Ófrétt ríður röftum, hana þarf að kveða niður tafarlaust.

 

Slúður er skemmtilegt, eiginlega bráðnauðsynlegt krydd í tilveruna.

Fréttin um hina meintu gjafmildi breska seðlabankastjórans, sem hefur líklegast átt rætur í að hann vissi að lög Evrópusambandsins gerðu ekki ráð fyrir ríkisábyrgð, eða þá hann var að stríða Davíð, er dæmi um slúður, sem gaman er að velta sér upp úr.

En skiptir engu máli, ICEsave byggist á lögum, ekki orðum, og lögin eru skýr, krafa breta er alvarlegasta fjárkúgun síðara tíma, og er refsivert lögbrot, bæði á Íslandi og ekki hvað síst í Bretlandi.

Krafa myndast ekki á þjóð vegna þess að einhver segist ætla að láta þjóð sína borga, og hún afléttist ekki heldur þó einhver annar segi að hann muni ekki innheimta hana.

Flestar Evrópuþjóðir afnámu jú einveldi um miðja 19. öld.

 

En slúður er grafalvarlegt mál, þegar óprúttnir aðilar nota það til að koma höggi á þjóð sína. 

Stuðningsmenn bresku fjárkúgunarinnar notuðu tækifærið og báru út stuðning við hinn gjafmilda breska seðlabankastjóra, og notuðu tækifærið til að hamra á bretablekkingum að hryðjuverkalögin hafi verið bein afleiðing af frægum orðum Davíðs að íslenskur almenningur borgi ekki skuldir óreiðumanna.

Fullt af trúgjörnu fólki trúir þessu eins og nýju neti, og sýnir því hryðjuverkum og hryðjuverkafólki samúð sína.  Það spólar alveg yfir þá margsönnuðu staðreynd að hryðjuverk breta voru lengi í undirbúningi, og áttu að skella á um leið og íslensk stjórnvöld tilkynntu að engin ríkisábyrgð yrði á skuldum bankanna, aðeins þrotabúin kæmu upp í.

Það fyndna í þessu er að eins og spunabjánar vinstrimanna herja á hin frægu orð Davíðs, þá eru þau upphaf byltingar almennings um allan hinn vestræna heim, að almenningur fórni ekki velferð sinni, sjúkrahúsum og skólum vegna skulda óreiðumanna og fjármálabraskara.

Þegar þessi öld verður gerð upp, þá munu þessi ummæli verða talin ein þau merkustu sem breyttu gang samtímasögunnar, líkt og Berlínarummæli Kennedys eða Draumur Kings.

 

En það grafalvarlega er að með þessum spuna er reynt að koma höggi á Davíð, eina mannsins sem stendur á milli fjárkúgunar breta, og þjóðarinnar.  Hann er eina skýringin á að forysta Sjálfstæðisflokksins þorir ekki ennþá að lýsa yfir opinberum stuðningi við hana.  

Minnug þess hvernig fór fyrir Evrópusambandstillögu sinni á landsfundi flokksins í janúar 2009.

Allir aðrir sem Íslendingar hafa valið til forystu á einhverju sviði þjóðlífsins, hafa annaðhvort haldið sér saman af gunguskap, eða þau styðja hina bresku fjárkúgun, gjörsneydd samúð með því fólki sem mun missa vinnuna sína þegar skattpeningar ríkisins renna til breta, en ekki í að verja spítalana, halda uppi lágmarks löggæslu, eða sjá til þess að fátækt fólk hafi í sig og á.

 

Og þetta aumingjalið er svo hrætt við einn mann, að það þorir ekki í hann með rökum, heldur eru höggin undir beltisstað látin sjá um verkið.

Þess vegna er Ófréttin orðin að draugagangi sem þarf að linna.

Það er sjálfsögð krafa að fá öll ummæli bretans sem varða ICEsave birt, og sé vottur af manndómi í einhverjum á Alþingi, þá lætur hann ekki vinnumenn breta, eins og þingforseta ákveða það fyrir sig.

Það á ekki að virða trúnað við fólk sem heldur ekki trúnað og eiða við sína eigin þjóð.

 

Birti ICESave stjórnin ekki þetta samtal, þá á Kristján Þór að gera það sjálfur.  

Rógburðinn þarf að kveða í kútinn.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Trúnaði verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ómar, þú svarar vel þeirra spurningu sem ég hef spurt marga. Hvaða merkingu hefur samtal eins torgreinds bankastjóra við annan torgreindan bankastjóra ? Að Davíð Oddson talaði við Mervyn King er í sjálfu sér fréttnæmt, en hvað þeir sögðu getur varla verið mikilvægt í lögfræðilegu deilumáli eins og Icesave-kröfugerðinni.

 

Þú telur málið vera »slúður« og það er líklega bezta greiningin. Hvorugur þessara torgreinda bankamanna fer með fullveldi síns lands. Hvorki Davíð eða Mervyn gat því gefið nein loforð um Icesave, sem hægt væri að telja marktæk.

 

Málið er bara skemmtilegt »slúður«, eins og þú segir Ómar !

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2011 kl. 15:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Ætlaði ekki að fjalla meir um þessa ófrétt, gat aldrei skilið hvað það kæmi málinu hvað einhver maður í Englandi segði í síma.

En málið er alvarlega þegar hýennusöngur glymur í netheimum, og mun örugglega skila sér í Baugsmiðla og víðar.  Þegar ég las tilvísun Björns Vals í pistil Ólafs Arnars, og tengingu hans við hryðjuverkalagasetninguna, setta fram í þeim tilgangi að gera Davíð ótrúverðugan, þá sá ég hverjum klukkan glymur.

Það skiptir engu hvort réttur skilningur sé hjá Davíð, það sem skiptir máli er að þessi gúrka taki ekki yfir umræðuna, og þjóðsvikarar noti það til að styrkja málstað sinn.

Vegna þess að þegar rökin duga ekki, þá er maðurinn tæklaður.

Og hver heldur uppi vörnum fyrir þjóðina í ICESave, annar en Davíð?????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2011 kl. 15:37

3 Smámynd: Elle_

Já, hvaða málsmetandi maður hefur haldið uppi vörnum fyrir þjóðina í ICESAVE kúgunarmálinu nema Davið Oddsson?  Jú einn, núverandi forseti.  Guðni Ágústsson og Styrmir Gunnarsson hafa að vísa gert það líka en ekki ekki næstum eins sterklega og Davíð Oddsson.  Vigdís Finnbogadóttir og ýmsir aðrir menn gætu það og gera ekki.  Ekki nema þeir séu útlendingar og fjöldi útlendra málsmetandi manna hefur tekið stöðu með okkar málstað.

Og hvað sem nú e-m Englandsbankastjóra líður verður engin ríkisábyrgð á ICESAVE.

Elle_, 25.1.2011 kl. 17:58

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sammála þér Ómar ! enda lyktar þetta "afsporun" langar leiðir, sumt af þessu bulli er farið að virka óttast ég, eða ertu ekki búinn að sjá þESSA (Ó)frétt ?

Mitt innlegg á hana hér.

Kv. KH

Kristján Hilmarsson, 25.1.2011 kl. 19:13

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ólafur er ágætur, og vissulega eigum við honum margt að þakka.  En hann talar aðeins gegn ósanngirni fjárkúgunarinnar, ekki að í eðli sínu séu fjárkúganir rangar, og lögleysa að samþykkja þær.

Guðni kallinn, vissulega má ekki gleyma honum, en hann hefur ekki beitt sér innan Framsóknarflokksins þannig að flokkurinn segi Nei, og þar liggur hnífurinn í kúnni.  Nei þýðir Nei, ekki að fækka konum úr hópnauðgun úr 100 niður í 15.

En orð hans hafa vægi, ber ekki á móti því.

Styrmir er ágætur, en hefur ekki ennþá losnað úr þeim viðjum sem 50 ára tengsl hans við atvinnurekenda klíku Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á frjálsa hugsun hans.

Hann daðrar líka við "skynsemina", hef ekki heyrt hann aflífa núverandi svik.  

Einn heill, 3 ekki heilir, það er ekki há tala af þeim hundruðum einstaklingum sem hafa status í þjóðfélaginu.

Segir svo margt um þann andlega aumingjaskap sem auðmannatímabilið lagði á þjóðina.

Þess vegna þarf að verja Davíð, láta ekki róg draga niður rök hans.

Hann er sá eini, því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2011 kl. 23:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Jú, ég las hana á sama innkíkinu og þessa, en penninn tók völdin, og úr varð langur pistill, sem ég vildi fá lestur á.

Og háborðið virkar þannig að síðasti pistill rennur þar i gegn, ekki sá vitrænasti.  Er því farinn að sleppa að mestu örskotum mínum.  Ætlaði kannski að nota tækifærið til að minna á að meirihluti þjóðarinnar getur ekki lagt á ólöglega skattheimtu, hann yrði að breyta stjórnarskránni fyrst.

En það biður betri tíma.

Og það fannst gúrka í dag, dæmigert mál um ekki neitt, sem alþingismenn þora að hafa skoðun á.  En að framkvæmdarvaldið ljúgi til dæmis að þjóðinni í ICEsave, eða því að það sé verið að semja við ESB, þegar það er verið að aðlaga kerfið að sambandinu, um það hafa þingmenn engar skoðanir.

Þú getur lesið hug minn til þess aumingjaskapar í síðasta pistli mínum.  

Það er ótrúlegt að þjóðin skuli líða svona leikrit, það er engin alvara á bak við neitt sem sagt er, þetta er allt saman froða.

Alþingi rífst ekki við Hæstarétt, ef það er ósátt, þá breytir það lögunum, eða hlýðir ella.

Já, á svona stundum þá læðist af mér efi um skynsemi þjóðar minnar.

Bið að heilsa austur til Norge.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 25.1.2011 kl. 23:29

7 Smámynd: Elle_

Ómar, það er alveg rétt hjá þér með forsetann.  Hann vildi nefnilega einu sinni semja og skrifaði undir ICESAVE 1 þann 2. sept, 09.  Þannig að Davíð Oddsson er í alvöru eini málsmetandi maðurinn sem hefur barist 100% gegn kúguninni.

Elle_, 26.1.2011 kl. 17:22

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Sorglegt en satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2011 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 902
  • Sl. sólarhring: 969
  • Sl. viku: 1963
  • Frá upphafi: 1322726

Annað

  • Innlit í dag: 774
  • Innlit sl. viku: 1653
  • Gestir í dag: 680
  • IP-tölur í dag: 675

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband