"Á meðan þjóðin er að vinna sig út úr erfiðleikunum".

 

Nei, þetta er ekki Pinochet sem talar svona, heldur leiðtogi jafnaðarmanna á Íslandi.  Treystir á algjöra trúgirni flokksmanna sinna ásamt algjörri veruleikafirringu íslensks vinstri fólks.

Væri vottur af manndóm í henni Ástu, þá myndi hún útskýra hvað marga spítala hún ætlar að loka til að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um 230 milljarða á næstu 4 árum.

Í beinhörðum gjaldeyri.

Og það bara í vexti.

Og síðan hefst höfuðstólsgreiðslan, 650 milljarðar greiðast upp á 5 árum.

 

Sjúkrahúsin duga ekki til, öryrkja og aldraða þarf líka að svelta.

Það þarf að loka skólum, fara 50 ár aftur í tímann hvað varðar námsframboð og námsmöguleika.

Síðan má hún útskýra af hverju hún ætlar Íslendingum að borga ICEsave, og hvar hún ætlar að fá peninga til þess.

 

Vegna þess að hún er ekki Pinochet, hún á enga skriðdreka til að verja samstaf sitt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem er að selja land okkar í hendur braskara, innlendum og erlendum.

Eins og hann hefur allstaðar gert þar sem hann hefur náð að læsa klónum skuldsettar þjóðir.

Eymd og örbirgð almennings, auðlegð og allsnægtir fjármagns.

 

Þó allur almenningur rísi ekki upp í dag, þá munu fleiri koma þegar lygin opinberast í sinni naktri mynd.  Það er enginn hagvöxtur framundan, það er engin endurreisn.

Aðeins bein leið í skuldaþrældóm.

 

Og þjóðin mun aldrei sætta sig við það.

Tunnurnar í dag eru aðeins upphaf endaloka ríkisstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Farið hefur fé betra en sjaldan eins ófögnuður.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Vindar munu áfram blása um Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þú hafir rétt fyrir þér og fólk sýni hve óánægt það er. Annars verður gert ráð fyrir að flestir séu nokkuð sáttir (þ.e. ef fáir mæta).

Eva Sól (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:04

2 identicon

Sjá menn ekkert nema dauða og djöful þarna fyrir austan! Flestir aðrir en þeir sem vilja bara sjórnleysi og rugl sjá að hlutirnir eru á uppleið. Þjóðin þarf hreinlega allt annað en þetta úrtöluraus í þér. Sjálfstæðisflokkinn til valda og þá er þetta allt að koma.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Eva Sól.

Þetta skiptist i tvennt, þeir sem ráða illa við lánin sín, þeir eru ekki sáttir.  En bugaðir, skynja ekki sinn samtakamátt.

Svo eru hinir, sem hafa það þannig séð alveg ágætt, og eru því ekki á þeim buxum að tunna.  Treysta þannig séð gömlu valdaklíkunni til að endurreisa landið.  Vilja láta loka spítölum, og láta skattfé þjóðarinnar renna í tilbúin erlend lán.

Skilja ekki alvöruna fyrr en til dæmis heilbrigðiskerfið er hrunið, og skilja samt ekkert í þessu, því það var búið að segja þeim að hlutirnir væru á uppleið, það þyrfti aðeins að taka nokkur hundruð milljarða í erlend lán, og þá færi allt í gang.

Eini vafinn gagnvart þessum hóp, er hvort hann verði meira hissa núna, en þegar hann trúði sömu fólki vikurnar fyrir bankahrunið.

En ríkisstjórnin er svo sundurþykk, að hún þolir ekki stóran hóp mótmælenda.  Svo þetta er bara spurning um hvað fyrri hópurinn gerir.

Það voru ekki margir sem stóðu fyrstu vaktina við Berlínarmúrinn.  En það komu fleiri og fleiri. Að lokum voru kúgararnir hraktir úr landi.

Ekkert hefst nema einhver byrji.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2011 kl. 17:55

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg, ég er bara svona illa gefinn.

Fatta ekki einfaldlega viskuna að skattlagning og niðurskurður byggi upp hagvöxt.

Og einnig er ég svo eigingjarn að ég vil frekar sjúkrahús og skóla, en erlend gjaldeyrislán handa krónubröskurum.

En þú vilt kannski útskýra hvernig þú ætlar að borga þessa 238 milljarða í vexti handa AGS, á næstu 4 árum, svona fyrir utan alla hina.

Þú kannt kannski svona 101 hagfræði, sem var ekki sett í askana fyrir austan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2011 kl. 17:59

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

landið var selt til braskara árin 2003-2006

Óskar Þorkelsson, 17.1.2011 kl. 18:38

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Landið hefur ALLTAF verið í höndum braskara.... misvitra miðjumanna sem hafa gefið sig út fyrir að vera hægri eða vinstri en ekki vitað hver munurinn væri.

Sérlega eru vitgrannir þeir er nú sitja sem ekki vita hvað velferð eða uppbygging þýðir né heldur muninn á hvetjandi kerfi og letjandi.

Óskar Guðmundsson, 17.1.2011 kl. 19:56

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið nafna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2011 kl. 22:13

8 identicon

Rosalega er eg ánægð með færsluna þina Ómar ! Og það þarf hvorki Sjálfstæðismann eða annnann pólitikus til að sjá hvert stefnir . Bara manneskju með heilbrigða skynsemi  sem  hefur þurft að vinna ser og sinum fyrir sinu lifibrauði við misjöfn skilyrði i gegnum timann  .......

ransý (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 01:21

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk ransý.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2011 kl. 06:55

10 Smámynd: Elle_

Mér finnst illa vegið að Ómari þarna í no. 2.  Manni sem hefur hvað harðast staðið gegn ICESAVE kúguninni og skrifar langmannlegustu pistlana gegn níðingsskap.

Landið á uppleið segirðu?  Landið verður ekki á uppleið og væri á hraðri niðurleið hefði AGS og núverandi stjórn, ICESAVE-STJÓRNINNI, tekist böðulsverk sitt.  

Og landið MUN VERÐA á hraðri niðurleið með ICESAVE: Lokun spítala, skerðingu skóla, uppsögnum fjöldans sem mun flýja til útlanda.   Og með svelti á gamalmennum.  Svona fyrir utan það að lögleysan má alls ekki líðast.

Elle_, 18.1.2011 kl. 15:02

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle, burtséð frá auðráni, þá má aldrei láta glæpaklíkur komast upp með að stjórna landinu.

ICEsave klíkan er á svipuðu level og klíkan sem stjórnar Burma, reyndar aðeins fágaðri, og jú annað, stelur stórt, meðan þeir suður frá eru að nurla mútur hér og þar.

Takk annars fyrir stuðninginn, en ef frú Ingibjörg hefði önnur vopn en frasa, þá mætti hún inn, og jarðaði rök mín.

Það að enginn stuðningsmaður ICEsave glæpaklíkunnar skuli ekki hafa getu til að halda uppi vörnum, það segir allt sem segja þarf um innihald frasanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 79
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 5396
  • Frá upphafi: 1338854

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 4746
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband