Af hverju ekki fyrr???

 

Svarið er mjög einfalt.

Skattyfirvöld nutu ekki stuðnings stjórnvalda, og ekki er séð að nokkur flokkur á Alþingi hafi lagt fram lagafrumvörp sem nútímavæddu skatteftirlitið eins og gert hafði verið í löngum Scandinavíu fyrir aldamótin 2000.  

Það var aðeins talað.

Tal er ekki stuðningur, gagnrýni á meint undanskot og skattsvik eru innihaldslausir orðaleppar, ef ekki fylgja athafnir orðum.

Þáverandi skattrannsóknarstjóri benti ítrekað á að honum vantaði tæki og tól, það er skýr lög og lagaheimildir til að bregðast við stórfjölgun gervifélaga, og hin meintu undanskot sem þau voru látin hilma yfir.

Skattrannsóknarstjóri varpaði fram þeirri spurningu hvort menn héldu að fjármálaþjónusta bankanna, sérhönnuð fyrir ríka Íslendinga, væri á einhverjum öðrum grunni en hjá öðrum þjóðum sem hefðu brugðist við með stórbættu skatteftirliti.

Og enginn gerði neitt á Alþingi, hvorki vinstri eða hægri menn.

Samt er þetta fólkið sem við treystum til að endurreisa landið okkar.

Engin furða þó einu tilllögurnar hefðu verið að selja Óbermum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins framtíð barna okkar.  

Engin furða þó Alþingismenn hundsi markvissar tillögur Lilju Mósesdóttur, þær lýsa nefnilega viti og þekkingu.

En það þarf vit og þekkingu til  að skilja þær.

Það er vandi Íslands í hnotskurn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Bankamenn fá bakreikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Valdhafar þá og nú eru meðsekir, ef ekki um beina aðild þá um stórkostlega vanrækslu.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 20:26

2 identicon

Í hvað rennur svo aurinn? Auðvitað í dekurverkefni stjórnmálamanna í heimabyggð.

axel (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Björn Birgisson

Góð færsla. Á litla Íslandi er hagsmunagæslan svo yfirgengileg að eigi hér að verða einhver vorhreingerning, þurfum við aðstoð erlendis frá. Ekki panta hagsmunaaðilar þá aðstoð. Þú verður að gera það.

Björn Birgisson, 2.5.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef lögin eru skýr og gegnsæ, þá væri búið að ganga í þetta mál fyrir löngu.

Ef lögin eru orðamörg og torskilin, þá eru þau opin fyrir "eftir á" túlkunum yfirvalda, og það grefur undan réttarríkinu og fyrirsjáanleika framkvæmdavaldsins.

Þetta mál lyktar allt af því að verið sé að endurtúlka lögin til að draga fé í tóman ríkiskassann. 

Geir Ágústsson, 2.5.2010 kl. 21:36

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Björn, við þurfum enga aðstoð aðra en þá en að nota vit okkar og skynsemi til að gera rétt.  Það tekst þegar við hættum að láta ljúga að okkur að það sé verið að endurreisa eitthvað, þegar í raun er verið að gera þjóðin að hjánýlendu alþjóðlegs auðvalds.

Þekkingin er til staðar, skattayfirvöld þekkja tæki Skandínavanna, það hefur vantað viljann að afhenda þeim þau.  

Geir, ég er sammála ykkur frjálshyggjumönnum um einfaldar reglur og gagnsæjar.  Og ég deili sjónarmiðum ykkar um að forðast ofsköttun, því í raun er hún bein leið til að draga úr skatttekjum ríkisins.

En eftir þessum leikreglum á að fara, og treysti menn sér ekki til þess að reka fyrirtæki hér nema með ógegnsæju eignarhaldi, og ríkum vilja til að leita sér "skattalegs hagræðis" eins og fagmenn kalla það, þá höfum við ekkert við slíka eigendur að gera.  

Slík vinnubrögð eru komin á endastöð.  Fyrirtækin eru fyrir samfélagið, ekki öfugt.  

Það er löggjafans að tryggja sanngirni, en það er atvinnulífsins að tryggja þær siðareglur að eftir reglum löggjafans sé farið.  

Það er nefnilega mikill misskilningur að hagsmunir ríkisvalds og atvinnulífsins fari ekki samann.  Hvorutveggja eru jú tæki okkar til að reka mannsæmandi samfélag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármagnstekjuskattar af áhættuvöxtum eru óþarfi þá má afskrifa þangað til skuld er að fullgreidd.

Jafngreiðslu lán verðtryggð með veðböndum í húsnæði almenningis undir meðaltekjum standa ekki undir áhættu vaxtalagi umfram langtíma verðbólgumarkmið Ríkistjórnar og Seðlabanka.  1994 skuldbinda aðilar hér sig til að halda verðbólgu framvegis undir 2,5% að meðaltali næstu 30 árin, og síðar ef tækju upp evru 1,5% að meðaltali næstu 30 árin.

Þess vegna hefði verið eðlilegt að bæta mest 2,5% við fasta nafnvesti til verðtryggingar á láni í 30 ár. Hætta að fikta við höfuðstólinn með óþarfa leiðréttingum. Spenn ekki upp hér veðmat horsteinanna vitandi um að myndi hækka allar fasteignar hlutfallslega jafnt og síðan veðmat Íslands sem heildar. Þetta var metið um 30% of hátt veðmat af IMF 2005 sem stefndi í 50% fölsun innan nokkurra mánaða. Ljúga að þeim sem eru ekki þjóðin gengur á heimamarkið hér.  Hinsvegar græddu útlendingar á græði Íslensku veðfalsarana, en ekki heimamenn ennþá .

Hætta þessu bulli  með að neysluvístala með lögum verðtryggi öll lán allra aðila jafnt.

Þessi sértæku lög kallast rökleysa utan Íslands og ber vitni um lög sem mismuna gróflega þegnum í framkvæmd.

Aðrar þjóðir gera ekki ágreining um að um þetta megi semja milli aðila.

Ég samdi um íbúðalán í fullvissu þess að EES væri í gildi.  

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 06:01

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hinsvegar græddu útlendingar á græðgi Íslensku veðfalsarana eða hluthafanna, en ekki heimamenn ennþá.

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 06:02

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus, ágæt lýsing hjá þér á myllunni, sem bjó til verðmæti úr gildismati fólks.  Það nægði að segja að mér fyndist þetta vera helmingi verðmætara í dag en í gær, og gera sýndarviðskipti þar um, og þá var það gildismat stimplað í bak og fyrir.

En það er fráleitt að vinda ekki ofanaf þessu.  Fráleitt að láta fölsuð verðmæti ennþá sliga fólk.  Það á að verðmeta eignir á eðlilegan hátt, og láta fólk borga af því, á eðlilegum vöxtum.

Hafa þetta eins og hjá siðuðu fólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 09:29

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hreint furðulegt, reiknað með hans ofgnóttar reiðufjárlausn, að HFS hefur líka verið að auka lán til viðskipta bankanna að verulegri upphæð 80 milljarða ÍSK á liðum fáu mánuðum, athafnarsemi sem er ekki meginhluti af HFS's umboði en fellur frekar undir áhættu eða reiðufjárlausnar stjórnun (sjá Íslandsbanki, 2005).

22 Lýðveldi Íslands (2005b). Seðlabankinn áformar jafnvel öflugri aukningu í nýbyggingu 2005, meira en 20 hundraðshluta (SBÍ, 2005c). Á sama tíma, getur yfirstandandi mikla grunnbyggingagrind fjárfestingar á Íslandi sett annarri fjárfestinga athafnarsemi efnahagsins skorður, innfaldar híbýla nýbygging og viðhald.

 

29Sjá SBÍ (2004b).

leitt til hruns [verð]gilda veða undir [verð] gildi útlána, valdið áhyggjum. Einnig, eru þar almennar áhyggjur af að lána gæði versni þar sem slakað hefur verið á fasteignaveðbréfa útlánamörkum. Staðreyndin er sú, að fjöldi árangurslausra tilrauna að innheimta heimilishalds skuldir í vanskilum hefur greinilega vaxið marktækt undanfarinn fjölda ára, næstum þrefaldast síðan 1999, jafnvel þó þetta geti líka verið rakið til annarra þátta, slíkra sem bættum afköstum við að innheimta.30

 

30 Til viðbótar betrun bættum afköstum í meðhöndlun slíkra athafna að taka eignarhaldi [lögtaki], stöðuga lækkun á meðal aldri heimilishalds (með yngra heimilishaldi sem hefur ekki einungis minni eigur en líka smærri skuldir) getur að hluta hjálpað að útskýra aukningu í árangurslausum tilraunum að innheimta heimilishalds skuldir í vanskilum (SBÍ , 2004a).

26Einnig, einnig í mótsögn við flestar aðrar þjóðir, ráðstöfunartekjur á Íslandi telja ekki með vaxtagreiðslur, þannig dregur enn frekar úr deilinum [sam-deildra gæða einkenna].

5.         Umbætur á HFS, einkanlega árið 2004, hafa lagt sinn skerf til snöggrar aukningar viðráðanlegra fasteignaveðbréfa fjármögnunar. HFS hefur með góðum árangri verið að rýmka sín útlánamörk alveg frá sínu upphafi til samræmis við rísandi húsaverð. Samt sem áður, hafa meðaltals lánshlutfalli fyrsta veðréttar fasteigna verðgildis sérkennandi verið undir 50 hundraðshlutum veittra aukreitis lánatakmarkanna hvað varðar Íslenskar krónur og brunatryggingar verðgildis. Á seinni helmingi ársins 2004, var slökun útlánamarka hraðað harkalega, með þá þegar ráðgerðum umbótum færðum fram sem HFS baslaðist við að lifa af andspænis nýju samkeppninni frá viðskipta bönkunum. Afleiðing varð að, fasteignaveðbréfa vaxtagengið hefur hnignað, og fasteignaveðbréfa upphæðir hafa aukist á fyrsta ársfjórðungi 2005, var meðaltal HFS fasteignaveðbréfa tvöfalt umfang þess sem var á sömu tímalotu árið 2004. Með orðum HFS, "[i]í tímarúmi tveggja ára, hefur bylting átt sér stað í almennu hugarfari eins og hvað skyldi vera íhugað venjulegt fasteignaveðbréfa hundraðshluta-hlutfall og að nafninu til vaxtagengið fyrir meðlimi almennings sem eiga eða eru að festa kaupa á virkilegri fasteign."3

Þetta er tekið úr hluta þýðinar minnar á Hrunþjóðarskýrslu IMF[AGS] fuyrirÍsland 2005.

Ég þýði hana beint til að Íslenskir meðalgreindir fræðingar  Íslendingar setji við sama borðið og þeir erlendis.

Fletti upp í eigin lantíma minni eða skelli sér í orðabækur. Sigfús Blöndal íslensk dönsk er best. 

Ágætisieinkun á að tryggja 90-99% lesskilninginn í viðurkendum Háskólum Alþjóðsamfélagsins.

Hér telja bara meðalgreindir sig skilja alla fræði texta jafnvel utan sinnar eigin fræðigreinar. Insular eða þröngsýni.

Almenn textrýni er talin mjög erfið og ekki kend almennt hér frekar en annarstaðar.

Þess vegna eru gerðar strangar kröfur til Hæðstréttadómara erlendis  sem byggja og grundvallast nánast eingöngu á áunnum leshæfi umsækjanda.

Áhætta í viðskiptalífinu vex þegar lesskilningi hrakar. Því fleirri áhættusæknir því skemmtilega fyrir eigendur verðbréfa halla.

Hér var hafin fjölda framleiða á þessu góðkunningjum Viðskiptakauphallana frá um 1972.  

Fara til sjós eða vinna við virkjum og kaupa síðan fokhelt hús þótt ekki áhætta hér áður fyrir heldur nauðsynlegt til að halda lífeyrisgreiðslum í lámarki.

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 19:33

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

 á áunnu leshæfi umsækjanda

Lesa þýðir líka að tíma saman merkingar bær atkvæði orða. Greina [ber ] frá.

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 19:35

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

tína saman

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 19:36

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus.

Alltaf fróðlegt að lesa innskot þín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 21:54

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

HFS mun vera íbúðalánasjóður.

Þessi skýrsla toppar þá Íslensku 2010.  

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 22:02

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta kallaðist góðæri í almennum fjölmiðlum.

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 402
  • Sl. sólarhring: 483
  • Sl. viku: 5893
  • Frá upphafi: 1327717

Annað

  • Innlit í dag: 347
  • Innlit sl. viku: 5252
  • Gestir í dag: 323
  • IP-tölur í dag: 316

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband