Sprengjan í ICEsave.

 

"Þegar Landsbankinn fékk rekstrarleyfi fyrir Icesave í júlí 2006 samkvæmt skýrteini FSA No.207250, var honum gert að kaupa viðbótartryggingu hjá FSCS. Bankanum var reiknað iðgjald með flókinni formúlu sem ekki hefur fengist gefin upp. Frá iðgjaldinu var veittur óþekktur afsláttur, sem átti að endurspegla þá trygginga-vernd sem bankinn naut á Íslandi. Bankinn var nú kominn með sömu innistæðu-tryggingar og aðrir bankar í Bretlandi og greiddi svipuð trygginga-iðgjöld."

 

Eftirfarandi klausa er úr óbirtri grein Loft Altice Þorsteinssonar sem Morgunblaðið hefur af einhverjum ástæðum heykst á að birta.

Enda upplýsir hún um megin lagabrot breskra stjórnvalda í ICEsave deilunni.

Þau eru að rukka íslensk stjórnvöld um lögbundinn kostnað síns eigin tryggingakerfis.

 

Ég endurtek, Landsbankinn var með skyldutryggingu í Bretlandi og viðskiptavinir bankans nutu fullrar tryggingaverndar.  Og þessi trygging var greidd út af breska tryggingasjóðnum.  Það hefur breska fjármálaráðuneytið staðfest í bréfi til Lofts frá 8. mars 2010.

 

 

"“ICEsave was the trading name of Landsbanki Island HF. It was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001. It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS. Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.”"

 

Það er ekkert hægt að misskilja compensation to the maxium limits.  Það þýðir einfaldlega að breski tryggingasjóðurinn, FSCS greiddi út fullar bætur.

Það að bretar eru síðan að rukka Íslendinga um þær bætur er sama lögleysan og að Sjóvá myndi senda Tryggingamiðstöðinni reikninginn vegna tjóna sem viðskipavinir Sjóvá yrðu fyrir.  Og þegar Tryggingamiðstöðin myndi spyrja af hverju, þá væri gengi handrukkara sent á svæðið með tilboðið, semjið eða hafið verr af.

Það er þetta sem þolir ekki dagsljósið hjá bretum, óháð annarri lagalegri stöðu málsins.

 

Og þetta er kannski grunngrunnkjarni ICEsave deilunnar, sönnunin á að um algjöra fjárkúgun og glæp er að ræða.

Og við sem þjóð hundsum þessar upplýsingar Lofts.  

Andstaðan lætur eins og hún skilji ekki hvað hún er á móti.

 

Ég hef nokkrum sinni vakið máls á þessu, alltaf með engum árangri.  Nema þegar ágætur Já sinni mætti í heimsókn og reyndi að fella mig á tæknilegu atriði.  Það var sem sagt Já maður sem kveikti, ekki samherjar okkar Lofts í baráttunni.

Vissulega get ég ekki fullyrt að þessi yfirlýsing starfsmanna FSA sé rétt, hef aðeins séð afrit af innihaldi hennar.  En þetta eru það alvarlegar upplýsingar að þær krefjast tafarlausrar rannsóknar.

Og að ICEsave samningurinn sé dreginn til baka á meðan.  Þjóðaratkvæðinu sé því frestað á meðan hin meinti þjófnaður sé kannaður.

Annað er alvarleg afglöp og hreinlega yfirlýsing um að efnisatriði málsins skipti engu máli.  

En þau skipta máli, öllu máli.  

Þegar reiður skattgreiðandi höfðar mál út af Já-inu svo við tökum mark á skoðanakönnunum, þá verður þetta kannað, starfsmenn FSA verða kallaðir fyrir dóm, eiðsvarnir.  Komi það í ljós að bretar lugu í okkur allan tímann um að þarlend stjórnvöld hafi fjármagnað ICEsave útgreiðslurnar, þá er ljóst að stjórnvöld sem hundsuðu þessar upplýsingar Lofts, eru ábyrg um vítaverða vanrækslu.  

Refsiverða vanrækslu.  Og tilræði við þjóð sína.

 

Ef marka má Lee Buchheit þá var honum ekki kunnugt um þessa skyldutryggingu Landsbankans.  Þó var skýrt um það kveðið í viðbótum við reglugerðina um innlánstryggingar, að einstök aðildarríki ESB voru skyldug til að kanna greiðsluhæfi tryggingakerfa heimaríkis þess erlenda banka sem ætlaði að starfa á fjármálamörkuðum þeirra, og ef vafi léki, þú urðu þau að krefja bankann um aukaaðild að sínu tryggingakerfi.

Neytendur áttu alltaf að njóta fullrar tryggingarverndar.

Og þetta var ekkert leyndarmál, stendur skýrt í reglugerðinni, og Alain Lipietz vakti athygli á þessu í blaðgrein.

 

Lee Buchheit fullyrti i viðtalinu við Egil Helgason að bretar  hefðu þurft að fjármagna það sem var umfram 20.000 evrunnar og vildu eins og hann sagði það fá það til baka eðlilegum vöxtum.

Alvarleg rangfærsla þegar það er staðfest að um lögbundin útgjöld breska tryggingasjóðsins var að ræða.  Og breski ríkissjóðurinn leggur ekki krónu í þann sjóð, hann er fjármagnaður með tryggingaiðgjöldum fjármálafyrirtækja.

Og þegar þessi rangfærsla er notuð sem liður i hræðsluherferð gegn því fólki sem vill standa á rétti þjóðarinnar og hafna fjárkúguninni, þá er um hreina glæpsamlega gjörð að ræða.

 

Hvort þessi pistill minn hreyfi við andstöðunni, að hún taki sig rögg og komi upplýsingum Lofts í umræðuna veit ég ekki.

Annars verður maður bara halda áfram að ítreka brotin, aftur og aftur.

Hugsanlega skilar lestur á svona pistlum einhverjum Nei-um frá fólki sem var í vafa.  En gegn ægivaldi auðmiðlanna og valdastéttarinnar þá eru áhrif svona bloggskrifa aðeins lítið korn á sandströnd.

En opinber umræða um þær, að þetta sé kynnt í fjölmiðlum og fylgt eftir af fólki sem hefur aðgang að fjölmiðlum, það getur ráðið úrslitum um að fólk staldri við, og fari að vinna þetta ICEsave mál eins og fólk.

Hætti þessum deilum um hlut sem almenningur á ekki þurfa að deila um, ekki ef þjóðfélagið er þroskað lýðræðis og réttarríki.

ICEsave deilan á að leysast á skýrum grunni laga og réttar, og úrskurður dómsstóla um allar hliðar málsins eru nauðsynlegar áður en nokkurn samning er hægt að gera. 

Aðeins þá, aðeins þá eru komnar forsendur sáttar og aðeins þá mun þetta mál víkja fyrir öðrum mikilvægari málum.

 

Leið réttarríkisins er sáttin í ICEsave, engin önnur sáttarleið er til.

Að rökstyðja undalátssemi fyrir kúgun með því að svo miklir hagsmunir eru í húfi er eins og faðirinn sem sagði við dóttur sína að hún ætti ekki að kæra nauðgun forstjórasonarins, hann fengi stöðuhækkun ef hún þegði en hann yrði rekinn ef hún kærði.

Það eru ekki margir áratugir síðan þjóðfélagið var svona, að hið ljóta og illa var þaggað niður út af hagsmunum.  Raunverulegum eða ímynduðum.  Og það mátt aldrei ákæra góðborgarana eða afkvæmi þeirra.

 

Viljum við virkilega svona þjóðfélag á ný???

Að það megi ekki ákæra bretana því þeir eru svo virt vinaþjóð???  

Eða við eigum að láta nauðgun viðgangast vegna þess að við gætum tapað á því?????

 

Ég vona ekki, virkilega ekki, ég vill það allavega ekki.

Og ég mun pistla fram á síðasta dag, þar til ljóst verður hvernig þetta fer.

En miklu auðveldara væri allt ef við hættum að láta andstæðinga okkar, Áfram sinna stjórna allri umræðunni, að allur okkar kraftur fer í að leiðrétta rangfærslur þeirra.

Við erum með skýrt mál í höndum og lögin eru okkar megin.

Við eigum að taka frumkvæðið og nýta okkur þau vopn sem við höfum.  Vilji Mogginn ekki birta grein Lofts, þá eigum við sjálf að birta hana, allstaðar þar sem Netskrif okkar eru.  

Og við eigum að leggja fram beiðni um opinbera rannsókn á hvort bretar séu virkilega að rukka aðra þjóð um sín eigin lögbundnu útgjöld.

Aðeins þannig náum við frumkvæðinu, við eigum að láta hina verjast.

 

Það er jú sjálf framtíðin sem er í húfi.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í samræmi við eftirfarandi klausu:

Incoming EEA firms which are conducting regulated activities in the United Kingdom under a BCD, IMD, ISD or UCITS Directive passport are not required to participate in 1.4.1 the compensation scheme in relation to those passported activities. They may apply to obtain the cover of, or 'top-up' into, the compensation scheme if there is no cover provided by the incoming EEA firm's Home State compensation scheme or if the level or scope of
the cover is less than that provided by the compensation scheme.

This is covered by
■ COMP 14. http://www.fsa.gov.uk/pubs/hb-releases/rel62/rel62comp.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 20:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Hólmsteinn.

Það þarf að koma því sem víðast að Landsbankinn var tryggður i London.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2011 kl. 20:42

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef þetta er rétt,. þá er ekki eftir neinu að bíða. því er þessu ekki komið á framfæri við fjölmiðla? Er ekki fullt af fjölmiðlum hér á landi sem væru tilbúnir að birta þetta?

Eyjólfur G Svavarsson, 4.4.2011 kl. 21:27

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Loftur hefur nú verið að tuða um þetta í að minnstakosti heilt ár. Þetta breytir því ekki að Icesave var íslenskt útibú og því ber okkur að bæta fyrstu 20.880 evrunar.   Enda kemur það fram í þessari tilvitnun að um viðbótartryggingu er að ræða sem og að afsláttur var á henni þar sem að horft var til þess að reikningarnir nutu Íslenskrar verndar skv. innistæðutryggingum skv. EES.

Þá bendi ég að að Bretar voru í heilt ár að reyna að fá Landbankan og Íslensk stjórnvöld að fyltja Icesave í dótturfélag.  Haldið þið virkilega að ekki sé búið að kanna þetta. Haldið þið að bæði saminganefnd og stjórnvöld hefðu ekki viljað frá þá viðurkenningu íslendinga ef að þeir hefðu getað fundið leið sem tryggði það að við þyrftum ekki að borga? Verið ekki svona vitlausir. Bendi á að Loftur er ekki lögfræðingur og hefur engar forsendur fyrir sínum túlkunum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2011 kl. 21:27

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar. Ég verð að leggja aðeins til málsins til stuðnings því hvað Loftur hefur haldið fram með réttu. Ég sendi Lofti "klippu" frá umdræðum á Breska þinginu og áður hafði ég sent til Ásrúnar sömu "klippu".  Munurinn er að Loftur hefur unnið ötullum höndum um að koma þessum upplýsingum fram, en _FRÉTTAMAÐUR  RÚF, hefur ekkert gert í því að upplýsa okkur Íslendinga á þessu viðhorfi þ.e.a.s. Spurningum og svörum úr Breska þinginu.

Ég bendi sérstaklega á dagsetninguna 15 júlí 2008. Þá vissi Breska þingið um að Landsbankinn var að fullu tryggður skv. breskri löggjöf. 

Þú lest textann og þá færð þú enn sterkari sannfæringu fyrir því að HAFNA Icesave, ogsannfæringuna fyrir því að Loftur hefur haft rétt fyrir sér frá upphafi skrifa sinna gegn Icesave.

Ég bið forláts að hafa dempt svo miklum texta hér hjá þér en ég vona að það skýrist með honum hversu ónýt fréttastofa RÚF er í þessu máli.

----- Original Message -----
From: Eggert Guðmundsson <mailto:isport@simnet.is>
To: asrunbi@ruv.is
Sent: Friday, February 19, 2010 3:41 PM
Subject: Icesave

Sæl
Skjal sent að beiðni. Þetta er copy af fyrirspurn og svari á breska þinginu
15 júlí 2008. Ég merkti spurningu og svar með rauðu letri.
kv
Eggert Guðmundsson bfí
Smiðjuvegur 11.  200 Kóp.
S: 8204057-
e-mail  isport@simnet.is

Friday 19 February 2010

Search

You are here: Publications and Records > Lords Publications > Lords Hansard > Daily Hansard

Previous Section

Back to Table of Contents

Lords Hansard Home Page



15 July 2008 : Column WA131


15 July 2008 : Column WA131

Written Answers

Tuesday 15 July 2008

Airports: Heathrow

Lord Bradshaw asked Her Majesty&#39;s Government:

What assessment they have made of the impact that a third runway at Heathrow Airport would have on traffic levels in the local area. [HL4671]

Lord Bassam of Brighton: As explained in the Government&#39;s consultation document Adding Capacity at Heathrow Airport last November, our primary focus has been on demonstrating the scope for further development within the environmental conditions laid down in 2003. We have also looked at how road traffic conditions would be expected to change over time and we report our provisional assessment of that in the consultation document (paragraphs 3.59 to 3.63 and 3.159 to 3.182). There is further detail in the supporting technical report on surface access available on the Department for Transport&#39;s website (http://www.dft. gov.uk/consultations/closed/heathrowconsultation/technicalreports/).

Aviation: Emissions

Lord Bradshaw asked Her Majesty&#39;s Government:

What steps they are taking to raise public awareness of the environmental consequences of emissions from aircraft. [HL4702]

Lord Bassam of Brighton: The Government have a range of measures in place to raise public awareness of the environmental impacts of individuals&#39; actions, both generally and specifically in relation to aviation. This includes the Act on C02 campaign and carbon calculator, which allows passengers to calculate their flight emissions; the inclusion of aviation in the European Union Emissions Trading Scheme, which will feed through to the price consumers pay; support for high-quality consumer carbon offsetting; fiscal measures, such as air passenger duty, that give signals to consumers about the environmental impacts of their actions; and ensuring that appropriate references to aviation&#39;s environmental impact are included in all relevant government publications.

Banking: Iceland

Lord Oakeshott of Seagrove Bay asked Her Majesty&#39;s Government:

What steps the United Kingdom financial authorities have taken to satisfy themselves, independently of the Icelandic financial authorities, of the solvency and stability of Icelandic banks taking deposits in the United Kingdom; and of that of the Icelandic Deposit Guarantees and Investor-Compensation Scheme behind which the United Kingdom Financial Services Compensation Scheme stands as guarantor of last resort. [HL4580]



15 July 2008 : Column WA132      (Svar við fyrirspurn)


Lord Davies of Oldham: Overseas firms operate in the UK through a mixture of branches and subsidiaries. With regard to subsidiaries, a UK-incorporated subsidiary of an Icelandic bank is a British bank and is authorised by the Financial Services Authority (FSA) like other British banks. All subsidiaries are required to comply with FSA rules on capital, liquidity, complaints and the FSCS. All UK-incorporated subsidiaries of Icelandic banks regulated by the Financial Services Authority continue to meet threshold conditions.

With regards to branches, firms from an EEA state are permitted to passport a branch into the UK under EU legislation and are authorised by their home state regulator. The FSA is responsible for the supervision of conduct of business, financial crime and liquidity in respect of these EEA firms&#39; UK branch business. The home state regulator is the prudential supervisor. However all EEA banks are required to meet the capital requirements implemented in their member states under the Banking Consolidation Directive and the Capital Adequacy Directive. And the FSA has a regular dialogue with overseas regulators and firms where the firms passport into the UK, to share information about the firms and specifically their UK operations.

With regard to the Icelandic Deposit Guarantees and Investor-Compensation Scheme, the UK Financial Services Compensation Scheme maintains contact with schemes in other member states. There are currently two major Icelandic players in the UK: Landsbanki provides its Icesave product through a UK branch while Kaupthing&#39;s Edge product is provided through a UK-incorporated subsidiary. As Kaupthing Edge&#39;s deposits are collected through a UK-incorporated subsidiary, they are covered exclusively by the UK&#39;s FSCS in the same way as savers with other British banks.

As Icesave is provided through a UK branch, its home state compensation scheme will apply. Where there is a gap between the coverage of the home state scheme and the UK maximum, where an EEA firm opts to contribute to the FSCS the deposit will be protected up to the UK maximum. This is the case with Icesave: it has &#147;topped up&#148; into the FSCS; the first &#128;20,887 (around £16,700) of savers&#39; money falls within the scope of the Icelandic deposit guarantee scheme while the remaining amount of the claim up to £35,000 is covered by the FSCS. Therefore, savers with up to £35,000 in an Icesave account would be protected against any losses in a similar way as if their savings were in a British bank.

Eggert Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 21:32

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eggert, þetta svar segir að Landsbankinn hafi verið undir eftirliti íslenska FME og með starfsleyfi frá íslenska FME.  Íslenska FME var aðaleftirlitsaðili með Landsbankanum á meðan breska FME fylgdist með starfsemi Icesave(útibúa Landsbankans) í Bretlandi.

Þarna segir einnig að Icesave hafi top-up tryggingu hjá FSCS.  Það þýði að fyrstu 20.887 evrurnar séu tryggðar af íslenska innistæðutryggingakerfinu en að afgangurinn upp að 35.000 pundum sé tryggður af því breska.

Ómar, hvar hefurðu séð að top-up tryggingin hafi verið skyldutrygging?

Lúðvík Júlíusson, 4.4.2011 kl. 22:09

7 Smámynd: Elle_

Við í ÞJÓÐARHEIÐRI-SAMTÖKUM GEGN ICESAVE höfum frá stofnun félagsins haft uppl. um SKYLDUTRYGGINGARNAR frá FSA.  Og sem voru ætlaðar ef TIF hefði ekki bolmagn vegna óvænts áfalls eins og varð þegar allir bankarnir féllu.  EKKERT tryggingafélag Evrópu eða heims stendur undir allherjarhruni frekar en ef öll hús landsins brynnu samtímis.  Nú getur þú sjálfur fundið uppl. um tryggingarnar í vef FSA:

http://fsahandbook.info/FSA/html/handbook/COMP/14

Vil ennfremur og í samhengi benda á uppl. um hvað bresku tryggingasjóðirnir stóðu illa að vígi sjálfir við fall bresku bankanna og hvað bresk stjórnvöld voru óheiðarleg: Fórnuðu peðinu Íslandi til að verja breskt fjármálakerfi.  Og ætla núna að rukka okkur fyrir skaðann.  Gunnar Tómasson bjargvættur okkar kemur fram með það.
VIÐ ERUM AÐ TALA UM GLÆP OG VILLIMENN:

http://www.svipan.is/?p=23050

Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðins (AGS) segir á Facebook síðu sinni að &#147;Ísland hagsældar móðir, eins og segir einhvers staðar, er í tilvistarkreppu&#148;. Þessi orð hefur hann um Icesave deiluna og skrifar janframt:

Athyglisverðar upplýsingar um brezka innstæðutryggingar.

Þann 31. marz 2008 nam brezki innstæðutryggingarsjóðurinn £108 milljónum og jafngilti dropa í hafið af bankainnstæðum upp á £1.150 milljarða.

Alistair Darling var margspurður á BBC 8. okt. 2008 hvort ALLAR innstæður væru tryggðar líkt og Icesave. Darling fór jafn oft undan í flæmingi.

Þýðir tilskipun ESB eitt fyrir Ísland og annað fyrir Bretland

Þetta segir Gunnar að sé ástæða þess að Bretar og Hollendingar forðist eins og heitan eldinn að fara með málið fyrir dómstóla og sér virðist sem Geir Haarde, Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson og, jafnvel, Lee Buchheit hafi ekki kynnt sér málið.

Elle_, 4.4.2011 kl. 22:50

8 Smámynd: Elle_

Og minni líka á að bresku þjösnarnir níddust ekki á Bandaríkjamönnum og heimtuðu ríkisábyrgð þegar LEHMAN BROTHERS féll ÞARLENDIR.  HVÍ EKKI??  JÚ, ÞEIR ÞORÐU EKKI Í BANDARÍKIN ÞÓ ÞEIR ÞORI AÐ KÚGA ÍSLAND. 

Elle_, 4.4.2011 kl. 22:55

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Landsbanki Íslands var búinn að greiða tryggingariðgjöld frá 2001 til breska tryggingasjóðsins. Starfsleyfisábyrgð Landsbankans í Bretlandi var byggð á þessum iðgjöldum og ásamt eftirliti Breta á starfssemi bankans ,í samvinnu við FME á Íslandi.  Það sem kemur fram í svari á breska þinginu er tryggingakerfi sem bankarnir greiða til eru til tryggingar vegna innistæðna.

Þar sem breskar innistæður voru tryggðir í Bretlandi í gegnum bresk iðgjöld til breskra tryggingaaðila, þá tel ég að trygginguna ætti að sækja til þeirra sem iðgjöldin fengu.

Enda var það að tryggingafélögin,sem greiddu út Icesaveskuldbindingarnar, en ekki Bresk stjórnvöld. HVERS VEGNA.(vegna þess að þeim bar skylda til skv. ákv. tryggingariðgjalda)

Ef á að fara út í kröfur og mismunun á milli tryggingafélaga bankanna, sem starfa á sama grundvelli (óháð stærð), þá má benda á að Bresk stjórnvöld gerðu lánasamninga til breskra tryggingafélaga um 0.6 % vexti en eru að krefjast 3.3%  til sambærilegs tryggingasjóðs hérna á Íslandi.

Svo kemur enn önnur spurning. Hvers vegna eru Bretar að krefjast krafna fyrir Breskt tryggingafélag sem starfar sjálfstætt og er óháð Ríkisstjórn þeirra.? 

Hvers vegna er ekki Breski tryggingasjóðurinn kröfuhafinn í bú Landsbanka Íslands? Það er jú hann sem greiddi öllum innistæðueigendum sínar inneignir þe. top up.(35.000 í júli, en hækkaði í 50.000 pundá síðari stigum)

Hvers vegna er bresk stjórnvöld veð kröfu á Íslensk stjórnvöld?

Lúðvík - þetta er einungis pólitískt stjónarspil til þess að forða stóráfalli Evrópskra ríkja. Þetta er ekki fjárhagsleg spurning fyrir Breta, því þessi upphæð er til jafngyldis stöðumælasekta í London í eitt ár.

Eggert Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 22:56

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er nauðsynlegt að halda í rétt okkar. Bretar eru hræddir við að verða örlagavaldar að hruni allra evrópskra banka, ásamt þeirra eigin.Þess vegna berjast þeir við okkur lítilmagnan og vona að við gefumst upp.

Þeir eru búnir að stæra sig á vera með stærstu fjármálamiðstöð heimsins. Eru þeir hræddir við að tapa þeim status og því berjast þeir á okkur með fullri hörku, þ.e. miðað við orð Lee Buchheits í Silfrinu í gær.

Ef lítill dómur hér á Íslandi myndi staðfesta það, sem allir vita, að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum einstaklinga, og einungis er til tryggingar innistæðna viðskiptavina, hlutfallslegt umsvif bankanna, sem framlag til tryggingar   frá starfandi bönkum viðkomandi ríkja, þá mun einstaklingar og fyrirtæki ráðast á og knésetja hvern bankann af öðrum.

Ríki ESB og allra annarra landa munu þurfa að stofna Ríkisbanka (eins og íslendingar gerðu) til að viðhalda greiðslukerfi og greiðsluformum í lagi.

Aðrir fara á hausinn, nema að því gefnu að viðkomandi Ríkisstjórnir komi og setji á Ríkisábyrgð þ.e. almenningur ber þá ábyrgð á öllu fjármálavafstri.

Ef þetta gerist þá er kominn á ójöfnuður sem ekki má vera skv. skilgreiningu um frjálst fjármagnsflæði, frjálsar ákvarðanir til fjárfestinga.  Allt verður að vera ákveðið innan ramma fjárbindingagetu hvers Ríkis fyrir sig.

Það þýðir að fjármagni verður gerð erfið leið á milli landa. Fjárfestingar verða sniðnar eftir stakki á greiðslugetu ríkis, en ekki fyrirtækja. Landsframleiðsla og hagvöxtur hvers ríkis, mun ráða því hvernig fjárfestingar fara á milli landa.

Þetta er mögulega hið heilaga markmið hins sterka ríkishagkerfis til að ná markmiðum sínum til alvalds.

Eggert Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 23:12

11 identicon

Endilega komið þessu i blöðin á morgum   , Pressuna  ?.......   bara eitthvert með þetta i blöð  ....Núna  

Ransý (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 23:34

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eggert, "branch" er útibú og "subsidiary" er dótturfélag.  Fyrsta efnisgreinin á ekki við um Icesave en hinar þrjár gera það.

Top-up þýðir að breski innistæðutryggingasjóðurinn sér um þá upphæð sem sá íslenski dekkar ekki, þeas. allar upphæðir yfir 20.887 evrum.

Ómar, það væri áhugavert að fá nánari upplýsingar um það sem þú segir, sérstaklega ef viðbótatryggingin var skyldutrygging en ekki valfrjáls eins og reglurnar og tilskipunin gefa til kynna.

Lúðvík Júlíusson, 4.4.2011 kl. 23:51

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk hér að ofan. 

Fróðlegar umræður sem ég ætla lítið að kommentera á að svo komnu máli, er núna að pústa og kynna mér umræðuna út í hinum stóra Netheimi.

Lúðvík, svo ég svari spurningu þinni þá þýddi ég orðið required sem skyldu, það að krefjast einhvers þýðir það á mannamáli held ég.  Ætla samt ekki út í orðleiki, krafan um þessa pop-up tryggingu er skýr, þá fyrst í reglugerð ESB eins og Alain Lipietz benti á í grein sinni, sem og í handbók FSA.

Það hvarflar ekki að mér að þykjast sérfræðingur i hvað hún nákvæmlega merkir, ég las texta á heimasíðu breska fjármálaeftirlitsins, í pdf fæl svo ég peistaði það ekki, að þessi trygging tæki við þar sem trygging heimaríkisins þryti.  Nú er það ljóst að ef hún þrýtur innan við 20.000 evrunnar þá er gat í neytendaverndinni sem gengur gegn ákvæðum laga ESB.

Og þó ég sé ekki læs á útlensku og get alveg haft rangt fyrir mér, þá finnst mér þetta orðlag vera mjög skýrt, "Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.&#148;""

Hins vegar veit ég Lúðvík að þú átt erfitt með að trúa að orðalagið, "getur ekki gert einsök aðildarríki ábyrg"  þýði að einstök aðildarríki séu ekki ábyrg heldur þveröfugt og hefur skrifað lærðar greinar þar um að það þýði einmitt að þau séu ábyrg, þá veit ég að þú lest eitthvað út úr þessu sem ég skil ekki.  En þetta er formleg yfirlýsing um fulla neytendavernd.

Ef þú átt skýran texta um þinn skilning þá skal ég lofa þér því að trúa að ekki þýði ekki.  

En þú áttar þig samt á því að þú ert búinn að viðurkenna að Landsbankinn var með tryggingu hjá breska tryggingasjóðnum og breski tryggingasjóðurinn segir að það hafi verið full tryggingu.

Lee Buchheit sagði í silfrinu að það sem hefði verið yfir þessar 20.000 evrur hefði verið kostnaður fyrir bresk stjórnvöld, kostnaður sem þau hefðu þurft að fjármagna.  En það passar bara ekki við þessar upplýsingar Lofts. 

Það er bara ein leið til að fá úr þessu skorið, og það er óháð hlutlaus rannsókn, og á meðan á að fresta þjóðaratkvæðinu, því ef Loftur hefur rétt fyrir sér, þá er hún byggð á lygi.

Heiðarlegt fólk viðurkennir það og vill að svona afdrifarík ákvörðun sé byggð á staðreyndum, ekki lygum eins og nú virðist blasa við.  

Og ef þú til dæmis Lúðvík tekur ekki undir það, þá er ljóst að afstaða þín byggist ekki á rökum og staðreyndum mála, heldur á trú eða hagsmunum.

Og því trúi ég hreinlega ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 00:05

14 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, þú fyrirgefur þessa smámunasemi, og ég sé ekki að það skipti máli um röksemdafærslu þína hvort um skyldutryggingu var að ræða eða ekki, en á vefsíðum FSCS er að finna þessar upplýsingar:

&#132;Where the investment services firm&#39;s home state scheme provides a lower limit of compensation than the FSCS (i.e. less than 100% of the first £30,000 and 90% of the next £20,000 - £50,000, in the case of investments), the investment services firm may choose to join FSCS to &#39;top up&#39; the limit of protection to £50,000. The firms that have topped up into the UK Scheme (for deposit business only unless indicated otherwise) are listed below...&#147;

Fyrir neðan eru svo Landsbankinn og Kaupþing tilgreind sem tvö fyrirtæki sem hafi farið þessa leið. 

Birnuson, 5.4.2011 kl. 00:24

15 Smámynd: Elle_

Og með bresku þjösnunum meinti ég bresku ríkisstjórnina sem hefur verið að kúga okkur en alls ekki bresku þjóðina.  Vil ekki valda neinum misskilningi.

Elle_, 5.4.2011 kl. 00:30

16 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Lúðvík. Hvers vegna er Breska Ríkið að innheimta fyrir félag sem "ekki" má vera með ríkistryggingu?.

Hvers vegna eru Bresk Stjórnvöld að innheimta "top up" tryggingu frá 20.000 til 50.000 ,til Íslenska Ríkisins,  þegar búið var að greiða iðgjöld til viðkomandi tryggingafélags og þeir hafa greitt möglunarlaust? 

Hvers vegna, Lúðvík, hefur ekkert breskt tryggingafélag, sett í gang kröfugerð á gegn íslenska tryggingasjóðnum?

Eggert Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 00:45

17 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta Icesave mál er ekki milliríkjamál, heldur er þetta mál á milli tryggingasjóða eiga að vera "algerlega" óháðir ríkisafskiptum. Lúðvík, þú hlítur að gera þér grein fyrir þessu.

Ég skil bara ekkert í Íslenskum stjórnvöldum að vilja blanda sér í þetta uppgjör á milli tryggingafélaga viðkomandi landa.

Skilur þú það Lúðvík.?

Eggert Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 01:05

18 Smámynd: Ómar Geirsson

".... vaxtaprósentu sem fari nærri lántökukostnaði þessara tveggja þjóða (breta og Hollendinga) eða m.ö.o. hvað mikið þær þyrftu að greiða til að taka að láni það fé sem þær þyrftu að greiða sparifjáreigendum og væntu svo að Íslendingar endurgreiddu.....

...... Rúmlega helmingur innistæðnanna var yfir þessum mörkum.  Bretar og Hollendingar keyptu þær einnig.  Svo rúmlega helmingur krafna þeirra fer fram úr því sem er lágmarkið .....

.... Sú áhætta felst í því að reka málið fyrir  Efta dómsstólnum.......  möguleg hætta á að tvöfalda fjárskuldbindingarnar..."

Magnús Helgi, þetta er orðrétt  tekið úr viðtalinu við Lee Buchheit þar sem hann talar í fyrsta lagi hvað þær þyrftu að taka að láni til að greiða sparifjáreigendum og seinna setur hann umfram lágmarkið i samhengi við áhættuna af dómsmáli, að fjárskuldbindingin gæti tvöfaldast.

Magnús, ég er vanur því að ýmsir bjánar komi hérna inn og telji sig mikla að geta sagt það um annan mann, án allra röksemda, að hann sé heimskur.  En ég er ekki vanur því að menn mæti hér inn og fullyrði að ég sé heimskingi, og fella svo sjálfir sín eigin rök.

Ég bið í þessum pistli um opinbera rannsókn á hvað fólst í tryggingunni sem Landsbankinn var sannarlega með í London og vísa í orð breska fjármálaeftirlitsins, ekki þín orð, hvað felst í þessari tryggingu.  Ég hef engar forsendur til að meta hvort þetta sé rétt, þeir segja að Landsbankinn hafi verið með fulla tryggingu.

En látum það liggja milli hluta, það er tilvist þessarar tryggingar sem hefur verið falið í umræðunni.  Og hún er sannarlega á bilinu frá 20.000 evrum upp í hámark.  Það þýðir að bretar geta ekki innheimt hana af íslenskum skattgreiðendum, samkvæmt skýrum lögum ESB þá eiga tryggingarsjóðirnir endurkröfurétt á þrotabúið, ekki skattgreiðendur þess lands sem það átti heimilsfesti.

Stundum veit ég ekki Magnús hvort þú sért læs, en ég skal reyna þig, lestu orð Buchheit hér að ofan, athugaðu hvað hann er að segja.  Hann var  að segja að áhættan við dómsmál fælist í þessari upphæð, sem var sannarlega tryggð í Bretlandi.  

Hann fer rangt með.

Og að þú skulir voga þér að kalla þá heimskingja sem benda á þessa staðreynd, sem þú svo sjálfur tekur undir í máli þínu, það segir margt um þig Magnús Helgi Björgvinsson.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 01:13

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson, alltaf gaman að heyra í þér.

"it was required to top-up to the FSCS. " tók ég sem að krefjast, og það passaði inní orðalagið í tilskipun ESB sem ég las fyrir helgi þegar ég rifjaði upp röksemdir Alain Lipietz.

Eitthvað svipað hef ég svo lesið í þessari handbók, en tel mig ekki neinn sérfræðing í því.  Ég er aðeins afdalabúi sem spyr af hverju staðreyndir eru ekki ræddar.  Þegar ég slæ inn svona pistlum, þá er það ekki heilög latína, hugurinn ræður orðalaginu í mikilli tímaþröng, og ekkert af þessu er hugsað sem nákvæm vísindi, það er mín útlegging á staðreyndum.

En rétt fer ég með staðreyndir, það er innifalið í peist skipuninni, hún skilar þessu alltaf rétt frá sér.  Og ég get ekki skilið þessa tilvitnun í FSA á annan hátt en ég geri.

Enn ég er ekki rannsakandi og það er ótrúlegt að þetta skuli ekki vera inn í umræðunni.  

Hér að ofan lestu þú meiri fróðleik en í lagaáliti HÍ og vef Ruv til samans.  Og þetta er bara bloggsíða þar sem 5 eða 6 tilraun mín til að vekja þessa umræðu skilaði árangri.

En það er lögfræðinga að taka hana, og það er óháðs aðila að skera úr um hvort bretarnir séu að ljúga að Lofti.

En það er allavega búið að sanna að íslensk stjórnvöld eru að ljúga að okkur.

Ef við kyngjum því, þá erum við ekki lengur sjálfstæð þjóð.  Þá erum við bara fólk sem sættir sig við allt, og þar á meðal ófrelsi.

Mín krafa um óháða rannsókn skiptir engu máli, ég er bara smáfugl en ef fleiri taka undir, þá er ekki hægt að hundsa hana, því það er bein ávísun á Nei.  Þá skilur fólk loksins hvað allt er rotið í sambandi við IcEsave, að ekkert í málinu þoli sannleikann.

Og þá er tilgangi mínum náð.

En þar sem mér þykir vænt um þjóð mína, þá vil ég að við gerum hlutina einu sinni rétt.  Fyrst að við klúðruðum að fara með málið fyrir dóm, þá getum við allavega séð til þess að bein lygi sé ekki forsenda samþykkis þjóðarinnar fyrir þessari ríkisábyrgð.

Málstaður ICEsave sinna getur ekki verið svo veikur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 01:31

20 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, af hverju erum við að þessu á nóttunni? Ég er kannski að spilla umræðunni með því að hjakka á þessu atriði, en aðalatriðið hér hlýtur samt að vera að Landsbankinn greiddi inn í breska tryggingarsjóðinn, ekki hvort honum bar skylda til að gera það. Eða hvað?

En ég var að blaða í handbók FSA og úr henni virðist mega lesa að innlánastofnanir eins og Landsbankinn hafi getað ráðið því hvort þær greiddu inn í sjóðinn, a.m.k. gátu þær sagt sig frá slíkum greiðslum: &#132;An incoming EEA firm which has top-up cover may terminate that top-up cover by giving six months&#39; notice in writing to the FSCS.&#147;

Kannski var sá, sem svaraði Lofti, einhver blók sem ekki kunni reglubókina. En ég spyr: skiptir það einhverju máli um rök Lofts hvort þarna var um skyldutryggingu að ræða eða ekki?

Birnuson, 5.4.2011 kl. 02:54

21 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eggert, top-up tryggingin var ekki fyrir íslenska ríkið heldur fyrir viðskiptavini hans á Bretlandi.  Ef Icesave hefði ekki verið með top-up tryggingu þá hefðu viðskiptavinir Icesave ekki verið jafn tryggðir og viðskiptavinir breskra banka.

.. svarið við því hvers vegna íslensk stjórnvöld eru að blanda sér í þetta er að eftirlitsstofnanir á Íslandi brugðust en ábyrgð eftirlits með fjárhagslegri stöðu bankans var hjá þeim.  Þetta snýst einnig um neytendavernd.

Ómar, eini staðurinn þar sem ég finn orðið "required" er hér að ofan hjá þér.  Annars staðar segir að top-up tryggingin sé valkvæð.  Hvernig var upphaflega spurningin?

annars þýðir top-up tryggingin að trygging gistiríkisins taki við ef innistæðutrygging heimaríkisins(Íslands) dugar ekki.  Þannig er ekkert óeðlilegt við það að Icesave hafi þurft að taka top-up tryggingu(þeas. ef það var í raun skylda) til að tryggja breskum viðskiptavinum sínum sömu lágmarksvernd og þeir nutu í öðrum breskum bönkum.  Þá snýst það um neytendavernd viðskiptavina bankans en ekki hver taki áfallið á sig að öðru leyti.

Á upplsýingasíðum þessara stofnana eru orðin "enables"(gera mögulegt) og "choose"(velja) notuð. 

Lúðvík Júlíusson, 5.4.2011 kl. 08:38

22 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvað er sprengjan í þessu. Það hefur alltaf legið fyrir að ísland átti að tryggja innstæður upp að 20.887evrur (man ekk hvað það var í pundum og breski tryggingainnstæðusjóðurinn upp í 58.000 pund

Enda er okkar hlutur í Icesave III 20.887 evrur. Bretar hafa ólíkt okkur fúslega gengist við sinni "top up" tryggingu. Þessvegna snýst Icesave um að við greiðum 20087 E og þeir rest. Viðbótartryggingin var til þess að viðskiptavinir Icesave hefðu sömu tryggingu og aðrir breskir sparifjáreigendur og Landsbankinn mótmælti henni aldrei heldur sóttist eftir henni. Hinsvegar er það ekki rétt, og stendur hvergi í svarinu sem Loftur byggir blogg sitt sem svo Ómar þess byggir sitt blogg á að FSA hafi átt að hafa eftir með starfsemi Landsbankans á Íslandi. Þeir áttu vissulega að hafa eftirlit með honum í Bretlandi.

Enda voru Bretar fljótari að kveikja á perunni um að það væri ekki allt í lagi í landsbankanum og lögðu hart að Íslensku stjórnvöldum að þrýsta á um flutning Icesave í breska lögsögu sumarið 2008.
Íslensk stjórnvöld sögðu þá hættið að leggja landsbankann í einelti. Nákvæmlega sama ruglið og þegar útlendir aðilar gagnrýndu stærð íslensku bankanna, þá sögðu Íslensk stjórnvöld ÖFUND þeir skylja ekki íslenskt efnahagslif.

Og núna höldum við að ísland sé eina landið í heiminum sem eigi lögfræðinga og aðrir skilji eki evrópureglur
.

Sævar Finnbogason, 5.4.2011 kl. 09:16

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Góð spurning, ætli svarið hafi ekki verið það að ég komst ekki í umræðuna fyrr en eftir að allir voru sofnaðir, og svo upp rúmlega 6 til að kynna mér fréttir dagsins, og athuga hvort eitthvað væri í athugasemdum sem ég mætti ekki láta ósvarað.

Það er hörkupúl að verja börnin sín þessa daganna, enda skilja strákarnir það mjög vel, var með annan heima veikan fyrir helgi, hinn núna.  Báðir eru sáttir við ICEsave stríðið, skilja að sumt þarf að gera og pabbi því lélegur leikfélagi þessa vikuna. Lofa þeim masívum fótbolta þegar fóturinn kemur aftur inn, og þeim er batnað.

Og hvernig hvarflar það að þér að þú sért að skemma einhverja stemmingu, ég sem byrjaði á að fagna innliti þínu.  Ég einfaldlega útskýrði af hverju ég kallaði þetta skyldutryggingu.  Breska fjármálaráðuneytið sagðist hafa krafist þess að þeir yrðu með þessa viðbótartryggingu og það er skýrt orðað að hún tekur við þegar heimatryggingin brestur.  Og þeir sögðust greiða upp að maxium limits.

Samkvæmt orðanna hljóðan var val, en var þá hinn valkosturinn að hætta starfsemi á breska fjármálamarkaðnum???  FSA gerir allavega kröfu um fulla neytendavernd.  Og fyrst að heimaríki er vafasamt, þá kröfðust þeir þessarar tryggingar.

Það var ósmekklegt af þér að bendla þetta við skúringarkonuna sem stalst í faxtækið til að fífla fólk, þannig vinna bretarnir ekki, hvað sem annað verður um þá sagt.

En ég hélt að það væri ekki hægt að taka það skýrar fram en ég gerði að ég gæti ekkert fullyrt út frá þeim gögnum sem ég hefði í höndum, en ég hefði þau í höndunum og vitna beint í þau.

Og þó menn séu það miklir að þykjast betur en þeir sem vinna við málið, eins og Alain Lipietz fékk að kynnast þegar hann vogaði sér að skýra frá hvernig tryggingarkerfið væri hugsað, þá er þetta of alvarlegt til að menn geti leikið fífl.  Og þá er ég ekki að tala um þig Birnuson, mér þótti vænt um að þú skyldir leita að upplýsingum frá fyrstu hendi, ég sjálfur treysti mér ekki til þess, nýkominn úr verkjasprautu.  Nema á hlaupum með athyglina svona og svona.

En það þarf að rannsaka þessar skjalfestu fullyrðingar, að fá fram staðreyndir málsins.  

Það er allavega ljóst að það var logið til um viðbótartrygginguna, og hún er megin röksemd hins mikla ótta við dómsstóla.

Hættu svo þessari viðkvæmni Birnuson, þú ættir vera farinn að þekkja mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 10:20

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík, vil vitna í það sem ég sagði Birnusyni hér að ofan.

Þessi pistill var saminn út frá beinum gögnum frá þeim sem málið varða, það er breska fjármálaeftirlitinu, FSA.  Það blasir við í pistlum mínum og í athugasemdum mínum.  Ég nota orðið skyldutryggingu i þeirri merkingu að erlend fjármálafyrirtæki á breska fjármálamarkaðnum urðu að vera með fullnægjandi neytendavernd, tryggingar sem gætu greitt út.  Bretar eru jafn læsir á lög og við, þeir vissu að íslenski tryggingasjóðurinn var fjármagnaður samkvæmt ESB löggjöfinni, og því ekki með ríkisábyrgð.  Og stærð íslenska tryggingasjóðsins því ekki fullnægjandi.

Þess vegna kröfðust þeir þessarar viðbótartryggingu, og ég kalla það að þegar ég er krafinn um eitthvað, þá hafi ég ekki val ef hinn möguleikinn er að það sé lokað á mig.

Það segir einfaldlega í bresku handbókinni að gistitryggingin taki við þegar heimatryggingin þrýtur, ef það eru til peningar til að greiða út þessa 20.000 evra lágmark, þá er það vel, ef ekki þá fellur það á gistitrygginguna.  Annars væru heimamenn í Bretlandi ekki með fullnægjandi neytendavernd.  Hver átti annars að borga, íslenska ríkið????  Hvar stendur það???  Ekki í lögum Evrópusambandsins allavega.

Svo vil ég minna á röksemd Peters Örebecks lagaprófessor um að þetta hámark sé markmið ekki skylda;

Það er ekkert augljóst í þessu máli Lúðvík og því furðulegt að þú skulir rembast við að gera upplýsingar sem gætu haft grundvallaráhrif í  ICEsave deilunni, tortryggilegar.

Ég hélt að þú legðir faglegt mat á aðstæður, og myndir því fagna þessum upplýsingum.  Og tækir því undir kröfuna um hlutlausa rannsókn á hvað breski tryggingasjóðurinn gerði, og á hvaða forsendum.  Þú þarft ekki að láta þér detta í hug að þessi bréf séu fölsuð, og upplýsingarnar þar, sem eru frá fyrstu hendi, eru settar fram til að upplýsa það sem gerðist.

Ekki það sem stendur í handbókinni.

Spáðu betur í af hverju þú ert alltaf á móti?????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 10:42

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sævar, ég ráðlegg þér að lesa það í rólegheitum sem hér stendur, bæði það sem ég segi og aðrar athugasemdir.

Þá gætir þú kannski komið inn með athugasemdir sem ég skyldi.

Vil samt benda þér á að ég skyldi síðustu setningu þína ágætlega.

Það vill svo til að það eru aðeins til lögfræðiálit sem styðja málflutning Stefáns og Lárusar, enda vitna þeir í þau.  Annað er ekki til hvað lögfræðina varðar.  Enda þarftu ekki að halda það að FT sé ekki búið að fá álit sérfræðinga um lagalega stöðu málsins, áður en þeir sökuðu sín eigin stjórnvöld um lögleysu og kúgun.

Þó eiga þeir ekki hagsmuna að gæta í málinu.  Það átt þú Sævar og því er málflutningur þinn aumkunarverður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 10:47

26 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ómar,

ég fagna öllum nýjum upplýsingum.  Til að þær upplýsingar geti verið gagnlegar umræðunni þá þarf að ganga úr skugga um að þær séu réttar og eigi við.  Þess vegna ættir þú að fagna því ef hægt væri að sýna fram á það eftir opna og gagnrýna umræðu.

Hérna er grein þar sem Mark Durrant útskýrir innistæðutrygginguna.

Ef þið hefðuð rétt fyrir ykkur hefði Mark Durrant ekki átt að segja það einfaldlega að fólk væri tryggt af enska sjóðnum?

Hvar segir að breski innistæðutryggingasjóðurinn myndi taka við af þeim íslenska þrátt fyrir að hann næði ekki lágmarkinu, þeas. 20.887 evrum?

Lúðvík Júlíusson, 5.4.2011 kl. 10:52

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Kallarðu þetta fögn????

Ég skrifa mál þitt út frá frumheimildum frá aðila sem málið varðar,  hann segir ákveðna hluti, og það hefur enginn fengið það staðfest.  

Hvernig getur þú gert það á annan hátt en þann að láta rannsaka málið???  Og þú rannsakar ekki innherja upplýsingar með því að vitna í opinberan talsmann.  Ég hélt að allir vissu að það eina sem ekki er hægt að vitna í, er opinber talsmaður, þegar hann er opinber.

Þetta snýst ekki um að við eða þeir hafi rétt fyrir sér, þessar upplýsingar liggja fyrir og rýma algjörlega við þekkta stefnu breska fjármálaeftirlitsins um neytendavernd á breska fjármálamarkaðnum.  

Hvað Mark segir kemur þessu máli akkúrat ekkert við.

Og þú hlýtur að vera búinn að átta þig á í hverju sprengjan er fólgin, það er tilvist þessarar top-up tryggingar var leynt fyrir íslensku þjóðinni.  Það er vinna Lofts sem kemur henni inn í umræðuna.

Tilvist hennar sannar að umframtryggingin var sannarlega tryggð af Landsbankanum hjá breska tryggingaeftirlitinu.  Krafa breta um þá upphæð er því algjörlega lögleysa.  Og sú krafa var einmitt meginþungi í málflutningi Buchheit í Silfrinu, það væri hún sem væri hin stóra áhætta sem gæti tvöfaldað fjárskuldbindinguna.

Og fullyrðingin sem ég vitna í, vekur sannarlegan vafa um lágmarkstrygginguna.

Rökin fyrir Jáinu eru þar með horfin.

Og það er sprengja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 11:25

28 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ef þú getur komið með betri og nánari upplýsingar þá er þetta sprengja.  Með þessum gögnum sem þú vísar í þá vantar hvellhettuna til að sprengja.

það er hægt að gera kröfu um að Íslendingar borga upp í topp vegna þess að það var gert hér á landi.  Ástæðan er sú að icesave var útibú en ekki dótturfélag og að allir viðskiptavinir bankans eigi að fá samskonar meðferð við gjaldþrot hans.

Top-up tryggingunni var ekki leynt?  Var það ekki ljóst að það ætti aðeins að greiða 20.887 evrur?  Kannski fór umræðan fram hjá mér á fyrri stigum.

Lúðvík Júlíusson, 5.4.2011 kl. 12:19

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Höldum okkur við staðreyndir.

1. Það er hvergi minnst á þessa top up tryggingu í opinberum gögnum málsins.  Ekki heldur í kynningu Lagastofnunar Háskóla Íslands.

2. Þetta er kynning Lee Buchheit á hinni meintu áhættu:

" hvað mikið þær þyrftu að greiða til að taka að láni það fé sem þær þyrftu að greiða sparifjáreigendum og væntu svo að Íslendingar endurgreiddu........... Rúmlega helmingur innistæðnanna var yfir þessum mörkum.  Bretar og Hollendingar keyptu þær einnig.  Svo rúmlega helmingur krafna þeirra fer fram úr því sem er lágmarkið ......... Sú áhætta felst í því að reka málið fyrir  Efta dómsstólnum.......  möguleg hætta á að tvöfalda fjárskuldbindingarnar..."" .

Hér er talað um að bretar þurfi að taka lán, þeir hafi keypt þessar kröfur, mismunareglan vísar svo í endurreisn íslenska bankakerfisins sem þú ranglega kallar að Íslendingar borga upp í topp.  Rugl þar sem innistæður á Íslandi hafa ekki verið greiddar út upp í topp líkt og Lee bendir á að bresk sjórnvöld hafi gert.

Bretar eru því að krefjast lögbundinnar tryggingar sem var í fullum skilum hjá þeirra eigin tryggingasjóði frá skattgreiðendum annars lands.

3. Endurreisn íslenska bankkerfisins var stjórnvaldsaðgerð sem mismunaði engum innan íslenskra lögsögu.  Trygging breta yfir lágmarki ESB er stjórnvaldsaðgerð sem mismunar engum innan breskra lögsögu.  Sé íslenska stjórnsýsluaðgerðin mismunun, þá er sú breska það líka.  Það þarf ekki að taka það fram að lög ESB leyfa slíka mismunun.

4. Upplýsingar Lofts eru innherjaupplýsingar, þær tala sýnu máli.  Þær vekja réttmætan vafa um að trygging top up trygging Landsbankans  hafi tekið þar sem íslenska tryggingin hætti.  Þó það sé talað um lágmarkið, þá er allan tímann ljóst að einkareknir tryggingasjóðir heimalands geta orðið gjaldþrota, og engin skýr ákvæði eru um ríkisábyrgð á þeim.  Til að geta fullyrt að neytendur njóti fullrar verndar, þá hlýtur top up tryggingin að dekka það bil, annars er yfirlýsingin marklaus.

5. Réttmætur vafi i máli sem varðar samning sem kúgar fé út úr þjóðinni hlýtur að kalla á rannsókn, hlutlausa rannókn um hvað liggur að baki top up tryggingunni, og af hverju hún hai ekki verið kynnt þjóðinni í aðdraganda málsins.

Lúðvík, þú mátt reyna að hártoga þessar staðreyndir,  þá sannar þú aðeins trúar eða hagsmunavilja.  Þá myndi það ekki duga þó Darling og Brown kæmu grátandi í sjónvarpið og segðu kröfu breta vera lögleysu, og þeir iðruðust sáran.  Þú myndir einfaldlega halda því fram að ég hafi vakið upp draug að fornum sið og látið hann ofsækja þá félaga.

Þitt er valið en almenningur lokar ekki sjúkrahúsum og skólum út af trúarbrögðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 13:34

30 Smámynd: Kristján Hilmarsson

það er hreinlega aðdáunarvert að sjá hvað menn hafa lagt á sig að lesa og reyna fræðast sem best um málið, og ég er ekki að grínast.

Hef sjálfur reynt gera það sama, ásamt því að lesa innlegg fróðra manna frá báðum hliðum, en er  samt jafnnær hvað varðar eitt mikilvægasta atriði málsins, því á meðan fólki greinir á um ábyrgð innistæðutryggingasjóðanna í Bretlandi, annarsvegar og Íslandi hinsvegar (einhverra hluta vegna er Holland skilið útundan) "Top Up, lágmarkstryggingu, útibú ofl ofl, þá er enn og aftur aðalspurningunni ósvarað og það er hvort Innistæðutryggingasjóðirnir séu svo baktryggðir með almannafé ??  

Þegar enginn í samninganefndunum, né heldur stjórnvöld eða alþingismenn geta svarað þessari spurningu svo óyggjandi sé, skiftir litlu máli hvað við "gúgglararnir" og "hobby" spekingarnir höldum, já HÖLDUM segi ég, þá er það að semja um ríkisábyrgð á þessa innistæðureikninga, í besta falli glapræði, líklegra lögbrot af verstu gerð, sama hvað hver og einn mætti meina um "ágæti" þess, bara það að verið er að "semja" (gefa eftir fyrir kúgun og hótunum) sýnir að þetta er ekkert svona "Alveg á Hreinu"

Við getum svo auðvitað komið með alla vafningana um að "Þetta" og/eða "Hitt" þýði ríkisábyrgð, semsagt haldið áfram að elta skottið á hvor öðrum og sjálfum sér, en þessari spurningu verður ekki svarað nema fyrir dómi, dómsmeðferð fæst ekki við að samþykkja samninginn, allavega ekki á næstu árum, kannski aldrei.

Vil að lokum benda á nýlega frétt um ræðu (á ensku) og norsku HÉR sem Dominique Kahn Strauss hélt nýverið, ekki eins sterk orð og þegar forsetinn talaði við heimspressuna í fyrra haust, en verandi frá þessum talsmanni núverandi fjármálakerfis, er þetta ekkert minna en bylting í því að skifta um skoðun, ekki furða að liggi á að keyra Icesave III eins fljótt og hægt er í gegn, alls ekki að bíða eftir fleiri staðreyndum um málið o nei, heldur koma þessu í gegn sama hvað kostar, áður en vindar blása almenningi og skattgreiðendum of mikið í hag, þvílík spilling og valdagræðgi.!

 MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 5.4.2011 kl. 14:35

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, það er alveg rétt að við heimasérfræðingarnir náum ekki utan um lögfræði málsins, það gera aðeins dómsstólar.

En við heimasérfræðingarnir getum leiðrétt augljósar rangfærslur frá hinum aðilanum, og það er gert skammlaust hér.

En þessi pistill fjallar ekki um neina lögfræði.

Hann er tilvísun í innherjaupplýsingar þar sem FSA fullyrðir hluti sem stangast algjörlega á við opinbera útgáfu ICEsave málsins.  Þessar upplýsingar eru staðreynd, og ef þær eru réttar, þá afhjúpa þeir kláran þjófnað, því er LÍ er með lögbundna tryggingu í London, þá á tryggingasjóðurinn þar aðeins kröfu á þrotabúið, ekkert í lögum leyfir þeim sem þarf að greiða lögbundna tryggingu að innheimta tjónagreiðslur sínar hjá ríkissjóði þess lands sem hið tryggða fyrirtæki átti heimilisfesti.

Um þetta þarf ekki að deila, og þessar upplýsingar Lofts eru það mikið dínamík, að fólk kveikir ekki eins og þú sérð hér að ofan.

Loftur er búinn að færa skýr rök fyrir beinum þjófnaði, og það þarf ekki að gúgla til að vita að þjófnaður er bannaður samkvæmt lögum.

Umræðan um ríkisábyrgð á tryggingasjóði er svo önnur umræða, sem kemur þessu ekki við.  Hún væri issjú ef LÍ hefði aðeins verið með tryggingu á Íslandi eins og okkur var talið í trú um.

Spáðu í þetta í rólegheitum Krisján, þá skilur þú hvað þetta er mikilvægt.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 15:07

32 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! Ekki meiningin að láta þig eyða kröftum í rausið í mér með þessu.

Innleggið mitt var fyrst og fremst ætlað Lúðvík, sjálfann meistaran í skottelti, en var svo búinn að gleyma því að hann er búinn að ákveða að ég sé ekki viðræðuhæfur.

Jú Ómar þetta eru bæði mikilvæg og gagnleg rök fyrir þjófnaðinum, og þar í liggur aðdáun mín á ykkur sem náið svona utanum þetta með miklum lestri og opnum hug, reyndar á Lúðvík líka, en að þið skiljið svo gersamlega sömu staðreyndirnar á hvorn ykkar veg, vil ég helst ekki blanda mér í.

Ég get aftur á móti fallist á þá skoðun þína að forsetinn hafi &#147;bjargað&#148; fíflunum frá lögbroti um tíma (Innlegg þitt &#147;Ótímabær kæra&#148;) en ég dreg í vafa útfrá sömu rökum, heimild stjórnarinnar til að setjast að samningaborðinu yfirhöfuð, en sama hvað, við erum allavega sammála um að úr því verður ekki skorið nema fyrir dómi, að mínu mati er það eiginlegur kjarni Icesave deilunnar.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 5.4.2011 kl. 15:39

33 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill og góð ábending inn í þetta mál.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 15:43

34 Smámynd: Einar Karl

Hér þusa menn um dírektífið í fimmtíuþúsundasta sinn og vaða jafn mikinn reyk og fyrr.

 En sleppa því að minnast á mismununina, og brot á 4. gr. EES samningsins, sem er enn sterkari málsástæða Breta og Hollendinga.

Einar Karl, 5.4.2011 kl. 16:04

35 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Friðrik.

Æ, Einar minn, lestu það sem er skrifað áður en þú þusar, annars hef ég enga ánægju af því að svara þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 17:36

36 identicon

Þetta er stórkostleg umræða.

Hér er Lúðvík marg búinn að reyna að útskýra fyrir ykkur hvað þetta þýðir og það er ekkert hlustað heldur haldið áfram að rífast eins og enginn sé morgundagurinn á kolröngum forsendum.

"As Icesave is provided through a UK branch, its home state compensation scheme will apply. Where there is a gap between the coverage of the home state scheme and the UK maximum, where an EEA firm opts to contribute to the FSCS the deposit will be protected up to the UK maximum. This is the case with Icesave: it has &#147;topped up&#148; into the FSCS; the first &#128;20,887 (around £16,700) of savers&#39; money falls within the scope of the Icelandic deposit guarantee scheme while the remaining amount of the claim up to £35,000 is covered by the FSCS. Therefore, savers with up to £35,000 in an Icesave account would be protected against any losses in a similar way as if their savings were in a British bank."

Þetta setur Eggert hér inn sem rök fyrir því að breski TIF hafi átt að sjá um allar greiðslur og tryggingar vegna Icesave í UK. Lásuð þið ekki hvað stendur þarna?


"Þar sem Icesave er útibú þá er það tryggingakerfi heimaríkis sem á við. Þar sem eitthvað vantar uppá að tryggingakerfi heimaríkis nái hámarkskröfum UK, og EES fyrirtækið hefur valið að tryggja í FSCS, munu innistæður vera tryggðar upp að því hámarki sem krafist er í UK. Þannig er þessu farið með Icesave sem hefur valið að "toppa upp" inn í FSCS; fyrstu 20,887
evrurnar (16,700 pund) eru tryggðar af TIF á Íslandi meðan það sem uppá vantar upp að 35,000 pundum er tryggt af FSCS. Þar af leiðandi eru innistæður í Icesave tryggðar upp að 35,000 pundum líkt og ef þær væru í breskum banka"

Hvað er svona erfitt að skilja við þetta? Þetta er nákvæmlega sú skipting sem fram kemur í samningi þeim sem við erum að fara að greiða atkvæði um. Ekkert undirferli, ekkert dularfullt, ekkert samsæri. Allt nákvæmlega eins og það lítur út fyrir að vera.

Skyldi ykkur takast að halda áfram að rangtúlka þetta?

Hjalti Ómar Ágústsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 21:45

37 identicon

Ef punkturinn er að við getum ekki verið dæmd til að borga upp í topp á bresku innistæðunum þá erum við hvort sem er að tala um allra verstu niðurstöðuna.

Það er alveg nógu slæmt að vera bara dæmd til að borga lágmarksinnistæðurnar því við getum gleymt því að fá sömu vaxtakjör þegar við verðum að semja um greiðslu sem er búið að dæma okkur til að greiða. Við munum það frá því úr fyrri samningunum hvað nokkur prósentustig geta þýtt í þessu dæmi. Það skiptir mörg hundruð milljörðum!

Bjarki Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:52

38 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar, Bjarki og Hjalti.

Innslög ykkar hér að ofan hafa sannfært mig um að það er samsæri í gangi, samsæri um að argast í mér þegar ég er syfjaður.  En ég skal reyna mitt besta að svara ykkur í eins stuttu máli og mér er unnt.

Hjalti, það eina sem þú bendir á er að Oldham lávarður kann ekki sínar eigin reglur.  Full neytendavernd næst ekki ef það er gap á milli þess hámarks sem heimasjóðurinn greiðir og þess lágmarks sem viðbótartryggingin miðar við.  

Þess vegna átt þú að lesa skrif þess sem semur pistilinn, en ekki gesta hans, ekki nema þú ætlir að rífast við gestinn.  Gerðu það ef þú vilt koma með athugasemdir gagnvart því sem ég er að benda á og hef rökstutt ítarlega hér að ofan.

Bjarki, ég segi við þig eins og Sævar, ég skil þig ekki, hef þó fengið fólk af ýmsu kyni og sauðarhúsi hér inn.  Ef þú skyldir ekki vita það þá var ég að fjalla um sprengju, ekki að bjóða fram þjónustu mína við að leiðrétta rangfærslur og ranghugmyndir ykkar Já fólks.

Gerði það í síðustu viku, veit ekki hvort ég nenni því aftur en ef þú biður mig fallega, þá skal ég kannski gera það þegar ró er yfir störfum mínum við að fella ICEsave ófreskjuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 23:29

39 identicon

Þetta gæti sennilega verið alveg rétt - og þess vegna er fullyrt að öryggi Icesave alveg 100%:

http://www.metro.co.uk/money/52322-is-icesave-a-safe-bet

Anna Kristin Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 23:48

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg, takk fyrir innlitið og takk fyrir að grípa það sem ég var að segja, þetta gæti hjálpað þeim heiðursdrengjum hér að ofan til að skilja málið.

Ég vek athygli á tvennu, það er ekki vafi á að LÍ var tryggður í Bretlandi, og sú trygging greiddi allt umfram lágmarkið.

Hitt sem ég vek athygli á er yfirlýsing breska fjármálaeftirlitsins um að ICEsave innistæðueigendur eru með fulla tryggingu, vegna þess að LÍ var tryggður, ekki vegna þess að bresk stjórnvöld hafi tekið ákvörðun að borga þá út.  Og þetta styðst við reglur FSA sem má lesa um í handbók þeirra.

Þetta þarf ekki að vera rétt, en það er allavega réttmætur vafi í málinu.  Og þegar um tug eða hundruð  milljarða króna skuldbindingu er að ræða, þá er það illvilji gagnvart þjóð sinni að hundsa þennan vafa.

Nú, eða þá trúarbrögð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 00:11

41 identicon

Hér er í gangi fróðleg og skemmtileg umræða. Ég held meira að segja að Magnús Helgi sé að komast á sömu skoðu og ég. Rétt í þessu var ég að setja inn smá athugasemd á Guardian:

http://www.guardian.co.uk/business/2011/apr/03/icesave-bailout-splits-iceland-voters

  • The Icesave dispute is an example of economic piracy by Britain and the Netherlands. Most of the statements issued regarding this matter by the governments of these states are outright lies. What is though most humiliating is the stupidity of the Icelandic government. Notice the following:
     
    The Icesave accounts did have a double deposit guarantee. Landsbanki did have a full insurance in Britain and the Netherlands, as well as in Iceland for its Icesave operations. I draw attention to the FSA Handbook, found here:
     
    https://fsahandbook.info/FSA/html/handbook/FEES/6/1
     
    Article FEES 6.1.17: »Incoming EEA firms which obtain cover or &#39;top up&#39; under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default. Under FEES 6.6, the FSCS is required to consider whether incoming EEA firms should receive a discount on the amount that they would otherwise pay as their share of the levy, to take account of the availability of their Home State cover. The amount of any discount is recoverable from the other members of the incoming EEA firm&#39;s sub-class.«
     
    Article FEES 6.1.17 makes the following clear:
     
    1. No mention is made of the EEA minimum deposit guarantee and no specific obligation is put on the home state deposit scheme.
     
    2. The home state deposit guarantee can be as low as nothing and up to something, thus confirming no reliance on any EEA insurance amount.
     
    3. FSCS is required to consider some discount from full levy, intended to take some account of a possible home state cover.
     
    4. The discount calculation is not based on some predetermined formula, but determined by FSCS and thus its responsibility.
     
    5. The discount is paid by other banks in the same class as the foreign bank.
     
    What article FEES 6.1.17 is expressing is that FSCS did receive full levy for operations of the Icesave accounts. Full levy payments can only mean full deposit guarantee by FSCS. It can thus be proven that Landsbanki did have a double cover for the EEA minimum.

    Since FSCS did have the responsibility to compensate up to the EEA minimum as well as up to the UK minimum of 50.000 Pounds, the EEA deposit guarantee scheeme worked as it should. For its payments FSCS bought corresponding claims. Why is Britain then bullying the Icelandic people and trying to force them to buy these claims ?

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 00:17

42 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Það er ekkert púður í þessu liði.  Bara smá mjálm hér og þar.

Það er rúmur sólarhringur sem ég skellti þessum pistli inn, og ennþá hefur ekkert fundist á Gúglinu sem hnekkir þeim staðreyndum sem koma fram í bréfinu frá breska fjármálaeftirlitinu.  

Fólk áttar sig ekki á því að auðvita er hefðbundin útfærsla að tala um ESB lágmarkið, því starfhæfir tryggingasjóðir áttu að tryggja það, eða það töldu menn þó Peter Örebech hafi bent á að það sé hámark, og nýstofnaður tryggingasjóður ræður ekki við það ef áföllin eru stór.  Þá sé greitt í hlutfalli af því sem til er í sjóðnum.

En bréf FSA fjallar um fulla vernd, það er að breska tryggingin taki við þegar trygging heimaríkisins brestur.  Augljóst og vel útskýrt hjá þér að ofan.

Og það er skýring þess að sólarhringsgúgl hefur ekki skilað upplýsingum sem menn þora fram með.  Og á meðan tifa IP tölurnar og áhrif þessa sanninda breiðast út.

Bretar eru að fá sama hlutinn tvígreiddan, fyrst frá fjármálafyrirtækjum á breska fjármálamarkaðnum, og hins vegar vilja þeir styrkja fjárhagsstöðu sína með því að fá íslenskar undirlægjur til að neyða þjóð sína til að greiða þeim þessa upphæð líka.

Svona eins og maðurinn sem framdi bankarán, og stal svo sælgæti frá barni þegar hann kom út, því það lá svo vel við höggi.

Stóra spurningin er, af hverju er ég að skrifa um þetta???

Af hverju er þetta ekki frétt á forsíðu Morgunblaðsins dag eftir dag???  

Var einhver leynisamningur gerður þegar skuldir Moggans voru afskrifaðar?? Samningur sem bannar þeim að höggva ríkisstjórnina þegar hún liggur vel við höggi???  Eða er verið að hlífa Bjarna og Tryggva Hrút???

Eða er breskur kafbátur lónandi í Faxaflóanum með Hádegismóana í sigtinu???

Það eru jú bara fjárhagsleg framtíð þjóðarinnar í húfi, menn hafa fjallað um minna mál á forsíðu, til dæmis feisbókarskrif Jóns Gnarr.  

Skilur þú þetta Loftur????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 00:40

43 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta er áhugavert innlegg.

Ef banki sem er tryggt af íslenska sjóðnum(20.887 evrur) stofnar útibú á Bretlandi þar sem lágmarkið er 35.000 pund þá er nokkuð ljóst að trygging bankans er takmörkuð ef hann færi á höfuðið, "in the event that they are determined to be in default".  Þess vegna fær hann sér top-up tryggingu, til að tryggja einnig innistæður frá 20.887 evrum(opinbera talan, á meðan upphæðin í pundum breytist) upp í 35.000 pund.

Þetta er samt góður punktur og eins og þú bendir á þá væri gott að fá meiri umræðu um þetta.

Lúðvík Júlíusson, 6.4.2011 kl. 09:08

44 Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, meinloka þín er að tvennum toga.

Sú fyrri er að þú áttar þig ekki á að ég er að tala um réttmætan vafa, hef aldrei talið mig til alvitra guða, og sú seinni felst í því sem ég ætla að láta Peter Örebeck segja þér frá.

"Kerfi sem tryggir fulla greiðslu innstæðutryggingar að fjárhæð EUr 20.887 er takmark sem ná skal innan eðlilegs tíma en veitir ekki lagalegan rétt frá fyrsta degi að telja".

Þetta svokallaða lágmark sem við tölum alltaf um er það hámark sem tryggingaverndin á að veita, en sjálf verndin nær ekki lengra en sjóðurinn getur borgað.  Þess vegna er talað um "no or limited" í bresku reglunum um EEA fjármálafyrirtækin.

Því allt snýst þetta um fulla neytendavernd.

Þetta með hámarkið/lágmarkið var útskýrt alveg ágætlega í innslagi sem ég fékk í morgun við annan pistil og ég ætla að láta það fljóta með í öðru innslagi svona til skýringar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 09:39

45 Smámynd: Ómar Geirsson

Hér er nánari skýring á þessu lágmarki sem er í raun hámark tryggingarverndarinnar samkvæmt regluverki ESB.  Innslagið er frá Þorsteini Jónssyni,.

"Bara eitt smáatriði Ómar.

það er eitt atriði sem mér langar að benda á.  Bæði hér og annarsstaðar er sífellt verið að tala um lágmarkstryggingu upp á 20.887 Evrur, þetta er að ég tel rangt.

Eina lágmarkið samkvæmt lögum er að, TIF verður að innihalda minnst 1% af heildarinnistæðum bankakerfis, 20.887 E markið er ekki lágmark, það er hámark þess sem má borga að jöfnu, þ.e.a.s. sá vendipunktur þar sem hætt er að borga í jöfnum upphæðum úr TIF óháð eignastöðu og við taka jöfn hlutföll miðað við eignastöðu. Þetta á við jafnt í Ísl.lögum sem og EU direktivinu, það er talað um "upp að" og &#147;yfir"-"up to" og &#147;over"

 Ef að menn ætla sér að skilyrða lágmark í lagatexta þá er notað orðið lágmark, eða minimum."

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 09:41

46 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ómar,

ég skil alveg hvað þú átt við.  Ég er einfaldlega ekki sammála þessum skilningi og get sjálfur ekki lesið hann út úr þessu eftir að hafa lesið allra reglurnar og upplýsingarnar sem eru þar á bak við.

Svona er að láta okkur almenning um flókin lögfræðileg mál.

En takk fyrir þessar áhugaverðu upplýsingar.  Ég sendi FSA póst í morgun til að spyrjast nánar út í þetta enda vil ég ekki standa sjálfan mig að því að misskilja þetta, og ef ég fæ svar þá deili ég því auðvitað með þér.

kveðja, Lúðvík

Lúðvík Júlíusson, 6.4.2011 kl. 11:35

47 identicon

Lýðræðið er enn í þróunn og í dag býr almenningur um alllan heim, jafnvel í lýðræððisríkjum, við lítil völd, einnig varðandi við hvað hann gerir við sitt eigið fé. Helsta dauðaorsökin í fátækustu löndum heims er þjóðarskuldir, að almenningur sé dæmdur til að greiða fyrir mistök stjórnvalda og viðskiptamanna, jafnvel bara hrein kúgun. Afríkumenn hrynja niður úr alnæmi og geta ekki ræktað land, fyrst og fremst afþví þegar búið er að borga fyrrum nýlenduherrunum skuldir sínar, er enginn afgangur til að byggja sjúkrahús eða rækta upp landið, sem vel væri hægt. Þannig að rót vandans eru skuldirnar og sú mikla ánauð sem hún leggur á þjóðirnar. Þetta gildir um fleiri ríki víðar um heim og saga Haítís lýsir því best, það var blómlegt land um tíma. Í dag er verið að berjast fyrir að þessar þjóðir þurfi ekki að borga. Það gengur hægt, en ótal menn um allan heim hafa tekið höndum saman, trúarleiðtogar, viðskiptafrömuðir og framsýnir sjórnmálamenn, og þessir menn munu aldrei gefast upp. Ef Ísland fær undanþágu frá skuldum í krafti smæðar sinnar, fá þessir menn og þessar þjóðir hjálp í þessu máli, það skapar þá lagalegt fordæmi á alþjóðavísu.

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:05

48 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið sammála þér um skuldirnar Jóhannes, en útgangspunktur þinn er mjög rangur. 

"Ef Ísland fær undanþágu frá skuldum í krafti smæðar sinnar, ".

Kynntu þér málið betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 12:12

49 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Þú ert farinn að þjást af réttmætum vafa og er það vel, til þess er leikurinn gerður, að fólk bregðist á réttan hátt við upplýsingum sem varðar grundvallaratriði málsins.

En hvernig var þetta orðað aftur, "það eru gereyðingarvopn i Írak" þó sá sem fullyrti þetta héldi á skýrslu í hendinni sem sagði annað.  Kallast að halda andlitinu, að halda sínu striki og svo framvegis.

Ég kalla þetta innherjaupplýsingar sem Loftur hefur, þó ekki sé um neinn leka að ræða, heldur eðlileg samskipti, þá.  Líklegast hafa topparnir ekki vitað hvað undirmennirnir væru að gera, eða þá að þeim mislíkaði misbeitingu sjóðsins.  Veit það ekki, veit að það verður ekkert að marka þau gögn sem þú færð á morgun, hvort sem þau segja satt eða ekki.  

Því á þessum tímapunkti, þá er engin leið að vita hið sanna i málinu, önnur en sú að láta hlutlausan mann rannsaka, og þá undir eftirliti alvöru manna eins og Martin Wolf hjá FT.  Einhver  sem þekkir kerfið og veit hvernig allt funkerar.

Þannig er það bara Lúðvík, ef menn telja sig heiðarlegt fólk, þá viðurkenna þeir hinn réttmæta vafa, og krefjast rannsóknar.  Ef ég væri Já, maður, og sú manneskja sem ég tel mig vera, þá myndi ég aldrei greiða atkvæði um mína sannfæringu, ekki nema að fá úr þessu skorið.

Fyrir hvað var LÍ tryggður.???  Og af hverju var þagað um þessa tryggingu????

Ég er ekki að segja þetta til að segja þetta, en þú ræður hvort þú trúir mér.  

Ég játa að ég kveikti ekki endanlega á því sem Loftur var að segja fyrr en ég hlustaði á Lee Buchheit, þar sem hann notaði þetta umfram 20.000 evrunnar sem röksemd til að vara við dómsstólaleiðinni, hlutur sem hann veit að er ekki sannur ef honum er kunnugt um tilvist þessarar tryggingar, því hún sannarlega er breska tryggingasjóðsins, óháð þessu með 20.000 evru markið.  

Þá fattað ég hvað þetta er allt sjúkt, það skiptir þetta fólk engu máli hvað er rétt, eða rangt.  

Lúðvík, fyrir meintan 400 milljóna sparnað átti að loka tveimur sjúkrastofnunum hér á Austurlandi og eyðileggja starfsemi þeirrar þriðju.

Þessir peningar eru dauðans alvara fyrir byggðir landsins, því við eigum þá ekki til.

Að geta samþykkt svona, þegar réttmætur vafi ríkir, það tel ég vera meiri glæp en nennuleysi almennings að gera ekkert til að hjálpa sjálfum sér í þessari deilu.

Ef einhverjir styðja þessa kröfu mína um að hinn réttmæti vafi verði rannsakaður, þá verða þeir allflestir úr röðum ykkar Já manna.  Það eru miklu fleiri en þú sem hafa ákveði Já ið út frá sannfæringu um að það sé það eina rétta í stöðuna.  Þetta fólk mun ekki sætta sig við þöggun á staðreyndum sem varpa ljósi á málið, það gengur gegn sannfæringu þess.

Kannski ekki margir, en hugsanlega einhverjir.

En Nei-ið, það fattar þetta kannski að ári. 

Það eru skýringar á því að IcEsave dúkkar aftur og aftur upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 12:33

50 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég leitaði eftir svörum við því árið 2009 hvers vegna ekki hefði verið innleidd hér undanþága á ábyrgð innstæðna lögaðila sem heimild er fyrir í EES tilskipun. Nefnd starfaði í viðskiptaráðuneytinu í tvö ár sem hafði það eitt hlutverk að innleiða þessa tilskipun. Mér var tjáð af einum nefndarmanna að tilskipunin hefði ekki verið innleidd vegna þess að stjórnendur Landsbankans hefðu fullyrt að þeir væru búnir að kaupa tryggingu í Bretlandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2011 kl. 12:50

51 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég leitaði eftir svörum við því árið 2009 hvers vegna ekki hefði verið innleidd hér undanþága á ábyrgð innstæðna lögaðila sem heimild er fyrir í EES tilskipun. Nefnd starfaði í viðskiptaráðuneytinu í tvö ár sem hafði það eitt hlutverk að innleiða þessa tilskipun. Mér var tjáð af einum nefndarmanna að tilskipunin hefði ekki verið innleidd vegna þess að stjórnendur Landsbankans hefðu fullyrt að þeir væru búnir að kaupa tryggingu í Bretlandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2011 kl. 12:51

52 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir góðan pistil....Skil ekki hvers vegna færslan birtist tvisvar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2011 kl. 12:51

53 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er ICEsave draugurinn í nauðvörn Jakobína, ef fólk áttar sig á dínamítinu í þessum upplýsingum Lofts, þá sé ég ekki hvernig hann lifi það af.

Ekki þá nema með heiðarleika og rannsókn, en man einhver eftir slíkum viðbrögðum???

En upplýsingar þínar staðfesta þetta sem Loftur er að segja, eins grein sem Ingibjörg vitnar í.  Annað atriði er þögn núverandi ráðamanna Landsbankans, ef þeir gætu afsannað þessar fullyrðingar, þá myndu þeir hafa gert það þegar Loftur leitaði eftir upplýsingum þaðan.

En þögn, þögn.

Það er okkar að rjúfa þann múr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 13:48

54 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mikið hér af góðum rökum. En ein finnst mér vanta. Innistæðutryggingarsjóður hefur ábyrgð - ekki ríkið. Og hvergi er innistæðurtryggingarsjóður ríkistryggður.

Af hverju á almenningur að gjalda fyrir afglöp einkafyrirtækja?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.4.2011 kl. 22:42

55 identicon

Við erum að gjalda fyrir afglöp einkafyrirtækja. Hvaðan heldur þú eiginlega að fjármögnun gjaldþrota bankanna hafi komið? Það er s.s. í lagi að borga 95% af skuldum "óreiðumanna"?

Páll (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 23:18

56 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Lísa, á því er mjög einföld ástæða, ég var ekki að fjalla um það.

En tek undir allt sem þú segir, bæði hér og annars staðar þar sem ég hef lesið skrif þín um ICEsave sem og óréttlæti þess að skuldarar þessa lands voru skildir eftir á köldum klaka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 23:30

57 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Er ekki allt gott að frétta????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 23:31

58 identicon

Ekki allt Ómar, en flest.

Kveðja að sunnan.

Páll (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 23:34

59 Smámynd: Ómar Geirsson

Eins og gengur og gerist, hér er sól og blíða, hlýtur þá að rigna á ykkur þarna fyrir sunnan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 23:47

60 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Vá... er þetta staðreynd? Sem aldrei hefur komið upp á yfirborðið?

Ég ætlaði reyndar að segja NEI af öðrum ástæðum, en þetta er LANGgáfulegasta mótbáran. Eða skulum við segja mót-TSUNAMI.

Hvað á það að þýða að þetta sé ekki á forsíðum blaða og fyrst í fréttatímum? Það er spurningin sem út af stendur. Þetta eru mikilvægar fréttir svo ekki sé meira sagt. Þetta verður tortryggilegt af því einu saman. Nema að fjölmiðlar séu of miklir ræflar til að kanna þetta sjálfstætt og birta þetta svo.

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.4.2011 kl. 10:02

61 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er mjög óeðlilegt að þetta allt fái ekki sanngjarna umræðu í fjölmiðlum landsins. Það leyndi sér ekki að Lee B. átti erfitt þegar hann reyndi að höfða til samvisku þjóðarinnar um að þetta snérist um rétt almennings í Bretlandi. Maðurinn hefur greinilega samvisku og átti erfitt með að halda sínum áróðri áfram og það virði ég hann fyrir það.

 Það sem aldrei verður skráð í rænda ríkis-fjölmiðla landsins né aðra fjölmiðla eru hótanir mafíunnar og ofuraflanna í fjármála-valdageiranum og bönkum heimsins.

 Það þarf ekki að velkjast í vafa um að mafía hótar ráðamönnum landsins og fjölmiðlunum með (það eru til sannanir fyrir því að svona vinna ofuröflin í heiminum).

 Svo láta gamlir pólitíkusar hóta sér til að auglýsa hversu mikilvægt sé að segja já við Icesave-sukkinu! Gleymum ekki að fjölmiðlar landsins eru herteknir af hættulegri embættismanna-alþjóðamafíu.

 Skylda almennings er að sjá sannleikann á milli línanna í herteknu landi! Það er hægt að hertaka land á margann hátt, og þessi hertaka er svo lúmsk vegna þess að ekki sjást byssur og skriðdrekar á hverju götuhorni, heldur bugað fólk í matarröðum sem er á mörkum lífs og dauða margt hvert, og pólitískir flóttamenn fá afdrep í öðrum löndum vegna þess að þeir geta ennþá unnið fyrir sér!

 Mafían lætur nefnilega fólk sjá um aftökurnar á sjálfum sér með því að samþykkja bankaránið með áróðri fyrir jáinu! Og telja sig hafa hreinar blóðhreinar hendur vegna lúmskrar aðferðar við kúgunar-aftökurnar! Og þeir telja sig hafa töglin og hagldirnar á þjóðinni vegna þess að þeir eiga forráðamenn og fjölmiðla þjóðarinnar!!!

 Það segir sig sjálft að þegar hver á eftir öðrum snarsnýst um leið og hann verður ráðherra, að einhver hótar því fólki einhverju mjög slæmu, og mín rökhugsun segir mér að einungis líflátshótanir og pyntingar geta breytt heiðarlegu fólki á þennan hátt!

 Þess vegna eigum við ekki að hlusta á hertekna fjölmiðla og dagblöð landsins nema með fyrirvara!!! Valdið er í höndum almennings ef almenningur bara þorir að standa með réttlætinu! Valdið er hjá þjóðinni og það var enginn varnagli sleginn við þeim möguleika hjá mafíunni vegna þess að það hefði verið of augljóst ofbeldi við lýðræðið!

 Lesið bókina: Falið vald. Þar segir Jóhannes Björn frá, svo ekki verður um villst hvernig raunveruleikinn virkar!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2011 kl. 10:08

62 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Hvenær hefur þú staðið mig af því að fara  með fleipur???  

Það eru túlkanir mínar á staðreyndum sem geta verið svona og svona og má alveg rífast um.

Þess vegna hélt ég mig við staðreyndir í þessum pistli, benti á réttmætan vafa, og vottur af hæfni væri í þessu þjóðfélagi, þá væri þegar hafin opinber rannsókna á málinu, af hverju var látið eins og þessi trygging hefði aldrei verið til staðar.  Þú sért að Birnuson vitnar beint í tilvist hennar, eins kom Valdimar Samúelsson með tilvitnun af vef breska fjármálaeftirlitsins, reyndar í öðrum pistli..

Sá sem lagði inn á ICEsave átti að geta treyst þessari viðbótartryggingu, hún tekur við þar sem er "no or limited" hjá heimalandinu svo það sé ekki gat í tryggingarverndinni.  Augljóst þegar maður fer að hugsa út í það að bretarnir gátu ekki treyst á innstæðutryggingarvernd smáríkja á sínum markaði.  Og ekki ríkisábyrgð, þar með var óöruggi sem gat smitað út frá sér.

En það er þetta  með þöggunina, mér finnst afstaða fjölmiðla ekki skrýtin, ekki heldur Já manna Íslands.  En ég skil ekki félaga mína í Nei-inu, því þessi blogggrein, og sérstaklega sem ég skrifaði í gær, um þetta skírteini, FSA 207250 hafa fengið yfir 3.000 Ip tölur á meðan aðrir með sínar góðu röksemdir eru að slefa í 300-500.

Ég er ekki að gera lítið úr rökunum fyrir Nei-inu, nota þau sjálfur og hef notað frá fyrsta degi frá því ICEsave kúgunin barst til landsins með íslenskum stjórnmálamönnum, en það er bara ekkert ICEsave mál lengur.

Bretar eru að tvírukka og fólk virðist ekki að vera að kveikja á því í Andstöðunni, það breytir algjörlega eðli málsins.  En einhver les þessar greinar, þó viðbrögðin séu lítil.  En taktu eftir því að Já menn láta mig í friði.  Af hverju????

Þeir eru búnir að hafa 2 sólarhringa til að gúgla upplýsingar gegn mér, en þora samt ekki að véfengja greinina með rökum.  Og þá þegja þeir.  Þeir hafa sem sagt fattað alvarleika málsins, meira en hægt er að segja um Nei hópinn, hann er ennþá að tala um lögmæti þjófnaðar.  Og ég reyndar líka, og Nei hópurinn á vissulega að gera það, en þar að auki á hann að krefjast opinberar rannsóknar, og stjórna umræðunni upp frá því.  

Taka frumkvæðið í stað þess að vera alltaf að elta rangfærslur Já manna.

En svona er þetta, þú kveiktir allavega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 11:18

63 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Anna, mögnuð eins og fyrri daginn.

Alveg sammála þér, ég skrifað einu sinni nokkra pistla þar sem ég byrjaði alltaf pistilinn á tilvitnun í grein Michael Hudsson, "Ísland hefur orðið fyrir fjármálaárás".

En þær vöktu nú ekki mikla athygli, en þetta er allt að koma betur og betur upp á yfirborðið.

Almenningur heimsins i dag á í stríði við illskeyttan óvin, alveg eins og átti sér stað fyrir um 70 árum síðan.  Þá voru það leifturárásir skriðdreka, núna er það fjármálaþvinganir og skuldaþrældómur og nú þegar er byrjað að pynta nokkrar þjóðir í Evrópu, núna síðast féll Portúgal.

En við munum sigra þetta stríð að lokum, eins og alltaf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 11:24

64 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég læt þig í friði vegna þess að ég er búin að sýna fram á að þetta sé ekki rétt hjá þér og ætla ekki að endurtaka mig.

top up tryggingin þýðir að Landsbankinn er með tryggingu á innistæðum frá 20.887 evrum, sem er lágmarkstryggingin hjá íslenskum bönkum, og upp að lágmarksinnistæðutrygginguna á Bretlandi(fyrst 35 þúsund pund og síðan 50 þúsund pund).

Þetta stendur á skýrri og greinargóðri ensku eins og við erum búnir að fara yfir hér að ofan.

Lúðvík Júlíusson, 7.4.2011 kl. 11:28

65 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Dreg þetta ekki í efa per se hjá þér Ómar. Ég er bara gáttaður á þeirri geðveiki að fjölmiðlar fjalli ekki háværar um þetta og bendi á að það að enginn taki þetta upp á þessu stigi málsins - á elleftu stundu rétt fyrir kosningar - gerir þetta tortryggilegt í sjálfu sér. Vegna hvers? Jú, vegna þess að þetta er svo afdráttarlaust okkur í hag að sé þetta svona HLÝTUR samninganefndin og lögfræðingar hennar að hafa vitað af þessu. Ef Landsbankinn var tryggður í Englandi fyrir þessu tapi, um hvað í fjandanum er þá verið að rífast? Þá liggur þetta á borðinu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.4.2011 kl. 12:23

66 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Annars sé ég að þú ert orðinn mjög pirraður á daufheyrslu við þessu. Engin furða.

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.4.2011 kl. 12:25

67 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Lestu þetta Ómar:

Linkur: FSCS Top-up guarantee

You like?

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.4.2011 kl. 12:29

68 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Rúnar, fjölmiðlar eru hættir að fjalla um mál sem skipta máli.  Svo einfalt er það.

Þetta er annars fróðleg umræða og furða ég mig á þrjósku sumra að meðtaka mjög einföld sannindi: 

Landsbankinn var með uppbótartryggingar (top-up er þýtt uppbót í íslensku útgáfu tilskipunarinnar) bæði í Bretlandi og Hollandi.  Það þýðir að innstæður umfram 16.700 GBP og 20.887 EUR voru tryggðar upp að nýju hámarki.  Innstæður undir þessum upphæðum eru á ábyrgð íslenska tryggingasjóðsins eigi bankinn sjálfur ekki fyrir þeim.

Marinó G. Njálsson, 7.4.2011 kl. 12:42

69 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Sýndirðu mér fram á það með sömu rökum og þú sýndir framkvæmdarstjórn ESB að hún væri að bulla þegar hún gaf út þá yfirlýsingu að það væri ekki ríkisábyrgð á innstæðutryggingum????

Ég á ákaflega erfitt að ræða þegar menn fara úr rökum yfir í skoðanir því það er eðli skoðana, að það eru skoðanir.  

Síðast þegar ég skyldi við þig þá var ég búinn að svara þér af hverju menn notuðu þessi lágmarks viðmið því þá eru þeir að ganga út frá markmiðum tryggingasjóðanna um að veita þessa vernd.  En ég benti þér á þá staðreynd sem efalaust hefur valdið því að bretar hefðu rýmt reglur sínar, að ef einkareknir tryggingasjóðir (þeir eru einkareknir án ríkisábyrgðar og eiga síðan endurkröfurétt á þrotabú eins og Marínó bendir réttilega á) geta komist i greiðsluþrot, og þá er ekki full neytendavernd.  Augljóst mál ef tryggingasjóður smáríkis fær á sig skell af bankaævintýri endar illa á stærri fjármálamarkaði.

Og bresku reglurnar kveða á um fulla neytendavernd.  Þess vegna er ekki talað um þetta lágmark í þeim reglum sem top-up vísar í.  Við erum að tala um undantekninguna, en ekki regluna.

Loftur kemur með rökin svo hér að ofan, vitnar í reglurnar, og útskýrir málið.

Og Lúðvík, ég hreinlega sé ekki svarið við þeim rökum, hvorki hjá mér eða Lofti.   Og ég get svarið það, ekki tók ég innslag þitt út.  

Spáðu svo betur í þetta með réttmæta vafann ef þú vilt halda þessari umræðu áfram.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 14:28

70 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Þú ert ekki lengi að ná kjarna málsins, ég vek athygli á vafa, ég hef fengið lestur á hann en engin viðbrögð í þá átt, hvað ef þetta er rétt??

Það sem félagi Lúðvík áttar sig ekki á, er að fyrir utan að færa rök fyrir máli mínu, og benda á þá staðreynd að LÍ var með tryggingu, alveg örugglega fyrir ofan 20.000 evru markið, og þar sem það er alveg rétt sem Marínó bendir á að það sem er fyrir neðan dekkast af þrotabúinu, að þá er ég með undir höndum afrit af bréfi sem Loftur fékk frá breska fjármáleftirlitinu þar sem það segir það hreint út, að consumers geti verið öryggir um tryggingarvernd sína.  

Og það er ekkert öryggi að benda á íslenska tryggingasjóðinn þar sem hann er tómur, og þeir eru ekki að benda á að breski ríkissjóðurinn greiði út þessa tryggingu, heldur þeir sjálfir því LÍ var tryggður.

Og menn rífast um þetta í stað þess að nýta þessar upplýsingar okkur til hagsbóta, það er það sem er skuggalegast í málinu.

Og já, það er rétt ég er pirraður, en ekki út menn eins og Lúðvík sem líka er að orða réttmætan vafa á það sem ég er að segja.  Það sem vantar í hans tengingu er krafan að fá málið á hreint, því ef ég hef rétt fyrir mér, þá er hann að styðja IcEsave gegn sínum eigin röksemdum sem hafa komið annars staðar fram.

Þá er hið faglega aðeins yfirskyn yfir trú.

En það eru félagar mínir í Andstöðunni sem pirra mig alveg verulega, þeir ætla að vinna þessar kosningar á klaufaskap Já manna, en ekki styrk og sannindum síns eigin málsstaðar.

Þeim skortir sannfæringuna um að hafa rétt fyrir sér.  Auðvita tryggðu menn ekki neytendavernd með tilvísun í tóman tryggingasjóð smáríkis, ef illa færi gat slíkt skapað keðjuverkandi áhrif upplausnar.

E ða þá með svona miklu lengri kveik en þú.  Veit það ekki, skil ekki að fólk skuli ekki taka 22 punda lax þegar hann er beint fyrir framan nefið á þeim því það var búið að ákveða að reyna veiða styggan 6 pundara sem hugsanlega var í hylnum í gær.

En takk fyrir þitt góða bakc up Rúnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 14:43

71 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.

Íslenska Ríkið hlítur að eiga kröfu á TIF vegna greiðslu á öllum innistæðum íslensku bankanna. Það er ekki búið að fá staðfestingu Hæstaréttar á réttmæti neyðarlaganna ennþá en kröfuhafar eru að reyna á fá þeim hnekkt. Mér finnst óljóst hvort TIF og Ríkið hafi gert einhvern (sér)samning við hina föllnu banka þegar eignir voru keyptar inn í nýju bankanna. 

Eggert Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 14:54

72 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Mér fynnst áhugavert að vita hvort Íslenska ríkið eigi ekki jafnan rétt á við Breta og Hollendinga á útgreiðslum þessara 26 milljarða sem TIF liggur með.

Eggert Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 15:04

73 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Marínó, svona skyldi ég líka þessa top up tryggingu fyrst, að hún tæki við eftir lágmarkið, og að þrotabúið væri i bakábyrgð fyrir íslenska tryggingasjóðinn.  Skal því játa að ég gerði lítið með þennan flöt Lofts, þetta var hans svið og hans að kynna.

En þegar Lee Buchheit notaði umfram 20.000 evrumarkið sem hótun um að við yrðum að samþykkja hans samning því í honum væri greiðsluþak og greiðsludreifing sem við gætum ekki verið viss um að fá ef við yrðum dæmd til að greiða það sem var umfram.  Og þá vorum við í djúpum skít.  

Svona bull er í lagi hjá fólki sem veit ekki betur, en hjá sérfræðingi í alþjóðlegum skuldamálum eða hvað sem hann er, þá er svona framsetning út i hött.  Og þá rifjaðist upp fyrir mér viðbótartryggingin sem Loftur var alltaf að tala um.

Og ég fór í skóla hjá Loft.  Og hann neyddi mig til að lesa reglurnar og útskýrði fyrir mig hvað þær þýddu.  Lykilatriðið er þetta:

"Incoming EEA firms which obtain cover or &#39;top up&#39; under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default.

1. No mention is made of the EEA minimum deposit guarantee and no specific obligation is put on the home state deposit scheme.
 
2. The home state deposit guarantee can be as low as nothing and up to something, thus confirming no reliance on any EEA insurance amount."

Hér er verið að lýsa fullri tryggingavernd, óháð því sem heimaríkið býður upp á.  Ef það er til reiðu, þá er það til reiðu, annars gildir breska tryggingin.  

Ef þetta væri ekki svona, þá væri gat á neytendaverndinni, og það gæti leitt til upplausnar á fjarmálamarkaðnum ef banki smáríkis færi á hausinn.  Þrotabúið er alltaf baktryggingin en það er alltaf tímlengd frá gjaldþroti fjármálafyrirtækis og þess að það fari að greiða.  

Þess vegna er þessi viðbótartrygging, neytandinn finnur ekki fyrir því þó banki fari á hausinn, ekki ef bankinn er með bresku trygginguna.

Þetta er það sem ég kalla réttmætan vafa í málinu, mér er þetta ljóst, en það tók smá tíma að rífa mig frá þessu lágmarki.  Ég naut reyndar hjálpar Peters Örebck því hann útskýrir mjög vel uppbyggingu tryggingarkerfis ESB í lagaáliti sínu þar sem hann bendir á að full tryggingarábyrgð geti ekki komið á fyrsta degi þar sem það tekur tíma að byggja upp sjóði.

Líka meikar bréf breska fjármálaeftirlitsins ekki mikinn sens nema ef fyrirkomulagið er svona, það er full tryggingarvernd, annars hlytu þeir að hafa orðað hlutina á þann veg að þeir hefðu greitt yfir lágmarkið (hámarkið samkv. ESB reglugerðinni).

Ég ætlast ekki til þess Marínó að menn gleypi við þessu einn tveir og þrír, allavega gerði ég það ekki, ég var svo bundinn af þeirri hugsun að bretar hefðu treyst á íslenskan tryggingarsjóðinn til að tryggja neytendavernd á sínum eigin markaði.

En gögnin sem Loftur vitnar í eru staðreynd, ekki bjó hann til bréfið frá FSA, og ekki bjó hann til þá reglugerð sem hann vitnar í.  Hvað þá að hann hafi samið útskýringarnar.

Þess vegna ætti fólk að gefa þessu tækifæri, að íhuga rök málsins, og viðurkenna að þarna er komin ný vídd í málið.

Eða til vara, að viðurkenna réttmætan vafa. 

Því ef ICEsave verður samþykkt á þeim forsendum sem er í dag, þá geta menn gleymt öðrum útgjaldaliðum, til dæmis leiðréttinga á lánum fólks, eða rekstur sjúkrahúsa á landsbyggðinni.

Það er enginn afgangur í annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 15:09

74 Smámynd: Ómar Geirsson

Eggert, ég held mig við þá umræðu sem ég hóf, vill helst ekki ræða annað eins og neyðarlögin eða álíka.

Vil samt meina að íslenska ríkið hafi ekki greitt krónu þegar ég tók úr bankanum mínum og keypti mér Kiuna mína.  En endurreisn bankakerfisins gerði það kleyft, en það var stjórnvaldsaðgerð, líkt og til dæmis hjá bretum að hækka lágmarkstrygginguna, það var mismunandi stjórnvaldsaðgerð en leyfileg því ESB leyfir að ríkið bregðist við aðstæðum sem geta valdið upplausn eða neyð.

En annars vil ég ekki taka þessa umræðu hér, á nóg með að útskýra þessa covertryggingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 15:13

75 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ómar,

eru atriði 1 og 2 ekki túlkun Lofts?

Lúðvík Júlíusson, 7.4.2011 kl. 15:34

76 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð spurning Lúðvík.

Ég veit ekki hvort þú trúir svari mínu, en satt best að segja hef ég ekki hugmynd um það, og ég las þetta fyrst núna áðan þegar ég var að móta svar mitt til Marínós.  Ef þú hefur það í huga þar sem ég útskýri aðdraganda þess að ég skrifa um þetta, og ef þú trúir því, þá reikna ég alveg með að þú trúir mér líka núna, og þá skal ég útskýra mína "þekkingarleit".

Já, og meðan ég man, þá getur Loftur einn svarað því.  Skil reyndar þá ekki alveg af hverju hann hefur þetta á ensku því ég er margbúinn að segja honum að ég les ekki útlensku ótilneyddur, og þegar hann tók það að sér að lemja þetta inn í hausinn á mér, þá þýddi hann alltaf enska textann sem hann vitnaði í.

En ég las þessar handbækur, og reyndar annað líka, lauslega til að ekki finna rök með, heldur rök á móti líkt og þú ert að gera.  Var ekki alveg tilbúinn að trúa því sem blasti við.  

Kjarninn fannst mér vera í þessari klausu "Incoming EEA firms which obtain cover or &#39;top up&#39; under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default"  og ég ítrekaði spurningu til Lofts hvernig þetta rímaði við lágmarkið. 

Svarið frá kennaranum var mjög einfalt, lestu þessa klausu aftur og hvar er minnst á 20.000 evrur????, það er no og limited, síðan sýndi hann mér samhengið við aðra megin röksemd hans í annari klausu, og þá loksins kveikti ég á perunni.

Það er þetta lágmark sem var alltaf að rugla mann, ef maður tekur það út, þá fær maður mótaða reglugerð sem tryggir fulla neytendavernd á breska fjármálamarkaðnum.  Og hún er ekki full ef vafi leikur á henni.  Til dæmis ef það hefðu verið hægri prinsipp menn í ríkisstjórn sem sögðu við ICEsave fórnarlömb, "þið tókuð áhættu, við borgum ykkur ekki út innlánstrygginguna, farið og talið við Íslendinganna, þeir ráða hvort þeir borga, en athugið að það er ekki ríkisábyrgð á íslenska tryggingasjóðnum" (faktur samkvæmt lögum).

Og bætt svo við, ""þið gátuð sjálfum ykkur um kennt að skipta ekki við breskan banka.

Þetta er alveg hugsanlegt dæmi Lúðvík, því fyrirfram veist þú ekki hvernig hlutir þróast.  Þess vegna setja menn reglur sem virka við ólíkar aðstæður eftir þeim markmiðum sem menn ganga út frá.

Og markmið bretanna var full neytendavernd til að skapa stöðugleika á sínum eigin markaði.  ICEsave var ekki í huga þeirra þegar þeir settu þessar reglur, ICEsave var ekki til, heldur aðeins ESB reglugerðin sem leyfði starfsemi banka frá smáríkjum í landinu.  Nái hann mikilli markaðshlutdeild, þá er markaðurinn í uppnámi ef bankinn hrynur.  Og það er þetta hrun sem reglurnar eiga að bregðast við Lúðvík.  ICEsave aðeins virkjaði þessar reglur.

Það var á þessum tímapunkti sem ég skildi þetta Lúðvík, og síðan þá hef ég ekki lesið stafkrók meir um málið.  Ég las aðeins Loft áðan fyrir forvitnissakir, klausan sem ég vitnaði i á ég í gögnum mínum og ég peistaði þaðan þegar ég samdi pistilinn.

En þú ræður náttúrulega hvort þú trúir mér eður ei.

En í mínum huga skiptir liður 1..2 engu máli.  Það eina sem ég veit er að Loftur talar við mig á íslensku, og hann er harður kennari.

Og ég tel hann hafa rétt fyrir sér í málinu, en mitt mat er samt algjört aukaatriði, það er vafinn sem enginn hefur svarað, því tel ég mína túlkun rétta, hún samræmist gögnum málsins, og engin önnur gögn hafa mælt gegn þeirri skoðun. 

Tilvísun í gögn sem sýna fram á reglu, ná sjaldnast til að túlka undantekningu.  Full neytendavernd er ekki virk nema að öruggt sé að kerfið virki við allar aðstæður.

Það tókst Bretunum, og það blasti við allan tímann.

En aðeins Loftur tók eftir því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 16:10

77 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það er gerir mig skeptískan á þetta er að þessi klausa(14.1.6)  kemur á eftir þeim þar sem talað er um top-up tryggingar og þar er talað um lágmarksinnistæðutryggingar(14.1.5).  Því er óþarfi að minnast á hana þarna aftur.  Eins og er útskýrt hér.

en númeruðu túlkanirnar eru ekki að fullu réttar því greinin er tekin úr samhengi.  Úr samhengi við það sem kemur á undan og eftir þá er hægt að álykta þetta en í samhengi þá eru þær rangar.

Ef við myndum svo taka eina setningu úr samhengi þá myndi þetta allt breytast: "In relation to an incoming EEA firm&#39;s passported activities, its Home State compensation scheme must provide compensation cover.."

Þetta er dæmi, en auðvitað gæti ég aldrei byggt neitt á þessari einu setningu.

Lúðvík Júlíusson, 7.4.2011 kl. 16:57

78 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Lúðvík þetta er ekki tekið út samhengi og kemur kynningunni ekkert við, hún gengur út frá lágmarkstryggingunni, sem er ekkert lágmark heldur hámark þess sem ESB setur í regluverk sitt.  Þetta er tekið beint úr lögunum, hafði aldrei séð þessa auglýsingakynningu fyrr en þess umræða hófst.

Þú notar ekki orðið No og lmited ef þú ert með töluna fasta þú hlýtur að sjá það.  Og þessi klausa er í beinu samhengi við klausu sem tekur á iðgjaldinu og afslættinum sem fyrirtæki fá ef þau hafa heimtryggingu, þann afslátt borga önnur fjármálafyrirtæki.  Sú klausa sem ég birti ekki því ég nennti ekki að takast á við flækjur í umræðunni, er meginklausa í rökfærslu Lofts.

Ég útskýrði fyrir þér hvernig ég kveikti á perunni, það var þessi klausa sem ég birti í pistlinum, það er eina lógiska skýringin á fullri tryggingarvernd, sem málið snýst um.  Og eina lógíska skýringin á orðlaginu í bréfi breska fjármáleftirlitsins.

Þú mátt skilja það sem þú vilt, ég vakti athygli á réttmætum vafa, byggðan á bréfi breska fjármáleftirlitsins.  Og með tilvísun í þau lög sem liggja að baki.

Og ég er búinn að útskýra af hverju þetta er svona, það er full neytendavernd, ef vafi leikur á henni, þá er hætt við óöryggi á markaðnum.  Það er ekki full vernd að vísa í tryggingasjóði smáríkja, sjóði sem eru ekki með ríkisábyrgð.  

En þetta með liðina, ég hallast að því að Loftur hafi verið búinn að setja upp skema til að nota í ritdeilum erlendis, en þekki ekki til þess að öðru leyti.  Hef sent inn fyrirspurn til hans, og læt strax vita.

Því ég fer rétt með, leiðrétti mig ef ég þarf þess, og nota upplýsingar sem styðja lögmætan vafa þjóðarinnar en leita ekki að rökum fyrir breta.

Þannig er nú það Lúðvík.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 18:23

79 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, tilskipunin er mjög skýr og það eru upplýsingar á vef FSCS líka.  Í 4. gr. lið 2 segir:

2. Ef tryggingin í tryggingakerfi gistiríkisins verður hærri og víðtækari, meðal annars hvað prósentuhlutfall varðar, en sú trygging sem er veitt í aðildarríkinu þar sem lánastofnunin hefur fengið leyfi skal gistiríkið sjá til þess að á yfirráðasvæði þess sé viðurkennt innlánatryggingakerfi sem útibú getur tengst að eigin vild til uppbótar þeirri tryggingu sem innstæðueigendur hennar njóta þegar vegna aðildar útibúsins að kerfi heimaríkisins.

(feitletrun er mín)

Ég skil ekki hvernig þetta getur valdið misskilningi.

Í bréfi ESA til íslenskra stjórnvalda (Letter of formal notice) segir ESA:

In accordance with the division of responsibility laid down under Directive 94/19/EC, deposits at the UK and Dutch branches of Landsbanki were under the responsibility of the Icelandic Fund, which offered a minimum guarantee of EUR 20,887 per depositor, cf. Article 10 of Act No. 98/1999. Iceland did not make use of the option provided for in Article 7(2) of the Directive to exclude certain categories of depositors from the guarantee scheme. From May 2008, Landsbanki opted to take part in the Dutch deposit guarantee scheme to supplement its home scheme. At that time, the minimum guaranteed amount in the Dutch scheme was EUR 40,000 per depositor. This was later raised to EUR 100,000 per depositor. Similarly, the UK branch had joined the UK deposit guarantee scheme for additional coverage. As a consequence, deposits at the UK branch over EUR 20,887 per depositor were guaranteed by the UK scheme up to GBP 50,000 for retail depositors.

(Feitletrun mín.)

Hér fer einnig ekkert á milli mála hvernig þetta fyrirkomulag er.  Trygging Landsbankans hjá FSCS og DNB eru fyrir því sem er umfram EUR 20.887 upp að hámarki, ekki allri upphæðinni.  Ef við bætum svo við tilvitnunum í FSA Handbook, þá sést að ekkert fer á milli mála hvernig þessu er háttað, en um það er fjallað í kaflanum COMP. Í kafla COMP 1.4 er síðan fjallað um fyrirtæki af EES svæðinu. Svona hljómar greinin í heild:


COMP 1.4.1 Guidance01/11/2007
Incoming EEA firms which are conducting regulated activities in the United Kingdom under a BCD, IMD, MiFID11 or UCITS Directive passport are not required to participate in the compensation scheme in relation to those passported activities. They may apply to obtain the cover of, or &#39;top-up&#39; into, the compensation scheme if there is no cover provided by the incoming EEA firm&#39;s Home State compensation scheme or if the level or scope of the cover is less than that provided by the compensation scheme. This is covered by COMP 14.23

COMP 1.4.2 Guidance01/12/2001
If an incoming EEA firm "tops-up", and then becomes insolvent, the Home State compensation scheme will pay compensation for claims up to the limit and scope of the Home State compensation scheme, with the FSCS paying compensation for the additional amount in accordance with the provisions in this sourcebook.

COMP 1.4.3 Guidance01/11/2007
1 The Deposit Guarantee Directive 1 and Investor Compensation Directive/s1 1 require the FSCS to make arrangements with the relevant Home State compensation scheme regarding the payment of compensation (COMP 14.3.1R).

Eins og sést, þá segir skýrum stöfum í grein 1.4.2 að komist fyrirtæki af EES svæðinu í greiðsluþrot, þá greiði tryggingasjóður heimaríkis fyrst, eins og trygging þess segir til um, og síðan taki FSCS við og greiði það sem upp á vantar í samræmi við ákvæði handbókarinnar (sjá kafla 10.2). Kafli 14 fjallar síðan nánar um þátttöku fyrirtækja af EES svæðinu.

Marinó G. Njálsson, 8.4.2011 kl. 00:20

80 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Marínó. 

Takk fyrir góð og ítarleg viðbrögð við þeim pælingum sem hér er í gangi.  Allar þessar upplýsingar eru mér kunnugar, nema þessi tilvitnun þín í ESA.  Hún sannar að stjórnvöld vissu af þessari tryggingu, og sannar þá um leið að það getur aldrei komið til krafa frá bretum vegna viðbótarinnar.  Það er þessi viðbót sem hreyfði við mér, og þá orð Buchheit um að hún væri grunnur frekari krafna breta.  En þeir geta aldrei rukkað um þá tryggingu aðra en þrotabúið, reglurnar þar um eru skýrar.  Og þá er það bein lygi að bresk stjórnvöld hafi þurft að leggja út fé til að borga þessa tryggingu, því auðvita standa iðgjöld undir henni.  

Það er þessi lygi sem ég vildi afhjúpa með þessum pistlum mínum og það er þannig að til að fá umræðuna til að snúast um staðreyndir, þá þarf að höggva nærri öðrum og meiri hagsmunum.  Til að verja þá, þarf að gefa eftir þar sem hagsmunir eru minni, og vörnin hvort sem er erfið.  Hugmynd mín, og hafði ég lagt inn orð þar um, var að fá þessa umræðu í loftið með því að leggja til atlögu við sjálfa grunntrygginguna, en ég þurfti hjálp til þess, og hún kom ekki.

En uppskeran er góð, ég hef til dæmis séð þig vekja athygli á þessari staðreynd, eftir að þú kynntir þér efni þessa pistils, en er ekki kunnugt að þú hafir gert það áður.  En auðvita veist þú miklu meira um þín skrif en ég.

Bæði hér að ofan, sem og annars staðar í þessari umræðu, þá bendir þú á lógíkina á bak við skuldbindingu TIF, ef hún er sannarlega þessar 20000 evrur, þá eru þeir peningar til í þrotabúinu, og restin er svo breta og Hollendinga.  Ef íslensks ríkið er skuldbundið að gera eitthvað meira, eins og til dæmis að borga vexti eða annað slíkt, þá er það dómsstóla, en ekki breta að skera úr um það.

En rök Buchheit eru öll dauð ef menn átta sig á þessari viðbótartryggingu.  Og ég þori að veðja upp á whiský pela Marínó að þú eigir eftir að snúa mörgum vafagemlingum til okkar með þeim málflutningi sem ég hef séð hjá þér í dag.

En snúum okkur þá að efninu, sökum lengdar, þá ætla ég að setja þá umræðu í nýtt innslag.

Á meðan, kveðja.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 01:34

81 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þá er það hinn réttmæti vafi.

Lýsingin á þessari tryggingu, eins og hún kemur fram hjá ESA, sem og kynningu FSA, á við um ef reglugerð ESB virkar, og tryggingarsjóðir geta staðið í skilum með sínar tryggingar.  Þetta er alveg eins og kynning TIF á tryggingum sínum, þar var þetta 20.887 evra hámark, líka lágmark tryggingarverndarinnar.  Og ef sjóðurinn hefði ekki komist í þrot, þá væri þetta álitinn heilagur sannleikur.

En hvað ef regluverkið gengur ekki upp??  Hvað með að sjóðirnir geti annað hvort "no" eða "limited".  Þá virðast bretarnir hafa ákveðið að láta sína tryggingarvernd taka strax við.  Ekki í 20.887 evra markinu, heldur "COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default".  Ég skil þetta ekki á annan hátt en að viðbótartryggingin taki við þar sem heimatryggingin þrýtur.  

Annars væri bara talað um þetta lágmark, og það nefnt í tölum.

Af hverju er það ekki gert????

Vil vísa í greinargerð Peter Örebech, þar sem hann útskýrir að þetta svokallað lágmark er hámark, og ef fé þrýtur, og tryggingarsjóðum berst ekki viðbótarfé, þá greiði þeir út hlutfall af kröfunni eins og sjóðurinn dugar til.  Og það er ekki ríkisábyrgð á tryggingarsjóðum EFTA ríkjanna, hver greiðir þá mismuninn ef viðbótartryggingin byrjar í 20887 evrum???

Það hlýtur að vera gap, sem er óbrúað.  

Og slíkt er óviðunandi fyrir land eins og Bretaland þar sem fjármálamarkaðurinn er svo margföld þjóðarframleiðsla og allar truflanir á markaðnum geta valdið óróa sem hefur síðan keðjuverkun, sérstaklega þegar ástandið er viðkvæmt.

Hvaða svar á breska fjármálaeftirlitið við því???

A.  Að benda á tóman tryggingasjóð smáríkis.

B. Að benda á viðbótartryggingu sem tekur við þegar heimatryggingin þrýtur.

Af hverju nota þeir þetta orðalag ef hugsunin er ekki þessi, þeir viðurkenna í compinu sínu að trygging heimaríkis geti verið engin, eða takmörkuð.  

Komum síðan að bréfi FSA til Lofts.  Af hverju tala þeir um fulla vernd??? Og greiðslur séu upp að hámarki.  Það hámark er lítil vernd fyrir þann sem á innstæður fyrir neðan 20887 evra markið.  Ekki vísa þeir í að íslenska ríkið borgi eða það breska hafi borgað, þeir tala aðeins um að LÍ hafi verið krafinn um að taka þessa top-up tryggingu, hún veiti viðskiptavinum bankans fulla vernd, og þeir fái greitt upp að hámarki.

Enda er þessi hugsun eina leiðin fyrir breska fjármálaráðuneytið til að tryggja full vernd breskra innstæðueigenda.  Hin leiðin að vísa á tryggingasjóði smáþjóða er fölsk og tryggir ekki stöðugleika á fjármálamarkaðnum.  

Það verður sem sagt að skoða öll þau rök sem ég hef fram að færa Marínó, þar er bréfið frá Lofti lykilatriðið.  Ég skyldi það aldrei almennilega miðað við að Íslendingar ættu að tryggja þessa vernd, og ég kveikti aldrei á þessu samhengi sem ég er að reyna að lýsa.  

Mér finnst vera réttmætu vafi í málinu og það sé miklu dýpra en það að það sé hagur breta að miða við þessar 20887 evrur því þar með eru þeir að viðurkenna gat sem hugsanlega enginn dekkar.  Og ég tel fulla ástæðu að fá nánari skýringar, hin opinbera rímar allavega ekki við bréfið, og þá hugsun sem ég las úr bresku reglunum.  Og þessi hugsun rann upp fyrir mér, þegar ég lagðist í víking til að benda Lofti á að ég gæti ekki varið þessa túlkun hans.

Og þá komst ég að því að ég gat heldur ekki fellt hana, og rökvit mitt segir að hún sé rétt.  

Annars væru hlutirnir orðaðir á allt annan hátt.

En sjái aðrir ekki réttmætan vafa í málinu, þá er það þeirra mál.  Ég færi rök fyrir mínu máli en neyði engan til að vera sammála mér.  Bréf FSA er staðreynd og það orðalag sem ég vitna í líka.  Svo verður bara hver að meta fyrir sig.

Ég hef reynt að ná utan um þessa hugsun í andsvörum við aðra pistla.  Þar sem ég næ ekki alltaf að segja sama hlutinn eins, með sömu rökum, þá hefur mér tekist misvel að orða hlutina.  Ég ætla því að koma þessum innslögum að hér fyrir neðan, þá er öll umræðan á einu stað.

Fyrir þá sem áhuga hafa.  

Að öðru leyti hef ég ekki tíma fyrir hana á morgun, þá mun ég höggva mann og annan, læt aðra um þetta debat.  Ekki er ég sérfræðingurinn en ég hef rétt á mínum skoðunum.

Held mig við minn réttmæta vafa.  Dómgreind mín reyndist rétt þegar ég tók fyrst slaginn í netheimum um TIF, núna viðurkenna allir að hann er ekki með ríkisábyrgð, líka ESB.  En ofsalega voru fáir sem tóku þá fyrst undir það sjónarmið.

Ég trúi fullyrðingum FSA um fulla neytendavernd, og kerfi með gati veitir ekki þá vernd.

En það er ekki það sama að ég hafi rétt fyrir mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 02:18

82 Smámynd: Ómar Geirsson

Punktar úr öðrum innslögum, þar sem sami hluturinn er margsagður, en kannski ekki alltaf á sama hátt, settur inn handa áhugamönnum um skyldutryggingu LÍ.

"Vegna þeirra upplýsinga sem ég vek athygli á í þessum pistli, LÍ var með lögbundna tryggingu og það hefur legið fyrir allan tímann.  Og það er búið að rukka bresk fjármálafyrirtæki um þessa tryggingu.  Þar með á breski ríkissjóðurinn ekki neina kröfu á þeim íslenska, því hann lagði aldrei út fyrir neinu, hann borgaði aldrei neitt.

Breski tryggingasjóðurinn á aðeins kröfu á þrotabúið, eins og stendur skýrt í tilskipun ESB, og því er málið dautt.  Eða réttara sagt, það var aldrei forsenda fyrir kröfu breta vegna ICEsave.  Hvorki lögleg eða ólögleg."

"Eða ertu virkilega að rífast við mig um skjalfest orð breska fjármálaráðuneytisins um að "FSCS will pay compensation to the maximum limits,", hvað ábyrgð ber ég á því???  Eða þeirri staðreynd að tryggingakerfi Breta tók við þegar heimtryggingu þraut því breska fjármálaeftirlitið krafðist fullrar neytendaverndar.  Til lítils fyrir smábanka frá smálandi í útrásarhug að vísa  tryggingasjóð heimlands sem tryggingarvernd.  Það þarf ekki mikinn stærðfræðisnilling, jafnvel þó þeir kæmu af félagsfræðibraut, að reikna það út að slík vernd virkar ekki ef smábankin nær umtalsverðri markaðshlutdeild.  Og lögin skýr um að ekki séu ríkisábyrgð svo ég reikna með því að þess vegna hafi bretar haft þessa viðbótartryggingu, og það er örugglega skýring þess að þeir requieruðu að Landsbankinn tæki tryggingu í Bretlandi."

"Alveg hárrétt hjá þér, hann er þessi limitaði og ef aðstæður væru eðlilegar þá greiddi hann út þetta lágmark.  Í bresku reglunum er ákvæði um samstarf við sjóði heimaríkja þannig að neytandinn verði ekki fyrir töfum og að hann fái ekki tvígreitt.

En full neytendavernd sem skiptir breta gífurlega miklu máli, ekki vegna þess að þeim þykir sérstaklega vænt um neytendur heldur vegna þess að fjármálakerfið hjá þeim er svo stórt og því viðkvæmt fyrir áreiti (það er meiri áhætta eftir því sem það er stærra, það takmarkar svo getu ríkisvalds til inngripa).  

Og þess vegna er ekki nóg að hafa fulla neytendavernd við eðlilegar aðstæður, heldur líka þegar undantekningin gerist, að trygging heimalands er ekki tiltæk, og þá skiptir engu máli af hvaða ástæðum það er.  

Þetta er áhættan af tryggingarkerfi yfir landamæri, banki í smáríki getur valdið taugatitringi sem smitar yfir í banka gistiríkisins og þó innlendir bankar sem slíkir eru traustir, þá er alltaf þessi hætta á keðjuverkun sem er martröð allra Seðlabanka og fjármálaeftirlitin einmitt stofnuð til að fylgjast með og grípa inn í tíma.

Og það skapar ekkert traust að vísa í tóman tryggingasjóð í fjarlægum landi, hvort sem það er Ísland, Lettlandi eða Ungverjaland svo dæmi séu tekin.

Lausn bretanna á fullri tryggingarvernd var hrein snilld, hún er einföld og mjög rökrétt.  Og kjarninn í henni er: Við tökum við þar sem heimaríkið hættir.

Á því er gífurlegur munur og segja, við tökum við þar sem hámarki (sem við ranglega köllum lágmark) heimaríki er náð, og er lítil huggun gagnvart obba sparifjáreigenda sem á innstæður undir þessu hámarki. 

Geta þeir treyst á tryggingasjóð smáríkis sem ekki er ríkistryggður????

Óvissa, áhætta lýsir slíku fyrirkomulagi, og það er ekki full neytendavernd ef heimaríkið rúllar.  Og þá er hætta á keðjuverkun ef innistæðueigendur erlenda bankans geri áhlaup, það gæti smitað til þeirra banka sem vitað er að standa tæpt, og svo koll af kolli.

Nei, þess vegna er hvergi minnst á þetta hámark í sjálfum lögunum nema þegar tryggingarvernd virks kerfis heimalands er lýst.  Annars er einfaldlega sagt, við tökum við hvort sem hin raunverulega vernd er engin eða takmörkuð.

Einfalt en algjör snilld.

Svo að lokum, af hverju er ekki hópur lögfræðinga bankandi upp á til að staðfesta þetta??  Veit það ekki, fattarinn á þeim er ekki mitt vandamál."

Hér er komið nóg, en meira eftir í næsta.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 02:25

83 Smámynd: Ómar Geirsson

Og lokaspretturinn.

"En þetta er samt málið til að losna við þetta út úr heiminum, þetta rímar við skoðanir mínar um að enginn gat verið svo vitlaus að treysta á að smáþjóð gæti tryggt innstæður í stærra landi.  Bretarnir hafa allvega talið það og sett sér reglur til að hindra það.

Lykill að skilningi er samhengið, í fyrsta lagi ástæður þess að full tryggingarvernd er nauðsyn fyrir bretanna vegna stærðar tryggingarmarkaðarins og þá til að tryggja stöðugleika, í öðru lagi að hún næst ekki á annan hátt en þennan, í þriðja lagi þá styður sjálfur lagatextinn þennan skilning (no or limited) og í fjórða lagi þá er orðalagið í bréfinu til Lofts, alveg út úr kú ef það er miðað við hinn viðtekna skilning á þessari viðbótartryggingu því ef það væri raunin þá hefði það einfaldlega verið sagt.  Ekki talað um vernd og að fullu tryggt.

Ef þú átt kröfu þar sem 9/10 hennar er undir þessu limiti, og smáþjóðin neitar að borga, hver er þá trygging  þín????  Og fjöldinn er undir þessum mörkum því fólk dreifir sparifé sínu, ef það á þá svo mikið.  Fjöldinn verður því brjálaður, og það er þessi brjálsemi sem menn vilja hindra.  Púslan fellur aðeins saman með skilningi Lofts.  

En þegar ég vek upphaflega athygli á þessu, þá er bréfið megingrunnur þeirrar kröfu að réttmætur efi sé til staðar um lögmæti krafna breta, því hvað sem hver segir, þá geta þeir ekki rukkað okkur ef LÍ var með lögmæta tryggingu og hún tryggði innstæður bankans.  Sbr að þú tvírukkar ekki.  

Rúnar orðaði þetta svo vel þegar hann sagði að "Vegna hvers? Jú, vegna þess að þetta er svo afdráttarlaust okkur í hag að sé þetta svona HLÝTUR samninganefndin og lögfræðingar hennar að hafa vitað af þessu. Ef Landsbankinn var tryggður í Englandi fyrir þessu tapi, um hvað í fjandanum er þá verið að rífast? Þá liggur þetta á borðinu."

En ég er ekki lögfræðingurinn þó ég taki þátt í þessari umræðu til að halda málinu lifandi.  Það er bréfið til Lofts sem er lykillinn og það verður að fá skýringu á því.

Í þessu samhengi þá verða bretarnir líka að útskýra hvað þeir gera þegar gap myndast, frá getu tryggingasjóðs heimlands og þar til þeirra trygging fer að virka.  Er það þeim í hag að viðurkenna tilvist þess???  Eða eru þeir það kaldir karlar að segja að þeir setji bara hryðjuverkalög á alla sem neita að bakka upp tryggingasjóði sína???

Nei, þetta er margslungið, og miklu dýpra en virðist við fyrstu sýn.

Hvað varðar þá umræðu sem þú sendir mér, þá staðfestir hún aðeins opinbera skýringuna sem keyrt er þegar vafi leikur á tryggingunni. Spurningarnar sem ég vek máls á, þær svarast ekki í þessum yfirlýsingum, hvað er þegar undantekningarnar gerast.  Af hverju er orðalagið no or limited notað, og svo framvegis. 

Þetta er dálítið eins og þegar Magnús Helgi sendi mér peist af kynningu TIF þar sem hann kynnti tryggingu sína en ég spurði hann um lögin þar á bak við því ég var ekki að spyrja hvað gerðist þegar allt væri í lagi, heldur ef svo væri ekki.  Þá er það lögin, ekki kynningin sem gildir.

Vona að þetta útskýri aðeins sjónarmið mín Birnuson."

Kveðja og góða nótt.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 577
  • Sl. sólarhring: 735
  • Sl. viku: 6161
  • Frá upphafi: 1400100

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5286
  • Gestir í dag: 498
  • IP-tölur í dag: 490

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband