Jóhanna sér ekki sína eigin sök.

 

Hún vakti vonir hjá þjóðinni um nýja tíma.

Og hún brást þessum vonum.  

Ekki einu sinni hennar eigin stuðningsmenn reyndu að mótmæla gríninu hjá Spaugstofunni þar sem Karl Ágúst í gervi hennar talaði að því miður hefði stjórnin ekki efni á að slá skjaldborg  um heimili landsmanna, það væri aðeins hægt að slá skjaldborg um heimili auðmanna.

Þjóðin upplifði þetta sem sannindi.

Burtséð frá öllu öðru sem ríkisstjórnin hefur gert, eða ekki gert, bæði gott eða slæmt, þá eru þessi grundvallarsvik við heimilin í landinu, að endurreisa Nýju bankanna á þeirra kostnað, það sem að út af ber.

Fólk getur ekki fyrirgefið Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingunni þau svik.

Vegna þess að fólk trúði að hún meinti eitthvað með orðum sínum.  Þegar hún mælt þau, þá sá fólk ekki þann auðlepp sem hún reyndist vera.  

Auðlepp í heilagri sæng með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  

 

Jóhanna Sigurðardóttir þarf ekki að leita annað um skýringar en að líta í eigin barm.  

Og ef Samfylkingin ætlar einhvern tímann að ná aftur trausti og trúnað landsmanna, þá þarf hún að gera upp við arfleið Jóhönnu Sigurðardóttir og þjónkun hennar við erlend skaðræðisöfl.

Það eru aðeins einræðisherrar, sem byggja vald sitt á skriðdrekum, sem fórna þjóð sinni á altari blóðþyrst auðvalds.

Í lýðræðisríkjum er svona fólk kosið burt.

Ísland er lýðræðisríki.

Íslenska þjóðin vill ekki Samfylkinguna lengur.

Það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.


mbl.is Fylgið of lítið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er raunalegt að horfa upp á það að báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa fyrirgert trausti þjóðarinnar og óvildin á garð ráðherranna megnast með hverjum degi.

Og þó er enn skelfilegra að svo virðist sem hvorugur formaðurinn skilji þetta, trúi sínum eigin augum og eyrum (eða leggi ekki hlustir við) hvað þá að votti fyrir neinum skilningi á þeim vanda.

Ekki sýnist heldur votta fyrir neinum skilningi á þeim viðfangsefnum sem ríkisstjórnin er daglega að fást við.

Þetta er áreiðanlega einsdæmi og mér kemur ekki annað í hug en einhver ókenndur sjúkdómur.

Árni Gunnarsson, 28.5.2010 kl. 16:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað sjúkdómur er það Árni??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2010 kl. 16:48

3 identicon

Ágæta Jóhanna.
Þökk sé þér og hinu vanhæfa sjálftøkuliðinu í 4flokka samspillingunni, Þá sýnist mér að þjóðin hafi ekki haft meiri áhuga á pólitík síðan 1944. Er við fengum lýðræðið fyrir tilstuðlan stjórnmálamanna sem unnu landi og þjóð, og fyrir land og þjóð.

Þú ert ekki ein af þeim.

Hér á Íslandi búa eingøngu rúmlega 300.000 hræður. Í landi þar sem auðlyndirnar okkar eru sem nægtarbrunnur Edens. Hér gætu allir lifað eins og kóngar og í vellystingum. Ef að auðlyndir og auðæfi lands og þjóðar myndu skiftast jafnt.

Þú og restin af 4flokka samspillingunni hafið séð til þess að gæðum lands og þjóðar er misskift. Aldrei hefur fleyra fólk þurft að þyggja ølmusu og aldrei hafa fleyri flúið land með marg þúsundfaldan sinn skerf af þjóðarkøkunni. Án nokkurra andmæla stjórnvalda.
Svei ykkur øllum.

Þess vegna ætla allir sannir Íslendingar, að kjósa alt annað en 4 flokkinn á morgun og í næstu kosningum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 01:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Mælstu manna heilastur Arnór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2010 kl. 08:53

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef ekki hugmynd um hvers konar pest þetta er Ómar en ég segi bara eins og skáldið frá Fagraskógi forðum:

"Engin plága kom áður meiri"

Það kvæði er ort um pólitíska spillingu og þátttöku dagblaðanna í henni.

"Hún berst um landið með blaðagreinum

og veldur alls konar innanmeinum.

Menn sýkjast jafnvel af sjúkra orðum

svo plágan fer hraðar en pestin forðum."

Í þessu kvæði er hann að leggja út af Svarta- dauðanum og endar svona:

"En nú verður líkaminn ljós og bjartur

en innri maðurinn allur svartur."

En í sannleika sagt þá gengur svo fram af mér þessar vikurnar að ég meina fullkomlega það sem ég segi:

Ég held að þessi skelfilega ógæfa sé yfirskilvitleg. 

Árni Gunnarsson, 29.5.2010 kl. 10:32

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Já, þetta er eitthvað yfirskilvitlegt. Ég lengi haldið því fram að um gjörninga sé  að ræða.  Gott fólk getur ekki umpólast svona einn tveir og þrír.

Spurning hvort einhver góður miðill getur komist i samband við Hafstein miðil, og hann eigi einhver svör, að handan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1599
  • Sl. sólarhring: 1668
  • Sl. viku: 3612
  • Frá upphafi: 1324412

Annað

  • Innlit í dag: 1468
  • Innlit sl. viku: 3171
  • Gestir í dag: 1307
  • IP-tölur í dag: 1252

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband