Ætlar Elín líka að yfirtaka skuldirnar???

 

Yfirtaka eignir auðmanna er eitthvað sem hljómar svo vel.  Það gefur það í skyn að þessum mönnum hafi vegna vel í lífinu, að þeir ættu eitthvað annað en skuldir.

Mér er það samt til efs.

Sjálfsagt má finna eitthvað, einhvers staðar sem er skráð á vin eða vandamann, en þá er öruggt að það finnst kröfuhafi sem á um sárt að binda, og vill fá sitt.  

En eignir erlendis, hvað með þær????

Þar er einn stór hængur á ferð, þær eru erlendis, og við eigum engar kjarnorkusprengjur til að innheimta þær, enginn dómstóll úti tekur mark á símskeyti frá Íslandi þar sem lýst er yfir eignaupptöku.  Það er eðli réttarríkja að þau vilja að rétt sé að málum staðið.  Og fyrir skrítna tilviljun eru reglur þannig að auðmenn eru því sem næst ósnertanlegir.

Nema þeir hafi framið lögbrot eða skattabrot, þá mallar kerfið hægt og rólega og innheimtir illa fengið fé, ef það þá á annað borð finnst.

Þess vegna höfum við þau Ólaf og Joly, ásamt samstarfsfólki.  Þau eru fulltrúar okkar hjá réttvísinni við að færa sönnur á lögbrot.  Fái þau tíma og mannskap, þá fáum við uppskeru.

 

En innihaldslaust blaður skilar engu.  Hvað þá upphrópanir fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna hjá verkalýðshreyfingunni, settar fram í aðeins einum tilgangi, að drepa umræðuna á dreif í þjóðfélaginu, og beinist öll í eina átt, fordæmingu á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilum landsins.

Það skulum við hafa í huga þegar við heyrum svona upphrópanir.  Þær eru auðveldu orðin í stað þeirra bitru sem fordæma flokka og fólk sem verkalýðsforingjarnir hafa stutt alla sína ævi.

Flokka og fólk sem gaf sig einu sinni út á að vera sérstakir vinir alþýðunnar.  En eru i dag fulltrúar sjúkasta kerfis Vesturlanda.  Kerfi sem notar ólöglega gengistryggingu og forsendulausa verðtryggingu til að ræna fólk eignum sínum á krepputímum.

Það er auðveldara að segja "gerum eignir auðmanna upptækar" en að segja "niður með ríkisstjórn sem  hundsar réttmætar kröfur almennings".

Lýðskrum er alltaf auðveldara en sár sannleikur.

Þeir sem lofuðu að gæta okkur, þeir brugðust.

Og það er sárt.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Styðja upptöku eigna auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er ekki fjarri minni tilfinningu. Lögregluflokkur sem horfir á misþyrmingu og gerir ekki neitt eru ekki glæpamenn en eru að að bregðast skyldum sínum. Af hverju horfa verkalýðsfélögin þegjandi uppá misþyrmingu stjórnvalda á félagsmönnum sínum? Eru þeir að samþykkja ekkistefnu stjórnvalda í atvinnumálum með því að sitja þegjandi og horfa á?

Það er líka sárt að við meðhöndluðum þetta ekki sem hamfarir. Kannski er tjónið ekki nógu sýnilegt. Við hefðum brugðist allt öðruvísi við ef einhverjir hefði kveikt í öllum húsunum sem fólk er að missa og fyrirtækjunum sem hrundu og brennt allt til grunna. Við hefðum líklega öll þjappað okkur saman og byrjað að byggja upp af krafti og eldmóð.

Vaktin fyrir hrun brást. Vaktin í hruninu stóð sig með prýði. Vaktin eftir hrun hefur brugðist. Vaktin samanstendur af stjórnvöldum, embættismönnum, alþingi, fjölmiðlum, dómstólum, stjórnum lífeyrissjóða og annara hagsmunasamtaka.

Hófst hrunið með sýknu dómstóla í Baugsmálinu? Hvernig getum við losnað við hagsmunapotið af vaktinni og pólitíkinni? Er vaktin alltof stór og auðvelt að fyrra sig ábyrgð? Eigum við einhverja alvöru leiðtoga sem fólkið treystir?

Björn (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Ætli það sé ekki kjarni málsins, okkur vantar alvöruleiðtoga, sem þjappar þjóðinni saman á neyðarstundu.

Enda tók það hið fallna kerfi ekki nema nokkrar vikur að ná aftur undirtökunum, og síðan hefur verið markvisst unnið að múlbindingu fólks á skuldklafa Hrunsins.

Smámenni stjórna landinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2010 kl. 19:47

3 identicon

Já kerfið er ótrúlega öflugt í að viðhalda sér. Það er meginástæðan fyrir því að það á ekki að þenja kerfið út, það minnkar aldrei aftur. Ólíkt öðrum bólum þá virðist þessi aldrei springa. Kannski þyrfti að byggja inn í stjórnarskrána að það þurfi 2-3 löggjafaþing að samþykkja stækkun kerfisins ;-)

Smámenni já ... hver hefði trúað því fyrir síðustu kosningar að SJS væri til í að fórna hverju sem væri til að fá að halda völdum (það hefur hann viðurkennt minnst 2x opinberlega). Þetta er persónuleg valdafíkn, hann beitir þeirri taktík að segjast vera að halda hægrimönnum frá völdum, en á sama tíma víkur hann ekki fyrir betra fólki innan eigin flokks. Á heilaga Jóhönnu ætla ég ekki að eyða orðum.

Björn (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 21:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn, ég átti nú reyndar við auðkerfið sem féll.  Auðkerfinu sem tókst að telja hrekklausum almenningi og stjórnmálamönnum um að það væri angi af kapítalisma, þó það í raun væri ræningjakerfi, sem hafði fundið leið til að nýta frjáls markaðsviðskipti til að ræna og rugla.  Líkt og ræningjabarónarnir forðum við Rín, sem notuðu lénskerfið til að ræna þá sem áttu leið um.

En hitt kerfið þarf það aðhald að reka sig á þeim tekjum sem eðlileg skattheimta aflar því.  Það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 606
  • Sl. viku: 3813
  • Frá upphafi: 1329989

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 3301
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband