Vitlaust fólk fyrir rétti.

Þessum ungmennum á að veita ámenningu, og biðja þau að taka kúrs í fræðum Gandhi.

Reiði þeirra var réttlát vegna þess sem Alþingi var að gera þjóðinni.

Það hafði í fyrsta lagi ekki lyft litlaputta þegar auðmenn rændu landið.

Í öðru lagi þá brást það við því ráni með því að fara eftir tillögum ræningjanna, og kalla til yfirræningja hins alþjóðlega auðmagns, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þannig ætluðu auðræningjarnir að viðhalda aðstöðu sinni og ítökum.

Sagan kennir að það hefur þeim tekist mæta vel.

 

Já, reið fólks var mjög skiljanleg.

En síðan hefur meirihluti þingmanna gert sig seka um virkan stuðning við fjárkúgun erlendra glæpamanna, kennda við ICEsave.

Réttarríki sem lætur það viðgangast, er ekki réttarríki.

 

Það er aðeins hæft að handtaka súpuþjófa, og negla reið ungmenni.  Eins og reið ungmenni hafi ekki verið til á öllum tímum, og allflest endað sem nýtir borgarar.

 

Það er tími til kominn að ríkissaksóknari fari að lesa stjórnarskrána, og hegningarkafla laga þar sem fjallað er um fjárkúgun og meinta aðstoð við hana.

Annars er hann ekki starfi sínu vaxinn.

 

Og lætur stórglæpamennina sleppa.

Kveðja að austan.


mbl.is Töldu öryggi Alþingis ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    Ég las nú einhverstaðar að sú sem ákvað að kæra þetta m.a með vísan til þessa ákvæðis,  var í nákvæmlega sömu stöðu eitthvað um 1980,  þá fór hún ásamt fullt af nemendur úr Stúdentaráði m.a þar sem Össur átti að hafa lesið yfir þingheimi.  Það er naumast sem fólk gleymir þegar það er komið í valdastöðu!

Snorri (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Snorri.

Fólk gleymir, og þessi réttarhöld er staðfesting þess hverjir ráða landinu.

Þeir hinir sömu og réðu öllu fyrir Hrun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 4191
  • Frá upphafi: 1338890

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3753
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband