Mun mútufé ESB duga???

 

Við skulum ætla að atlaga ákveðinna starfsmanna Ruv að þjóðinni í ICEsave deilunni sé kostuð af þessu mútufé.  

Það svíkur vonandi enginn þjóð sína fyrir minna en þrjátíu silfurpening.  

Augljóst er að vasar ákveðinna þingmanna VinstriGrænna hafa tútnað í beinu hlutfalli við fjölda yfirlýsinga þeirra að um aðildarviðræður sé að ræða, ekki aðlögunarviðræður, eða innlimunarferli sem er nærtækast orðfæri þeirra sem vilja ekki aðild.

ESB heldur úti og fjármagnar líka Fréttatímann, þar eru jú þekktir málaliðar á ferð.  Menn sem eru löngu búnir að selja auðmönnum ömmu sína og eiga bara föðurland sitt eftir.  Eina spurningin er hvort ESB haldi þessum snepli út eftir að innlimun er lokið??

 

Eftir stendur sú spurning, mun þetta duga???

Lætur þjóðin þrældóm og innlimun yfir sig ganga, ef aðferðum Kóka Kóla er beitt???

 

Á spýtunni hangir hvernig ríkisstjórninni tekst með aðstoð flokksmanna sinna á landsbyggðinni að hlutlausa andstöðu landsbyggðarfólks við afnám sjúkrahúsþjónustu með því sem fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra kalla svo smekklega "meiri tími í aðlögun", það er að í stað þess að rústa henni á einu ári, þá verði það til dæmis gert á þremur árum.

Takist þessi blekkingarleikur ekki, ef stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar verði úthrópaðir í samfélögum sínum fyrir stuðning sinn við svívirðuna, þá er hætt við að tunnufólki berist sá liðsauki sem þarf til að hrekja leppa AGS/ESB út á hafsauga eða uppí myrkustu öræfi þar sem þeir geta ekki lengur unnið samlöndum sínum miska.

Þá fellur stjórnin, og ESB mun gefa innlimunina upp á bátinn.

 

Spurningin er hvort hinir ólíku hópar andstöðunnar geti sameinast gegn hinni sameiginlegri vá, vá skuldaþrældóms og sjálfstæðismissis í hendur alþjóðlegs þrælaauðmagns.

Hingað til hefur ríkisstjórnin með dyggri aðstoð keyptra fjölmiðlamanna Jóns Ásgeirs og vinnumanna breta hjá Ruv. tekist að deila og drottna.  Henni hefur tekist að einangra hvern hóp fórnarlamba sinna frá stuðningi annarra sem sæta atlögu.

 

Þess vegna glottir verðtryggingarþræll við tönn þegar hann heyrir af niðurskurði á Vopnafirði eða á Húsavík.  

Þess vegna glottir landsbyggðarfólk þegar áróðurinn um sukkarana í Reykjavík sem engum fótum kunnu forráð, nær sínum hæstum hæðum á öldum ljósvakanna.  

Þess vegna styður verkafólk ASÍ forystuna sem segir með miklum þunga, ICEsave er forsenda uppbyggingar og atvinnu, þó sú atvinna sé lífstíðarþrældómur skuldaþrælsins.

Þess vegna vilja margir ESB því evran er kynnt í skærrauðu ljósi Hollywoodarkvikmyndarinnar gegn sveiflandi krónu útflutningsgreinanna.  

Og hver vill ekki borða ódýrt hormónakjöt frá Evrópu í stað innlendrar framleiðslu, eru bændur ekki ómagar á þjóðfélaginu???

 

Enginn áttar sig á að lygin og skrumskælingin er öll ættuð úr sama ranni, frá leppum AGS og auðmanna.

Og þeirra markmið er að brjóta þessa þjóð á bak aftur og leggja auðlindir hennar undir sig.  Þeir sem sætta sig ekki við skuldaþrældóminn og verksmiðjuvinnuna, þeir mega fara, alltaf til nóg af fátæku fólki í Mið Asíu sem vill koma hér í staðinn svo vitnað sé í hagfræðing hjá Seðlabankanum sem útskýrði að efnahagsráðstafanir AGS miðuðust við að fá skuldir erlendra lánardrottna til baka, ekki til að viðhalda íslensku samfélagi.

Og svo eitt sé haft á hreinu, þá hefur AGS alltaf komið hreint fram, ekki logið neinu til um tilgang sinn.

 

Lygin vellur úr munni innlendra leppa, kostaða af ESB.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Markmiðið að tryggja stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar. Með allri virðingu fyrir málstaðnum, sem þú berst svo dyggilega fyrir, þá sýnist mér í þessari færslu vera nokkuð um órökstuddar aðdróttanir og þær valda því að ég tek minna mark á orðum þínum en vert væri.

Birnuson, 31.10.2010 kl. 01:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson, gaman að heyra í þér.  Og takk fyrir að veita þessum pistli athygli, hann flokkast undir það sem ég kalla grunnpistla, það er þar sem ég annað hvort orða fyrst ákveðna hugsun í röksamhengi, eða ég skrifa um mál út frá þeim staðreyndum sem ég hef aflað mér (sem ég er ekki að gera núna)..

Þú verður að fyrirgefa, að ég hló dálítið þegar ég las innslag þitt, "nokkuð um órökstuddar aðdróttanir", ég hélt að þær hefðu verið heilmargar.  Og þar sem ég veit að þú hallast að stuðningi við þína menn, að þú skulir nota þennan pistil, lítt lesinn, til að bömma mig, en ekki til dæmis þann síðasta sem ég sendi frá mér til að kanna þolmörk minna skrifa. Á ég við  þegar ég fjallaði um óða hunda án þess að lesturinn hrundi, og að ég skyldi halda heiðursessinum á Moggablogginu, það sagði mér að línurnar hafa skerpst mjög í þjóðfélaginu.

Til skamms tíma hefði enginn komist upp með að blogga svona án kárína og útskúfunar.  Og einhver hefði nú getað bent mér á að hann væri alveg hættur að lesa mig eins og annar bloggvinur minn gerir reglulega, eða þá að hann væri alveg hættur að taka mark á mér, eins og þú átt nú til að gera með reglulega millibili.

Þetta segir mér Birnuson að það ríkir stríðsástand í þjóðfélaginu, og það eru fleiri þátttakendur í því stríði en ég.  Tími hinnar málefnalegu umræðu er liðinn og núna eru það fylkingar gráar fyrir járnum sem takast á.  Munurinn á mér og mörgum öðrum er kannski sá að ég leyni því ekki neitt að ég er að höggva mann og annan, ég læt andstæðinga mína ekki njóta neins sannmælis.  Og já ég dylgi, fer með hálfsannleik, nota sterk orð og sný út úr öllu. 

Nema með þeirri undantekningu að ég sýni hina hliðina ef vel er farið að mér í athugasemdakerfinu.  Annars vinn ég eftir mottóinu "þegar andskotinn hitti ömmu sína."  Og skammast mín ekkert fyrir það.

Vegna þess að ég upplifi fordæmalausa atlögu auðræningja að þjóð minni og samfélagi.  Og vopn þeirra er lygi og skrumskæling staðreynda.  Síðustu dæmin eru órökin fyrir niðurskurði á landsbyggðinni, gjörð sem sparar ekkert fyrir ríkið, en vegur að forsendum byggðar.  En þjónar ákveðnum hugmyndafræðilegum forsendum sem kenndar hafa verið við 101 Reykjavík, því margir MR ingar hafa verið í hópi þeirra sem vill leggja allt niður á landsbyggðinni því hún er svo óhagkvæm.  

Rökræða lyga og blekkinga þrífst vegna þess að íslenskir fjölmiðlar eru hallir undir hana, og sjónamið skynseminnar og staðreynda koma lítt fram. Til dæmis hafa sparnaðarrökin verið marghrakin í góðum blaðagreinum lækna og hjúkrunarfólks á landsbyggðinni, en það lesa fáir greinar, og ekki hvarflar að fjölmiðlamönnum að taka viðtöl við þetta fólk og kynna rökin á bak við vörn þess.  Heldur er keyrt á aumingja landsbyggðarmenn sem skilja ekki að það þarf að spara, og annað í þeim dúr sem ég ætla ekki að fara í hér (en get alveg týnt mörg dæmi til um órök ráðamanna sem fá að fljóta gagnrýnislaust) sökum lengdar þessa innslags.

Annað dæmi sem snertir sjálfa tilveru þjóðarinnar, er ICEsave fjárkúgun breta.  Þar er stanslaust farið rangt með í ríkisfjölmiðlum (að ég minnist ekki á fjölmiðla Jóns Ásgeirs) og látið eins og bretar hafi einhverja lagalega kröfu á hendur þjóðinni.  Jafnvel eftir að ESB sjálft viðurkenndi að slíkt væri ekki samkvæmt viðkomandi tilskipun.  

Nú síðast var Sigrún Davíðsdóttir að mýkja landann fyrir næstu tilraun ríkisstjórnarinnar að semja við breta með því að pistla um stóru skuldina, þessa sem félli á þjóðina út frá hugsanlegum brotum á mismunareglunni margfrægu.  Fyrir utan þá rökvillu að halda að einhver dómstóll geti samkvæmt alþjóðarétti dæmt þjóð í gjaldþrot, þá tókst Sigrúnu að fjalla um málið út frá forsendum breta, án þess að minnast nokkurn tímann á að íslenskir lögfræðingar hafa hrakið þessar kröfur lið fyrir lið.  Enda ekki flókið því EES er ekki ríkjasambanda eins og Bandaríkin Norður Ameríka.

Hvað gengur þessu fólki til Birnuson????

Þegar ég dylgja það um mútur, þá tek ég það fram að ég get ekki ætlað nokkurri manneskju þá heimsku að tala eins og þetta fólk gerir, það er fræðilega útilokað að það viti ekki að það er að ljúga.  Þetta eru velgefnar manneskjur og það lýgur enginn svona nema út frá hagsmunum eða málstað.

Þá er tvennt sem kemur til greina, þau fremja landráð sín vegna peninga, eða af hugmyndafræðilegum hvötum.  Vissulega hallast ég persónulega af því síðarnefnda, en get svo sem ekki útilokað það fyrra.  Í eitthvað fara þessir peningar frá ESB.

En það hentar málflutning mínu að tala um mútufé ESB, og ég er í stríði og nota það sem gagnast mér best að lemja á andstæðingum mínum.

Víkjum þá að nokkrum sögulegum staðreyndum.

Réttur minn til að verja sjálfan mig og nota þau ráð sem duga til þess, var viðurkenndur þegar kóngarnir Lúðvík og Karl voru hálshöggnir.  Og orðin um almenn mannréttindi, og rétt fólks til að verja þau, voru sett á blað í aðdraganda og kjölfar uppreisnar nýlendanna 13 gegn enskri yfirstjórn.  Get fjallað meira um það en plássins vegna ætla ég ekki að gera það.

Framferði starfsmanna Ruv, eins og pistill Sigrúnar Davíðsdóttir er gott dæmi um, er landráð.  Um það þarf ekki að deila, svona mál hafa verið rekin af lýðræðisþjóðum fyrir löglegum dómstólum.  Nærtækast er að vitna í Breta (þegar þeir höfðu æru og voru skrifaðir með stórum staf) og aftöku þeirra á Lord Haw Haw, öðru nafni William Joyce.  Hann nýtti sér blaðlegt sjálfstæði sitt til að útvarpa rökum andstæðinga breta, þjóðar sem þeir áttu í stríði við, án þess að gæta nokkurs sannmælis á málstað samlanda sinna.  

Og þegar þjóð sætir árás annarrar þjóðar eru það landráð.  

Og þegar leppstjórn sem styður hina erlenda árás, stjórnar, hvaða ráð nota þá fórnarlömb árásanna.  

Ég fullyrði að dylgjur um mútur eru velsloppið.

En af hverju ekki mútur???  Þegar upp hófst fár í Evrópu gegn uppsetningu skammdrægra kjarnorkuflauga, þá varð málflutningurinn mjög einhliða þar sem öll gagnrýnin á vígbúnaði beindist að Bandaríkjamönnum.  Fannst mörgum það grunsamlegt, og dylgjuðu um fjárstreymi frá KGB til vissra lykilaðila í áróðrinum.  

Það voru dylgjur því þeir gátu ekki sannað neitt því ekki var bókhald KGB opið.

En það opnaðist við fall Sovétríkjanna, og fjártengslin voru sönnuð.

Þú skalt því fara varlega Birnuson að gera lítið úr fólki sem bendir á afbrigðilegar hvatir á bak við lygar og blekkingar fjölmiðla.  Á því eru oftast skýringar, peningastreymi er eins sú þekktasta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.10.2010 kl. 15:20

3 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, og beztu þakkir fyrir þetta ítarlega og vel rökstudda svar; það var einmitt eitthvað í þessa veru sem ég var að vonast eftir. Ég er nefnilega enn þeirrar skoðunar, eins og ég reyndi að ýja að í athugasemdinni, að framsetningin í skrifum þínum valdi því að of fáir taki mark á þér. (Þetta á við um suma pistlanna þinna að minnsta kosti. Vegna anna get ég yfirleitt ekki gefið mér tíma til að lesa nema h.u.b. tíundu hverja færslu hjá þér og það er líka skýringin á því að athugasemdin var sett inn hér: þetta er eini pistillinn sem ég hafði tíma til að líta á í liðinni viku.) Ég skrifaði að ég tæki „minna mark á orðum þínum en vert væri“ vegna þess að ég tel mig vita að fleiri en ég taki með fyrirvara skrifum sem einkennast ekki af hófsemd og varkárni. Þetta þýðir sem sagt ekki að ég sé „alveg hættur að taka mark á þér“; þá myndirðu ekki heyra frá mér framar. Aftur á móti er ég fullkomlega ósammála því að tími hinnar málefnalegu umræðu sé liðinn. Flestir, sem ég ræði þessi mál við, virðast vera á sömu skoðun. Sumum þykir ótækt að fullyrðingar séu settar fram aðeins vegna þess að þær „henti málflutningi þínum“. Ef tilgáta mín er rétt verður stíllinn, sem þú notar, til þess að boðskapurinn nær aðeins til dyggra lesenda en hinir hrökkva frá. Það er varla tilgangurinn? Á hinn bóginn hef ég engin tök á að sannreyna þessa tilgátu og þú getur kannski sýnt mér fram á að hún sé röng! Það, sem ég vildi sagt hafa, er að ég skil aðferðina (enda hefurðu skýrt hana fyrir mér áður); ég held bara að hún skili ekki mestum hugsanlegum slagkrafti. Svo að ég víki að öðrum atriðum sem þú nefnir, þá tek ég í fyrsta lagi undir það sem þú segir um „órökin“ fyrir niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Þegar kemur að Icesave tel ég, eins og þú veizt örugglega, að það mál sé óútkljáð í öllum skilningi. Þar eru rök „með og á móti“ og vandséð hvor eiga meiri rétt á sér. Pistla Sigrúnar Davíðsdóttur les ég hins vegar ekki og get ekki dæmt um þá. Þú segir að „það [ljúgi] enginn svona nema út frá hagsmunum eða málstað“. Þriðja skýringin gæti verið hjarðhegðun, sem er afbrigði af ófyrirgefanlegu hugsunarleysi (eða þá peer pressure eða hvað sem það var annað sem olli því að starfsmenn Seðlabanka Íslands „þorðu ekki“ að birta hagspárnar sínar!). Þó að framkoma Breta hafi verið þeim til óvirðingar fæ ég ekki séð hvernig hún getur talizt „árás“ á Íslendinga. Áttu við að þeim hafi gengið til að koma okkur á kné? Þú getur þess að ég „hallist að stuðningi“ við mína menn. Það er vafalaust rétt, en þau orð hafa vakið mig til umhugsunar um hverjir þeir menn séu. Meira um það seinna ef tilefni gefst. Loks biðst ég afsökunar ef þú hefur haldið að ég vildi „gera lítið“ úr þér. Það dytti mér ekki í hug; ég nenni ekki að skiptast á skoðunum við fólk sem ég virði ekki. En ég skal lofa að fara varlega.

Birnuson, 1.11.2010 kl. 03:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Svona til að byrja með til að fyrirbyggja misskilning þá var ég nú ekki að tala um mig persónulega þegar ég bað þig að gera ekki lítið úr dylgjurum, vissulega í þeim hóp, en almennt meinti ég.  Og vil hnykkja á því betur.

Dylgjur geta bara verið dylgjur og fundurinn í Washington er gott dæmi um mótmæli gegn slíkri umræðuhefð.  En dylgjur geta líka verið rökstuddar ábendingar að aðeins annarlegir hagsmunir geti útskýrt einhliða málflutningi eða ákafan stuðning við eitthvað ákveðið, málstað eða hagsmuni, og augljóst er að staðreyndir verða undir í þeim stuðningi.

Dæmi eru til dæmis prófessorar sem alltíeinu eru komnir á jeppa og í Armani, svona daginn eftir að þeir skrifuðu blaðagrein um "hagkvæmni" kvótakerfisins.  Þeir fá augljóslega feita styrki, feita bitlinga út á þann stuðning, en hvort kom á undan, og er eitthvað meira undir borðinu??'  Á meðan þú getur ekki sannað, þá eru þetta dylgjur og í hatrammri baráttu, til dæmis ef byggð þín samfélags er í húfi, þá gætir þú talið réttlætanlegt að grípa til þeirra, en í þeirri ákvörðun er alltaf efi.

Annað dæmi er óeðlileg atburðarrás í einkavæðingu orkuauðlinda, sem endaði í Magma klúðrinu, og hefði endað illa í Rey málinu ef atburðarrásin hefði ekki tekið völdin af stjórnmálamönnunum.  Þar voru miklir hagsmunir í húfi, og skelfilegir hlutir á ferð í hugum margra.  Var réttlætanlegt að dylgja um fjárstuðning auðmanna til ákveðinna stjórnmálamanna.   Þær dylgjur áttu þátt í að þeir misstu stjórnina á Rey málinu, og íhaldið bakkaði í bili, en þetta voru samt dylgjur.

Sannar dylgjur hefur tíminn leitt í ljós.

Þriðja dæmið og þá kemur þú að því hólfi dylgjubransans sem ég tilheyri, allavega að eigin áliti þegar ég tek ákvörðun um beitingu þeirra, er þekkt úr sögunni.

Á seinni hluta fjórða áratugar, og alveg fram undir 1945 dylgjaði breskur stjórnmálamaður, í upphafi þingmaður og fyrrverandi ráðherra, til dæmis flota og fjármálaráðherra, en loks flotamálaráðherra, og síðan forsætisráðherra, um innræti og gjörði ráðamanna annars sjálfstæðs ríkis, stórveldis á meginlandi Evrópu.

Ræðurnar sem hann hélt í breska þinginu um leiðtoga Þýskalands, voru vart prenthæfar þegar hann talaði um illsku, úrkynjun, mannvonsku, stríðsæsingastefnu og ég veit ekki hvað.  Svona talar enginn, enda hlaut Churchil bágt fyrir.  Á tímabili vildi enginn tala við hann fyrir utan konuna og ritarann, man reyndar ekki hvort hann átti hund.  Hann var kallaður sóðakjaftur, stríðsæsingamaður, dóni og ég veit ekki hvað og hvað (stórskemmtilegur sjónvarpsflokkur um þessi ár hans var sýndur á Ruv fyrir nokkrum árum).

Heldur þú að Churchil hafi ekki vitað hvað hann var að gera?????

Heldur þú að hann hefði ekki getað tamið sér hógværara orðafar?????

Málið var það, að alveg eins og þið hófsemdarmennirnir eigið svo erfitt með að skilja í dag, er að stundum duga engin vettlingatök.  Það er ef þú skynjar óvin, illvígan óvin sem er langt kominn með að ná yfirhöndinni því enginn mætir honum með tökum sem þarf að taka hann.

Og þá fyrst verður baráttan illvíg, ekki með orðum, heldur með blóði, svita og tárum, og óendanlegum þjáningum saklaus fólks.

Sagan sannaði að ekkert sem Churchil sagði var ofsagt, engin orð náðu yfir þá illsku sem leyndist á bak við slétt borð hinna vel greiddu jakkafataklæddu böðla.

En sagan þurfti ekki að enda svona.  Til dæmis hefði nasisminn getað tekið ákvörðun um að sigra heiminn með hugmyndastríði líkt og núverandi óvinur hefur gert með svo góðum árangri.

Og þá hefði Churchil bara verið gamalt drykkfellt fífl.

En átti hann að þegja eftir að hann gerði sér grein fyrir hættunni af mannvonskunni sem hafði skotið rótum í Þýskalandi????

Og í mínum huga er ekki efi um það svar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.11.2010 kl. 20:17

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, ennþá er flóafriður af börnunum og því ætla ég að koma efnislega inn á nokkra punkta.

Það er ekkert mat að bretar gerðu árás, þeir gerðu árás.  Það vill svo til að um þetta eru ákveðnar skilgreiningar, og ég í krafti míns vilja til málefnalegrar umræðu, bloggaði um "econmic war".  Þú mátt fletta upp á þeim pistli ef þú vilt, en ég nenni ekki að hafa hann eftir.

Þú spyrð um hvort bretum hafi gengið það til að koma okkur á kné og ég ætla að þú sért að stríða mér, eða ætlar þú að stærsta fjárkúgun sögunnar sé í öðrum tilgangi???

Vissulega eru rök með og móti í þessari deilu.  Og ég þekki þau vel.  Hef tekið þátt í rökræðum þar um áður en ég lagðist út í skæruliðahernað.  Á þær til skjalfestar á bloggsvæði Markaðarins og tók þátt í þeim við þann mæta mann Gísla Gunnarsson prófessor.  

Það er eðli rökræðu að það þarf að vera rök fyrir málinu.  

Gísli benti mér á að kostnaðurinn við að semja ekki væri meiri en að semja, og færði fyrir því rök.  Sama pól tóku þingmennirnir Sigríður Ingvadóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir (það er í fjölmiðlum og á Alþingi).

En Gísli notaði ekki órök eins og að lagalega skyldu væri að ræða eða að við yrðum að semja, hann taldi það skynsamlegra vegna styrkleika hryðjuverkaárásar breta sem við gætum illa varist.

Þessi rök eru einu rök sem eru tæk hjá ICEsavesinnum, en þau eru ekki notuð í almennri umræðu, heldur var logið til um alþjóðlegar skuldbindingar, logið til um að þetta stæði í EES samningnum, þegar því var hnekkt, logið til um að þetta stæði í tilskipun ESB um innstæðutryggingar, og þegar ESB lýsti því yfir að svo væri ekki, þá var lokalygin vakin til lífsins, að vegna mismunarreglunnar þá  gæti kostnaðurinn verið ennþá hærri.

Það skiptir engu máli hvaða mat þú hefur á lygi í svona máli, Birnuson, að ljúga skulda upp á samborga sína með stuðningi við ólöglega fjárkúgun er glæpur, og þegar tilvera þjóðarinnar er í húfi, þá eru það landráð af grófustu gerð.

Og í flestum ríkjum heims eru menn skotnir fyrir það, þar á meðal Bretlandi.

Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að krafa er lögleysa ef hún nýtur ekki stuðnings dómstóla, en það hefur bretum láðst þegar þeir lögðu af stað í ránsleiðangur sinn.

Pistill Sigrúnar Davíðsdóttur var einhliða hræðsluáróður til að kúga þjóðina til undirgefni í ICEsave deilunni.  Aðeins skelfilegasta túlkun á málstað breta kom þar fram og ekki sagt stakt orð um rökstuddar lagaskýringar íslenskra prófessora sem hafa afsannað lið fyrir lið málflutning breta.

Vissuleg má hún fjalla um málið og benda á hættur, en einhliða stuðningur við málstað árásarríkis er hvergi liðinn nema þar sem leppar þeirra fara með völd.  Þess vegna er talað um leppríki eins og var hlutskipti Austur Evrópu í áratugi.

Og þetta er aðeins nýjasta dæmið um þessi vinnubrögð.

Jæja, brjáluð börn.

Bið að heilsa í bili, á einn pistil eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.11.2010 kl. 20:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur, þá er það lokahnykkurinn.

Á meðan ég svæfði strákana þá varð mér alltí einu hugsað til nafna míns Kristjánssonar og hans nálgun á ICEsave, við hann hef ég rætt með þokkalegri kurteisi og tel mig vita að hans afstaða byggist á þeirri einlægri trú að okkur sé betur borgið innan ESB og ICEsave sé hundsbit sem við verðum að kyngja til þess.  Og hann mátti alveg eiga það þegar ESA birti sitt lögfræðiálit, þá mætti hann alveg sérstaklega til mín til að hía, og mat ég það við hann, því það er virðing að höggva andstæðinginn þegar menn hafa eitthvað til að höggva með.

En það er þetta með ykkur hógværu sem eigið landið að erfa.  Dreg það ekki í efa að þú viljir málefnalega umræðu, og þeir sem þú þekkir.  En þið eruð alltaf fyrstu fórnarlömbin þegar fylkingar stríðsvæðast, eiginlega er báðum aðilum illa við ykkur, og ofsækið ykkur hafi þeir tök á.

Því heilbrigð skynsemi er alltaf hættulegur andstæðingur öfganna.  

Og gangi ykkur vel í því, ekki agnúast ég út í ykkur, nema þegar þið pirrið þau áhrif sem ég sækist eftir í áróðri mínum.  Þá er það breiðsíðan, en mér til afsökunar hef ég það að slíkt tíðkast mjög í stríði að skjóta þá sem gagnast andstæðingum þínum.  

Líði ykkur illa út af þessu, þá vil ég minna á þjáningar kvekara í gegnum tíðina, og mig minnir að ég hafi séð eina góða svarthvíta (er svo gamall að ég man eftir þeim) með James Stewart þar sem hann fékk miklar kárínur frá sonum sínum yfir hlutleysi sínu á dögum þrælastríðsins.

Virkilega flott mynd.

En þegar ég áttaði mig á að landið var hersetið, aðra skýringu á ég ekki á Svavarssamningnum hinum fyrri, þá lagðist ég út.  Og það er alltaf þannig að það þurfa alltaf einhverjir að byrja andspyrnuna, og það er í eðli andspyrnu að hún felst í að bömma á andstæðingana við öll hugsanleg tækifæri.  

Þú spyrð um árangur.

Veit ekki, ég veit hver orðaði fyrst á markvissan hátt hér á Moggablogginu fjárkúgun og landráð, og ég veit hver byrjaði fyrst að tala um AGS á sem svartastan hátt, þessa fyrrum trúarstofnun heiðarlegra íhaldsmanna.  Og ég veit hvernig heiðarlegir íhaldsmenn tala í dag um AGS.  Og ég veit hver gaf fyrst tóninn hér á blogginu um enga eftirgjöf handa bretum án undangengins dóms.

Og það eru komnar 220.000 flettingar frá því ég lagðist út.

Samhengi, ég veit allavega hvað ég er að gera, og veit upp á hár hvert ég stefni, hef vitað það frá fyrsta degi.  Og það gekk næstum því eftir við þingsetninguna.

Um áhrif óþekkts einstaklings innan um hundruð annarra bloggara???

Hef ekki græna glóru, en ef ég sé rök og röksamhengi dúkka upp hjá öðrum, þá er þetta eins og litli dropinn sem olli gárunni, hann er ekki gáran, en ???

Að eyðileggja fyrir sér meðal hófsemdarmanna með sterku orðalagi???

Er það????

Það eru til tvær leiðir hið minnsta til að hafa áhrif á hugsun fólks, ein kallast síbylja, sem virkar til dæmis hjá Kóka Kóla, og er þekkt aðferð í áróðri.  Er þetta lesið???  Allavega fer ég á toppinn þegar ég nenni, og finnst það alveg ágætt því hugmyndafræðilega er ég eyland, mér hefur tekist að bömma alla hópa sem ég á samleið með, og er það bara nokkuð mikið afrek.

Önnur aðferð til áhrifa er að kunna að setja fram mál sitt á þann hátt að það sé lesið, en veki um leið viðbrögð.  Og þá er ég ekki að tala um viðbrögð þeirra sem eru sammála.  Heldur um viðbrögð þeirra sem vilja þagga niður í svona rugli.

Þó ég segi sjálfur frá, þá hefur það ekki verið vandamála á mínum bloggi, þöggun.  Af hverju???  Jú, því það vill svo til að ég hef staðreyndir málsins með mér.  Og það er mesta áfall fyrir fólk að uppgötva það.  Það á ekki til rökin til að þagga niður í helvítinu.

Á sama tíma eykur það sjálfstraust samherja að sjá einhvern í sama liði komast upp með að haga sér alveg eins og honum sýnist, laus við hælbita og hýenur spunaliðsins.

Og þetta gera ekki allir Birnuson.  Já, ég veit hvað ég er að gera.

Þú hefur sjálfsagt tekið eftir því að ég minnist ekki á þriðju leiðina, að fá menn á mitt band með rökum.

Þekkt leið, en ekki á mínu færi.  Mér vitanlega hef ég ekki sannfært neinn um mínar skoðanir, enda rek ég eins manns byltingu.  En það er ekki þannig að ég hef ekki reynt.  Bloggvinur minn Árni Gunnarsson sagði það einhvern tímann við mig, eftir að við urðum staupsáttir um að vera ósammála, að ég mætti þó eiga það að ég nennti að svara fólki, og rökstyðja mitt mál, það er ef menn kæmu til mín til að eiga rökræður, ekki skammakastast.

Ég ætti því að vita að ég hef reynt, en ekki haft árangur sem erfiði.

Þess vegna er ég ekki í þeirri leið sem þú æskir af mér.  Ég ræð ekki við hana.

En ég er góður í hinum tveimur, og þar sem ég er í stríði, þá þarf ég að sætta mig við að gera það sem þarf að gera til að hrekja ríkisstjórnina frá.  Og þann hluta af því sem ég ræð við.

Hef ég gaman af þessu??

Nei, ekki nema þegar ósvífnin er að drepa mig, eða þegar virkileg aksjón er í gangi, annars er þetta bara ósjálfráð skrift sem ég eyði engan tíma í.  En þegar ég barðist fyrir betri heimi, þá bæði las ég og las blogg annarra, kynnti mér skoðanir fólks, og spáði mikið í hvað ég sagði.

En það er löngu liðin tíð.

Af hverju er ég þá að réttlæta sjálfan mig???'

Það er ekki þannig að mér sé þannig séð ekki sama um álit þitt per se, þekki þig ekki neitt.  En þú kemur inná punkta sem fólk mér nærri hefur spurt, til hvers ertu að þessu?  Og það skilur ekkert í þegar ég segi að ég sé að fella stjórnina og hrekja AGS úr landi.  Sér ekki samhengið.

Þess vegna skrifa ég reglulega niður "réttlætingu" mína, bæði til að orða hana, því hún kemur til tals í persónulegum samtölum og gott að hafa fókusað hugsun fyrir, sem og hitt til að geta vitnað í hana, ef ég nenni ekki að ræða málin, en vitna í fyrri umræðu.  Þannig hef ég náð "sáttum" við marga menn sem hafa borið það upp á mig að vera íhaldsskarfur (sem er líklegast það fáa sem ég hálfmóðgast yfir) en eru þannig eðlis í málflutningi að ég vil ekki stunda ófrið við, og það hefur lukkast bara ágætlega.

Og ekki hvað síst, taktík er taktík.  Mín er dæmi um slíka.  Margur maðurinn yrði miklu betri í bloggheimum, ef hann vissi hvað hann væri að gera.  Þess vegna lesa menn svona pælingar, ég sé það á fjölda flettinga, fram yfir IP tölur, að svona skrif eru lesin, og ég á það til að fá í hausinn þegar einhverjum finnst samkvæmnina skorta.

En hefur þetta einhver áhrif??

Óbein, og ég get ekki farið fram á meira, hve mikið og hve víða, hef ekki hugmynd, hef ekki efni á markaðsrannsóknum.

En Birnuson, ég veit að ég er hluti af hóp sem var mjög fámennur í upphafi, og almennt útskúfaður sem öfgafólk sem hataðist við ICEsave og AGS.

Núna í kvöld kom könnun um fylgi ríkisstjórnarinnar, hún er á síðustu metrunum.  Þessi hópur sem ég tilheyri á þátt í því, en aðstæður spila vissulega mest inn í.

En það þarf einhver að nýta aðstæðurnar.

Kallast taktík.

Og ekkert meir um það að segja.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 1.11.2010 kl. 22:20

7 Smámynd: Birnuson

Þarna fékk ég lengri og betri svör en ég áttið skilið. Set inn línur á morgun.

Birnuson, 2.11.2010 kl. 02:12

8 Smámynd: Birnuson

Ég ætlaði að vera búinn að svara þér, en sá að ég þyrfti að leggjast í nokkuð mikinn lestur fyrst. Læt vita hvað kemur út úr því.

Birnuson, 3.11.2010 kl. 23:52

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Don´t worry, be happy.  Mér er rénuð pestin og leiðindin.

Verð með hugann hjá því góða fólki á morgun sem mun reyna að tunna óþverrann burt, en lítt við tölvuna.  Þessari törn er lokið, nú er friður fyrir mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 894
  • Sl. sólarhring: 1360
  • Sl. viku: 4370
  • Frá upphafi: 1325456

Annað

  • Innlit í dag: 794
  • Innlit sl. viku: 3839
  • Gestir í dag: 737
  • IP-tölur í dag: 716

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband