Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru skýr.

 

Étið það sem úti frýs.

 

Við eigum bara til pening handa bretum og AGS.

Við endurreisum hagkerfi auðmanna með hlutfallslega stærsta gjaldeyrissjóð  sem sögur greina, allt að láni að sjálfsögðu, svo auðmenn geti aftur tekið upp fyrri iðju að fífla krónuna.

Og einhver verður að borga.

Hver er hæfari til þess en saklaus almenningur, sérstaklega þeir sem búa nógu langt frá 101 Reykjavík.

 

Og þessi skilaboð ríkisstjórnar Íslands eru sett fram í trausti þess að fólk hafi ekki manndóm til að mótmæla á þann hátt að leppar AGS hrökklist frá völdum.

Enda stjórna auðmenn fjölmiðlum, Ruv er lítið útibú frá BBC og ASÍ er skúffa á skrifborði framkvæmdarstjóra atvinnurekanda.

Allt er sem sagt undir kontról, allt nema tunnurnar.

 

Munu þær mynda það afl sem fær þjóðinni aftur land sitt og stjórn sinna eigin mála???

Verður AGS tunnaður úr landi???

 

Þar er efinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Ætla að loka legudeild HSA á Vopnafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlið þið landsbyggðartúttur aldrei að skilja það að samfélagið hefur ekki efni á þessum lúxus sem það er að hafa alla þjónustu á þessum krummaskuðum með engri nýtingu?

Berserkr (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Bla, bla, bla, bala.

kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.10.2010 kl. 17:36

3 identicon

Ég á ekki orð yfir innlegginu frá þér Berserkr svo ég steinheld bara kjafti. Jú annars smávegis verð ég að segja: Vona bara að þú eigir aldrei eftir að veikjast einhvernstaðar þar sem enga umönnun er að fá

Sigurveig (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:37

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigurveig.

Hann Berserkr er ekki maður, hann er hluti af handstýrðu tölvuforriti spunakokka Samfylkingarinnar (Vg ráða ekki við þessa tækni) sem þeir nota til skítadreifingar í Netheimum.

Ég þekki þessa kóna, þeir heiðra mig reglulega með sama raddstýrðu tölvumálinu.

Og maður ræðir lítt við vélar, þó ég viðurkenni að það má gera það í leiðindum, forritin geta verið fyndin, og kunna líka að móðgast.

En fyrst og fremst sorglega lágkúruleg, en það er jú ættað úr ranni spunakokkana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.10.2010 kl. 17:42

5 identicon

Til Berserks,

Um 60 starfsmenn HB Granda á Vopnafirði umbreyttu

10.000 tonnum af sjávarafurðum í 1,5 milljarð króna í sumar með því að

frysta þær og selja úr landi. Það eru gjaldeyristekjur sem nema um 25

milljónum á hvern starfsmann. Það er 30 falt gjaldeyristekjumeðaltal á

hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Og þetta var bara í sumar. Samfélagið

hefur ekki efni á að leggja niður landsbyggðina. En landsbyggðarfólk er

tilbúið að halda úti höfuðborginni sem við elskum. Við erum bara ekki til

í að skera allt niður hjá okkur í staðinn. Þetta snýst ekki um að etja

höfuðborginni og landsbyggðinni gegn hvoru öðru.

Kveðja frá Vopnafirði.

Hrund (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 19:42

6 identicon

Góður punktur hjá þér Hrund! 

Ótrúlega heimskuleg athugasemd hjá Bersekr og gerir ekkert annað en að sýna vankunnáttu og fáfræði. 

Mér finnst alveg fáránlegt að það sé í lagi hjá stjórnvöldum að taka upp hreppaflutninga aftur.  Þessi elliheimili voru byggð að stórum hluta vegna framlags kvenfélagsins og íbúa Vopnafjarðarhrepps.  Því finnst mér ótrúlega ósanngjarnt að það eigi að loka þessu sérstaklega þar sem framlag ríkisins hefur ekki verið eitthvað mikið til hjúkrunarheimilisins.  Finnst þetta algjörlega til skammar!

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 00:06

7 identicon

Aðförin að landsbyggðinni heldur áfram að frumkvæði stjórnvalda eins og undanfarin 30 ár.  Engin opinber störf mega vera úti á landi. Bankarnir aðstoða svo við þetta. Stjórnmálamenn láta sér vel líka. Landsbyggðin væri mun betur sett ef við værum enn í ríkjasambandi með Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Þar er alvöru byggðastefna í gangi.  Hnignun Íslands á lýðveldistímanum er algjör.  Landflótti blasir við. Það virðist augljóst miðað við hvernig landinu er stjórnað.

Birgir Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 07:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið stöllur.

Ítreka að athugasemdir eins og Berseks eru skipulagðar í Netheimum til að hlutlausa gagnrýna pistla og andóf gegn stjórnvöldum.  

Og meginþema þeirra er alltaf að etja fólki saman.  Í þessu tilviki gegn hagsmunum landsbyggðarinnar, þegar skrifað er um nauðsyn og sanngirni skuldaleiðréttingar, þá róið á mið sjálfselskunnar, til hvers á ég, sem fór varlega, að aðstoða hina, í ESBumræðunni er úlfahjörðinni sigað á bændur og sjómenn,  og í ICEsave er höfðað til þeirra sem vantar vinnu, þó það sé lífstíðarvinna skuldaþrælsins.

Þess vegna er kærkomið að upplifa að þeir sem eiga hagsmuna að gæta, mæti og svari fyrir sig.  Við erum jú í stríði við öfl sem vilja rústa öllu sem okkur er kært.

Og í því stríði er barist um sálir.

Munum að ríkisstjórnin á engin rök í aðför sinni að landsbyggðinni, á meðan þjónusta er ekki lögð niður, þá er dýrara að veita hana á höfuðborgarsvæðinu, það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.10.2010 kl. 08:53

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Birgir.

Náist ekki vitglóra í höfðingja Reykjavíkur, þá er líklegast eina svar landsbyggðarinnar að segja þeim upp hollustu.

Ekki nema við séum mannleysur og látum allt yfir okkur ganga.

En svo má styrkja hópinn sem reynir að tunna þetta lið ofaní holur og skúmaskot þar sem það verður engum til tjóns og ama.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.10.2010 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 777
  • Sl. sólarhring: 980
  • Sl. viku: 1838
  • Frá upphafi: 1322601

Annað

  • Innlit í dag: 658
  • Innlit sl. viku: 1537
  • Gestir í dag: 579
  • IP-tölur í dag: 576

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband