Hreyfingin tekur stöðu með lýðræðinu.

 

Gegn leyndarhyggjunni.

Gaman verður hinsvegar að hlusta á rök VinstriGrænna þar sem þeir verja vinnubrögð leyndar og bakherbergja, vinnubragða sem þeir gagnrýndu svo mjög á meðan þeir réðu engu.

Niðurstaða þeirra mun örugglega vera sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf haft rétt fyrir sér, að ómögulegt sé að stýra þjóðinni nema frá bakherbergjum huldum leyndarhjúp vindlareiksins.

Eina spurningin er hvort flokkurinn biðji íhaldið afsökunar á öllum skömmunum.

En VG mun fella þessa tillögu Andstöðunnar.

Enda orðinn valdsflokkur.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja trúnaðargögn á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er lýðskrum hjá Hreyfingunni og hefur ekkert með lýðræði að gera. Þetta eru rannsóknargögn og þau eiga ekkert erindi við þjóðina frekar en rannsóknargögn í öðrum sakamálum. Það væri vísasta leiðin til að eyðileggja mál að gera öll gögn opinber fyrir dómsuppkvaðningu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sjálfsagt er það rétt hjá þér Axel ef markmið þessara ákæru er að negla fólk, fá það dæmt, hvað sem það kostar.

Margt ætla ég þessu fólki, en ekki þá lágkúru.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.9.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 726
  • Sl. sólarhring: 983
  • Sl. viku: 1787
  • Frá upphafi: 1322550

Annað

  • Innlit í dag: 610
  • Innlit sl. viku: 1489
  • Gestir í dag: 538
  • IP-tölur í dag: 535

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband