar Blöndal um að ÞAÐ ER ENGINN SAMNINGUR TIL og þetta sé bara eitthvað sem menn hafa mælst saman um að vilja samþykkja, þá er spurning hvernig loka samningurinn verður í raun. Við búin að samþykkja lögin og ekki hægt að snúa til baka.

Þessi frétt bendir nefnilega á eina af eiturpillunum sem eru í þessu máli öllu. Bretar og Hollendingar hafa nefnilega ekki áhuga á peningunum, heldur liggur annað undir. Bretar hafa aldrei jafnað sig á að tapa fyrir okkur í þorskastríðunum og þetta er þeirra leið til að koma til baka.

Annað sem kemur reyndar ekki fram í fréttinni, en ég veit að var velt upp í sambandi við þetta, er skilgreiningin á Íslandi. Það er nefnilega þannig að í samningum skv. breska kerfinu, eða "common law" þá þarf að skilgreina nákvæmlega alla aðila samnings. Í tilfelli Breta, þá er um að ræða umsjónarmann fjárhyrslu hennar hátignar, Hollendingar tala um ríkisstjórn Hollands, en þegar Ísland er skilgreint, þá stendur bara Ísland!!! Hvað er þá Ísland.

Útlendingar skilgreina ríkisborgara sem eign sína, sbr. ensku "subject" eða tilheyrir. Þetta skýrir hvers vegna þeir eru alltaf að skella á þegnskylduvinnu, herskyldu osfrv. Þeir eiga þig og allt þitt. Þetta þýðir að þegar hægt er að ganga að "Íslandi" þá er ALLT undir þú, ég og allt það litla sem við eigum. Þegar svo litið er til þess að við erum ekki örugg með auðlindirnar, þá er það heimska af hæðstu sort, að samþykkja þennan saming. Ef menn eru ekki sammála þessu, þá geta þeir bara farið í mál fyrir enskum dómstól, sem dæmir eftir enskum lögum og hefðum. Hvernig ætlil það mál fari.

Bretum og Hollendingum var boðin eingreiðsla upp á 47 milljarða eða svo, ásamt því sem þeir máttu eiga allt eignarsafn Landsbankans (þetta eignarsafn sem er svo flott að við komum út úr þessu  í gróða). En þeir sögðu Nei takk. Þá er bara tvennt í stöðunni. Annað hvort er eignasafnið ekki túskildings virði, eða þá að þeir eru ekki á eftir peningunum okkar. Og er það ekki málið. Þetta hefur ekkert með pening að gera.

Ég er alveg sammála þér með að það skiptir öllu að okkur ber engin skylda til að borga þetta, en þegar litið er til þess sem kemur fram í fréttinni, þá er það slík heimska að samþykkja þennan samning, út á eitthvað "goodwill", að það hálfa væri nóg.

Jón Lárusson, 7.4.2011 kl. 11:11

5 identicon

Akkúrat Jón, stóra fréttin hér að það er enginn samningur í gildi (svo sem ekki alveg nýtt en samt gott að heyra frá Lárusi). Það slær enn eitt hræðsluáróðursvopnið úr höndum Já sinna um að Bretar og Hollendingar myndu lögsækja okkur fyrir samningsbrot frekar en að láta reyna á innistæðutrygginguna.

Björn (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:06

6 identicon

  

Ég veit að frábær umfjöllum Ómars síðustu daga hefur upplýst marga um frumatriði Icesave-málsins, þar á meðal "FAS No.207250". Ég veit að ég er að endurtaka það sem allir vita núna, að FSCS og DNB veittu fulla tryggingavernd, ekki bara upp að ESB-markinu, heldur GBP 50.000 í Bretlandi og EUR 100.000 í Hollandi. Sjóðirnir veittu samsíða vernd og báru sameiginlega ábyrgð upp að ESB-markinu. Sannanir fyrir þessu eru til dæmis færðar hér:

 

 

http://kjosum.is/frettir/2-tilkynningar/106-frettatilkynning-5-april

 

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/4/6/malflutningur-evropskra-nylenduvelda-gegn-islandi/

 

http://kjosum.is/images/stories/greinar/blað3.pdf

 

http://kjosum.is/frettir/2-tilkynningar/94-samstada-tjodar-gegn-icesave-gagnrynir-villandi-umsogn-asi

 

  

Afskipti FSCS og DNB má útskýra á eftirfarandi hátt:

 

Innistæðu-eigendur í Bretlandi og Hollandi fengu greitt upp að trygginga-mörkum þessara ríkja af FSCS og DNB, en ekki af ríkissjóðum þeirra. Þetta bar sjóðunum að gera og þar með voru kröfur ESB um lágmarksvernd uppfylltar. ESB gerir engar kröfur um að einhver ákveðin tryggingakerfi greiði þessar EUR 20.887. Þess vegna eru hótanir ESA algjör fásinna.

 

Þar sem við vitum að Landsbankinn var með fullar tryggingar í Bretlandi hjá FSCS og í Hollandi hjá DNB, eiga þeir auðvitað fyrst að gera kröfur á þrotabúið og þar munu þeir fá nær allt sitt fjármagn endurgreitt. Verði mismunur geta þessir sjóðir ekki gert neinar kröfur á aðra en starfandi banka í þessum ríkjum. Mismuninn eiga sjóðirnir því að innheimta hjá starfandi bönkum og ekki hjá almenningi á Íslandi.

 

Að FSCS og DNB fá svona ríkulegar endurgreiðslur úr þrotabúinu geta þeir þakkað Alþingi sem veitti þessum kröfum forgang í þrotabúið. Sá forgangur var einungis til að aðstoða Breta og Hollendinga, en hafði ekkert með björgun greiðslu-kerfisins á Íslandi að gera.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:58

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk félagar.

Jón, það er einhvern tímann allt fyrst, og reyndar hissa á að ekki hafi það gerst fyrr því ég kem víða við og mörgum finnst oft ekki neitt samhengi á milli skoðana minna i ýmsum málum.

En ég er alvega sammála þér í þessu innslagi eins og svo oft áður þannig að eitthvað þarf ég að útskýra mitt mál.  Ég komst bara ekki í það fyrr en ætla að klára það áður en langþráður svefn tekur við.  

Málið er að formgalli mun ekki stöðva þennan samning.  Ríkisstjórn sem telur sig það máttuga að hún geti hundsað löglegan dóm æðsta dómsstóls þjóðarinnar, hún lætur skort á undirskriftum ekki stöðva þig.  En það sem Lárus benti á er um margt fróðlegt, ég hef ekki kynnt mér það að ráði því ég ætla að eyða þessum samning með öllum þeim ráðum sem ég bý yfir.

Og þá kem ég að efni eða hugsun þessa pistils.  Ég er að vekja athygli, eins og svo oft áður, á réttmætum vafa um lögmæti þess að bretar rukki okkur fyrir ICEsave ef LÍ var með tryggingu i London.  Og þá er vafinn í því samhengi að sú trygging tók yfir þegar heimatryggingin þraut.

Þar er lykillinn að jarðarför ICEsave, ekki bara til að tryggja Nei-ið, sem er örugglega komið, heldur til að reka flóttann.

Ég þarf ekki að hafa rétt fyrir mér, en þá geta réttir aðilar útskýrt málið.  Í stað þess að þagga niður þá staðreynd að LÍ var með tryggingu sem breska fjármálaeftirlitið kallar fulla vernd.  Og það er engin vernd í ICEsave kúguninni, því íslenska þjóðin var þá nýbúin að segja Nei þegar bréfið var skrifað.

Og allt tal um viðbótarfjárkúgun er markleysa út af þessari tryggingu.  

En fyrirsögnin var kannski til að ögra, en ögrun er mitt merki Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 02:39

8 Smámynd: Jón Lárusson

Blessaður Ómar, þó ferð ekki með dylgjur þegar þú segir ögrun vera þitt merki  enda stundum nauðsynlegt til þess að ná athygli.

Hugsanlega hef ég haft rangt fyrir mér hér að ofan, enda sammála þeirri framsetningu sem þú bendir á varðandi áframhaldið. Það er ekki nóg að vinna eina orustu, heldur þarf að reka flóttann. Sá skortur á eftirfylgni er einmitt ein helsta lexían sem borgarastríð Bandaríkjanna kennir okkur.

Það að LÍ hafi verið fulltryggður úti í London drepur náttúrulega samninginn til lengdar, en það sem kom fram í fréttinni sýnir að ef menn ætli að segja Já út á eitthvað "goodwill", þá eru þeir ekki bara að veðsetja fjöreggið, heldur allt hreiðrið. Það er nefnilega fullt af fólki sem ætlar að segja Já, því það heldur að ekkert slæmt fylgi, þetta sé jú svo góður samningur

Jón Lárusson, 8.4.2011 kl. 15:58

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það er rétt, enda fær Nei-ið ekki rússneska kosningu eins og síðast.

En straumurinn er til okkar, og mér sýnist að hann sé að verða að stríðu fljóti.

En það er til lítils að vinna stríðið en tapa friðnum.

Og næsta verkefni verður að reka flóttann, hindra að ICEsave dúkki aldrei upp.  Og AGS fari úr landi, og fólk verði forsenda hagvaxtar, ekki lán.

En það er önnur Elle, þessi er mín, og ég held að hún hafi virkað.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 264
  • Sl. sólarhring: 1045
  • Sl. viku: 5750
  • Frá upphafi: 1338637

Annað

  • Innlit í dag: 238
  • Innlit sl. viku: 5072
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband