Joseph Stiglitz varaði við þessum aukaverkunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Kreppuráð AGS dýpka kreppur, auka atvinnuleysi sem  er mun meira en annars þyrfti að vera.

Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Joseph Stiglitz benti á þetta orsakasamhengi vorið 2009.  Það sama gerði hinn heimsþekkti hagfræðingur Michael Hudson.

En ASÍ kaus að hlusta á þá snillinga sem mærðu vaxtahækkun Seðlabankans hálfum mánuði fyrir hrunið 2008.  Þeir töldu það óhjákvæmilegt til að verja krónuna og viðhalda trausti fjármálamanna.  Þó var peningamagn í umferð, sem var bein afleiðing hávaxtastefnu Seðlabankans, orðið óviðráðanlegt, enda hvergi á byggðu bóli hærri vextir.

Sömu snillingar sáu fátt athugavert við bankakerfi sem var tíföld landsframleiðsla.  Höfðu einna helst áhyggjur af gjaldmiðlinum, eins og það skiptir máli hvort þú ausir með könnu eða glasi þegar botnlokan er tekin úr bát.

Og þeir voru hissa þegar Ísland hrundi.

Og jörmuðu eftir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Sem boðaði sín þrautreyndu kreppuráð, með þekktum afleiðingum.  Þekkt reyndar öllum nema snillingum ASÍ og vinnuveitanda.

Svo þegar beinar afleiðingar kreppuráðanna koma í ljós, þá jarma þeir um að vatni eigi að renna upp á móti og fyrirtæki, sem taka á sig okurvexti og skattahækkanir, að þau eigi halda verðlagi stöðugu. 

Þó er líklegra að vatn renni upp á móti, allavega í miklum vindi.

En hinn möguleikinn fyrir fyrirtæki er að draga saman, segja upp fólki, og minnka umsetningu.  Eða hreinlega að hætta rekstri, sé þess kostur.

Þriðji möguleikinn er ekki til, að halda verðlagi stöðugu, án gífurlegs samdráttar, er eins og að segja að þú tæmir hálfulla tunnu með því að bæta á hana vatni.

En reyndar er eitt heimskulegra.

Að borga bretum 507 milljarða í skatt til að auka hagvöxt og fjölga atvinnutækifærum.

Er svo einhver hissa á að Ísland fór á hliðina þegar þessir snillingar móta stjórnarstefnuna????

Ef svo er þá er það sérgáfa og ætti að verðlauna.

Að trúa á hið ómögulega er snilld í trúgirni.

En á meðan blæðir þjóðinni út.

Því raunveruleikinn byggist á raunveruleika, ekki heimsku eða trú.

En hver kaus þessa snillinga til að gæta hagsmuna launafólks?????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is ASÍ lýsir þungum áhyggjum af þróun verðlags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skemmtileg tilviljun. Var einmitt, að rifja upp erindi Stigliz.

http://upptokur.hi.is/Player/default.aspx?R=138d2c27-915c-4c5d-a853-6256931f31e1

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.3.2010 kl. 01:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Eru ekki framsóknarmenn að vinna út frá hugmyndum Jóns Daníelssonar og Ragnars  Árnasonar,  auk annarra  mætra manna.  Stiglitz og Hudson hafa einmitt bent á hina heilbrigðu skynsemi, sem gildir allsstaðar, að halda atvinnulífinu gangandi, að halda eftirspurninni lifandi, að viðhalda trú fólks á kerfinu.

Eða allt það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki.  

Ég held að tími uppgjörs verði núna í vor, og því er mjög þarft að halda þessum heiðursköllum inn í umræðunni, þeir eru ekki heimsþekktir fyrir ekki neitt.

Og munurinn á Gylfa Magnússyni og Jóni Daníelssyni, er að Jón hefur vinnu þar sem öðrum langaði líka að vinna, en Gylfi valdi HÍ þegar enginn vildi þar vinna sökum bágra kjara.  Segir allt sem segja þarf.  Slíkir menn eru alltaf  viðhlæjendur almannaróms, eða oftast réttara sagt.  Gylfi virtist hafa kjark á tímabili til að vinna gegn hagsmunaöflunum, en svo lyppaðist hann niður eins og sprungin blaðra.  Sorglegt hlutskipti, að enda sem þjóðníðingur, því stefna AGS er þjóðníð, hún mun eyðileggja þessa þjóð ef þeir verða ekki stöðvaðir í tíma.

Og takk fyrir innlitið og slóðina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 97
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 5414
  • Frá upphafi: 1338872

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 4760
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband