Fólk sem fyrirlítur þjóð sína fer mikinn þessa daganna.

 

Þjóðin er drullusokkar segir einn ef hún stendur á rétti sínum og neitar höfðingjunum um að greiða skuldir þeirra.

Og ólíkt hinum sem fullyrða, þá reiknar hann út drullusokksháttinn, enda verkfræðingur.

 

"Miðað við nýjasta Icesave samninginn borga Íslendingar ekki krónu vegna erlendra innistæða. Bretar og Hollendingar borga hinsvegar meira en helminginn af innistæðum Íslendinga!".

 

Já, þá vitum það, við borgum ekki krónu vegna ICEsave en bretar og Hollendingar borga hinsvegar helminginn af innstæðum Íslendinga.  Ég skil vel að manninum finnist það hart að við segjum Nei við slíkum kostakjörum og hann kalli okkur drullusokka í kjölfarið.

Og ég skil vel að Já menn kalli ritsmíð verkfræðingsins snilld, mikla snilld.  

 

En mér er fyrirmunað að skilja þá brenglun að helmingur þjóðarinnar skuli gleypa við svona málflutningi og öðrum sem Já menn æla upp úr sér þessa daganna svo ég vitni í þingmann okkar Austfirðinga.

 

Annar maður, sem fyrirlítur vitsmuni þjóðarinnar, skrifaði í Fréttablaðið að "Kostnaðurinn gæti orðið lægri, jafnvel enginn,", athyglisvert í ljósi þess að vextir eru greiddir af skuldabréfinu þar til það er að fullu greitt.  

 

Prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrirlítur minni þjóðarinnar.  Hann skrifaði fræga grein í ársbyrjun 2008 þar sem hann blés á gagnrýni þeirra erlendu fræðimanna sem sögðu íslensku útrásina vera loftbólu, fjármagnaða með skuldum.  

Í dag skrifaði hann grein með öðrum prófessor, sá hafði lengi viljað borga ICEsave vegna evrunnar sem núna er í rúst, þar sem þeir félagarnir bera saman kostnað ICEsave samningsins við ýmsan annan kostnað sem til hefur fallið vegna Hrunsins.  Hann er áætlaður 2% segja þeir og bera síðan þá áætlun við það sem er þekkt.

Þjóðin hefur illilega brennt sig á þeim sem áætla himnasælu í EXel sínum, vanmeta áhættu en ýkja það sem gæti gerst ef allt fer á besta veg. 

Nema að hagfræðingarnir vita betur, þeir vita að það eru engar raunhæfar forsendur á bak við þá fullyrðingu að ICEsave samningurinn verði 32 milljarðar.  Þeir gætu alveg eins áætlað hann 2 milljónir og sagt hann minni en einn skuldahali.  Samt eru þeir 2 milljónum fyrir ofan ritstjórann sem sagði að hann gæti farið niður i núllið.

 

En megin fyrirlitning þessara tveggja prófessora er á sjálfri þjóðinni, hún sé að heykjast að borga 32 milljarða, áætlaða, á meðan erlendir bankar hafa borgað stóran hluta af skuldum hennar með afskriftum sínum.

Þarna er miklu logið með hálfsannleik, það er ekki almenningur sem hefur fengið skuldir sínar afskrifaðar, það eru auðmenn og hinir stórskuldugu.  Þeir aðilar sem fóru offari og  láta aðra sitja uppi með skaðann.  Og ætla í þokkabót að auglýsa ICEsave ofaní kok þjóðarinnar til að fá aftur aðgang að lánafyllerí eins og ekkert hafi gerst við Hrunið, nema jú að almenningur sat uppi með skuldir þeirra.

 

Áfram hópurinn, sjálftökuliðið sem í verktöku hefur tekið að sér þessa auðmannshjálp, hann toppar samt allt í fyrirlitningu, ekki á þjóð sinni, heldur lýsir málflutningur hans algjöri fyrirlitningu á vitsmunum þess fólks sem hyggst styðja ICEsave samninginn.  Ég hef rakið helsta fábjánaháttinn i nokkrum greinum, en langar til að minnast á hákarlaauglýsinguna þeirra sem á að sýna ógnina af dómsstólum réttarríkja.

Fólki er ætlað að trúa að bretar séu fyrstu fjarkúgara heimsins sem fara með kröfu sína í dóm þegar ógnir þeirra duga ekki til að hræða fórnarlambið.  Þá er síðasta ógnin sú að dómsstólar Evrópu dæmi ekki eftir lögum, heldur hagsmunum stórþjóða.

 

Svona málflutningur kviknar ekki að sjálfu sér, ekki frekar en líf í skítugiri skyrtu eins og einn vísindamanna 18. aldar hélt fram eftir ýtarlega tilraun við að rannsaka uppruna lífsins.  Í skyrtunni var fyrir egg úr ýmsum óþrifnaði sem fylgdi manninum þá, á Íslandi er það óþrifnaður auðmanna sem við höfum ekki ennþá losnað við.

Hagsmunatengslin eru greinileg milli þeirra sem tjá sig og þeirra sem eiga og geta útdeilt gæðum.  Svo er það náttúrulega einn og einn almúgamaður sem spilar með sökum ?????, já ég veit ekki hvað rekur fólk til að skríða fyrir höfðingjum.

 

Og þessi málflutningur var skipulagður strax eftir að Ólafur vísaði ICEsave 2 í þjóðaratkvæði, löngu áður en sjálft Nei-ið kom.  Skipun Lárusar Blöndal í samninganefndina sannar það að þá þegar var Sjálfstæðisflokkurinn með í plottinu og hann kom með lykilinn að sigri, trúverðugleika annars af Varða Íslands.

Það er heldur engin tilviljun hvað mikið er hamrað á rangfærslum, eða gert mikið úr lagaálit ESA sem sjálft ESB segir að sé algjört rugl (niðurstaðan um ríkisábyrgð).  

Það ber allt að sama brunni, þessar kosningar ætlar valdastéttin að vinna.

 

Hvort henni tekst það mun 9. apríl skera úr um.

En hún mun reyna aftur þó hún tapi, nú þegar er ný atlaga í smíðum.

Borgarastríðið á Íslandi er þegar hafið, almenning á að setja í skuldahlekki, hvað sem það kostar. 

Og á móti er hinn venjulegi maður sem vill fá að lifa lífi sínu í friði fyrir höfðingjanna ráðum.

Og að höfðingjarnir borgi sínar skuldir sjálfir.

 

Hvor aðilinn skyldi sigra þetta stríð????

Nei-ið þann níunda mun aðeins herða átökin, þá fyrst verður yfirstéttin vitlaus.

Já-ið er valdarán því Já sem er fengið með rangfærslum og lygum í skefjalausri áróðursherferð, er sama eðlis og þegar hershöfðingjar Suður Ameríku hrifsuðu til sín völdum með skriðdrekum.

 

Það voru mæður sem komu þeim frá í Argentínu og Chile eftir áratuga hermdarverk þeirra gegn þjóðum sínum.

Ég spái því að mæður muni ráða úrslitum í þessu borgarastríði.

Það er í eðli móðurinnar að vilja börnum sínum mannsæmandi framtíð, og þær berjast gegn ómennsku með kjafti og klóm.

 

Mæður segja Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ómar, mig grunar að þessi kosning sé einungis sjónarspil.

Það er búið að breyta kosningalögum á þann hátt að yfirkjörstjórn fær að telja öll atkvæði í landinu, yfirkjörstjórn sér um alt eftirlit, yfirkjörstjórn er falið að, og hefur þegar skipað eftirlismenn,með sjáfri sér vætanlega, og ef að kosningar verða kærðar þá á yfirkjörsjórn að úrskurða hvort allt hafi verið í lagi.

Svona reglur setja menn bara í einum tilgangi, það verður að tryggja að "réttar" niðurstöður fáist úr þjóðaratkvæðagreiðslum framvegis. 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 21:57

2 identicon

eg er ansi smeikur um ad tu hafir rett firir ter Þorsteinn Jónsson .

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 22:58

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Veit ekki, en fyrir þjóðina eru mætir menn sem ég trúi ekki neinu misjöfnu upp á.

Sé ekki hvernig Já liðið snýr upp á hendurnar á þeim.

Og það snýr ekki upp á hendurnar á mér, og því segi ég bara Nei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 00:20

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! reikna með að þú sért að vitna í grein Þorbergs Steins Loftssonar, sem Magnús Helgi er hefja til skýja á bloggi sínu 1. april s.l., eitt eru þessir útreikningar hans sem geta verið réttir og/eða rangir,ekki veit ég, en verra er hitt að í viðbót við að kalla andstæðinga Icesave drullusokka og eiginlega þjóðina sem slíka ef samningurinn verði felldur, þá  vakti athygli mína hvernig hann notar rangfærslur og sannleikshagræðingu til gefa þessu útreikningum sínum meiri þyngd og virkni.

Ég andmælti þessu, aðallega beint til Magnúsar Helga, en sé að Þorbergur tók sig til og svaraði (virði hann fyrir það) og meinti að ég hefði "misskilið" allt saman  , til að fá það nánar útskýrt "henti" ég inn öðru andsvari og bið þar lið fyrir lið um skýringu á því hvað ég hef misskilið, fróðleiksfús sem ég nú er.

Hvort ég fæ þær skýringar eða ekki, leiðir tíminn bara í ljós, en vildi gjarnan benda þér og öðrum sem kíkja við hér á þetta, um leið og ég þakka góðann pistil.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 3.4.2011 kl. 12:58

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þorsteinn Steinn, er Leifsson, en ekki Loftsson, biðst velvirðingar á því hér með.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 3.4.2011 kl. 14:28

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, það er nú eiginlega fátt að segja um þetta innslag  Þorsteins, nema að samhengið sem hann setur það í er viðbjóður.

Vissulega eru útreikningar hans réttir, miðað við þær forsendur sem hann gefur sér, sem eru rangar, en útlegging hans er siðleysi, það tók ég beint upp hér að ofan.  Ef ég man þetta rétt, þá stóðu 94 milljarðar eftir að þrotabúið er tæmt, og hann vill meina að fyrst íslensku innlánin voru "vernduð" með nýju bönkunum þá væri bretarnir að greiða helminginn, og helmingurinn af þessum 94 milljörðum er ekki  "meira en helminginn af innistæðum Íslendinga!" svo ég hafi ógeðið eftir.

Hvað má segja um forsendurnar??

Jú, örfáir auðmenn tóku yfir viðskiptabanka þjóðarinnar, þeim var leyft að nota þá sem grunn af fjárfestingarbankastarfsemi, og tókst á nokkrum árum að yfirskuldsetja þá svo undrun vakti.

Siðleysi hjá mönnum eins og Þorsteini er að skíta út björgun íslenska ríkisins með því að með því að endurreisa innlenda hluta bankakerfisins þá værum við að stela frá almennum kröfuhöfum.

Málið er að almenningur á ákveðinn rétt til lífs, og engar gjörðir, hvorki höfðingja, bankamanna eða annað getur skert þennan rétt.  Endurreisn íslensa bankakerfisins var varnarviðbrögð gagnvart því ástandi sem uppi var.  Innlendi hlutinn, lán Íslendinga og innlán voru látin haldast í hendur, hlutur sem hefði alltaf verið i lagi ef fjárfestingarhlutinn og útrásin hefði ekki bæst ofaná.

Með þessari gjörð var líka innlendi eignarhlutinn hámarkaður, því ef ekkert hefði verið gert og þjóðfélagið leyst upp hvað þá???  Tveir möguleikar, Sómalía eða þjóðnýting.  Fólk deyr ekki bara drottni sínum bara si svona eða það láti flytja sig nauðungarflutninga af heimilum sínum á vergang eða í þrælabúðir, bara vegna þess að núna eiga "almennir kröfuhafar" veðin, að láta sér detta slíkt í hug, er einhver blanda af heimsku eða vitfirringu, þekki ekki hlutfallið.

Sjúkleikinn í þessu er síðan að stilla almenningi upp sem þjófum á móti almennum kröfuhöfum.

Málið er að almenningur hafði ekkert um gjörðir bankamanna sinna eða almennra kröfuhafa að gera.  Þetta er bara líkt og einkafyrirtæki, eða háleynileg ríkisstofnun er að föndra með drápsveirur, og allti einu verður slys, á þá fólk bara að deyja drottni sínum vegna þess að það hafði ekki hindrað ósköpin upphaflega?  Auðvita ekki, menn gera það sem þarf að gera til að verja sig og sína.  Jafnvel þó það sé gengið á rétt annarra.  Slíkt kallast neyðarréttur og er viðurkenndur um allan heim, enda elsti réttur mannsins.

Almennir kröfuhafar lánuðu með fullum vilja, galopin augu í bankakerfi örþjóðar, og verða einfaldlega að súpa seyðið að því.

Ef þeim dettur í hug í eina mínútu að gera út sálsjúkt lið til að hrekja mig eða mína af heimilum mínum vegna afglapa sinna, þá er bara mér að mæta.  Takist þeim að hrekja hin almenna mann burt, upp í fjöll og firnindi, þá verst hann.

Þjóðverjar geta sagt sögur af fólki sem kom til baka úr fjöllunum eftir að þeim var ætlað að verða þrælar höfðingjanna, og hvað þeir gerðu þegar þeir komu til Berlínar.  Fólk sem á að ræna öllu verst, með öllum þeim ráðum sem það ræður yfir.

Og neyðarlögin eru mildasta form þeirrar varnarbaráttu, sem tryggðu hag þessara almennra kröfuhafa, langtum betur en það sem hefði komið út úr falli íslenska hluta bankakerfisins.  

Tap þeirra stafar af ákvörðunum sem þeir tóku, og ég vorkenni þeim ekki neitt.

Ég vorkenni hinsvegar fólkinu sem var platað, og kannski er sú vorkunn ekki sérstaklega mikil þar sem það hefur komið á daginn að LÍ var með fulla tryggingu í Bretlandi.

Kristján, við höfum látið ljúga okkur fulla, og ennþá tökum við umræðuna á forsendum lygaranna, erum alltaf að leiðrétta þá.

En ég set mörkin við grein Þorsteins, hann má hafa sitt sorahugarfar í friði fyrir mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 15:16

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

ÞORBERGUR STEINN LEIFSSON heitir maðurinn, merkilegt hvað okkur gengur illa að fá nafn hans rétt á blað, bæði Magnús Helgi og þú Ómar "hnutuð" um þetta líka ??

Sé á síðu "Áfram" að grein hans  er hampað sem "tæpitungulausri" ?? merkilegt hvernig þeim tekst að gera nýjar meiningar úr góðum gildum orðum, þannig að "sóðakjafturinn" fær geislabaug, en svona er þetta bara, sumum er eiginleikið að gera "kúk" úr öllu, sama hversu göfugt það er.

En sammála þér, það er tímasóun að staglast við þá sem eru enn með ruglrökin sem búið er að margreka tilbaka.

MBKV

KH

PS fyndið myndband hér: http://www.youtube.com/watch?v=dNsqdjsZxP8

Kristján Hilmarsson, 4.4.2011 kl. 13:54

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vá! Hvað þetta er sterkur og fallegur pistill! Hjartans þakkir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2011 kl. 13:58

9 identicon

Pössum okkur einnig á öllum rafrænum kosningum. Það þarf að skoða þessi tæki og allt sem því viðkemur, enda auðvelt að svindla. Ég treysti stjórnmálamönnum nákvæmlega ekki neitt. Trúanlegum til alls, enda langt frá því vitiborið fólk.

Hacking Democrasy, þar sem t.d. einn frambjóðandi fékk mínus atkvæðafjölda. Mínus?

Hvaða rafkosningatæki eru notuð á Íslandi?

http://video.google.com/videoplay?docid=7926958774822130737#

Palli (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 476
  • Sl. sólarhring: 1063
  • Sl. viku: 5950
  • Frá upphafi: 1336650

Annað

  • Innlit í dag: 429
  • Innlit sl. viku: 5157
  • Gestir í dag: 412
  • IP-tölur í dag: 398

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband