Maðurinn er fífl.

 

Gylfi forseti er annar af megin sökudólgum þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var fenginn til landsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er þrautreyndur í að ræna þjóðir.

Og eyðileggja kjör verkafólks.

Vaxtahækkanir hans þjóna aðeins einu tilgangi, og hann er sá að bundið fjármagn fái sem hæstu ávöxtun.

Á Íslandi þýðir þetta um 90 milljarða í vexti fyrir ríkissjóð, krónur sem eru teknar beint úr velferðinni.  Þar sem AGS hefur ekki stjórn, þar hafa ríki í erfiðleikum lækkað vexti.  Hefði við gert það sama, þá væru sambæritölur á Íslandi um 20 milljarðar.  

Mismunurinn er blóðið úr velferðarkerfinu.

Aðeins illmenni þrífast á því blóði, sammannlegur harmleikur um víða veröld, en hvergi í boði verkalýðshreyfingarinnar nema á Íslandi.

Skýringin er mjög einföld, Samfylkingin plantaði hagfræðingum frjálshyggjunnar inní ASÍ, og þeir þekkja ekkert annað tungumál en tungumál Friedemans, "velferð fjármagnseiganda á kostnað verkalýðs".

Háir vextir leita úr í verðlag.  Um allan heim vita verklýðsforkólfar að hávaxtastefna AGS er bein kjaraskerðing fyrir verkalýð. 

Gylfi forseti veit það líka.

En hann kýs að leika fífl.  Heldur að tveir plús tveir séu mínus einn.

En stóra spurningin er, er hann leikari, eða er hann það sem hann þykist vera??

Það er efinn.

En maður sem öskrar á 507 milljarða bretaskatt til að þjóðin hafi tækifæri til að skuldsetja, þegar of skuldsett orkufyrirtæki, um 200-300 milljarða í orkuuppbyggingu, hann er ef maður vill vera mjög jákvæður, og forðast alla dómhörku, hann er fífl.

Hinn möguleikinn er landráðamaður, illmenni og annað það sem menn kallast  sem svíkja þjóð sína í þágu erlends valds.

Hörð orð????

Hefur einhver spáð í hvað hefði gerst eftir þessa tvö til þrjú hundruð milljarða orkufjárfestingu á Reykjanesinu, að þar hefði orðið eldshræringar?????

Gosið í dag hefur ekki átt forsögu í þúsundir ára, í Vestmannaeyjum gaus eftir þúsund ára hlé.  

Á Reykjanesi gaus  eftir landnám.  

Samt  vilja menn eins  og Gylfi forseti borga 507 milljarðar í bretaskatt, til að geta virkjað fyrir 200-300 milljarða á Reykjanesinu.

Hvað hefði gerst ef gos hefði brotist þar út???

Hvar er borðið fyrir báru sem allir vitibornir menn vissu að var forsenda þess að báturinn komst klakkslaust í höfn???????

 

Og síðan má ekki gleyma einni staðreynd, að ICEsave skattur Gylfa forseta, að hann er tekinn út úr hagkerfinu með ofursköttum, og ofurskattar drepa hagvöxt.  Fyrirhugaðar orkufjárfestingar, vega ekki nema brot þar á móti, og tekjurnar af þeim fara allar í að borga þau lán sem til þeirra var stofnað.

Samt vill forsetinn fórna velferðarkerfi alþýðunnar svo hægt sé að borga bretum 507 milljarða í ólöglega fjárkúgun.

Maðurinn er fífl.

Ekki nema hann vinni ennþá fyrir fjárþyrsta auðmenn eins og hann gerði áður enn hann réði sig til ASÍ.

Er þetta klassískt dæmi um fimmtu herdeildina???

Hin fullkomnu svik??

Kannski er maðurinn ekki fífl???

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is „Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fimmta herdeildin er málið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 17:17

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski full sterkt til orða tekið að kalla manninn fífl, og þó. Gylfi Arnbjörnsson er blindur, blindur af þrá til að komast í ESB klúbbinn. Hann telur að réttlæta megi hvað sem er til að komast þangað inn, jafnvel að setja Ísland á hausinn. ESB glýjan er þvílík.

Gunnar Heiðarsson, 24.3.2010 kl. 18:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Ég var nú bara að reyna vera jákvæður.

Þekkt afleiðing af vaxta og skattahækkunum AGS er samdráttur, til þess er leikurinn gerður.

Hvort er betra að fyrirtæki velti kostnaðarhækkunum út í verðlagið, eða segi upp fólki???

Eða hætti rekstri???

Í gamla daga, á sautjándu öld, þá kunnu hámenntaðir læknar það helst til lækninga, að taka sjúklingum blóð, sem einhverja allsherjarlausn á sjúkdómum.  Virkaði reyndar stundum, í undantekningartilfellum, en gerði oftast frekar ógagn en gagn, en til dæmis í tilvikum dreyrasjúklinga, þá var það banvænt.

En þeir vissu ekki betur.

En Gylfi veit betur.

En þar sem ég er kurteis,  þá læt ég fíflaheitið duga, en tek annars undir með Jón Steinari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2010 kl. 20:28

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil ekki hversvegna við verkalýðurinn leyfum þessum manni að sitja í stjórn ASÍ.  Hvernig ætli sé hægt að  losna við hann úr stjórn ASÍ?  Við þurfum greinilega nýjan formann.  Það þarf að gera hallarbyltingu í verkalýðsfélögunum og lífeyrissjóðunum, losna við óreiðufólkið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2010 kl. 21:30

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jóna Kolbrún.

Ég spurði í pistlinum sem kom á eftir þessum, hver kýs þessa snillinga og tel það þarft að fólk íhugi hvernig þessir menn misnota vald sitt  í þágu auðvalds og fjármagnseiganda.  Menn sem sjá ekki annað en aukna skuldsetningu, til að skapa þá skammtíma vinnu sem fæst á meðan lánunum er eytt,  þeir eru ekki starfi sínu vaxnir.

En þeir sitja í umboði okkar.

Þannig að við erum í raun ábyrg, fólk verður því að hætta að líta á sig sem fórnarlömb, heldur þarf það að upplifa sjálft sig sem  gerendur.  Ekkert af  þessu getur gerst nema með okkar samþykki og það er okkar að breyta.  

Málið er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 3849
  • Frá upphafi: 1329380

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 3375
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband